Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Síða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Vestmannaeyjar: Sveitarfélag án verðmiða Ráðstefnan Eyjar 2010 opnaði augu margra fyrir því að ýmsir mögu- lcikar eru fyrir hendi til að auka fjölbreytni atvinnulífs og um leið fjölga störfum í Vestmannaeyjum. Þetta virðist fyrst og fremst vera spurning um að ýta úr vör og marka sér stefnu. Auðvitað er þetta ekki svona einfalt og það kostar bæði skipulagningu og mikla vinnu ætli Vestmannaeyingar að ná sér á strik á ný. Takmark ráðstefnunnar var að íhúar í Eyjum verði 5200 árið 2010 en til þess þarf þeim að fjölga um a.m.k. 700 manns á næstu tíu árum. Ráðstefnan sem slík markar ákveðin þáttaskil og verið er að vinna úr þeim hugmyndum sem þar komu fram. Orð eru til alls fyrst en nú verður að bregðast hart við ef ekki á illa að fara. Duglausir þingmenn? Erfitt hefur verið að átta sig á afstöðu stjómmálamanna til málefna lands- byggðarinnar og virðist þar ráða hvort þeir hafi áhuga eða ekki og eða hvort þeir nenna ylirleitt að sinna kjör- dæminu. Duglegastir eru þingmenn og ráðherrar Framsóknar sem hafa óhræddir tekið slaginn um flutning ríkisstofnana út á land. Þar má nefna Landmælingar upp á Akranes, Byggðastofnun til Sauðárkróks, hesta- miðstöð í sama bæ og bankamál Byggðastofnunar til Bolungarvíkur. Og síðast en ekki síst þá er sá ágæti samgönguráðherra sem reyndar til- heyrir Sjálfstæðisflokknum og tók af okkur Herjólf, að koma verkefnum á vegum Flugmálastjómar til Akur- eyrar. Þá voru fréttir af því að hann ætlaði sjóslysanefnd stað í eigin kjör- dæmi. Auðvitað vantar skipulag og mark- aða stefnu í llutningi ríkisstofnana út á land en þetta er þó viðleitni í að láta sveitarfélög úti á landi njóta útþenslu ríkisins sem enginn virðist koma böndum yfir og allir borga. Með og án verðmiða Það athyglisverða við þessar aðgerðir er að um leið og flutningur á opinberum stofnunum og verkefnum ríkisins er ákveðinn em stjómmála- menn að setja verðmiða á viðkomandi byggðarlag. Ekki er alltaf um mörg störf að ræða en í sjávarplássum þar sem atvinna hefur dregist saman bæði með tilfærslu á kvóta, sammna fyrirtækja og eða hagræðingu munar um alla viðbót í atvinnumálum. En það sem skiptir ekki minna máli er þegar hið opinbera á hlut því þá fylgir um leið viðurkenning á að þessu bæjarfélagi sé ætlað líf, m.ö.o. það er komið með verðmiða sem tekið er mark á. Þessi verðmiði var endanlega tekinn af Vestmannaeyjum þegareina ríkisstofnunin, Heijólfur hf., var boðin út. ^ Astæðumar fyrir því hvemig komið er á landsbyggðinni em af ýmsum toga en í mörgum tilfellum má benda á stefnu og stundum stefnuleysi stjómvalda. En það er til lítils að vera að etja saman Reykjavík annars vegar og landsbyggðinni hins vegar því það hlýtur að vera Reykvíkingum jafn mikið kappsmál að öflugt mannlíf þrífist úti um land eins og það er nauðsynlegt fyrir okkur hin að eiga öfluga höfuðborg. Minna vægi sjávarútvegs Sú þróun sem átt hefur sér stað í sjáv- arútvegi á liðnum ámm og enn sér ekki fyrir endann á, er samþjöppun í Reyndar hefur minnihluti Vestmannaeyjalistans verið með viðleitni til að stinga niður fæti en á meðan fulltrúar hans lýsa yfir vantrausti á bæjarstjóra og fara fram á að gerð verði úttekt á greiðslubyrði bæjarsjóðs, samþykkja þeir, án þess að blikna, framkvæmdir upp á hundruð milljóna. Það verður að segjast eins og er að svona vinnubrögð eru ekki sannfærandi. Það er heldur ekki að sjá að hroll setti að meirihluta sjálfstæðismanna þegar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga minnti á sig í upphafi árs og vildi fá að vita hvemig bæjarstjóm hygðist standa við fjárhagsskuldbindingar sínar á næstu ámm. rekstri og að alltaf þarf færri hendur til að koma með aflann að landi og vinna hann. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja því hér verða menn að fylgja þróuninni til að standa sig í sam- keppninni en þessi þróun kemur niður á sveitarfélögum sem byggja allt sitt á fiskveiðum og vinnslu sjávarafla. Hafa Vestmannaeyjarekki farið varhluta af þessu undanfarin ár eins og tölur um mannljölda sýna. Meta þarf stöðuna Það er meira en tími til kominn að Vestmannaeyingar fari að velta þessu alvarlega fyrir sér og meti stöðuna eins og hún er. Það sent blasir við í Vest- mannaeyjum eins og flestum öðrum stöðum á landsbyggðinni er fækkun íbúa með meiri hraða síðustu ár en sést hefur frá því fólk af landsbyggðinni byrjaði að flykkjast til Reykjavíkur um og eftir 1940. Alla tíð hefur sjávarútvegur verið upphaf og endir alls í Vestmanna- eyjum og gengi hans hefur verið upp og niður og mun verða svo á meðan fiskur er dreginn úr sjó. Nú lítur út fyrir að eftir Ijögur til fimm góð ár liggi leiðin niður á við sem ætti ekki að koma neinum á óvart en það eitt segir að áfram muni fækka í Eyjum. Allt sem hér að framan er talið upp eru staðreyndir sem blasa við þeim sem vilja sjá en því miður eru þeir allt of margir sem stinga haus í sand og neita að horfast í augu við staðreyndir. Fækkun útgerða um og eftir 1990 var álitin liður í hagræðingu í sjávarútvegi og það sama gilti um sameiningu fyrirtækja í greininni. í þessari sameiningarbylgju urðu til tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum í stað fjögurra þannig að í ársbyrjun 1992 stóðu eftir Isfélag og Vinnslustöð en Fiskiðjan og Hraðfrystistöðin heyrðu sögunni til. Þama er unt sömu þróun að ræða og á flestum öðrum stöðum á landinu og því miður hefur ekki alls staðar tekist vel til. Núna eru að gerast hlutir í Vest- mannaeyjum sem verður að líta mjög alvarlegum augum, en það er fækkun útgerða í eigu einstaklinga. Öflug einkaútgerð hefur frá byrjun vél- bátaaldar verið undirstaða velferðar í Vestmannaeyjum og verður svo vonandi áfram en nú eru blikur á lofti. Á síðstu mánuðum hafa þijár útgerðir sem höfðu yfir að ráða samtals fjórum bátum sameinast öðrum fyrirtækjum í bænum. Auk þess var átta manna áhöfn Álseyjar VE, sem er í eigu ísfélagsins, sagt upp frá og með lokum yfirstandandi veiðiferðar. Á sama tíma liggja fiskiskip vegna deilna útgerða og áhafna um kaup og kjör. Fljótt á litið hafa allt að 70 til 80 sjómenn í Vestmannaeyjum misst störf sín síðustu misserin og sér ekki enn fyrir endann á þessari þróun. Framfæri mörg hundruð manns í hættu Ýmsum er tamt að grípa til orðsins, margfeldisáhrif þegar eitthvað jákvætt gerist í atvinnumálum en það getur líka verið hollt að hafa í huga að andstæðan er deiling sem er neikvætt hugtak í stærðfræðinni. Sé farið ofan í saumana á því sem sem er að gerast hér, lítur dæmið þannig út: Vægt áætlað má reikna með að hver sjó- maður gefi af sér a.m.k. tvö störf í landi og því hafa tapast samtals á bilinu 200 til 300 störf í Vest- mannaeyjum undanfarið og ef hverjum sjómanni fylgir þriggja manna fjölskylda hafa a.m.k. 600 manns, sem er nokkuð hátt hlutfall í 4500 ntanna bæjarfélagi, misst fram- færi sitt. Nú myndu sumir segja að fækkun í flotanum væri ekki meiri en svo að nemur „útlendingahersveitinni" og eiga þar við aðkomusjómennina á Eyjaflotanum. Það má satt vera en það fegrar ekki myndina neitt óskaplega mikið. Bæjarstjóm ekki öfundsverð Það er lítið öfundsvert við það að vera í stjóm sveitarfélags þar sem íbúum fækkar ár frá ári. Fækkun íbúa þýðir bara eitt, minni tekjur sem á endanum fer að bima á þjónustu í bæjarfélaginu. Þetta hefur bæjarstjóm Vestmanna- eyja upplifað síðustu árin án sýnilegra viðbragða. Reyndar het'ur minnihluti Vestmannaeyjalistans verið með við- leitni til að stinga niður fæti en á meðan fulltrúar hans lýsa yfir van- trausti á bæjarstjóra og fara fram á að gerð verði úttekt á greiðslubyrði bæjarsjóðs, samþykkja jxir, án þess að blikna, framkvæmdir upp á hundmð milljóna. Það verður að segjast eins og er að svona vinnubrögð em ekki sannfærandi. Það er heldur ekki að sjá að hroll setti að meirihluta sjálf- stæðismanna þegar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga minnti á sig í upphafi árs og vildi fá að vita hvemig bæjarstjóm hygðist standa við fjár- hagsskuldbindingar sínar á næstu ámm. Viðbrögð minnihlutans vom að lýsa yfir vantrausti á bæjarstjóra sem talaði um vont fólk með vélaþras. í framhaldi af því komu reikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1999 sem ekki urðu til að hressa upp á myndina því í ljós kom að 97 krónur af hveijum 100 fóru beint í reksturinn. Það er því að koma í ljós að fækkun íbúa er farin að segja til sín í rekstri bæjarins og ekkert sem bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram. í fljótu bragði er ekki margt að sjá sem bæjarstjóm getur gert til að bregðast við og hún ræður ekki yfir atvinnutækjunum. Megum ekki einangrast Fyrsta skrefið gæti verið að horfast í augu við staðreyndir málsins, skil- greina vandann og gera sér grein fyrir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Þá gæti verið gott á þessari vegferð að kanna hvort Vestmannaeyjabær eigi möguleika á að ganga í Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Meirihlut- inn felldi tillögu minnihlutans um að Vestmannaeyjabær gengi í samtökin og bar fyrir sig miklum kostnaði. Einnig vildi minnihlutinn að sótt yrði um inngöngu í Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands. Hvort innganga í sjóðinn yrði bænum til frambúðar getur orkað tvimælis en hætt er við að Eyjamenn verði einmana í sameinuðu kjördæmi sem nær yfir allt Suðurland frá Homafirði og Suðumesin. Vestmannaeyjar hafa nú þegar tapað forystunni í Suðurlandskjör- dæmi í hendur Árborgar og einar og sér utan allra samtaka í kjördæminu verða Eyjamar útnári sem er eitthvað sem enginn Eyjamaður vill sjá. Þá er einnig nauðsynlegt að velta fyrir sér framtíð útgerðar og fisk- vinnslu og hvort ekki verði að sækja inn á önnur svið í atvinnumálum. Ráðstefnan Eyjar 2010 var merki- legt skref í þessa átt en meira þarf til. Unnið er að því að flokka þær hug- myndir sem fram komu á ráð- stefnunni. Eins er ýmislegt í deiglunni sem á eftir að skila sér í nýjum störfum en það gerist ekki nema að gripið verði til róttækra aðgerða og það pólitískra því ljóst er að fiskurinn stendur ekki undir núverandi íbúa- fjölda í Vestmannaeyjum. Siguijón Óskarsson, útgerðarmaður og aflakóngur, sagði í síðasta blaði að þingmenn okkur hefðu ekki staðið sig, kollegar þeirra á Vestljörðum stæðu sig mun betur. Þetta em skilaboð sem þingmenn Suðurlandskjördæmis ættu að taka alvarlega og þá fá Vest- mannaeyjar kannski verðamiða á nýjan leik. Omar Garðarsson ritstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.