Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Page 4
4
Fréttir
Miðvikudagur 2. ágúst 2000
Bókvitið
'askana
Frumlegt útlit og safaríkt innihald
Eins og venjulega þegar þjóðhátíð
nálgast umtumast bæjarbúar og við
tekur hinn stórmerkilegi þjóðhátíðar-
fiðringur. Bókaunnendaþátturinn
gerir það að sjálfsögðu líka og er Sig-
urður Georgsson beðinn velvirðingar,
þar sem hann átti að verða bóka-
unnandi vikunnar. Gefst honum því
drjúgur tími til að undirbúa ritgerð
sína fyrir næsta blað. Bókaþátturinn
er því helgaður Þjóðhátíðarblaði
Vestmannaeyja að þessu sinni en það
mun trúlega hafa komið fyrir augu
lesenda sinna þegar þetta er skrifað.
Það verður ekki af því skafið að
efni Þjóðhátíðarblaðsins í ár er fjöl-
breytt, eins og reyndar hefur verið
aðal blaðsins undanfarin ár. Tekinn
er púlsinn á undirbúningi þjóðhátíðar
frá ýmsum hliðum og skemmtilegum
sjónarhornum í máli og myndum.
Fastir póstar eru í blaðinu, eins og
ritstjómarpistill Skapta Arnar Ólafs-
sonar, ávarps formanns IBV, Þórs
Vilhjálmssonar, texti þjóðhátíðar-
lagsins í ár, dagskrá hátíðarinnar og
hátíðarræða Guðmundar Þ. B.
Ólafssonar 1999. Þess utan er viðtal
við húsmóður úr Dalnum, Guðrúnu
Jóhannsdóttur, grein sem heitír Hvað
væri þjóðhátíð án kvenna, eftir Ómar
Garðarsson, frásögn af árlegri víð-
frægri kjötsúpuveislu Hólmfríðar
Ólafsdóttur og grein sem heitir Hvað
leynist í koffortinu, þar sem forvitnast
er um þann kost sem Eyjamenn taka
með sér í tjöldin í Dalnum og svo
mætti lengi telja. Allt áhugavert efni
sem ætti að hugnast lesendum
blaðsins vel.
Mikil útlitsbreyting hefur orðið á
blaðinu þegar það er borið saman við
eldri þjóðhátíðarblöð og ber þess
greinilega vitni að ungir og blóðríkir
menn hafa staðið að vinnsiu þess. Er
sú breyting öll hin athyglisverðasta og
ljóst að frumleiki og hugdýpt
hönnuða ríður ekki við einteyming.
Ber þar hæst blaðsíðutalið, en sam-
kvæmt því er blaðið 2092 blaðsíður,
sem er líkiega þykkasta þjóð-
hátíðarblað sem gefið hefur verið út
fyrr og hugsanlega síðar. Að sögn
hugmyndasmiða slá þeir saman hinu
merka ártali 2000 við blaðsíðutalið.
Forsíðan er smekkleg og fagmann-
lega unnin, spilar þar saman hlýr
einfaldleiki í mynd og lit. Hins vegar
er blaðið nokkuð teygt, ef svo mætti
segja. Helgast það aðallega af stærð
leturs í meginmáli, sem vekur þá
tilfinningu að blaðið sé kannsi einum
2020 síðum of langt, bæta ljósmyndir
að vísu upp stuttan texta. Engar
meinlegar villur eru í blaðinu, né
uppsetningabömmerar, sem eru til
stórvandræða, þó hefur slæðst eitt og
annað inn af slíku tagi sem vissulega
hefði mátt missa sín, en verður ekki
agnúast út í það hér. Undirritaður
óskar aðstandendum útgáfunnar til
hamingju með blaðið og lesendum
góðrar skemmtunar. Blaðið fer í
dreifmgu á fimmtudaginn og geta
söluböm blaðsins náð í þau á ritstjóm
Frétta klukkan 13.00.
Benedikt Gestsson.
Jón Helgi er stundum erfiður
Þjóðhátíðarblað Vestmarmaeyja kemur
út á morgun, fimmtudag. Að venju er í
blaðinu margan fróðleik að finna um
þjóðhátíðarhald fyrr og nú. Ritstjóri
Þjóðhátíðarblaðsins er Eyjamaður viku-
nnar.
Fullt nafn? Skapti Örn Ólafsson.
Fæðingardagur og ár? 8. desember
1980.
Fæðingarstaður? Reykjavík. Telmig
samt Vestmannaeying þar sem ég flutti
hingað mánaðargamall.
Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum
eins og stendur.
Menntun og starf? Stefni á að klára
stúdentinn um næstu jól. Hef að
undanförnu starfað sem ritstjóri
Þjóðhátíðarblaðsins og væri alveg til í að
læra eitthvað í
sambandi við fjöl-
miðla.
Laun? Aðallega í
formi mikillar reynslu.
Bifreið? Ek um á bifreið móður
minnar sem er bleikur Polo.
Helsti galli? Segi já við öllu.
Helsti kostur? Segi já við öllu,
það getur líka verið kostur.
Uppáhaldsmatur? Grillmatur í
sumarbústaðnum hjá mömmu.
Versti matur? Súrmatur og
skerpukjöt.
Uppáhaldsdrykkur? íslenskt
vatn.
Uppáhaldstónlist? Flest allt.
Hef t.d. mjög gaman af djassi.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Vera í góðum
félagsskap.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú gerir? Taka til í herberginu
mínu og taka við fyrirskipunum frá
Jóni Helga.
Hvað myndirðu gera ef þú
ynnir milljón í happdrætti?
Fjárfesta í hlutabréfum.
Uppáhaldsstjórnmálamaður?
Helgi Bragason er traustur og
ábyggilegur stjórnmálamaður.
Uppáhaldsíþróttamaður? Tiger Woods erstórkost-
legur.
Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Lúðra-
sveit Vestmannaeyja, Eyverjum og hinu og þessu.
Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir og fréttatengt
efni.
Uppáhaldsbók? Hef gaman af að glugga í
fræðibækur ýmiss konar.
Hvað meturþú mest í fari annarra? Gott viðmót og
hressileika.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Þegar Jón Helgi er að reka á eftir öðrum.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Herjólfs-
dalur á þjóðhátíð, eins er virkilega fallegt ÍFæreyjum.
Hvernig gekk að safna efni í blaðið? Það gekk
ágætlega og að lokum small þetta saman.
Hvað er áhugaverðast af efni þess? Mér fannst
mjög skemmtilegt að fá að vita
hvað leynist í koffortum fólks.
Það má segja að blaðið í ár sé
mjög konuvænt þar sem þær fá
að njóta sín í máli og myndum.
Ertu ánægður með útkom-
una? Ég er bara þokkalega
sáttur við útkomuna og þá
reynslu sem maður fær af því
að ritstýra svona blaði.
Ætlar þú að vera á þjóðhátíð?
Þó að maður sé kominn með
þjóðhátíðarstemmningu upp í
kok af vinnslu þessa blaðs, þá
reikna ég nú með því. Svo er
víst búið að ákveða að
Lúðrasveitin spili svo maður
lætursig ekki vanta.
Eitthvað að lokum? Óska
öllum Eyjamönnum og öðrum
mönnum gleðilegrar þjóðhátíðar
og vonandi að efni blaðsins falli
fólki í geð.
Þann 17. maf eignuðust Ester Sigursteinsdóttir og Páll Hallgrímsson
dóttur. Hún vó 16 merkur og var 54 cm að lengd. Hún hefur fengið
nafnið Thelma Hrönn og er hér á mynd með bræðrum sínum Einari
Sævari og Birki Þór. Fjölskyldan býr í Halmstad í Svíþjóð.
Þann 16. maí
eignuðust Auður
Ásgeirsdóttir og
Gunnar Ingólfur
Gíslason dóttur.
Hún vó 17 merkur
og var 56 cm að
lengd. Húnhefur
verið skírð Sólveig
Lind og er hér í
fangi stóru frænku
Lindu Kristínar.
Ljósmóðir var
Drífa Bjömsdóttir.
Á döfinni t
3. ágúst Þjóðhátíðarblaðið kemur út. Söluböm mæti á Fréttir kl 13.00
Alla helgina Fjör í Apótekinu
3. ágúst Húkkaraballið
\4. 5. og
6. ágúst Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma því, jbó að lúðrasveitin sé ekki lengur útí í kuldanum og bjargsigið sé líka inni.
10. ágúst Evrópuleikurinn!!!!! IBV gegn skoska liðinu Hearts á Laugardals vellinum í Reykjavík. Skoristnú enginn undan að mæta á völlinn
12. ágúst Kókakólamótið í Golfi
1 12.-13.
ágúst Bikarkeppni FRI.