Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 2

Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 2
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Nýjar vörur í hverri viku 2 6. Nóvember 2014 Byssur í lögreglubílum Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði staðfesti í samtali við blaðið Vestfirði að skamm- byssur ehfðu verið í lögreglubílum embættisins í nokkur ár. Sagði hann að þær væru hafðar í traustum skáp sem væri læstur með sérstökum talna- lás. Ástæðan væri að langt væri milli lögreglustöðva innan embættisins og ekki auðvelt að koma liðsauka til lögreglumanna ef því þyrfti að halda. Aðspurður um hríðskotabyssur svaraði Úlfar því til að hann hefði ekki óskað eftir þeim fyrir sitt embætti. Lögreglustjórans að sjá um útfærsluna Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði tekur við starfi lögreglustjóra á Akranesi um næstu áramót. Innanríkisráð- herra hefur kynnt þá tillögu sína að embættið verði í Borgarnesi en ekki á Akranesi, langfjölmennasta sveitar- félaginu innan embættisins, þar sem jafnfram eru flestir lögreglumenn starf- andi. Hann var spurður að því hvaða breyting yrði ef þetta yrði niðurstaðan og hvort starfsfólk yrði flutt frá Akra- nesi til Borgarness. Úlfar svaraði því til að það væri útfærsluatriði og að það yrði hlutverk hans sem yfirmanns emb- ættisins að sjá um það. Kvótasetning úthafsrækju skapar milljarða króna eign Sú ákvörðun núverandi ríkis-stjórnar að setja veiðar á út-hafsrækju að nýju í kvóta hefur skapað milljarða króna eign fárra og veldur að sama skapi erfiðleikum fyrir rækjuvinnslunna. Nýlega seldi Byggðastofnun kvóta í úthafsrækju og einnig hlutdeild í svonefndri Snæ- fellsrækju. Boðin voru til ölu 6,1% af veiðiréttinum og bárust 12 tilboð. Langhæsta tilboðið var frá Nesfiski/ Meleyri ehf að fjárhæð 247 mkr. Ekki var upplýst um önnur tilboð, en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins er talið að þau hafi flest verið á bilinu 103 - 120 mkr. Miðað við heildarkvóta í rækju á yfirstandandi fiskveiðiári gefur Byggðastofnunarkvótinn um 326 tonn af rækju. Verðið samkvæmt því nemur 758 kr/kg. Sé litið á hlutdeildarverðið fæst að veiðirétturinn er metinn á rúma 4 milljarða króna miðað við sölu á kvóta Byggðastofnunar. Ákvörðunin um að kvótasetja rækjuveiðina jafngildir því milljarða eign í höndum þeirra sem fá kvótann og það er athyglisvert að Byggðastofnun hefur forgöngu um verðmyndunina. Þetta kemur á óvart þar sem rækju- veiðar hafa mörg undanfarin ekki verið arðbærar og af þeim sökum var kvótinn afnuminn í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar. Varð það til þess að unnt var að stunda rækjuveiðar án þess að greiða gjald fyrir veiðiréttinn og nýttu útgerðarmenn á Ísafirði sér það öðrum fremur. Albert Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Kampa á Ísafirði sagð- ist ekki skilja þetta verð, það væri allt of hátt. Leiguverðið hefði verið 10-15 krónur en eftir söluna væru kröfur um miklu hærra leiguverð fyrir kvót- ann. Samkvæmt gögnum Fiskistofu er meðalverð á leigukvóta í úthafsrækju á þessu fiskveiðiári rúmar 50 kr/kg, en á bak við það eru fáar sölur og tiltölulega lítið magn. Einn útgerðarmaður sem blaðið Vestfirðir hafði samband við benti á að það þyrfti mikið magn af veiðiheim- ildum til þess að geta gert út og því þyrftu þeir sem ætluðu sér í útgerð að afla sér heimilda. Nesfiskur hf á togara og rækjuverðsmiðju á Hvammstanga. Verð á rækju upp úr sjó væri um þessar mundir 390-400 kr/kg og afurðaverð erlendis færi heldur hækkandi, því væri greinilega eitthvert svigrúm fyrir að greiða fyrir veiðiréttinn. Það er greini- legt að kaupverðið er mjög hátt miðað við rekstrarforsendur í greininni , en engu að síður greiddi kaupandinn kaupverðið að sögn Hjalta Árna- sonar, forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar og lánaði stofnunin ekki neitt í kaupunum. Vekur hátt kaup- verð spurningar um hvort verið sé að búa til leiðandi verð á rækjukvótanum sem standi undir mikilli eignamyndun í efnahagsreikningi fyrirtækjanna. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að veiðigjald til ríkisins af úthafsrækju verði sérstaklega lágt þetta fiskveiðiár vegna bágrar afkomu í greininni. Sam- kvæmt reglugerð er gjaldið aðeins 1 kr/kg. Hólmavík: Blikur á lofti í atvinnumálum Andrea K. Jónasdóttir, sveit-arstjóri Strandabyggðar segir blikur vera á lofti í atvinnu- málum á Hólmavík um þessar undir. Um 20 störf séu í uppnámi sem sé mikið áfall fyrir svo fámennt byggðarlag. Þegar hafi verið lokað útibúi Arion- banka á Hólmavík og þar tapist 3 störf. Þá sé óvíst um umfang starfsemi sýslumannsembættisins og þar eru 2 1/2 stöðugildi. Vverðandi sýslumaður Vestfirðinga Jónas Guðmundsson hafi upplýst að ekki séu peningar til þess standa við áform um löglærðan fulltrúa og ljóst sé að Hólmavík verði alltaf veik starfsstöð vegna skorts á fjármagni. Þá hafi á annan tug manna sem starfa við útgerð smábáta fengið upp- sagnarbréf en um 40 manns starfa þar. Samdráttur í ýsukvóta og byggðakvóta ásamt niðurskurði á línuívilnun hafi sett rekstrarforsendur úr skorðum og nú hugsi einhverjir útgerðarmenn sér að selja kvótann og hætta rekstri. Byggðakvótinn verður að sögn Andreu aðeins 70 tonn en var áður 125 tonn. hreppsnefnd Strandabyggðar hefur sent frá sér harðorða ályktun um stöðu smábátaútgerðar. Þar segir að “en svo virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins“ með fjölbreytilegum og margþættum aðgerðum sem miða að því að knésetja smáútgerðir í stórum stíl. ” Ennfremur segir í ályktuninni að stöðva verði þá aðför sem nú á sér stað gegn smábátasjómönnum og fer fram á að umræddar aðgerðir verði dregnar til baka. Að öðrum kosti yrði þetat reiðarslag fyrir útgerðina sem og Strandabyggð. Krafits er þess að ráð- menn bregðist hratt og ákveðið við þessum vanda. Andrea K. Jónasdóttir, sveitarstjóri sagði að í vikunni myndu forsvarsmenn sveitarfélagsins eiga fund með atvinnuvegaráðherra Sigurði Jó- hannssyni og vonaðist eftir því að hann myndi skila árangri. Hólmavík. Andrea K. Jónsdóttir önnur frá vinstri og sveitarstjórnarmenn frá Hólamvík og reykhólum. Byggðastofnun: Samningar í uppnámi Ákvörðun Atric Odda um að hætta bolfiskvinnslu setur samninga fyrirtækisins um 300 tonna aflamark Byggðastofn- unar í uppnám. Samningarnir eru við Hlunna, Vestfirðing, Dýrfisk og Ölduna ÍS uk Artic Odda. Þeir eru til þriggja ára með möguleika á fram- lengingu í 2 ár. Sigurður Árnason, verkefnisstjóri hjá Byggðastofnun sagði að vissulega setti þetta sam- starfssamninginn í uppnám þar sem bolfiskvinnsla væri forsenda samningsins og að óskað hefði verið eftir skýrum svörum á næstunni frá þessum fyrirtækjum. Að svo stöddu vildi hann ekkert frekar segja um málið. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.