Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Side 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 27. júlí 2000
Níu mánaða uppgjör Vinnslustöðvarinnar
Afkoman batnaði um
hálfan milljarð milli ára
Tekjur hafa dregist saman en rekstrargjöld lækkað
stórlega - Framlegð jókst úr 6% í 21,7%
mál
149 færslur voru í dagbók lögreglu
í síðustu viku sem er ívið meira en í
vikunni þar á undan. Lögreglu-
menn segja að rólegt sé yfir
bæjarlífmu og lítið urn alvarleg mál.
Þjóðhátíð sé að nálgast og hugurinn
líklega bundinn við undirbúning
hennar.
Datt af lyftara
Eitt vinnuslys var tilkynnt lögreglu
í vikunni. Gerðist það þannig að
manni var lyft upp á lyftara og stóð
hann á bretti sem sett hafði verið á
gafflana. Féll hann af brettinu til
jarðar með þeim afieiðingum að
hann missti meðvitund.
Að sögn lögreglu hel'ur nokkuð
borið á því gegnum tíðina að menn
nenni ekki að hafa fyrir því að nota
tilskilinn öryggisbúnað við vinnu
sína. Oft sleppa menn með skrekk-
inn og slys hljótast ekki af. En ef
eitthvað gerist þá þarf ofl lítið til svo
að alvaran biilist og varanlegur
skaði hljóúst af, jafnvel dauði.
Lögreglumenn segjast oft hafa séð í
sínu starfi, þar sem komið hefur
verið að alvarlegu slysi, að grátlega
lítið hefði þurft til að draga úr
alvarlegum afleiðingum þess, jafn-
vel koma alveg í veg fyrir það.
Rúðubrot við
gæsluvöll
I vikunni var tilkynnt um rúðubrot á
gæsluvellinum við Miðstræli. Ekki
er vitað hver þar var að verki og
biður lögregla þá að hafa samband
sem veitt gætu einhverjar upp-
lýsingar.
Skemmdarverk á
girðingum
Tvívegis var í vikunni tilkynnt um
skemmdir á girðingum suður á
eyju. Vom girðingarnar klipptar
sundur svo að búfé átti greiða leið
út úr þeim. Ekki er vitað hverjir
þarna voru að verki né hverjar
livatir þar liggja að baki. Eini
úlgangurinn með þessu virðist vera
sá að sverta enn meira ímynd þeirra
tómstundabænda sem yrkja eyjuna.
Lögregla biður þá að hafa samband
sem veitt geta upplýsingar um jretta
mál auk þess sem þeim tilmælum er
beint til þeirra, sem þarna vom að
verki, að láta af þessari iðju sinni.
Hjálmlaus á
reiðhjólum
Aðeins voru sex bókanir í dagbók
lögreglu vegna umferðar og þar af
tveir ökumenn sem kærðir vom
l'yrir að fara ekki að lögum og
reglum. Er þetta óvenju lítið og
kann lögregla því hið besta. Aftur á
móti hafði lögregla í nokkrum
tilvikum afskipú af bömum á
reiðhjólum án þess að vera með
hjálm. Vill lögregla ítreka fyrir
foreldrum nauðsyn þess að bömin
noti hjálma, ekki aðeins vegna þess
að það er skylda, heldur sjálfra
þeirra vegna. Það er með
reiðhjólaslysin eins og önnur slys,
þau verða ekki aftur tekin.
Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf.
fyrstu níu mánuði yfirstandandi
rekstrarárs var betri en gert var
ráð fyrir í endurskoðuðum áætl-
unum frá því í mars sl. Þegar á
heildina er litið var tæplega 53
milljóna kr. hagnaður á rekstrinum
en á sama tímabili í fyrra var 583
milljóna króna tap.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
fyrstu níu mánuði rekstrarársins var
um 53 milljónir kr. samanborið við
445 milljón kr. tap á sama tímabili í
fyrra. Afkoma fyrirtækisins er því
499 miljónum króna betri nú en á
sama tíma í fyrra.
Rekstrartekjur félagsins eru á þessu
tímabili 1.870 millj. kr. en voru á
sama tíma í fyrra 1.977 millj. kr.
Sviptur
Á fundi bæjarstjórnar, sl. fimmtu-
dag, var samþykkt samhljóða að
svipta veitingahúsið Lundann
rekstrarleyfi í einn dag, þ.e.
föstudaginn 11. ágúst og aðfaranótt
laugardags. Á sarna fundi var tekin
fyrir umsókn Jóns Inga Guð-
jónssonar, veitingamanns á Lund-
anuni um lengingu á afgreiðslutíma
áfengis en því erindi synjað.
Jón Ingi segir að þessi svipúng á
rekstrarleyfi í einn dag, föstudaginn
Tekjurnar hafa því dregist saman um
rúmlega lOOmilljónirkr. Afturámóti
dragast rekstrargjöld vemlega saman,
em nú 1.464 millj. kr. en voru í fyrra
1.859 millj. kr. og hafa dregist saman
um tæplega 400 milljónir kr.
Framlegð rekstrar félagsins jókst um
288 milljónir kr., fór úr 6% í fyrra í
21,7% nú, þrátt fyrir að hátt gengi
íslenskrar krónu og lágt gengi evm
hefði haft neikvæð áhrif á vetrarvertíð
þegar framleiðsla og sala er í hámarki.
Framlegð uppsjávarveiða og vinnslu
var lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir
en framlegð bolfiskvinnslu og veiða
hins vegar betri en gert var ráð fýrir.
Ástæðan fyrir birtingu þessa níu
mánaða uppgjörs er yfirlýsing stærstu
hluthafa Vinnslustöðvar og Isfélags
eftir þjóðháúð, sé til komin vegna þess
að sér hafi ekki alltaf tekist að koma
gestum Lundans út fyrir kl. 3.30.
Þetta sé refsingin fyrir að fleygja ekki
gestum á dyr fyrir þann tíma. „Annars
staðar er leyft að hafa opið lengur, t.d.
á Reykjavíkursvæðinu en hér verður
að skella í lás á ákveðnum tíma. Mér
finnst óréttlátt að mismuna fólki eftir
búsetu á þennan hátt. Þetta er svipað
og ef ég gerði út bát og væri
fyrirskipað að vera kominn í land kl.
um sameiningu fyrirtækjanna.
Gert er ráð fyrir að framlegðarhluú'al!
félagsins verði svipað til loka
rekstrarárs, 31. ágúst. Gengislækkun
íslensku krónunnar í júní og júlí hefur
vemleg áhrif á afkomu félagsins þegar
litið er til næstu mánaða og
rekstrarársins í heild. Gengistap frá
byrjun júní fram í miðjan júlí nemur
tæplega 200 milljónum króna. Hins
vegar aukast tekjur af afurðasölu við
lækkun krónunnar sem dregur úr
áhrifum aukins launakostnaðar í
kjarasamningunum. Þegar til lengri
tíma er litið getur gengisbreytingin
styrkt afkomu félagsins á næstu
misserum ef ekki fylgir hækkun
kaupgjalds og verðlags.
fimm á daginn meðan bátar ffá öðmm
byggðarlögum mættu vera að til kl.
átta á kvöldin. Það þætti ekki réttlátt
og mér finnst þetta ekki réttlátt heldur.
Eg er mjög sár yfir þessu. Kannski
endar þetta með því að ég verð að
halda á höfuðborgarsvæðið eins og
allir hinir. Ef stefnan er sú að
mismuna fólki atvinnulega séð eftir
landshlutum þá verður það kannski
ofan á,“ sagði Jón Ingi.
ÍBV í Evrópukeppni
Fimmtudaginn 10. ágúst tekur IBV
þátt í UEFA Cup keppninni í
knattspymu og mæúr liði Hearts frá
Skotlandi á Laugardagsvelli kl.
19.00.
Mikill áhugi er fyrir leiknuin og
t.d. hafa Skotamir óskað eftir 500
miðum á leikinn til að selja í
forsölu. Víst er að Skotamir munu
setja mikinn svip bæði á leikinn svo
og borgarlífið í Reykjavík dagana
fyrir og eftir leik. Gaman væri að
Vestmannaeyingar og aðrir stuðn-
ingsmenn ÍBV liðsins tækju þátt í
stemmingunni á leiknum og
fjölmenntu.
Forsala aðgöngumiða á leikinn fer
fram í Skýlinu hjá Jóa og Svönu og
hjá ESSO á Básaskersbryggju.
Verð á miðum í forsölu verður 300
kr. fyrir böm og 1000 kr. íyrir
fullorðna. Þá mun Herjólfur hf.
bjóða upp á pakkaferðir á leikinn og
verða þær seldar á afgreiðslu
Heijólfs.
Fréttatilkynning.
Minni botnfiskafli
Um síðustu áramót vom kontin
7.073 tonn af þorski á land í
Vestmannaeyjum, sem er rúmlega
1000 tonnum minna en á sama tíma
í týrra þegar þorskaflinn var 8.304
tonn.
Samdráttur er í flestum öðnim
botnfisktegundum að því er kernur
fram í bráðabirgðatölum Fiskistofu.
Lítilsháttar minni afli er í ýsu milli
ára, sem fer úr 1538 tonnum í 1425
tonn. Ufsaaflinn er nánast sá sami.
var 2554 tonn í ár en er 2581 tonn í
fyrra en karfinn fer úr 2234 tonnum
í 1892 tonn í ár. í öðmm
fisktegundum fer afiinn úr 1751
tonni í 741 tonn og munar þar
mestu um gulllax sem fer úr 1108
tonnum í 394 tonnum.
Hvarf af vettvangi
Ekið var utan í kyrrstæða bifreið
sem stóð við sjúkrahúsið og hvaif
sökudólgurinn af vettvangi án þess
að láta vita af óhappinu. Þetta
gerðist einhvern úma á tímabilinu
frá kl. 20 á sunnudag fram úl kl. 18
á mánudag. Lögregla óskar eftir
upplýsingum um málið.
Vantar
sjálfboðaliða á
lokasprettinn
Feikna mikil vinna hefur verið lögð
í frágang svæðisins austur við
Skans en stafkirkjunefnd óskar eftir
sjálfboðaliðum til að leggja síðustu
hönd á verkið við hreinsun og
frágang milli kl. 10 og 13 á
laugardagsmorgunn.
Atvinnulausum
fækkar
Fyrir viku vom atvinnulausir í
Vestmannaeyjum 18 talsins en í
gær hafði fækkað um íjóra á þeirri
skrá og 14 skráðir atvinnulausir.
Þetta kernur fram í úlkynningu frá
Atvinnumiðlun Vestmannaeyja.
Framkvæmdir í Dalnum ganga vel
Undirbúningur þjóðhátíðar gengur vel og þegar blaðamaður átti leið inn í Dal síðdegis í gær var nokkur
fjöldi léttklæddra kvenna og barna að mála skreytingar á sölubúðirnar í blíðunni. Þema skreytinga í ár
er helgað víkingum og landnámi, enda vel við hæfi þegar Leifs nokkurs heppna, víkings og
landafundamanns er getið við hvert hátíðlegt tækifæri.
FRETTIR
I
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasöiu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
leyfi í einn dag