Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 27. júlí 2000
Bókvitið
'askana
Blindir og bóklausir vita-menn
Það er ekki oft sem maður fyllist
samúð með þeim sem standa að
Vitasmíðinni á Þjóðhátíð. Yfirleitt er
maður eins og aðrir þjóðhátíðargestir
fullur réttlátrar reiði yfir þeim
ósköpum sem „Vitinn" er og sem þar
skellur á gestum sem hafa komið í
Dalinn til þess eins að skemmta sér.
En ég er fullur samúðar með þeim
Vitamönnum, Ævari og Geira Múr
eða Geiri.is eins og hann kýs að kalla
sig þessa dagana. Mér varð skyndi-
lega Ijóst hvað það er sem hrellir þá
Vitamenn og hefði reyndar átt að gera
mér grein fyrir því miklu fyrr.
Skýringin er í reynd einföld og liggur
í augum uppi. Enginn maður með
fulla sjón smíðar óskapnað þann sem
Vitinn er. Og þá skilur maður betur
máltækið „blindur er bóklaus maður“
því eins og fram kom í bóka-
unnendagrein þeirra Ævars og
Geira.is þá hafa þeir ekki litið í bók
frá því vitasmíðin hófst. Eftir slíka
uppgötvun ákvað ég að fyllast samúð
í garð þeirra blindu vitagerðarmanna
um leið og ekki er annað hægt en að
dást að af þeirri skemmtilegu stað-
reynd að blindir skuli hafa valist til
vitagerðarinnar. Það skýrir líka mjög
margt.
En sjálfur les ég auðvitað mikið því
lestur gerir mann víðsýnan og vitran.
Eg hef töluvert dálæti á Stephan King
og er nú að lesa bókina Örvæntingu
sem er nýjasta bókin og auðvitað fékk
ég hugmyndina að því að lesa þá bók
þegar mér varð fyrir nokkmm dögum
hugsað úl Vitans. Síðan er ég líka að
lesa Ævintýrafjallið fyrir son minn
Braga og alltaf verður maður
jafnsvangur þegar lesnar eru lýsing-
amar um allt nestið sem borðað er í
sögunni. Ég les helst allar Stephen
King bækumar og síðan hef ég einnig
gaman að því að lesa um ýmiss konar
fróðleik s.s. alda- og árbækumar.
Næsta skrefíð er án efa að ráðast í
lestur íslenskra skáldverka efúr
höfuðskáldin okkar og því langar mig
til að skora næst á tengdapabba,
Sigurð Georgsson, en ég veit til þess
að hann er mikill Laxness unnandi.
Að lokum skora ég á alla að mæta í
Dalinn og hjálpa til við undirbúning
Þjóðhátíðar.
Orðspor_______________________
-Engilbert Þorvaldsson (Engli) er með hressari mönnum þó
svo að hann sé á 94. aldursári. Á dögunum var hann að ræða
við kunningja sína sem oftar og bárust þá árgangamót í tal.
Engli upplýsti þá að hann væri að hugsa um að boða til
árgangsmóts í sínum árgangi nú á þjóðhátíðinni. Eitthvað
þótti viðræðendunum það kyndugt og spurðu Engla hvort
tíminn væri ekki allt of knappur til að boða fólk til slíks móts.
„Nei, nei,“ sagði Engli og hló við. „Þetta verður fámennt og
gott mót, ég er nefnilega einn eftir."
- Ásmundur Friðriksson, formaður ÍBV, átti á dögunum
samtal við Þórarin V. Þórarinsson, Landssímastjóra, vegna
hinnar nýju tækni í beinum útsendingum með Ijósleiðara sem
gerir kleift að sýna beint með minni tilfæringum en áður var.
Þórarinn sagðist ætla að hafa samband við Asmund síðar og
bað hann að gefa sér upp símanúmer sem hann gæti hringt
í. „Ég læt þig hafa farsímanúmerið mitt,“ sagði Asmundur.
„Það er 695, fyrirgefðu Þórarinn, 1077.“
Héldum allar ró okkar
Sumarstúlkukeppnin fór fram á
laugardag. Sjálfri keppninni eru gerð skil
annars staðar í blaðinu en Eyjamaður
vikunnar er sú sem sjálfar stúlkurnar
völdu þá vinsælustu I hópnum og vel við
hæfi þar sem Eyjamaður vikunnar er
vinsæll þáttur i Fréttum.
Fullt nafn? íris Dögg Konráðsdóttir.
Fæðingardagur og ár? 6. júli 1981.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Bý með minni
yndislegu fjölskyldu
á Vesturveginum.
Menntun og
starf? Búin með
grunnskóla og
húsmæðraskóla.
VinníKÁ.
Laun? Gætu verið
betri.
Bifreið? Bara
skórnir mínir.
Helsti galli? Get ekki valið úr
þeim.
Helsti kostur? Ekki heldur.
Uppáhaldsmatur? Djúpsteiktur
skötuselur.
Versti matur? Grænmetissull.
Uppáhaldsdrykkur? Appelsin.
Uppáhaldstónlist? Úr öllum
áttum, ég eralæta á tónlist.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að láta mér líða
vel.
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir? Að vera ósátt við
fólk sem mér þykir vænt um.
Hvað myndirðu gera ef þú
ynnir milljón í happdrætti?
Ferðast (og endurnýja göngu-
skóna).
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Hugsa lítið
um stjórnmál.
Uppáhaldsíþróttamaður? Hörkukvendið Lára systir.
Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap?
Nefndinni. Það erum við félagarnir.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Friends.
Uppáhaldsbók? Dýragarðsbörnin. Svo er ég að
lesa Biblíuna núna.
Hvað metur þú mest í fari annarra? Að fólk sé
hreinskilið og hresst.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Lygi
og fýla.
Fallegasti staður sem þú
hefur komið á? Ásbyrgi er
fallegur staður og Kópasker í
heild sinni.
Var gaman að taka þátt í
þessu? Eitthvað það skemmti-
legasta sem ég hef gert.
Ótrúlega frábært fólk sem kom
að þessu.
Voru taugarnar alveg í lagi á
laugardagskvöldið? Já, þetta
var svo góður hópur að við
héldum allar ró okkar.
Breytir þessi keppni
einhverju íþínu lífi? Nei, þetta
var bara svo gaman að ég vildi
óska að ég gæti tekið þátt í
keppninni aftur.
Hvað er eftirminnilegast úr
keppninni? Kjaftaklúbburinn á
æfingum.
Ætlarðu á þjóðhátíð? Já,
tvímælalaust.
Eitthvað að lokum? Ég vil
nota tækifærið og þakka fyrir
mig og allar hinar stelpurnar
öllum þeim sem komu nálægt
þessari keppni og gerðu hana
jafn skemmtilega og hún var.
Nýfæddir______ ?cr
Vestmannaeyingar
Þann 16. maí eignuðust Helga Björk Ólafsdóttir og Sigursteinn Leifsson
dóttur. Hún vó 18 merkur og var 54 cm að lengd. Hún hefur verið
skírð Inga Bima og er hér hægra megin á myndinni í fangi bróður síns
Bjöms. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Þann 11. maí eignuðust
Bjamey Bjömsdóttir og Þorkell Máni Pétursson son. Hann vó 16 Vi
mörk og var 54 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Pétur Máni og er
hér vinstra megin á myndinni í fangi Asbjöms frænda síns. Ljósmóðir
var Margrét Guðmundsdóttir. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði.
Á döfmrrí 4*
08. -30. júlí Myndlisfarsýning lærðra, leikra og látinna listamanna á vegum Sparisjóðs Vestmanna eyja og Vestmannaeyjabæjar í gamla vélasalnum á homi Græðisbrautar og Vesturvegar
26.-29. júlí Norðulandameistaramótið í golfi haldið í Vesfmannaeyjum. Stór- viðburður.
28.-29. júlí Vestmanneyjameistaramót í frjálsum
30. júlí Vígsla stafkirkjunnar á Skansinum. Fjölbreytt dagskrá. Konungur Noregs afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra Stafkirkjuna, sem afhendir hana biskupi Islands, Karli Sigurbjömssyni til vígslu, sem afhendir hana nefndinni. Mikið fjör á Skansinum, enda lúðrasveitin inni hjá guði.
Allir dagar
ársins Fjör í Apótekinu
4. 5. og
6. ágúst Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma því, Jbó að lúðrasveitin sé úti í kuldanum.
12. ágúst Kókakólamótið í Golfi
12.-13.
ágúst Bikarkeppni FRI.