Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Síða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 27. júlí 2000 * 30. tölublað * Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 * Fax: 481 1293 Lilja Björg er Sumarstúlka Vestmannaeyja Lilja Björg Arngrímsdóttir var valin Sumarstúlka Vestmannaeyja 2000 á Höfðanum á laugardagskvöldið. Þórey Jóhannsdóttir var kjörin Ijósmyndafyrirsætan 2000 og íris Dögg Konráðsdóttir var valin vinsælasta stúlkan af stúlkunum í keppninni. Alls tóku sjö stúlkur þátt í keppninni og stóðu þær sig allar með prýði. Nánar er sagt frá keppninni á blaðsíðum 20, 21, og 15. Stafkirkjan afhent og vígð Eyjamenn hvattir til að fjölmenna Stafkirkjan í Vestmannaeyjum verður afhent og vígð sunnudaginn 30. júií, en kirkjan er þjóðargjöf Norðmanna til Islendinga í tilefni þúsund ára kristnitökuafmælis á Islandi. Athöfnin fer fram á vegum forsætisráðuneytis en Davíð Odds- son, forsætisráðherra, tekur við þjóðargjöfinni. Kirkjan stendur við Hringskersgarð á Skanssvæðinu, sem lagfært hefur verið fyrir vígsluna og tekið til gagngerðrar endurbyggingar. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Karl Sigur- bjömsson, vígir stafkirkjuna, m.a. með aðstoð Eyjapresta og fleiii presta. Dagskráin hefst kl.13:20 með hljóð- færaleik Lúðrasveitar Vestmannaeyja og skrúðgöngu frá Skansvirkinu til kirkju. Þar verður kirkjan afhent við hátíðlega athöfn utan dyra og vígslan hefst í framhaldi af því. Þar sem kirkjan rúmar aðeins um 50 gesti verður hátalarakerfi á svæðinu til að allir geti fylgst með vígslunni. Meðal hátíðargesta em Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning, forseti íslands, norskir ráðherrar og íslenskir og fjöldi annarra gesta. Að lokinni vígslu kirkjunnar heldur hátíðardagskráin áfram utan dyra. Bæjarstjórn mót- mælir útboði Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur mótmælt fyrirhuguðu útboði Vegagerðarinnar á rekstri Herjólfs. Þetta var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarstjómar og em forsendur mót- mælanna taldar í eftirfarandi liðum: Ekki sé um rekstrarlega hagkvæmni að ræða á þann hátt að spamaður náist án þess að þjónustan skerðist. Ekki sé nauðsynlegt að fram fari útboð vegna fjölþjóðlegra samninga. Siglingaleiðin sé það sértæk og hafi mikla búsetulega þýðingu fyrir búsetu í Eyjum. Ekki liggi ljóst fyrir hvort stjóm Herjólfs hf. muni ganga til samninga um leigu á landgöngumannvirkjum sem em þinglesin eign félagsins.. Af hálfu eigenda gætu komið til þvingandi aðgerðir til að ná fram leigusamningi um mannvirkin. Ekki sé ágreiningslaust að Heijólfur hf. geti tekið þátt í útboðinu og annast rekstur skipsins vegna eignaraðildar ríkis og bæjar sem eiga um 97% af hlutafé félagsins. Þá segir í ályktun bæjarstjómar að aflað hafi verið lögfræðiálita vegna framangreindra atriða að einhverju leyti. Þrátt fyrir það ríki enn vafi um framkvæmdaþætti málsins. Því leggur bæjarstjóm áherslu á að útboðið fari ekki fram á þessum tíma. Ennfremur segir að íbúaþróun hafi ekki verið jákvæð í Vestmannaeyjum á liðnum missemm og íbúum farið fækkandi. Það sé vemlegt atriði að forsvarsmenn rekstraraðila skipsins búi í bænum meðal þeirra farþega sem mest noti skipið. Þá segir að lokum í ályktun bæjarstjómar að Hetjólfur sé eina feijan hérlendis sem 'haldi uppi samgöngum við byggða eyju þar sem áherslan liggi í flutningi á farþegum og fólksbílum. Aðrar feijur, sem styrktar séu af almannafé, Ieggi meiri áherslu á vöruflutninga. Undir þessi mótmæli skrifa allir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar. - á ðttum sviðum! TM-ÖRYGGI FYRIR Bílaverkstædid Bragginn s.f. ——. Réttingar og sprautun - FJÖLSKYLDUNA Flötum 20 - Sími 481 1535 Sameina' öll trygg'ngairiálin Viðgerðir og smurstoð r,:. áeinfaldanog ll, Flötum 20 - Sími 4813235 hagkvæman bátt Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.