Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Qupperneq 18
18 Fréttir Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 23. nóvember Kl. 10.00. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 17.30. TTT - kirkjustarf 10-12 ára krakka. Otrúlega magnaðir leikir. Föstudagur 24. nóvember Kl. 13.00. Samæfmg fyrir alla f Litlum lærisveinum f Safnaðar- heimilinu. Laugardagur 25. nóvember Kl. 11.30. Samæfmg fyrir alla í Litlum lærisveinum í Safn- aðarheimilinu. Sunnudagur 26. nóvember Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng, sögu og leikriti. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Síðasti sunnudagur kirkjuársins. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Bjömsson. Kl. 15.15. Guðsþjónusta á Hraun- búðum. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í Landakirkju. Óli Jói leggur línuna. Mánudagur 27. nóvember Kl. 16.50. Æskulýðsstarf fatlaðra. Kl. 20.00. Vinnufundur Kven- félags Landakirkju. Þriðjudagur 28. nóvember Kl. 16.30. Krakkaklúbburinn Kirkjuprakkarar, KKK, 7-9 ára krakkar æfa leikþátt. Miðvikudagur 29. nóvember Kl. 12.00. Kyrrðar- og bænastund í hádegi. Kl. 20.00. Opið hús l'yrir unglinga 8. - 9. bekkja gmnnskóla í KFUM&K húsinu við Vest- mannabraut. Fimmtudagur 30. nóvember Kl. 10.00. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Kl. 17.30. TTT - kirkjustarf 10-12 ára krakka. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma - Stjómandi Amý Heiðarsdóttir. Samskot til starfsins. Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan Fimmtudagur 30. nóvember Kl. 20.00 aðalfundur safnaðarins fyrir árið 1999. Hvítasunnukirkjan Allir hjartaniega velkomnir Aðventkirkjan Fimmtudagur 23. nóvember Kl. 20.00 Samvera og bænastund. Laugardagur 25. nóvember Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta, gestir helgar- innar Sólveig og Jón Hj. Jónsson. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Knattspyrna: Steingrímur Jóhannesson markakóngur ÍBV órið 2000 Lansar að leika erlendis Það liggur fyrir að markahrókur IBV undanfarin ár, Steingrímur Jóhannesson, er á förum frá fé- laginu. Hann er að leita fyrir sér erlendis en gangi það ekki eftir er stefnan tekin upp á land og þá konia öll félög í efstu deild til greina. Steingrímur fékk gullskóinn 1998 þegar Eyjamenn urðu íslands- og bikarmeistarar og gullskóinn 1999. Síðasta sumar var hann marka- hæsti lcikmaður IBV og um leið sló hann markamet Sigurlásar Þor- leifssonar hjá félaginu. Það er því ljóst að skarð hans verður vandfyllt. Sjálfur segir hann að maður komi í manns stað og hann stefnir að því að Ijúka ferlinum hjá sínu gamla félagi. Steingrímur Jóhannesson. sem er fæddur 1973, fékk sitt fótboltauppeldi hjá íþróttafélaginu Þór en 1991 var hann kominn í hópinn hjá meistara- flokki IBV. „Fyrst kom ég inn á 31. maí 1991 gegn Víði í Garði á Hásteinsvelli. Þá var Lási með liðið. Arið eftir var ég í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjunum og þá skoraði ég mitt fyrsta mark. Síðan hef ég ekki misst úr nema einn leik,“ segir Steingrímur í viðtali við Fréttir um fyrstu skref sín í fótboltanum. „I dag er ég búinn að spila 150 leiki og skora 63 mörk fyrir IBV. Ég náði þeim áfanga í sumar að slá markamet Lása fyrir IBV en hann skoraði 60 mörk fyrir félagið. Þetta eru þau mörk sem ég hef skorað í Islandsmólinu en þar fyrir utan eru svo mörk í bikamum, deildarbikamum og æfingaleikjum," bætir hann við. Steingrímur segist ekki geta verið annað en ánægður með veru sína hjá IBV. Margt gott hafi verið gert, sjálfur haft hann skilaðgóðri vinnu og verið með góðu liði. „Eg get samt ekki verið sáttur við árangurinn síðasta sumar. Sjálfur er ég mjög metnaðargjam og eftir að hafa verið markakóngur deildarinnar vill maður helst ekki lækka flugið. Svo er það spumingin hvort betra er að vera í toppbaráttu eða á botninum," segir Steingrímur og hlær. „Við fengum í tvígang utan- landsferðir þegar okkur tókst að halda okkur í deildinni en þegar við urðum meistarar fengum við ekki neitt. En án gríns þá em það alltaf titlamir sem maður stefnir að og að því leyti hef ég átt góð ár með ÍBV. Það var erfitt fyrir okkur peyjana á meðan við máttum hlusta á grobbið í körlunum sem urðu meistarar með félaginu 1979 en eftir að við unnum tvöfalt 1998 fór maður að skilja þá. Það kemur ekki í hlut allra að verða meistari í knattspymu og IBV hefur bara orðið Islandsmeistari þrisvar sinnum." Góð umgjörð skilar árangri Þegar Steingrímur er spurður um um- gjörðina í kringum liðið nefnir hann strax árin 1997 þegar IBV var Islandsmeistari og 1998 þegar Eyja- menn unnu tvöfalt. „Þá var umgjörðin meiriháttar enda verða menn ekki meistarar nema allt gangi upp og stjóm. leikmenn og þjálfarar vinni saman sem ein heild og stuðnings- menn standi við bakið á liðinu. Svo verða menn að hafa trú á því að þetta sé hægt.“ Hann segir að leikmenn hafi fundið íyrir því að kalt er á toppnum árið eftir og um leið komu fram ýmsir brestir. Það hélt áfram í sumar og Steingrímur er alls ekki sáttur við það þegar heimavöllurinn féll í sumar. „Við höfðum ekki tapað leik á heimavelli frá í júní 1998 þegar kom að síðasta leiknum í deildinni á móti Grindavík. Við töpuðum þeim leik sem aldrei átti að gerast en það var farið í að breyta STEINGRÍMUR hefur skorað grimmt fyrir ÍBV undanfarin ár. Nú stefnir hann á ný mið en ferlinum ætlar hann að ljúka hjá sína gamla félagi. liðinu og talað var um að hvíla menn fyrir bikarleikinn helgina á eftir. Það fannst mér vera upphafið að slökurn endi á Islandsmótinu og í bikar- leiknum. Þar töpuðum við á móti Skagamönnum sem hefði ekki gerst hefðu menn sótt í leiknum." Þama segir Steingrímur að andlega hliðin hafi ekki verið í lagi hjá leikmönnunt. Aftur á móti hafi ekkert verið hægt að finna að umgjörðinni. „Það var margt gert til að skapa stemmningu en það var eitthvað sem klikkaði. Ef ég vissi hvað, hefði leikurinn farið öðru vísi.“ Einmana í fremstu línu Steingrímur er ekki ánægður með hlutverk sitt í liðinu undanfarin tvö ár og segist hann hafa verið ósköp einmana sem fremsti maður. „Ég var einn að berjast þama frammi og fékk litla aðstoð. Auðvitað var ég alltaf ánægður með að vera í liðinu því það á enginn að eiga ömggt sæti í knattspymuliði. Hvað leikskipulag varðar, þá er það alltaf leikur að tölum og við höfum spilað eins frá 1996. Munurinn er sá að t.d. 1997 vom menn eins og Tryggvi Guðmundsson á vinstri kantinum og Siguivin Olafs- son á fremstur á miðjunni. Ég náði oft að mata Tryggva og hann var markahæstur það árið hjá ÍBV og missti af markakóngstitlinum á loka- sprettinum. Þegar Tryggvi fór héldu menn að erfitt yrði að fylla hans skarð en þá var bara komið að mér. Annars er fótbolti ekki einn maður heldur hópíþrótt. Standi menn ekki saman skila menn ekki árangri eins og gerðist í sumar.“ Það stóð ekki á svarinu þegar Steingrímur er spurður hvað sé honum efst í huga þegar hann lítur yfir farinn veg hjá IBV. „Það er auðvitað sumarið 1998 þegar við urðum íslands- og bikarmeistarar, sjálfur varð ég markakóngur, við Hjalti bróðir skoruðum mörkin í bikarleiknum og ég fékk háttvísisverðlaunin. Það vantaði ekkert nema að verða valinn besti leikmaðurinn. Þetta sumar átti Hlynur Stefánsson sennilega sitt besta leiktímabil en þá var maður, sem missti af fimm fyrstu umferðunum, valinn besti leikmaðurinn. Hlynur fær svo titilinn í ár og ég er ekki að gera lítið úr því en hann var örugglega besti maður deildarinnar 1998.“ Er að leita fyrir sér erlendis Þegar kemur að því að spá í framtíðina segir Steingrímur að mörg lið hafi haft samband við sig en enn er hann ekki farinn að tilboð. „Ég hef sagt mönnum hvað ég er að spá en hugurinn leitar út fyrir landsteinana. Það er ekki út úr myndinni enn þá en gangi það ekki eftir fer maður að skoða hvað er í boði hér á landi. Ég hef heyrt í neðri deildarliðum í Englandi, félögum í Noregi og Svíþjóð. Þar er deildar- keppnum nýlokið og í desember fara þeir að skoða leikmannamál og þá fær maður kannski tilboð.“ Skilurðu sáttur við ÍBV? „Já. Ég held að ég geti sagt það en ég var ekki ánægður í sumar. Það var ýmislegt sem betur mátti fara. Stjómin var að reyna að semja við mig og af því að ég var ekki tilbúinn að ganga að kröfum hennar urðu menn ósáttir. Þetta hafði áhrif á minn leik og ég datt út úr liðinu. Svo beit maður bara á jaxlinn og ég náði sætinu aftur.“ Attu eftir að bœta þig sem knatt- spymumaður? „Það er alltaf hægt að bæta sig og fótboltinn er alltaf að breytast. Þetta er ein ástæðan fyrir því að mig langar til þess að fara út. Síðasta sumar var ég lítið í boltanum og mér fannst ég vera fastur í ákveðnu fari. Það þýðir bara afturför. Aðstaðan héma er heldur ekki til að hrópa húrra fyrir,“ segir Steingrímur og á þar við malarvöllinn og hörð vetrarveður. „Okkur vantar miklu frekar skemmu til að æfa í frekar en gervigras." Eigum við eftir að sjá þig aftur í ÍBV- búningi? ,Já. Ég stefni að því að fara í tvö til þrjú ár og koma þá aftur. Ef maður miðar við Hlyn þá gæti maður átt sex ár efitir í boltanum þegar maður kemur aftur. En það er ekki á vísan að róa í knattspymu því meiðsli geta bundið enda á ferilinn." Knattspyrna: HlynurStefá Verðum Stuðningsmannaklúbbur Vestmannaeyja valdi Hlyn Stefúnsson fyrirliða ÍBV besta knattspyrnumann síðasta tímabils og Pál Almarsson efnilegasta leikmanninn. Valið kom ekki á óvart og voru fleiri á svipaðri skoðun því Hlynur var einnig valinn besti knattspyrnumaður Islandsmótsins og fannst mörgum Eyjamanninum tími til kominn. HLYNUR í faðmi fjöl- skyldunnar, Unnur, Birkir, Kristrún Osk og Rakel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.