Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Page 12
12 Fréttir Fimmtudagur 27. júlí 2000 Jón Kjartansson fráfarandi formaður Verkalýðsfélags Vesfmannai Verka lýðsh reyf i ng i n Jón Kjartansson lét formlega af störfum sem formaður Verka- lýðsfélags Vest- mannaeyja á dögunum, en hann hafði þá gegnt því starfi í tuttugu og níu ár og staðið í eldlínu verkalýðsbaráttunnar í Eyjum. Þó að hann hafi látið formlega af störfum þá mun hann verða nýjum formanni til aðstoðartil að byrja með, enda eru mikil tímamót hjá félaginu, þar sem fyrir liggur að Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvennafélagið Snót sameinast um næstu áramót. JÓN Kjartansson: Þá byrjuðu stundum ýfingar og fiokkadrættir og af því að ég var eitthvað að skipta mér af þessu hafa menn kannski séð mig sem vænlegt formannsefni í félaginu. Það má þó enginn skilja það svo að verkalýðsbarátta hér hefjist vegna baráttu um vinnuaflið við aðkomumenn. Þegar nóg varð að gera gleymdu menn þessum ýfingum. Jón er fæddur 10. júlí 1930 á Odds- stöðum í Vestmannaeyjum. Foreldra hans voru Kjartan Olafsson yfir- fiskmatsmaður sem kenndur var við Miðhús í Vestmannaeyjum. Kjartan var alinn upp af Hannesi Jónssyni lóðs og konu hans Margréti Brynjólfs- dóttur sem var móðursystir hans, en móðir hans, Salvör Brynjólfsdóttir, dó þegar hann var 5 ára gamall. Ólafur Sigurðsson, faðir hans, lést í Reykjavík nokkmm árum síðar. Hann var steinhöggvari og fleira, en eftir hann stendur eitt mannvirki, sem vitað er um með vissu, veggurinnn í kringum Alþingishúsgarðinn Þá voru einnig öll götuskilti og umferðarskilti handmáluð, en hann vann einnig við það, en ekkert skilti mun þó vera til sem hann málaði Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, fædd á Siglufirði, dóttir Jóns Jóhannessonar, fræði- manns, sem kallaður var og eiginkonu hans Guðlaugar Gísladóttur. Eiginkona Jóns var Sigríður Angan- týsdóttir og áttu þau 6 böm sem öll em á lífi: Einar Gylfi, sálfræðingur, Kjartan, búfræðingur, Helga hús- móðir, Astþór stýrimaður, Heimir tölvunarfræðingur og Jóhanna Ýr, skrifstofumær. Sigríður lést á St. Thomas sjúkrahúsinu í London 18. desember 1993. Kom víða við í atvinnulífinu Jón gekk í Bamaskóla Vestmannaeyja og hætti námi að loknu mið- skólaprófi. Auk þess fór hann í vélstjóranám og fór að vinna sem vélstjóri. „Annars hef ég stundað mörg störf og var meðal annars verka- maður, verslunarmaður og vélstjóri á bátum og togurum og var meðal annars á báðum togumnum sem bæjarútgerðingerðiúthéma. Inokkur ár var ég einnig með Binna í Gröf og fleiri skipstjómm héðan úr Eyjum, þar til ég fór í land. Ég var löggiltur vigtarmaður og vigtaði heilmikið af loðnu fyrir Einar Sigurðsson sem bar mér vel söguna. Arið 1971 verður forystukreppa í Verkalýðsfélaginu. Ég fór þar á fund og stungið var upp á mér sem formanni. Nú, ég asnaðist ekki til þess að neita því og saup seyðið af því í tuttugu og níu ár.“ Hvaða forystukreppa var innan félagsins? „Þetta var ekki nein pólitísk barátta heldur vildi formaðurinn, Engilbert Jónasson, losna vegna heilsubrests, en það gekk erfiðlega að fá mann í hans stað.“ Þú sagðir áðan að þú hefðir ekki asnast til þess að að segja nei, ber að líta á það sem svo að þú hafir séð eftir því að taka að þér formannsstarfið? „Nei ég sé ekki eftir neinu. Hitt er annað mál að það er einu sinni þannig að ef maður tekur eitthvað að sér vill maður gera vel, og auðvitað efaðist maður oft um það sem maður var að gera, því að það orkar allt tvímælis sem gert er. Þegar ég tók við félaginu var það bæði eignalaust og var ekki með neina starfsmenn. Skrifstofan var bara í rassvasanum á verkamanni hjá Isfélaginu. Það er ekki fyrr en eftir gos að félagið kaupir húsnæðið þar sem það er enn í Miðstrætinu. Ein- hverja skrifstolunefnu hafði ég verið með heima, sem rekin var eftir vinnu áður en félagið flutti í Miðstrætið." Jón segir að stéttarleg og pólitísk meðvitund hafi ekki verið mikil á æskuheimili hans. „Ég held að ég geti fúllyrt að foreldrar mínir hafi báðir verið sjálfstæðisfólk. Ég öðlaðist enga pólitíska meðvitund fyrr en ég fór að vinna í síldarverksmiðju á Siglufirði. Þar var mjög öflugt og róttækt stéttarfélag. Tvö haust var ég líka í vinnu á Keflavíkurflugvelli eftir að ég kom frá Siglufirði. Þar uppgötvaði ég hvað það var að vera lítill kall í eigin landi. Islendingamir sem unnu á vellinum voru settir í mestu skíta- djobbin og á margfalt lægri launum en Kaninn. Við neituðum til dæmis eitt sinn að vinna næturvinnu án þess að fá greitt fyrir hana sérstaklega, en þá var manni hótað brottrekstri. Það var hins vegar engin skipulögð verlaýðsbarátta á vellinum og hefur líklega aldrei verið, svo ég viti.“ Spenna vegna aðkomufólks Ur hvers konar umhverfi vex og þróast Verkalýðsfélagið? „Þetta var nú oft erfitt héma vegna þess hve hér var mikið um aðkomu- fólk á vertíðum. Jafnvel var það að karlar sem komu að austan af Ijörðum og úr Skagafirðinum, vom að færa verkstjórunum og yfirmönnunum slátur- og saltkjötstunnur. Framan af vertíð var stundum lítið að gera, en þá var oft að þessir karlar vom kallaðir af verbúðinni í snattvinnu á meðan við hinir vomm bara heima. Þetta olli stundum nokkmm kurr. Þá var ekki búið að innleiða í samninga að menn fengju heil og hálf daglaun. Oft mætti maður inn í Vinnslustöð klukkan átta á morgnana og beið fram undir klukkan tíu í von um vinnu. Kannski fékk maður hálftíma við að gera að nokkmm tittum og það var bara skrif- aður hálftími. Stundum þegar við komum á morgnana var búið að gera að heilmiklum fiski fyrir frystinguna, þá höfðu aðkomukarlamir fengið að vinna þann fisk kvöldið áður. Þá byrjuðu stundum ýfingar og flokka- drættir og af því að ég var eitthvað að skipta mér af þessu hafa menn kannski séð ntig sem vænlegt formannsefni í félaginu. Það má þó enginn skilja það svo að verkalýðsbarátta hér hefjist vegna baráttu unt vinnuaflið við aðkomumenn. Þegar nóg varð að gera gleymdu menn þessum ýfingum.“ Jón segir að verkalýðsbarátta í Eyjum hafi alla tíð gengið upp og ofan. „Árið 1916 eða 17 var var stofnað hér mjög öflugt og róttækt félag, Drífandi, sem var oft á tíðum lítt þóknanlegt ASÍ-forystunni og voru gerðar margar tilraunir til að kljúfa það félag. Ut úr Drífanda var svo smám saman verið að kjúfa ákveðna hópa. Að þessu vann erindreki ASÍ. Fyrst klufu sjómenn sig út úr félaginu. Síðan verkakonur og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja er það félag sem síðast klofnar út út Drífanda. Kannski gaman að segja frá því að nafnalisti stofnenda Verkalýðsfélagsins er skrifaður upp á bréfsefni dansks skipafélags sem Tómas í Höfn, afi Edda Malla, var umboðsmaður fyrir. Þannig að atvinnurekendur komu að stofnun félagsins." Baráttan um brauðið alltaf efst á baugi Hvað brennur mest á félagsmönnum þegar þú tekur við formennsku í félaginu? , J>að var nú ákaflega margt sem var að. Við urðum fyrsta félag á landinu til að stækka sjúkrasjóðinn, en þeir voru alltaf mjög veikir og okkar sjúkrasjóður er reyndar ekki nógu öflugur enn þann dag í dag. Einnig var verið að reyna að koma upp orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn. Nú höfum við eignast íbúð í Reykjavík sem félagsmenn geta fengið, sér- staklega sitja þeir fyrir sem þurfa að leita sér lækninga þar. En auðvitað er það sem alltaf ber hæst, slagurinn um brauðið og grautinn og saltið í hvort tveggja. Þessi barátta hefur gengið upp og ofan í gegnum árin og ég man eftir að oft var þetta mjög vonlítil barátta, þegar verðbólga var 30 prósent og gengisfelling viku eftir að við vorum búnir að semja um einhverja kauphækkun. Manni fannst þetta oft á tíðum eltingaleikur við skottið á sjálfum sér og menn vonlitlir." Þjóðarsátt á kostnað þeirra lægst launuðu Jón segir að hin svo kallaða þjóðarsátt 1990 hafi vissulega átt rétt á sér þó að hinir lægst launuðu hafi verið látnir fóma sínu þar. „Þjóðarsáttín réttí þetta þjóðfélag við, en þessu fólki, sem axlaði mestu byrðamar, var lofað að það fengi sitt til baka að tveimur árum liðnum. Við það loforð hefur aldrei verið staðið. Lægstu laun eru ennþá rétt rúmar sjötíu þúsund krónur. Nú er ASÍ-forystan að tala um að draga þurfi úr neyslunni. Menn vita að það þýðir að lagðir verða á einhvers konar neysluskattar til þess að hækka vöm- verða svo fólk neyðist til að draga úr neyslunni. Þetta er auðvitað rothögg fýrir þá sem lægst hafa launin, ellilífeyrisþega, öryrkja og þá sem

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.