Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 23. nóvember 2000
Slyrktartónleikar Lúðrasveitarinnar á laugardag:
Tónlist Queen á efniskránni
Lúðrasveit Vestmannaeyja verður
með sína árlegu Styrktar-
félagatónleika á laugardag.
Tónleikarnir verða haldnir í
Vélasal Listaskólans við Vesturveg
og hefjast kl. 16.
Stefán Sigurjónsson hefur verið
stjórnandi Lúðrasveitarinnar
síðan 1988, var raunar stjórnandi
hennar á starfsárinu 1976 til 1977,
á unglingsárunum, eins og hann
orðar það. Stefán segir að 15 til 16
hljóðfæraleikarar séu í sveitinni að
staðaldri, fastur kjarni hennar, en
svo bætast fleiri við fyrir tónleika
og á þessum tónleikum telur
sveitin 26, auk stjórnanda.
Stefán segir að starfið hafi gengið
mjög vel í vetur og gott samræmi
sé milli hljóðfæra í sveitinni. „Við
höfum t.d. verið að fá
húsmæðurnar aftur til okkar, þær
eru að koma „út úr
eldhússkápunum“ á ný eftir
barncignir og það er mjög
ánægjulegt,“ segir Stefán.
Styrktarfélagakerfið var tekið
upp árið 1954 og síðan hafa slíkir
tónleikar verið nær óslitið á
dagskrá sveitarinnar og í raun
hápunktur hvers starfsárs,
nokkurs konar árshátíð
sveitarinnar. Þeir sem eru
styrktarfélagar fá tvo
aðgöngumiða og greiða fyrir þá
1500 krónur en annars kostar
aðgöngumiði 1000 kr. Lítið mái er
að gerast styrktarlélagar, þeir sem
hafa hug á því geta haft samband
við Stefán eða hvern sem er í
Lúðrasveitinni.
Efnisskrá þcssara tónleika er
nokkuð hefðbundin frá ári til árs,
án þess þó að hún sé einlit eða
stöðnuð. Til að mynda eru
ævinlcga a.m.k. tveir marsar á
efnisskránni (enda marsar
einkennistónlist allra lúðrasvcita),
íslensk tónlist, tónlist eftir Oddgeir
Kristjánsson og tónlist sem tengist
þjóðhátíðinni.
Að þessu sinni eru 15 verk á
efnisskránni, þ.á.m. tvö norsk verk
enda hefur tengingin við Noreg
verið mikil á þessu kristnitökuári,
eins og Stefán segir. Þá eru fjórar
nokkuð langar lagasyrpur, þ.á.m.
Dixie-syrpa og svo önnur einkar
forvitnileg er tengist þeirri þckktu
hljómsveit Queen.
Þetta er í fyrsta sinn sem
VESt**
LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja ásamt stjórnandanum, Stefáni Sigurjónssyni.
Þriggja daga skemmtidagskrá
Styrktarfélagatónleikar eru
haldnir í Vélasal Listaskólans, þeir
hafa undanfarin ár verið í
Félagsheimilinu,
Safnaðarheimilinu og í fyrra voru
þeir haldnir í Kiwanishúsinu.
Stefán segir að ágætur hljómur sé í
Vélasalnum og hægt yrði að gera
hann að mjög góðum tónieikasal
án mikils tilkostnaðar. Þá vildi
Stefán koma á framfæri þökkum
Lúðrasveitarinnar til
styrktarfélaga fyrir dyggan
stuðning gegnum árin.
Þá er komið að því að við látum til
okkar taka eftir allt of langa pásu og
verður það gert með þriggja daga
trukki, jibbý! Videokvöld, sundveisla
og fyndnasti maður Islands, allt í
einum pakka.
Svona er dagskráin:
I dag, fimmtudaginn 23. nóvember
verður vídeókvöldverðurinn okkar
margfrægi og verður þá sýnd mynd
sem nánar verður auglýst á vefsíðu
NFFIV, school.hkarl.com. Myndin
verður sýnd í sal skólans klukkan
21.00. Okeypis er á skemmtunina.
Á morgun, föstudaginn 24. nóv-
ember, koma allir upp í sundlaug
Vestmannaeyja klukkan 21.00 því
fyrirhugað að halda ærlegt sund-
djamm. Farið verður í alls kyns leiki
og lofum við hörkuíjöri. Hápunkt-
urinn verður blautbolskeppni. Verð á
skemmtunina er kr. 200.
Og síðast en ekki síst, þá verður
fyndnasti maður íslands, Lalli
hættulegi, staddur uppi í sal skólans á
laugardaginn. Mun hann verða með
prógrammið sem tryggði honum
þennan eftirsótta titil og hvetjum við
alla sem vettlingi geta valdið að mæta
og hlýða á Lalla hættulega.
Þama er á ferðinni hörku stand-up
pakki sem öllum bæjarbúum er boðið
á. Við bjóðum og þið borgið, kostar
aðeins 500 krónur og lofuin við
hláturkrampa af bestu gerð. Stand up-
ið byrjar klukkan 18.00 og vonum við
að þetta verði ekki að einu allsherjar
strand up-i!
Það er því um að gera fyrir ykkur
NFFIV meðlimi og aðra bæjarbúa að
mæta á herlegheitin.
Allar skemmtanimar em að sjálf-
sögðu vímuefnalausar og það ætti því
ekki að vera því til fyrirstöðu fyrir
neinn að mæta. Það er núna eða aldrei
-skemmtun af besta tagi.
Stjóm NFFÍV
atkvæðum
Þegar þetta er skrifað er ekki enn komið á hreint
hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. í
hálfan mánuð hafa Bandaríkjamenn beðið
spenntir eftir úrslitum kosninganna sem ekki
virðast eiga að verða útkljáð eftir vægi atkvæða
heldur eftir því hvaða dómstóll hefur lokaorðið.
Á meðan hefur heimsbyggðin skemmt sér yfir
öllum vandræðaganginum.
Nú er skrifara nokkuð sama hvort næsti forseti
Bandaríkanna heitir Bush eða Gore, raunar er
honum nokkum veginn sama hvað forseti
Bandaríkjanna heitir. En skrifari er búinn að
hafa lúmskt gaman af þessari uppákomu sem á
engan sinn líka, a.m.k. ekki á Vesturlöndum.
Eitt það skemmtilegasta við þetta er að Banda-
ríkjamenn hafa litið á sig sem nokkuð sjálf-
skipaða varðmenn í kosningum um víða veröld
ef talin hefur verið hætta á að einhvers staðar
kynnu menn að vilja hafa rangt við og reyna að
hagræða úrslitum sér í hag. Þetta hefur þótt
sjálfsagt í fyrmm lýðveldum Júgóslavíu svo og
í Afríku, gott ef þeir vom ekki með puttana í
kosningum í Rússlandi fyrir ekki löngu. Og þá
þarf þetta endilega að koma upp heima hjá þeim,
þar sem allt á að vera svo pottþétt. Raunar er
ekki ýjað að kosningasvindli í bandarísku
forsetakosningunum en spumingin hvort betur
eigi að treysta vélum eða fólki til að telja
atkvæði, hefur vafist fyrir þeim þar vestra.
Mörgum finnst líka undarlegt það fyrirkomulag
sem Bandaríkjamenn hafa til að velja sér forseta
þar sem samanlagður fjöldi atkvæða gildir ekki,
heldur meirihluti úr hverju fylki, svonefnt
kjörmannafyrirkomulag. Þetta kerfi er æva-
gamalt og hefur verið notað allt frá því að fyrsti
forsetinn var valinn. Þá var raunar ekki um
kosningar að ræða, þær komu ekki til sögunnar
fyrr en löngu síðar, heldur vom það útvaldir og
valinkunnir fulltrúar hvers fylkis, sem kölluðust
kjörmenn, og völdu forseta. Þessu kerfi var
haldið áfram eftir að almenningi var gefinn
kostur á að kjósa og hefur þótt gefast ágætlega.
Þar til núna. Bent hefur verið á að Gore hefur
mun fleiri atkvæði á bak við sig, sé miðað við
heildaratkvæðafjölda (og reiknað með að rétt
hafi verið talið) en þrátt íyrir það er staða Bush
sterkari, miðað við kjörmannakerfið.
Aftur á móti ættu Islendingar sem minnst að
fetta fingur út í kosningakerfi annarra þjóða. í
alþingiskosningum á Islandi er ekki ósvipað
kjörmannakerfi við lýði, jafnvel hálfu furðulegra
en í Bandaríkjunum. Þar er vægi atkvæða langt
í frá hið sama og fer eftir búsetu þeirra sem
kjósa. Þar em íbúar höfuðborgarinnar settir í
annan eða þriðja fiokk en landsbyggðinni
hampað, sérstaklega Vestfirðingum sem hafa, ef
skrifari man rétt, nálægt sjöfaldan atkvæðisrétt á
borð við Reykvíkinga. Um þetta náðist á sínú'm
tíma pólitísk samstaða á alþingi þó svo að
mörgum þyki þetta langt í frá réttlátt kerfi.
I síðustu kosningum gerðist það til að mynda
að atkvæðafjöldi, sem varla hefði mælst í
Reykjavík, skilaði Vestfirðingi inn á þing og það
sem meira var, hann dró í leiðinni með sér
flokksbróður sinn í Reykjavík sem raunar var
með margfalt fleiri atkvæði á bak við sig en
Vestfirðingurinn. Eflaust þætti þetta kjörmanna-
kerfi furðulegt meðal annarra þjóða, meira að
segja í Bandaríkjunum, en hér hefur það þótt hið
ágætasta mál, aðallega til að stuðla að jafnvægi
í byggð landsins.
Nú er skrifari landsbyggðarmaður og vill
auðvitað landsbyggðinni (og sér í lagi sínu
byggðarlagi) allt hið besta. En honum hefur
ævinlega þótt þetta ranglátt kerfi og ólýð-
ræðislegt og að honum hefur stundum læðst sá
grunur að kerfið sé meira hagsmunamál ákveð-
inna pólitískra potara en nokkru sinni lands-
byggðarinnar. Þetta kerfi skilar okkur raunar
fleiri hausum inn á þing og í huga skrifara er það
spuming hvort það er til hins betra eða ekki.
Skrifari hefur þá skoðun að unnt sé að bæta hag
landsbyggðarinnar á annan og betri hátt en með
sjöföldum atkvæðisrétti. Ef vægi lands-
byggðarinnar yrði sjöfaldað á einhveijum öðmm
sviðum þá myndi kannski draga úr segulmagni
höfuðborgarsvæðisins.
Sigurg.