Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Page 17
Fimmtudagur 27. júlí 2000
Fréttir
17
Vígsla stafkirkjunnar á sunnudaginn:
Norsku konungshjónin, for-
seti Islands, forætisráðherra
og biskup verða meðal gesta
Kirkjan verður prýdd listmunum, bæði fornum og nýjum
Mikið verður um að vera í tengslum
við vígslu stafkirkjunnar á sunnu-
daginn. Margt fyrirmenna, bæði
íslenskra og norskra, verður við-
statt vígsluna og má þar nefna
norsku konungshjónin, forseta
Islands, biskupinn yfir Islandi, ráð-
herra frá Noregi og íslandi,
þingmenn Suðurlands og bæjar-
stjórn Vestmannaeyja. Undirbún-
ingur er á lokastigi og er svæðið í
kringum Skansinn og hafnargarð-
inn, þar sem kirkjan er, að verða
hið glæsilegasta. Þarna er Landlyst
risin, hlaðnir hafa verið grjótgarðar
sem ásamt stígum og hleðslum gera
svæðið að skemmtilegt heild. í heild
er svæðið einstakt í skjóli Nýja-
hraunsins í austri og Heimakletts í
norðri.
Ami Johnsen alþingismaður,
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og
séra Kristján Bjömsson sóknarprestur
hafa borið hitann og þungann af
undirbúningi vígslunnar. Sjálfur á
Ami hugmyndina að stafldrkjunni
sem hann kom á framfæri við Norð-
menn sem gripu hana á lofti, fannst
kjörið að gefa hana Islendingum í
tilefni 1000 ára kristnitökuafmælis.
Hefur Ami verið formaður byggingar-
nefndar stafkirkjunnar frá upphafi.
Þessi þjóðargjöf er ekki síst til
minningar um þá Hjalta Skeggjason
og Gizur hvíta sem reistu hér fyrstu
kirkju á íslandi árið 1000. Héðan
héldu þeir á Þingvöll til að boða
mönnum trúna á Hvíta-Krist.
Meðal gesta sem hingað koma á
sunnudaginn em Haraldur Noregs-
konungur og Sonja drottning hans,
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
Islands og Dorrit Moussaieff unnusta
hans, Davíð Oddsson forsætisráðherra
og kona hans Astríður Thorarensen,
Karl Sigurbjömsson biskup fslands og
eiginkona, Trond Giski kirkjumála-
ráðherra Noregs, Sólveig Pétursdóttir
kirkjumálaráðherra og Kristinn
Bjömsson eiginmaður hennar, Geir
Haarde fjármálráðherra og Inga Jóna
Þórðardóttur eiginkona hans, norski
sendiherrann, Halldór Blöndal forseti
Alþingis, þingmenn Suðurlands og
bæjarstjóm. „Þetta fólk verður meðal
þeirra sem verða við vígslu kirkjunnar
að því er kemur fram hjá
forsætisráðuneytinu. En því miður
verður að takmarka aðsókn því það
em ekki nema milli 40 og 50 sæti í
stafkirkjunni. Hún er þjóðargjöf
Norðmanna og því verður að fylgja
ákveðnum reglum þegar ákveðið er
hveijir eiga að vera viðstaddir og það
er eitthvað sem við ráðum ekki við,“
sagði Guðjón.
Ami sagði að öflugu hátalarakerfí
yrði komið upp þannig að fólk á að
geta fylgst með því sem er að gerast
inni í kirkjunni en athöfnin fer líka
ffam utandyra. Flestir gestimir koma á
sunnudaginn en þeir slaga hátt í eitt
hundrað. Gert er ráð fyrir að athöfnin
byrji klukkan 13.20 en sjálf vígslan
verður svo milli klukkan 14.00 og
15.00. Bæjarstjóm býðurhinum tignu
gestum í mat á Þórshamri og er ekki
hægt að fá upp matseðilinn en hann er
sagður mjög gimilegur. Þá verður
boðið í siglingu í kringum Heimaey
með PH-Viking.
Dagskráin er mjög fjölbreytt og
koma bæði norskir og íslenskir Iista-
menn við sögu. Má þar nefna
GUÐJÓN og Árni framan við stafkirkjunna en framkvæmdum við
hana er að Ijúka. Þá er verið að leggja lokahönd á frágang á svæðinu
þarna í kring sem verður hið glæsilegasta.
NÁÐHÚSIN fá m.a.s. sinn sess á svæðinu.
Lúðrasveit Vestmannaeyja, Védísi
Guðmundsdóttur flautuleikara, Há-
tíðarkór Vestmannaeyja sem saman-
stendur af fólki úr Samkórnum og
Kirkukómum, norskur leikflokkur frá
frá eynni Monstur sýnir leikritið
Sverðið og krossinn, leiknir verða
þjóðsöngvar þjóðanna og sennilega
lýkur athöfninni með bjargsigi úr
Dönskutó í Heimakletti. „Norski
kirkjumálaráðherrann mun svo af-
henda Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra kirkjuna fyrir hönd Norðmanna.
Davíð mun síöan afhenda biskupi
Islands lyklana að kirkjunni sem síðan
mun heyra undir nefnd sem heyrir
undir þjóðkirkjuna, Þjóðminjasafnið
og Vestmannaeyjabæ með þeirri
verkaskiptingu að stjómunin verður
hjá kirkjunni, Þjóðminjasafnið mun
sjá um viðhald og Vestmannaeyjabær
mun sjá um ferðamannaþáttinn."
sagði Ámi.
Hvað með fjárhagshliðina? „Þessi
nefnd mun sjá um daglegan rekstur,“
svaraði Ámi.
Einum til tveimur dögum fyrir
vígsluna er víkingaskipið Hvítserkur
væntanlegt frá Noregi en það kemur
með altari í kirkjuna og steinhellu sem
gegnir hlutverki tröppu inn í kirkjuna.
„Hellan kemur frá Holtásen þangað
sem fyrirmyndin er sótt að kirkjunni,"
sagði Ámi.
Margt fallegra muna verður í
kirkjunni og má þar nefna kross og
líkneski eftir Svein Ólafsson, hand-
smíðaða kertastjaka úr kopar eftir
Björgvin Svavarsson, gerðaeftir 1000
ára gömlu mynstri sem varðveitt er á
Þjóðminjasafninu. Annar stjaki er
gerður eftir stjaka Umeskirkju í
Noregi og er hann í líki vikingaskips.
Kaleikurinn er gerður af ívari Bjöms-
syni leturgrafara og silfursmið og er
hann gerður eftir kaleik frá Gmnd í
Eyjafirði sem er frá miðöldum. Hann
gerir líka patínu til minningar um
forfeður sína sem fórust við Eyjar
snemma á 20. öldinni. Altaristaflan er
eftirgerð elstu altaristöflu sem finnst í
Noregi. Er hún gjöf norsku kirkjunnar
og kostar 3 til 4 milljónir en það eru
íbúar í Lom, þar sem kirkjan er
smíðuð, sem gefa hana. Stefán
Lúðvíksson í Eyjablikki smíðar
ljósakrónu í kór og er hún fyrir sex
kerti. Er það eigin útfærsla Stefáns á
norskri fyrirmynd og Alexander
Einbjömsson smíðar 14 ljósa krónu í
sjálft kirkjuskipið. Norska listakona
Marit Benthe Norheim er að gera
skímarfontinn úr steini úr Nýja-
hrauninu en það var Kristinn Pálsson
sem valdi steininn. Þá em tíu
listmálarar, sex Eyjamenn og tjórir
fastlendingar, að mála jafnmargar
myndir úr ævi Krists. Þeir eru Bjami
Ólafur Magnússon, Sigmund Jó-
hannsson, Sigurfinnur Sigurfinnsson,
Sigurdís Arnarsdóttir, Guðjón Ólafs-
son og Steinunn Einarsdóttir, öll frá
Vestmannaeyjum og fastlendingamir
Benedikt Gunnarsson, Karólína
Lámsdóttir, Sigrún Eldjám og Kristín
Gunnlaugsdóttir.
Spurt er..........
Æílar þú
að vera
við vígslu
stafkirkj-
unnar?
Veistu hveit tilefnið er?
Bryndís Gísladóttir, vinnur á
Klétti:
„Nei. ég er að fara
upp á land á ættar-
mót. Eg veit ekkert
um tilefnið."
Árni Hilmarsson, lundaveiði-
maður:
„Já, ég reikna með
að verða þar með
tjölskyldunni.
Fyrsta kirkja í
kristni var reist á
Hörgaeyri árið 1000
og verið er að fagna
1000 ára al'mæli
kristni á Islandi."
Kristný Tryggvadóttir, vinnur
hjá Lögmiinnum:
„Nei, ég verð að
halda upp á fertugs-
afmæli eigin-
mannsins og hugsa
að það verði miklu
meira fjör þar.
Einhvern tíma vissi
ég nú um tilefnið en
er búin að gleyrna helstu punkt-
unum í því."
Einar Sigurfinnsson, dósent:
„Það er aldrei að
vita. Það er alltaf
gaman að sjá kónga,
biskupa og forseta.
Þeir Gizur og Hjalti
voru sendir hingað
af Noregskonungi
árið 1000 með
timbur í kirkju og átti að reisa liana
þar sem þeirtækju fyrst land."
Ágúst Ingvarsson á Herjólfi:
„Eg býst við því.
Þettaertil minningar
um kirkjuna sem
reist var hér um
árið."
Dagbjört Stefánsdóttir, póstur:
„Eg er ekki búin að
ákveða það. Þetta er
í tilefni kristnihá-
tíðar."
Bjarki og Katrín:
„Nei, við verðum
að vinna, við að
þjóna Noregskon-
ungi og fieira góðu
fólki. Þetta er í
minningu 1000 ára
kristni á íslandi."
Stafkirkjcw er þjóíiargjöf Norð-
mcinna til Islenditif’a í tilefni of
1000 círci afmceli kristnitökn og
þess ctð 1000 cír eru liflin síðcm
þeir Gizur hvíti og Hjalti
Skeggjcison tóku lcmcl í Eyjum og
létu reisci kirkju cí Hörgcieyri.