Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Síða 11
Fimmtudagur 23. nóvember 2000
Fréttir
11
nan í seiði Grænlands eftír Reyni Traustason:
i
u
og eftirlitsrugl
BÓKARHÖFUNDUR ásamt Sigga Pé, ísmanninum ógurlega, í eldhúsinu í Höll ísmannsins.
LEGEÐ við ísbrúnina skammt frá Kulusuk. Tveimur mánuðum áður
var Siggi P. í lífsháska á bátnum, fastur innan um hatís.
FRÁ Kuummiit. Lengst til hægri er hús Sigurðar Péturssonar, „Höll
ísmannsins“
Og veistu hve mikið er af þorski í
þeim afla?“ Ég sagðist andskotann
ekkert vita um það enda sæti ég ekki
við að reikna út skiptingu aflans og
legði meira upp úr því að stunda
sjóinn. „Af öllum þessum afla eru
aðeins 20 tonn af þorski,“ sagði hann
þá hálfu alvarlegri. „Hvað með það?“
spurði ég. „Þú hlýtur að hafa haft
einhverstaðar rangt við Siggi minn,“
svaraði hann. „Þú heldur það,“ sagði
ég og glotti til hans. „Keyrðu mig
niður á bryggju. Ég er að fara á
sjóinn,“ bætti ég við.
Við þögðum báðir þar sem hann ók
niður á höfn og ég vippaði mér um
borð án þess að kveðja. Því er ekki að
neita að allflestir í Ólafsvík vom í því
að hagræða aflatölum og landa
framhjá. Samstaða var meðal allra um
að halda veiðieftirlitsmönnum frá
þessari hagræðingu. Því flóknara sem
eftirlitið er því meira brjóta menn af
sér og allt í kringum Island er verið að
svindla á kerfínu. Ég heyrði ekki
meira af þessum útreikningum veiði-
eftiriitsins og hélt mínu striki. Ég hef
aldrei séð eftir neinu sem ég hef gert
gegn kvótakerfinu. Hitt er svo annað
mál að maður var að sparka hundr-
uðum tonna í hafið á togurunum en
síðan ætlaði allt vitlaust að verða ef
einhver trilla landaði nokkmm tonnum
af snurvoðarbát.
Eitt sinn fengum við á Arinbimi
100 tonn af þorski á einum sólarhring.
Við gátum fryst 20 tonn af þessu en
öllu hinu var kastað í hafið haftur.
Þetta var svona víða á togurunum.
Einu sinni sagði ég frá þessu og þá
sagði Guðjón Ebbi Sigtiyggsson,
skipstjóri á frystitogaranum Örvari frá
Skagaströnd, að þetta ætti við um mig
einan. Aðrir fleygðu ekki fiski í
sjóinn. Auðvitað var þetta tóm lygi og
það vom allir í því að kasta fiski fyrir
borð í einhverjum mæli. Allir vissu af
því en sumir reyndu samt að fegra
sinn hiut.“
Við Grænland
„Undir það síðasta í Ólafsvík átti ég
tvo smábáta, Viktoríu og Kötlu. Það
fiskaðist ágætlega en ég var orðinn
hundleiður á öllu eftirlitsmglinu.
Sumarið 1997 hafði vinur minn, Páll
Egilsson vélstjóri, samband við mig
og spurði hvort ég vildi ekki koma
með sér í 10 daga skemmtiferð til
Grænlands á slóðir Stefáns Magn-
ússonar hreindýrabónda.
Páll hafði verið í Kringlunni og
pantað þar ferðina. Ég taldi það fráleitt
og sagðist ekki sjá hvaða erindi ég ætti
til Grænlands. Þórunn, kona mín,
lagði aftur á móti að mér að fara og
taldi að ég hefði gott af því að skreppa.
Líklega hefði hún betur sleppt því að
leggjast á sveif með Páli því ég lét
undan og teningunum var kastað.
Við flugum til Narsarsuaq og þaðan
var haldið til Qaqortoq eða Julianeháb.
Við Páll vomm þama í hópi 15
Islendinga og allt var þetta bráð-
skemmtilegt fólk. Ég hef alltaf verið
slarkari og gleðimaður og skömmu
eftir að við komum til Qaqortoq fór ég
í bæinn og hitti þar Grænlendinga.
Þeir tóku mér eins og ég hefði verið
þama alla tíð. Það fór vel á með okkur
og mér leið eins og ég væri einn
víkinganna sem bjuggu þama fyrr á
öldum. Það kann þó að vera að
væntumþykja þeirra innfæddu hafi
stafað af því að ég átti nóg af koníaki.
Þar kom að ég hitti Stefán Hrafn
Magnússon sem sagði mér að þama
væm allir firðir fullir af fiski og aðeins
þyrfti að ná í hann. Hann sagðist vera
með bát sem hentað gæti til veiðanna.
Það fór svo að eftir fimm daga á
Grænlandi taldi ég víst að ég væri
kominn í mitt rétta umhverfi. Eg fann
það á mér þegar við sigldum frá
Narsaq og upp í Breiðafjörð að hér
ætti ég oft eftir að sigla. Ég sagði því í
hópinn að hér ætlaði ég að eiga heima
fyrir lífstíð.
Næsta skref væri að skreppa heim
til Islands og ganga frá málum en
síðan kæmi ég aftur og þá til að vera.
Ferðafélagamir tóku þessu sem hverju
öðra rugli og hlógu að yfirlýsingum
mínum. Ég fór heim með hópnum en
hálfum mánuði síðar var ég kominn
aftur og nú til framtíðarbúsetu.
Skömmu síðar flutti ég lögheimili mitt
til Grænlands og í framhaldinu seldi
ég báða bátana heima.
Fyrir Viktoríu með kvóta fékk ég
20 milljónir króna en hefði líklega
fengið 100 milljónir ári seinna. Ég
nenni þó ekkert að spá í slíkt og veit
það eitt að menn sem auðgast em
flestum mönnum leiðinlegri. Þeir
verða gjama blóðnískir og festa ást á
hverri krónu. Ég tek frelsið fram yfir
auðinn og vil ekki verða ríkur...“
I Kuummiit
„1 Kuummiit er gott að búa þrátt fyrir
að lífið sé ólíkt fmmstæðara en á
Islandi. I sveitarfélaginu Ammassalik
er Tasiilaq höfuðstaðurinn en þar búa
1800 manns, Kuummiit er með 400
íbúa, Kulusuk með svipaðan fjölda og
í Sermiligaaq búa um 300 íbúar.
Þessar byggðir em tengdar með
þyrluflugi. Til Kuummiit er flogið
þrisvar í viku en oft er ófært dögum
saman og þá er einangmnin algjör. Að
sumrinu ferðast fólk mikið á milli
staða á jullum sínum. Engir bílar em
nema í Tasiilaq þar sem um 20 bílar
em á götum sem telja örfá kílómetra.
Tveir jeppar em í Kulusuk en
enginn bíil á hinum stöðunum enda
aðeins götutroðningar. Eina vélknúna
farartækið í Kuummiit, utan nokkurra
snjósleða og traktorsgröfu, er fjórhjól
sem reyndar er bannað á Grænlandi.
Frystihússtjórinn er lamaður neðan
mittis og fékk af þeirri ástæðu undan-
þágu til að nota fjórhjól. Aðalgatan í
Kuummiit er mjög frábmgðin Lauga-
veginum í Reykjavík. Hér em ekki
bfiamir; ekki eilífur ys og þys og hér
er fólk ekki sífellt með farsíma á
hausnum.
Rólegheitin em allsráðandi og ég
kann vel við það. Þvert á það sem
gerist á Islandi veit fólk hér alltaf hvort
það er að koma eða fara. Það getur
verið gaman að staldra við á kaupfé-
lagströppunum á fallegum sumardegi
þegar fólk safnast saman og drekkur
bjór. Þá er stemmning við brettið þar
sem veiðimennimir standa daglangt
og selja feng sinn. Fólkið er afskap-
lega glaðlynt og ekki skemmir fyrir að
konumar em gullfallegar. Lífið hér er
svipað og gerðist í smáþorpum á
Islandi íyrr á öldinni. Ég hef stundum
velt því fyrir mér hvort ég hafi ekki
fæðst hálfíi öld of seint. Hefði ég verið
uppi um árið 1900 er líklegt að ég
hefði unað mér ágætlega á fslandi.
Alltaf er verið að tala um vestræna
menningu sem einhveija nauðsyn. í
mínum huga er það kjaftæði og miklu
nær að halda í menninguna hér þar
sem menn fá sér öl af og til og hugsa
um fátt annað en sel. Þess ber þó að
geta að styrkir frá Danmörku spila
stóra rullu í lífi fólks.
Þrátt fyrir að veiðar hér séu
sáralitlar og ömgglega ekki til þess
fallnar að standa undir allsnægtasam-
félagi þá er hvergi skort að sjá hjá
fólki. Allir em vel klæddir og fólk
hefur nóg að bíta og brenna. Ætli
heildarfjöldi starfa hér sé ekki innan
við 30 sem þætti einhverstaðar lítið í
400 manna þorpi. f KNI eða
kaupfélaginu, sem er bæði verslun og
banki, vinna fimm til sex manns. Hjá
sveitarfélaginu vinna örfáir. Þrír menn
starfa við að losa msl og tæma kamra.
Þá starfa um 20 manns þegar mest er
við frystihús Nuka.
í fæstum húsum er rennandi vam og
fólkið þarf að bera vatnið heim í
brúsum. Þá er víðast olíukynt þannig
að eins þarf að gera með olíuna. Fólk
sækir hana í brúsa í KNI. Þó er bót í
máli að hér er þjónustuhús á vegum
sveitarfélagsins þar sem fólk getur
þvegið þvott í fullkomnum þvotta-
vélum og farið f bað.
Helsta upplyftingin hér er fólgin í
dansleikjum sem haldnir era reglu-
lega. Þeir fara Ifam í litlu, ókyntu húsi
þar sem stólum er raðað hringinn. Þar
sitja karlar öðmm megin en konur
hinum megin. Tónlistin er leikin af
grammófóni og öllum er frjáls
aðgangur. Þama er kannski áttræð
kona að dansa öðmm megin við mann
en 10 ára krakki hinum megin. Á
þessum böllum er ólýsanleg stemmn-
ing. Um áramót byrjar dansleikur
klukkan 10 að kveldi gamlársdags og
honum lýkur ekki fyrr en að morgni
nýársdags.
Hægt er að kaupa framlengingu á
dansleiknum. Ef einhver er ekki búinn
að fá nóg þegar ballið er búið getur
hann reitt af hendi tvö þúsund krónur
íslenskar og þá heldur ballið áfram í
klukkutíma í viðbót. Vilji fólk enn
framlengja dansleikinn kostar klukku-
tíminn eftir það þúsundkall og þannig
er hægt að halda ballinu áfram þar til
nýr dagur rennur.
Þetta er ívið fmmstæðara líf en ég
man effir sem krakki vestur á ljörðum.
Vömúrval hér er fábrotið þegar líður á
vetur. Venjulega er þó ekki beinn
skortur á öðm en fersku grænmeti og
ávöxtum. Átta mánuðir líða frá því
haustskipið kemur með vömr og þar
til vorskipið kemur í maí eða júní. I
apríl 1998 varð mikil reiði í garð KNI.
Ástæðan var sú að bjórinn seldist upp
og það gátu íbúamir ekki þolað. Ekki
bætti úr skák að gosið seldist líka upp.
Þessi uppákoma varð til þess að
óhemjumagn af bjór var pantað með
síðasta skipi haustið á eftir og þann
vetur varð ekki bjórlaust. Ég held að
fólk hefði umborið allan annan skort
en þennan..."