Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Qupperneq 16
16
Fréttir
Miðvikudagur 31. maí 2000
Guðrún Erlingsdóttir skrifar
Abyrg sam-
staða í Dalnum
-hátíð í fjallasalnum
Nú er rúm vika þar til þjóðhátíð
Vestmannaeyja verður sett. Hátíð
fjölskyldunnar, hátíð unga fólksins,
hátíð þar sem kynslóðabilið er brúað,
þar sem öll fjölskyldan frá unga-
bömum til ömmu og afa sameinast í
þrjá daga í Herjólfsdal, og einnig
dagana fyrir þar sem unnið er að
undirbúningi þjóðhátíðarinnar svo allt
megi nú líta sem best út í tjaldinu og
vel sé hægt að taka á móti gestum og
gangandi. En þjóðhátíðinni fylgir
einnig böl sem mest bitnar á hinum
ungu einstaklingum. Þegar neysla
áfengis eða vímuefna fer úr hófi þá
leysast úr læðingi ýmsar miður góðar
hvatir, það gerist einnig hjá allsgáðu
fólki, en vínið sem og önnur fíkniefni
losa um hömlur og neyslu þeirra fylgir
kæruleysi, sem bitnar illa á þeim sem
drekka og dópa frá sér ráð og rænu.
Líkamsmeiðingar, kynferðisleg áreitni
og nauðganir, heimilisófriður og
andlegt olbeldi, víst er þetta til staðar
allt árið, en hættan er meiri þegar
margir safnast saman og áfengi og
fíkniefni eru notuð ótæpilega í nokkra
sólarhringa.
Hvað er til ráða?
Áfengis og fíkniefnalaus þjóðhátíð er
eitthvað sem ekki verður á næstunni
a.m.k. Foreldar gegna lykilhlutverki í
lífi barna sinna og ungmenna, úti-
vistartímar gilda á þjóðhátið sem og
aðra daga. Þeir sem eru yngri en 16
ára mega ekki vera úti eftir miðnætti,
en það eru engin tímatakmörk fyrir
því hvað unglingar og böm mega vera
lengi úti í fylgd forráðamanna. Ung-
menni yngri en 18 ára em ekki
sjálfráða og því á ábyrgð foreldra
sinna, það em foreldramir sem ákveða
útivistartímann, það er þeirra skylda
og ábyrgð. Við emm heppin hér í
Éyjum að hafa útihátíð heima hjá
okkur og getum því fylgst með
ungmennunum okkar og gripið inn í
ef þau em að stefna sér í voða, alla
vega reynt að minnsta kosti.
Fullorðnir einstaklingar
verða að bindast höndum
saman um að kaupa ekki vín
fyrir ungmenni, bæði vegna
þess að það er ólöglegt og
svo er einn bjór jafnvel
fyrsta skrefið í áralangri
baráttu óharðnaðra unglinga
í fíkniefnahelvítinu sem
sumir komast aldrei útúr og
aðrir stórskemmdir,
Það em margir foreldrar, ömmur og
afar sem hafa þá reglu að neyta ekki
áfengis fyrr en eftir miðnætti þegar
böm og ungmenni undir 16 ára em
farin heim. Þetta er góður siður og ætti
að vera sjálfsagður. Eftir miðnætti ætti
fullorðið fólk með ráði og rænu að
fylgjast svolítið með náunganum,
sérstaklega ungu fólki sem hefur ekki
tök á að vemda sig sjálft gagnvart
þeim hættum sem áður hafa verið
nefndar.
Unga fólkið er líka vel til þess fallið
að vemda hvert annað, t.d. með því að
halda hópinn, skilja ekki vini sem dáið
hafa áfengisdauða, eftir eftirlitslausa,
reyna eftir fremsta megni að standa
saman í því að þiggja ekki vímuefni
hvaða nafni sem þau kunna að
nefnast.
Unglingar og fullorðið fólk á að láta
vita ef það verður vart við dreifingu og
sölu á fíkniefnum í dalnum, eða í bæn-
um. Áfengi þ.m.t. bjór em lögleg
fíkniefni en hættuleg engu að síður. E-
pillur, hass, amfetamín, sýra, kókaín,
o.fl. allt em þetta ólögleg fíkniefni og
stórhættuleg.
Fullorðnir einstaklingar verða að
bindast höndum saman um að kaupa
ekki vín fyrir ungmenni, bæði vegna
þess að það er ólöglegt og svo er einn
bjór jafnvel fyrsta skrefið í áralangri
baráttu óharðnaðra unglinga í fíkni-
efnahelvítinu sem sumir komast aldrei
út úr og aðrir stórskemmdir, það er
nefnilega þannig að fæstir byrja strax
í frkniefnum, heldur í áfengi fyrst og
svo þróast þetta út í annað og meira.
Þjóðhátíð er hluti af okkar
menningararfi, það er okkar allra sem
sækjum dalinn heim að sjá til þess að
þessi hátíð fari fram í gleði og
náungakærleika. Tókum höndum
saman og leggjum okkar af mörkum
til þess að sem allra flestir komi heilir
og sáttir frá hátíðinni í Herjólfsdal.
Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur er foreldri og
varaformaðurfélagsmálaráðs
Vestmannaeyjabœjar
Lúðrasveit Vestmannaeyja:
Að gefnu
tilefni
Happ-
drætti
4. flokks
ÍBV
Dregið var í happdrætti 4.
flokks ÍBV hjá
sýslumanninum í
Vestmannaeyjum þann 25.
júlí. Allur ágóði af happ-
drættinu rennurtil
keppnisferðar 4. flokks í
knattspyrnu til Stoke á
Englandi. 4. flokkur þakkar
stuðninginn en vinningar
verða afhentir í Eyjabúð.
Vinningsnúmer eru þessi:
1. Vikuferð fyrir tvo til Portúgals 889
2. Innborgun á sólarlandaferð 746
3. Lundaháfur úr Eyjabúð 331
4. Útigrill frá Ellingsen 953
5. GSM farsími Nokia 803
6. Gisting í Hótel Keflavík f. tvo 360
7. Kaffivéi frá Ormsson 981
8. Miðar fyrir tvo á þjóðhátíð 822
9. Myndavél frá Foto 463
10. Skoðunarf. f. tvo til Jóa á Hól 207
(Birt án ábyrgðar)
Vegna viðtals í síðustu Fréttum við
Ólaf Tý, framkvæmdastjóra þjóð-
hátíðamefndar, hafa margir aðilar sett
sig í samband við okkur og óskað
skýringa. Vill Lúðrasveit Vestmanna-
eyja því koma eftirfarandi á framfæri.
Fyrir mörgum árum var gert sam-
komuleg við þjóðhátíðamefndir Týs
og Þórs um þóknun vegna spila-
mennsku Lúðrasveitar Vestmanna-
eyja á þjóðhátíð. Hefur þóknunin
tekið mið af verði aðgöngumiða.
Þetta samkomulag hefur haldið og
losað báða aðila við samningaþras rétt
fyrir þjóðhátíð, en slíkt átti sér oft stað
áður fyrr. Ætlun Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja var að halda sig við þetta
samkomulag en þjóðhátíðamefnd
fannst samkomulagið ekki ásættanlegt
og því náðust ekki samningar. Það
getur verið að þjóðhátíðamefnd finnist
þjónustan of dýr en Lúðrasveit
Vestmannaeyja ákvað að ekki skyldi
hvikað frá fyrra samkomulagi og því
fór sem fór.
Að þessi sinni munu því meðlimir
Lúðrasveitar Vestmannaeyja mæta
prúðbúnir ásamt fjölskyldum sínum á
setningu þjóðhátíðar og njóta þess
sem boðið verður upp á og verður það
tilbreyting fyrir suma sem ekki hafa
prófað það í mörg ár.
Að endingu óskar Lúðrasveit
Vestmannaeyja þjóðhátíðamefnd og
öllum þjóðhátíðargestum gleðilegrar
hátíðar og þökkum samvemna á
liðnum ámm.
Lúðrasveit Vestmannaeyja
Lundauppskrifta
keppni Frétta og
Magga Braga
Eins og leseundum er í fersku minni efndu Fréttir og Maggi Braga til
lundauppskriftasamkeppni í fyrra sem þótti takast mjög vel. Fjöldi
uppskrifta barst, enda ótrúlegir möguleikar sem felast í lundanum
reyktum og óreyktum, þegar matreiða skal fuglinn.
Markmiðið var að sjálfsögðu að fríska upp á hugmyndaflug þeirra mörgu
áhugamatreiðslumanna sem byggja Eyjar. Nú hafa Fréttir tekið höndum
saman við Magga Braga á ný og efna til annarrar uppskriftasamkeppni fyrir
bragðlaukana að reyna sig við. f verðlaun verður matarkarfa full af ýmsu
góðmeti. Uppskriftum skal skila á ritstjóm Frétta fyrir I4. ágúst, en úrslit
verða kunngjörð í Fréttum 17. ágúst. Því er nú skorað á alla áhugasama
lundasnæðara og aðra þá sem ánægju hafa af frumlegri eldamennsku að
senda inn uppskriftir og auðga um leið sælkeraflómna í Eyjum.
Hér á eftir fer vinningsuppskrift síðasta árs áhugasömum til glöggvunar. Það
var Guðný Þorleifsdóttir sem vann keppnina í fyrra, en hún sendi inn
uppskrift að lunda í gráðostasósu:
Lundi í gráðostasósu
1 til 2 bréf beikon
15 til 20 nýjar lundabringur
smjör (ekki smjörliki)
salt
svartur pipar
I stór gráðostur, eða tveir litlir
I peli rjómi
1 ds perur
rifsberjshlaup
Lundinn er snöggsteiktur í smjörinu. Kryddaður eftir steikingu með salti og
pipar. Beikonið brúnað í sama smjöri og lundinn. Allt sett í pott með
sjóðandi vatni og krafturinn af pönnunni með. Soðið í 45 mínútur til eina
klst. Lundinn látinn kólna í soðinu. Soðið sigtað og fitufleytt. Gráðosturinn
settur í og látinn bráðna við lágan hita. Rjóminn settur síðast í sósuna.
Lundinn borðaður kaldur með sósu, hvítum kartöflum, pemm, rifsbeijahlaupi
og hrásalati.
Hrásalat:
1 lambhagasalat, rifið niður
6 til 8 tómatar, gróft brytjaðir
Vi agúrka
1 rauðlaukur, smátt saxaður
1 kmkka fetaostur, nauðsynlegt að fetaostkmkkan sé með bláunt miða.
Verði ykkur að góðu og gleðilega lundaþjóðhátíð.
LUNDINN þykir hið mesta lostæti og ekki skemmir að það þykir
karlmennskuíþrótt að fanga hann.
eyjafrettir.is
FLUGFELAG ISLANDS
Sumaráætlun gildir til 1. október
Fjórar ferðir á dag
Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300
www.flugfelag.is