Vesturland - 28.08.2014, Síða 14

Vesturland - 28.08.2014, Síða 14
14 28. ÁGÚST 2014 ÍA nálgast sæti í efstu deild karla Toppleikur var í 1. deild karla sl. laugardag er Leiknir tók á móti Skagamönnum á Leiknisvellinum. Með sigri hefði Leiknir tryggt sér sæti í efstu deild karla, í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri hefðu Skagamenn þokast nær því að tryggja sér að nýju sæti í efstu deild karla. ÍA vann leikinn 1:0 með marki Garðars Gunnlaugssonar á 90. mín. og þokuðust þar með nær settu markmiði, en það er hins vegar ekki tryggt. ÍA er með 36 stig, 4 stigum á eftir Leikni, en næst á eftir þeim kemur Víkingur Ólafsvík með 31 stig og HK með 29 stig. Víkingur Ólafsvík tekur á móti Leikni á Ólafsvíkurvelli næsta föstudag, 29. ágúst en ÍA leikur við KV á útivelli. 4 umferðir eru eftir. ÍA í sókn í leiknum gegn Leikni. Guðjón Þórðarson var mættur til leiks á áhorfendapöllunum. Víkingur Ólafsvík: Lið félagsins í 1. deild kvenna á siglingu um miðja deild Víkingur Ólafsvík í 1. deild kvenna gerði jafntefli við Grindavík í síðasta leik liðsins, 1-1, og er með 18 stig og siglir hægan byr um miðja deild en Fjölnir og HK/Víkingur virðast hafa tryggst sér sæti í 4ra liða úr- slitakeppni, hafa 40 og 34 stig. Mark Víkings Ólafsvík gerði Yekaterina Mazareva Gohkman. Næsti leikur Ólafsvíkurstúlkna er útileikur gegn Haukum næsta laugardag. Leikmaður Víkings Ólafsvík með boltann og leitar að samherja en Grinda- víkurdaman sækir að. Snæfell Stykkishólmi: Endaði í 5. sæti af 8 liðum í 4. deildarriðli Snæfell í Stykkishólmi leikur í 4. deild karla í sumar og er greini-lega að byggja upp lið til fram- tíðar en nokkur lið hafa tekið þátt í Íslandsmóti yngri flokka í sumar. Snæfell lék síðasta leik sinn í 4. deild í sumar sl. laugardag er þeir heimsóttu Kóngana á Framvellinum í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 5-2 sigri Kónganna en mörk Snæfells gerðu þeir Mikael Marínó Rivera og Stefán Þór Ingv- arsson. Snæfell hlaut 8 stig í sumar, vann tvo leiki, gerði tvö jafntefli en tapaði 8 leikjum. Þeir enda í 5. sæti af 8 liðum sem léku í riðlinum. Vonandi fáum við að sjá Snæfellinga eldhressa á knattspyrnuvellinum næsta sumar. Knattspyrna er oftast skemmtileg, og hér virðast leikmenn Snæfells og Kónganna vera að stiga dansspor með boltann á milli sín. Á Menningarnótt var margt um manninn, jafnvel friðsamir víkingar. En þegar leið á kvöldið breyttist hátíðin úr menningu í bjórmenningu!

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.