Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 27. júlí 2000 Nýtir afgangsorku úr loðnubræðslu ísfélagsins: Nægir til að hita 400 til 500 hús GUÐJÓN Engilbertsson, verksmiðjustjóri í loðnubræðslunni og Eyþór við hluta af búnaði hitaveitu ísfélagsins. 1 loðnubræðslu ísfélagsins er komin upp kyndistöð sem tekur um 30°C heitt vatn frá hitaveitunni og hitar það upp og skilar því 77°C heitu inn á kerfi hitaveitunnar aftur. Þarna er verið að nýta afgangsorku í verksmiðjunni sem annars færi til spillis um leið og verkefnið er umhverfisvænt. Þegar orkan er nýtt aftur, þá þarf að framleiða minna af heitu vatni sem því nemur í kyndistöð Bæjarveitu Vest- mannaeyja. Það er þá annaðhvort rafmagn eða olía sem sparast þar. Kyndistöðin er einungis í keyrslu þegar brætt er, sem er um 80 dagar á ári að meðaltali. Þessi hugmynd varð til innan ísfélagsins meðan á upp- byggingunni stóð fyrir tveimur árum og var hún þróuð áfram í góðri samvinnu við Bæjarveitur og er þetta niðurstaðan. Páll Sigurðsson, véla- verkfræðingur var fenginn til að hanna varmaþáttinn en ég sá um að hanna stjómkerfið. Þetta er mjög athyglis- verð tilraun og reynslan fyrstu vikurnar lofar góðu,“ segir Eyþór. Eyþór segir að þegar bræðslan er í gangi falli til afgangsorka af eimingartækjum sem hingað til hefur ekki verið hægt að nýta. Við sogum vatn úr bakrás bæjarins og hitum það vatn úr ca. 30°C í 60°C með afgangsorkunni og kyndum það síðan upp í 77° með olíu áður en það fer inn á framrásina í bæjarkerfinu sem leiðir heita vatnið í húsin í bænum,“ segir Eyþór. Hann segir að afgangsorkan geti mest orðið 2-3 MW, en það fer eftir keyrslu á bræðslunni. „í allt þarf bærinn 10-12 MW orku til að kynda bæinn yfir vetrartímann. Við ættum því að geta fullnægt hitaþörf 400 til 500 húsa á meðan verksmiðjan er í gangi.“ Kostnaður er um 9 milljónir að sögn Eyþórs og segir hann að kyndistöðin ætti að borga sig upp á fjórum til fimm ámm. Hann segir að samningur Isfélagsins og Bæjarveitna sé hagstæður fyrir báða aðila. „Þeir kaupa af okkur afgangsorku á mun lægra verði en kostar þá að hita upp vatnið með rafmagni eða olíu. Verði skerðing á afgangsorku ofan af landi verður dæmið enn hagstæðara fyrir báða aðila. ísfélagið er með þessu einnig að leggja sitt af mörkum til að minnka mengun sem verður til vegna keyrslu á olíukötlum og er því verk- efnið umhverfisvænt, einnig sparast vatnið í lónum landsins og við erum að nýta orku sem annars væri engum að gagni." Akveðið að rífa Múla SLÖKKVILIÐIÐ hefur notað Múla til æfinga að undanförnu. Ákveðið hefur verið að í haust verði eitt sögufrægasta hús í Vest- mannaeyjum rifið, húsið Múli, sem stendur við Bárustíg. Húsið, sem er fremur illa farið, hefur staðið autt um nokkurt skeið og hefur Slökkvi- lið Vestmannaeyja að undantörnu notað það við reykköfunaræfingar. Margir fyrrverandi íbúar Múla hafa sett svip sinn á bæjarlífið og gera enn. Það er sameiginlegt einkenni nær allra þeirra sem þar ólust upp eða áttu þar heima að kenna sig við Múla og gera það enn. Svo sterkt var nafnið að sumir þeirra sem tengdust Múla- krökkunum á einhvem hátt vom jafnvel kenndir við Múla þótt þeir hafi aldrei búið þar. Múli hefur ávallt verið tvíbýlishús. í austurhlutanum bjó Steinn Ingvarsson ásamt Þorgerði konu sinni sem rak einhverja sérstæðustu verslun í Vest- mannaeyjum og kölluð var Múla- magasín. Afkomendur þeirra em venjulega kenndir við Múla, t.a.m. bræðurnir Steinn, Magnús, Sigurður og Birgir Sveinssynir. I vesturhlutanum bjuggu hvað lengst Bergsteinn Jónasson og Svea, kona hans, bæði kennd við Múla, svo og böm þeirra, Kjartan, Halla, Jónas og Vilborg. Viss eftirsjá er að því þegar hús með mikla sögu að baki hverfa. Þannig er með Múla, ákveðin eftirsjá er að honum. Aftur á móti fellur húsið ekki að væntanlegu skipulagi miðbæjarins, auk þess sem viðhaldi þess hefur takmarkað verið sinnt hin síðari ár. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt að gamalt víki fyrir nýju og þau verða örlög Múla. En þótt húsið hverfi standa þó eftir minningar og sögur sem tengjast íbúum hússins og em e.t.v. mun áhrifameiri minnisvarði en steinveggir og bámjámsþak. Agæt lundaveiði Lundatími stendur nú sem hæst. Veiðimönnum ber saman um að í ár sé svipað af fugli og í fyrra, ekki minna og jarðskjálftarnir í júní hafi haft hverfandi áhrif á lundann ef þá nokkur. Eins og áður hefur mest veiðst í Ystakletti þrátt fyrir að hvalurinn Keikó hafi nokkuð heft aðgengi veiðimanna inn í Klettsvík. I gær var veiðin í Ystakletti komin í rúmlega 100 kippur sem er svipað og var í fyrra. Þá hefúr verið góð veiði í Álsey og fylgja þeir fast á eftir Ystakletti, aðeins spuming hvenær þeir fara yfir hundraðið. Suðureyjarmenn láta vel af veiði svo og veiðimenn í Hellisey og Brandi en í þeim eyjum er veiði ævinlega nokkm minni en í stærri eyjunum. Þórarinn Sigurðsson, Ellireyingur, segir að þar hafi veiðin ekki verið neitt sérstök, líklega komnar um 50 kippur sem er svipað og í fyrra. Þórarinn segir að það sé ekki vegna þess að minna sé af fugli en áður, heldur hafi verið fámennt í Elliðaey það sem af er. Ein ástæða þess er sú að í veiðifélaginu em sex loðnu- sjómenn og þeir em bundnir við önnur (og sumir segja mikilvægari) störf en lundaveiði. Pétur Steingrímsson, Bjamarey- ingur, segir vel hafa veiðst í sumar, sérstaklega ef blásið hefur með suðlægum og austlægum áttum. Á mánudag veiddust t.d. 16 kippur. „Við emm mjög ánægðir með þetta. I fyrra var það lélegt, eða um 70 kippur eftir sumarið, ég held við séum komnir með það núna alla vega vantar ekki mikið á það,“ sagði Pétur. Þá hefur veiði á heimalandinu (Heimaey) verið mjög góð. Hvað umsvifamestir þar em þeir Nínonfrændur og hafa þeir látið vel af sumrinu. Það ætti því að vera ljóst að ekki verður skortur á lunda fyrir þjóðhátíð að þessu sinni og líklega einhver afgangur til snæðings á lundaballi í haust. í ritinu eru margar og fjölbreyttar auglýsingar þar sem kvenlíkaminn er gjarnan í aðalhlutverki. Hin hliðin á Lögreglu- félagi Vestmannaeyja Lögreglufélag Vestmannaeyja hefur gefið út bæklinginn „Hin hliðin.“ Bæklingurinn er liður í viðleitni lögreglunnar í Vestmannaeyjum til þess að hamía gegn hvers kyns innfiutningi ólöglegra vímuefna til Eyja og vímuefnaneyslu, en frá 1997 er nánast um tvöfóldun á magni fíkniefna á milli ára sem lögregla Vestmannaeyja hefur lagt hald á til dagsins í dag. í bæklingnum er að finna ýmsar handhægar upplýsingar sem leitt gæm unglinga frá því að ánetjast og láta blekkjast af fagurgala eitursala og em það allt orð í tíma töluð, ef halda skal eiturvánni frá misþroskuðum unglingum. Einnig er vel til fundið að dreifa bæklingnum nú rétt fyrir þjóðhátíð í Eyjum, hvar eitursalar hafa iðulega fundið vamingi sínum markað gegnum árin. Ritlingurinn er skemmtilega settur upp og ætti trúlega að geta höfðað til unglinga, þó að ýmsum eldri og blygðunarsamari einstaklingum hafi þótt ýmsar auglýsingar í ritinu vera á mörkum siðgæðisins og hugsanlega lítt til þess fallnar að leiða unglingana inn á hinn þrönga veg dyggðanna, heldur þvert á móti inn á hinn breiða og greiða veg spillingar og nautna jafnt til holds og anda. Ekki skal dómur lagður á ágæú þessarar útgáfu, hafandi ofansagt í huga, en víðsýni er gott leiðarljós og vonandi að með þessari útgáfu hitti skrattinn ekki ömmu sína. En vissulega heitir bæklingurinn „Hin hliðin“ og hittir þá kannski í mark. Ritlingurinn er gefinn út í tíu þúsund eintökum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.