Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Side 20
20
Fréttir
Fimmtudagur 27. júlí 2000
Sumarstúlka Vestmannaeyja 2000
Stúlkurnar voru frábærar
-Skemmtunin tókst í alla staði frábærlega
GLÆSILEGAR stúlkur: Aðalbjörg Jóhanna, Þórey Jóhannsdóttir, Anita Ársælsdóttir, Agnes Ósk Þorsteinsdóttir, Liðja Björg
Arngrímsdóttir, Iris Dögg Konráðsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir.
Eins og alltaf komu margir að
Sumarstúlkukeppninni og
kunna Fréttir jjeim öllum bestu
þakkir fyrir. A það ekki síst við
Valgerði og hennar fólk á
Snyrtistofunni Anítuog
Guðbjörgu Sveinbjörnsdóttur
og hennar fólk á
Hárgreiðslustofu Guðbjargar
sem sáu um snyrtingu og
hárgreiðslu stúlknanna sjö fyrir
keppnina. Dagmar Skúladóttir
sá um alla framkvæmd og
Bjarni Ólafur Guðmundsson
var kynnir. Skiluðu þau bæði
frábæru verki.
Helstu styrktaraðilar eru auk
Frétta, Sparisjóðurinn sem er
beinn styrktaraðili að
keppninni, Hótel Þórshamar
sem lánaði Höfðann undir
keppnina, Urval-Útsýn sem gaf
Sumarstúlkunni fjögurra daga
ferð til Edinborgar, Flugfélag
Islands sem gaf sumarstúlkunni
tvo farmiða til Reykjavíkur og
tveimur næstu einn farmiða til
Reykjavíkur, Hárgreiðslustofa
Guðbjargar sem greiddi
stúlkunum og Snyrtistofan
Aníta sem snyrti þær ásamt því
að gefa þeim öllum snyrtivörur
ásamt Pharmaco,
Veisluþjónusta Gríms sem sá
um mat og Kaffi Tímor sem sá
um þjónustu.
Aðrir styrktaraðilar eru
Metromálning, Sprett úr spori,
Eyjablóm, Hressó, Betri línur,
Róma og Herjólfur.
ÚRSLITIN tilkynnt. Svipbrigðin segja allt sem segja þarf.
Erum allar sigurvegarar
-sagði Sumarstúlkan þegar úrslitin lágu fyrir
Lilja Björg Amgrímsdóttir stóð uppi
sem Sumarstúlka Vestmannaeyja í
keppni um titilinn sem fram fór á
Höfðanum á laugardagskvöldið. Var
hún valin úr hópi sjö stúlkna sem tóku
þátt í keppninni að þessu sinni.
Lilja Björg er 18 ára Eyjamær sem
ekki hefur reynt fyrir sér á þessum
vettvangi áður. „Mér fannst þetta
frábærlega gaman og eftir opnunar-
atriðið þar sem við stelpumar komum
fram var allt stress búið,“ sagði Lilja
Björg í samtali við Fréttir eftir
keppnina. „Það var líka gaman fyrir
okkur stelpumar hvað gestir vom
margir og hvað mikið var klappað.
Framkvæmd keppninnar gekk vel og
vel staðið að henni og mér fannst
sviðsmyndin alveg frábær,“ sagði hún
ennfremur og á þama við málverk
Nödu Borosak en það prýddi sviðið.
Lilja Björg segir að stelpumar sjö
hafi verið mjög ólíkar en það hafi ekki
skemmt fyrir. „Þetta var mjög
fjölbreyttur hópur og við komum úr
öllum áttum. En við náðum vel saman
og vomm orðnar mjög góðar
vinkonur.“
Komu úrslitin þér á óvart? „Mér
finnst við allar vera sigurvegarar og
sumar okkar höfðu aldrei komið fram
áður. Sjálf var ég búin að velja
Sumarstúlkuna og því get ég alveg
sagt að það kom mér á óvart að vera
valinn.“
Hefur þú hugsað þér að reyna eitthvað
frekar fyrir þér á þessari braut? „Næst
er það bara skólinn og eins og staðan
er í dag hef ég ekki hugleitt það en
maður veit aldrei."
Lilja Björg segir að nú sé að baki
mikil töm og stífar æfingar. „Við
emm búnar að æfa lengi og hefur
Dagmar Skúladóttir stjómað okkur
eins og herforingi. Vil ég þakka henni,
stelpunum á Snyrtistofunni Anítu og
Hárgreiðslustofu Guðbjargar fyrir
hárgreiðslu og snyrtingu og svo Betri
línum þar sem við vomm við æftngar.
Ég tala fyrir munn allra stelpnanna
þegar ég kem þökkum til þessara aðila
á framfæri," sagði Lilja Björg
Sumarstúlka Vestmannaeyja 2000 að
lokum.
Myndarlegir
vinningar
Stúlkurnar fengu fjölda vinninga
og gjafir.
Sumarstúlkan fékk
Edinborgarferð frá Úrval-Útsýn,
tvo flugmiða frá Flugfélagi
íslands.og 10 þúsund kr.
fataúttekt frá Heilversluninni
Grekko og versluninni Natama við
Laugaveg, sem eru í eigu Sirrýar
Garðars frá Þorlaugargerði,
myndavél frá Foto að verðmæti
um 20 þúsund og gjafabréf frá
Eðalsporti og Flamingo.
Ljósmyndafyrirsætan fékk
myndavél frá Bókabúðinni-
Pennanum og flugmiða hjá
Flugfélaginu og vinsælasta stúlkan
fékk líka flugmiða.
AJlar fengu stúlkurnar pakka
frá Islensk-austurlenska,
umboðsaðila Oroblu á íslandi,
myndarlegan snyrtivörupakka frá
Snyrtistofunni Anítu og Pharma-
co og mánaðakort frá Hressó.
LILJA Björg, Sumarstúlka Vestmannaeyja ásamt Valgerði
Jónsdóttur á Snyrtistofunni Anítu sem sá um að snyrta stúlkurnar
auk þess sem stofan gaf þeim öllum myndarlega gjöf ásamt
Pharmaco. Það var svo Hárgreiðslustofa Guðbjargar sem greiddi
stúlkunum.