Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Qupperneq 16
16 Fréttir Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Jón Óskar Þórhallsson skrifar hugleiðingu um þróun í samgöngumólum Eyjamanna: Erum við að skjóta okkur í fótinn? Nú þegar Flugfélag íslands er orðið eitt um hituna í flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, hefur manni fundist meiri óánægju gæta með þjónustu Flugfélags Islands, sem státar af um fjómm ferðum á dag að meðaltali. Nú ber svo við að tap er af þeim rekstri skv. viðtali er birtist við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, í fréttum Ríkissjónvarpsins sl. þriðjudagskvöld. í dæminu er að leggja af flug til Vestmannaeyja. Kannski er þetta áróðursbragð til að réttlæta 7-8% hækkun fargjalda innanlands, þá þriðju eftir að samkeppni lagðist af á flugleiðinni Reykjavík-Vestmanna- eyjar, fyrr á þessu ári.. Um það ætla ég ekki að dæma. Punkturinn í þessu er sá að aukning í Bakkaflugi hefur dregið úr möguleikum að halda uppi flugleiðinni Reykjavík-Vestmannaeyjar. Sá er þetta ritar hefur verið að velta fyrir sér samgöngu- málum okkar Vestmanna- eyinga síðustu daga. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Herjólfur hf. hefði átt að fá ferjureksturinn milli lands og Eyja eða Samskip hf. Hugsanlega hefðum við Eyjamenn getað staðið betur að málum í tengslum við útboðið. Kannski stóð aldrei til hjá Vegagerðinni að Herjólfur hf. fengi ferjuna. Við skulum þó hafa í huga að Samskip hf. fengu skipið ekki að eilífu, heldur er þetta tímabundin ráðstöfun Vega- gerðarinnar. Að fleiru þarf að hyggja Af öðru hef ég einnig áhyggjur, en það er sú þróun sem hefur orðið í sam- göngumálum okkar í lofti. Flugfélag Vestmannaeyja hefur aukið mjög ferðir sínar á Bakka. Þetta hefur gert það að verkum að loksins hefur verið ráðist í að gera veg frá þjóðvegi 1 að Bakkailugvelli er samræmist þeim umsvifum er þar eru. Þetta er mjög jákvæð þróun að mati margra Vest- mannaeyinga, ekki síst þeirra er eiga sumarhús, bíla, tjaldvagna og fellihýsi á fastalandinu. Eru sumir þeirra jafnvel með bílskúr á Bakkaflugvelli. Þetta flug á Bakka hefur haft íylgifiska sem ég hef verulegar áhyggjur af. íslandsflug hf. hætti flugi til Vest- mannaeyja og hluti af ástæðunni fyrir því eru ytri þættir eins og hækkun olíuverðs, sem hefur lækkað framlegð flugfélaga mikið á síðustu misserum og leitt til tapreksturs. Nú þegar Flugfélag Islands er orðið eitt um hituna í flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, hefur manni fundist meiri óánægju gæta með þjónustu Flugfélags Islands, sem státar af um fjórum ferðum á dag að meðaltali. Nú ber svo við að tap er af þeim rekstri skv. viðtali er birtist við Sigurð Helgason, forstjóra Hugleiða, í fréttum Ríkissjónvarpsins sl. þriðju- dagskvöld. I dæminu er að leggja af flug til Vestmannaeyja. Kannski er þetta áróðursbragð til að réttlæta 7-8% hækkun fargjalda innanlands, þá þriðju eftir að samkeppni lagðist af á flugleiðinni Reykjavík-Vestmanna- eyjar, fyrr á þessu ári.. Um það ætla ég ekki að dæma. Punkturinn í þessu er sá að aukning í Bakkaflugi hefur dregið úr möguleikum að halda uppi flugleiðinni Reykjavík-Vestmanna- eyjar. Kannski er þetta slæmt en kannski er þetta bara gott. Mér finnst persónu- lega munur á því að vera 25 mínútur til Reykjavíkur eða 2 klukkustundir og þuriá meira að segja að eiga bíl á Bakka til þess að komast til Reykja- víkur yfírleitt, því ekki eru áætlun- arferðir frá Bakka til Reykjavíkur. A.m.k. hef ég ekki efni á því að eiga bfl, bæði í Eyjum og á Bakkaflugvelli. Það eru einhveijir aðrir. Þjónustustig á ekki að minnka Nú ætla ég þó að koma inn á mál er tengist upphafi þessarar greinar. Nú þegar Herjólfur er að fara í hendur Samskipa, velta menn því fyrir sér að sigla milli iands og Eyja á loft- púðaskipi. Farkosti sem líklegast myndi komast á milli lands og Éyja 4/5 hluta ársins sem eru 292 dagar. Þetta þýðir að skipið kæmist ekki á milli lands og Eyja í 2 - 3 mánuði ársins. Þessi farkostur myndi án efa draga úr notkun Herjólfs og þegar komið væri að landi í Bakkafjöru, væri leggurinn Bakki-Reykjavík eftir. Þetta myndi draga úr rekstrargrund- velli þeim er var til viðmiðunar í nýgengnu útboði Vegagerðarinnar á rekstri Heijólfs. Þjónustustig ferjunnar á ekki að skerðast skv. því útboði m.v. þær yfirlýsingar sem gengið hafa af málsaðilum í tengslum við það. Hvað gerist ef eða þegar rekstur loftpúða- skipsins dregur úr tekjum Herjólfs? Væri ekki kominn grundvöllur fyrir Samskipamenn til að ræða skerðingu á þjónustu þar sem ekki væri lengur óskað eftir henni af heimamönnum í þeim mæii sem nú er? Ég skal viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér samning Samskipa og Vegagerðarinnar né þá útboðslýsingu er notuð var í þessu tilfelli. Ég er að horfa til lengri tíma svo sem loka nú- gildandi samnings. Hvalijarðargöng styttu leiðina milli Reykjavíkur og Vesturlands og sú aðgerð þótti hagkvæm vegpa ná- lægðar við höfuðborgina. A sama tíma erum við Vestmannaeyingar, með Bakkaflugi og hugsanlegum Bakkasiglingum, að kippa rekstrar- grundvelli undan fljótlegasta kostinum og stystu leiðinni sem er beint flug milli Reykjavíkur og Vestrnannaeyja,, sem og öruggustu siglingunum milli lands og Eyja sem er ferjan okkar, Heijólfur. Tíminn er alltaf að verða dýrmætari og dýrmætari og þróun búsetu á íslandi kallar því miður á það að það borgar sig að hafa góðan og öruggan aðgang að höfuðborginni og samgöngur til og frá henni eru okkur nauðsynlegar. Það þýðir ekki að berja hausnum í steininn í því atriði. Við verðum að horfa á afleiðingamar af framangreindum Bakka-ferðalögum. Eru þær til góðs eða ills fyrir okkur Eyjamenn? Dýrt að fljúga Nú eru flugfargjöld til Reykjavíkur svo há að fólk flýgur helst ekki nema í allra nauðsynlegustu erindagjörðum fyrir sín fyrirtæki, á vegum íþrótta- félaganna eða vegna þess að sækja þarf í auknum mæli læknisþjónustu til Reykjavíkur. Við verðum að hafa í huga að hærri fargjöld til Reykjavíkur gætu verið okkur sjálfum að kenna og áður en hleypt verður loftpúðaskipi af stokkunum vill undirritaður vara við því að þjónustustig Herjólfs minnki, verði mikil umsvif í rekstri loft- púðaskipsins, þegar til lengri tíma er litið. Vonandi er þetta ástæðulaus ótti, en það þarf að sannfæra mig um að sjó eða flugferðir á Bakka séu góðar fyrir okkur Eyjamenn þegar dæmið er gert Meiri og öruggari þjónusta -en hefur verið í rekstri Herjólfs, segir formaður samgöngunefndar í DV sl. föstudag eru tveir Vest- mannaeyingar spurðir hvort þeir telji að áframhaldandi rekstri Herjólfs sé hætta búin. Þetta eru þeir Ragnar Óskarsson, bæjar- fulltrúi og Arni Johnsen, þing- maður og formaður samgöngu- nefndar. Ragnar finnur útboði á rekstrinum flest til foráttu en í svari hans segir m.a: „Ég verð því miður að svara þessari spumingu játandi. Þegar ákveðið var að bjóða út rekstur Herjólfs var stigið afdrifankt skref í þá átt að meta grundvallarsamgöngur milli lands og eyja á vogarskálum hinna hörðu markaðslögmála í stað samfélagsþjónustu. Þannig var þjóð- vegurinn orðinn eins og hver önnur söluvara. Um leið og forræði Heijólfs hefur verið tekið úr höndum heimamanna minnka, án nokkurs vafa, líkur á því að sjónarmið okkar vegna rekstursins verði höfð að leiðarljósi. Okkur Vestmannaeyinga skortir öfluga talsmenn fyrir því sjónarmiði að halda rekstrinum hér heima. Það hafa atburðir undanfarinna mánaða sýnt okkur. Einhvem veginn á ég ekki von á því að þar verði á breyting á næstunni. Síðast en ekki síst vil ég ekki útiloka þann mögu- leika að breyting á reksúi Heijólfs nú sé aðeins fyrsta skref núverandi rikisstjómar í þá átt að fella niður farþegaflutninga með skipum til þess að „liðka fyrir“ á öðrum sviðum. Af þessum ástæðum tel ég m.a. að áframhaldandi rekstri Herjólfs sé hætta búin.“ í svari Áma Johnsen kveður við nokkuð annan tón en þar segir m.a: Útboð Vegagerðarinnar á rekstri Heijólfs byggist á samningi sem tryggir meiri þjónustu en verið hefur áður í ferjusiglingum milli lands og eyja. Fjöldi ferða er tryggður og þeim hefur verið fjölgað samkvæmt útboðinu. Þótt deilur hafi staðið um útboðið í heild, og þá sérstaklega kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hefúr skapað mikla tortryggni og úlfúð vegna óraunsæis kostnaðar- áætlunarinnar, þá eiga Samskip að hafa alla burði til að standa vel að verki. Verksamningurinn gildir í þrjú ár og það er sjálfsagt að láta reyna á nýjan rekstraraðila og það hlýtur að vera metnaðarmál hjá Samskipum að vinna verkið. Það hefur verið aðals- merki stjómar Herjólfs að láta efdrspum farþega og bfla sitja íyrir og til þess er leikurinn gerður. Til að mynda hafa nánast aldrei verið fluttir gámar um helgar og á þeim dögum sem flest fólk vill ferðast með Heijólfi. Stjómun Heijólfs hefur því verið mjög farsæl. Reynslan er ólygnust og hún hefur leitt í ljós að stjómun slíkra mála heiman að er hyggilegust og ömggust með tilliti til þjónustunnar, en nú reynir á nýjan aðila. Grundvallaratriðið er þó að samningurinn á að tryggja ömgga þjónustu og meiri en fram til þessa. Til að mynda gefur hann færi á að fjölga ferðum á annatíma sumarsins úr einni í tvær, allt að fimm daga vikunnar í stað þriggja." upp. Nema kannski fyrir þá er fara þessar leiðir í tengslum við sína af- þreyingu og eins þegar Flugfélag Islands er of seint að bregðast við batnandi veðurskilyrðum, sem því miður gerist of oft, jafnvel á dögum samkeppni. Sterkustu rökin í málinu eru sjúkraflug milli lands og Eyja og staðsetning flugvélar hér í Eyjum. Þeirri kröfu mætti sjálfsagt halda á lofti af hálfu Eyjamanna þótt enginn væri flugvöllurinn á Bakka, enda hefur niðurskurður í heilbrigðisgeir- anum hér verið með ólfldndum sl. ár. Erfitt fyrir ferðaþjónustu Ég hef jafnframt áhyggjur fyrir hönd þeirra aðila sem stunda ferðaþjónustu hér í Vestmannaeyjum í ljósi fram- angreindrar þróunar. Þar sýnist mér vofa yfir slys leggist flug af milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Hér er um hugleiðingar mínar að ræða um tvo valkosti í annars vegar flugferðum og hins vegar sjóferðum milli lands og Eyja. Þessir valkostir eru að takast á um okkur Eyjamenn sem kúnna, en einnig er um að ræða að við viljum sjá aukinn ferða- mannastraum hingað. Teljum við líklegt að sú aukning verði í gegnum Bakkaflugvöll eða með loftpúðaskipi? Erum við tilbúin að sjá fækkun flugferða til og frá Reykjavík í staðinn og hugsanlega skerðingu í þjónustu Heijólfs? Ég skil ykkur eftir með þessar spumingar sem ég varpa hér ffam. Ég kann að styggja þá er hafa þrönga hagsmuni í þessum málum, en þeir hagsmunir eru ekki mínir. Því vona ég að þeir aðilar virði það sem ég hef í þessari grein ljáð máls á. Ég myndi vilja fá skoðanir sömu aðila og að sjálfsögðu er alltaf gaman að því að fá andsvör. Munum að þetta er mál okkar allra. Höfundur er skrifstofustjóri hjá sýsluinanni. Staf- kirkjan á Heimaey Stafkirkjan við Skansinn á Heimaey verður að jafnaði opin í vetur á laugardögum og sunnudögum á sama tíma og minjasafnið í Landlyst verður til sýnis. Það er milli kl. 15 og 17 báða dagana. Vegna ýmissa kirkjulegra athafna og af öðrum ástæðum verður kirkjan þó ekki opin á þessum tíma allar helgar. Um næstu helgi verður kirkjan til að mynda aðeins opin á sunnudag milli kl. 15.00 og 17.00 en ekki á laugardag. Fólk getur haft samband við Olaf Jóhann Borgþórsson í síma 866 9955 eða í Landakirkju í síma 488 1507 vilji hópar eða einstaklingar skoða kirkjuna á öðrum tíma eða til að staðfesta skoðunartíma um helgar. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðariausu í vetur. Sr. Kristján Björnsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.