Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. nóvember 2000
Fréttir
17
íslandsmót í almennum fimleikum:
Ránarstúlkur krækfu í sjö verðlaun
Frábær árangur náðist á íslands-
móti í almennum iimleikum sem fór
fram laugardaginn 11. nóv. á Sel-
fossi.
Fimleikafélagið Rán sendi 7 kepp-
endur að þessu sinni en keppt var í 1.
þrepi 9 ára og eldri. Alls kepptu 180
stelpur víðsvegar af landinu á aldr-
inum 9 til 14 ára. Stelpumar úr Rán
gerðu sér lítið fyrir og komu heim
með 7 verðlaunapeninga.
Árangur þeirra fer hér á eftir:
1. þrep 9 ára
Kristrún Ósk Hlynsdóttir
1. sæti dýna 8,50
1. sæti tramp 9,30
1. sæti samanlagt 26,00
Herdís Gunnarsdóttir
3. sæti gólf 8,35
Keppendur vom 27 í þessum aldurs-
hóp sem sýnir hvað árangur þessara
stúlkna er glæsilegur.
1. þrep 10 ára
Jóhanna Björk Gylfadóttir
2. sæti tramp 8,80
2.sæti dýna 8,70
2.sæti samanlagt 25,25
Keppendur voru 44 í þessum aldurs-
hópi, sannarlega glæsilegur árangur.
Aðrir keppendur stóðu sig með
miklum sóma, en það vom þær, Díana
Ólafsdóttir, Elínborg Hilmarsdóttir,
Ema Georgsdóttir og Louisa Kristín
HÓPURINN við komuna til Eyja. Fremri röð f.v. Svanfríður Jóhannsdóttir þjálfari, Díana Ólafsdóttir,
Jóhanna Björk Gylfadóttir o£ Herdís Gunnarsdóttir.
Aftari röð f.d. Kristrún Ósk Hlynsdóttir, Elínborg Hilmarsdóttir, Erna Georgsdóttir, Louisa
Martinsdóttir, Kristjana Ingólfsdóttir og Jenný Guðmundsdóttir.
KRISTRÚN Ósk með verð-
launapeningana sem hún hlaut á
Islandsmótinu.
Marteinsdóttir.
Þær Kristrún Ósk og Jóhanna Björk
hafa unnið sér rétt til þátttöku á
Meistaramóti Islands sem fram fer í
janúar 2001. Þar keppa tíu bestu í 1.
þrepi, óháð aldri og_ geta þær unnið
hinn eftirsótta titil íslandsmeistari í
almennum fimleikum.
Fimleikafélagið Rán.
Handknattleikur: 6. flokkur karla
Sami fjöldi iðkenda og í Reykjavík
-segir Gísli R. Guðmundsson, þjálfari
í byrjun nóvember fór fram fyrsta
fjölliðamótið í 6. flokki karla í hand-
knattleik og var leikið á Sel-
tjarnarnesi.
Strákamir frá Eyjum fóm með
Herjólfi föstudaginn 3. nóvember og
hófu leik á laugardagsmorgun. Bæði
A og B lið vom send til keppni. B-
liðið lék fjóra leiki í riðlakeppninni,
vann einn leik, gerði tvö jafntefli og
tapaði aðeins einum leik. Sá árangur
tryggði þeim sæti í milliriðli en leikið
var í þeim á sunnudeginum. Ekki
gekk nógu vel í þeim leikjum sem
báðir töpuðust. Það táknaði að
strákamir léku um 7. - 8. sæti gegn
Stjömunni og töpuðu jxim leik naum-
lega með eins marks mun, 8-7.
A-liðið byijaði vel en var óheppið að
ná aðeins jafntefli gegn Val í fyrsta
leik. Strákamir töpuðu svo tveimur
næstu leikjum en gerðu jafntefli við
Stjömuna 7 - 7 í síðasta leiknum.
Þessi úrslit dugðu A-liðinu því miður
ekki til að komast áfram í úrslit.
Gísli Rúnar Guðmundsson, þjálfari
6. flokks, segir að 23 drengir hafi farið
þessa ferð, auk fjögurra fararstjóra og
þjálfara. Gísli segir að ferðin hafi í
alla staði gengið vel. Strákamir hafi
verið að leika vel, miðað við að þeir
sitja ekki við sama borð og jafnaldrar
þeirra á höfuðborgarsvæðinu hvað
varðar leikjafjölda.
„Það sem mér þykir mest um vert og
skiptir hvað mestu máli í þessum
flokki, er hve margir drengir æfa
handknattleik í 6. flokki í Vest-
mannaeyjum. Þeir eru um 30 talsins
en það er sami fjöldi og stærstu
félögin í Reykjavík hafa yfir að ráða,“
sagði Gísli.
ÍBV-íþróttafélag (mfl.karla í handbolta) og Bflheimar hafa gert samning um samstarf næstu 3 árin.
Samstarfið felst í því að IBV auglýsir OPEL og ISUZU á keppnisbúningum og í Iþróttahúsinu. IBV lýsir
yflr mikilli ánægju með þennan samningsem að er enn ein mikilvæga stoðin í því að það sé hægt að gera
út handknattleikslið í Vestmannaeyjum. ÍBV hvetur fólk til að skoða möguleikana sem að Bflheimar hafa
að bjóða, því að með sölu á bflum hér í Eyjum nýtur handknattleiksdeildin góðs af því. Umboðsmaður
Bflheima í Vestmannaeyjum er Þorsteinn Viktorsson.
Á myndinni eru Jóhann Pétursson, Eyþór Harðarson frá ÍBV og Þorsteinn með fulltrúum Bflheima.
Tarotbókin
komin út
Út er komin Tarotbókin þín, eftir
Vestmannaeyinginn Matthildi
Sveinsdóttur. Bókin er 136 bls.
og eru skýringar við öll 78 spilin.
Einnig eru leiðbeiningar um
hvernig má nota Tarot til
sjálfsuppbyggingar og við
hugleiðslu.
Hver bók er handgerð og verður
einungis seld hjá höfundi sem
vinnur formála og kápu fyrir
hvern og einn með úrlestri í
samræmi við persónuspil þess er
á að fá bókina. Verð bókarinnar
er 4.500 kr.
Einnig er hægt að panta úrlestur
úr tölum og Tarot til gjafa fyrir
einstaklinga sem unnið er af
Hönnu Birnu Jóhannsdóttur,
lesara hjá Örlagalínunni.
Úrlestur kostar 2.300 kr.
Hægt er að hringja inn pantanir
í síma 481 2052,481 1957,698
1957 eða senda tölvupóst á
mattasqsimnet.is. Pöntunum
þarf að fylgja fullt nafn,
fæðingardagur og ár.
Þróunarfélagið sjói um
merkingu listaverka
Eins og getið var í Fréttum fyrir
skömmu, hafa til vísanir gengið milli
skipulagsnefndar og menningar-
málanefndar vegna staðsetningar
nokkurra listaverka sem unnin
voru í fyrra í listaverkefninu Hraun
og menn.
Síðast velti skipulagsnefnd boltanum
yfir til menningarmálanefndar vegna
staðsetningar verkanna. Á síðasta
fundi menningarmálanefndar var ekki
tekin afstaða til staðsetningar en þriðji
aðili kvaddur til liðsinnis í listrænum
efnum. Nú hefur menningarmála-
fulltrúa verið falið að ræða við
Þróunarfélagið um merkingu á þeim
listaverkum er tilheyra verkefninu
Hraun og menn.
eyjafrettir.is
Þegar upplýsingar vantar