Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 9
6. Nóvember 2014 9
Utan flokka fólk
Hér í gamla daga voru tveir þekktir kosningasmalar á Ísafirði og báðir höfðu þeir
viðurnefni. Þetta voru þeir Hannes há-
leggur og Stebbi skór. Sagan segir að
þeir hafi vitað svo ekki skeikaði nema
örfáum atkvæðum hvað þeirra flokkur
myndi fá í kosningum. Þeir voru nefni-
lega með lista yfir bæjarbúa og merktu
við hvað hver og einn myndi kjósa. Í
þá daga lá það nokkuð ljóst fyrir hvort
menn voru kratar eða íhald. En þessir
tímar eru liðnir. Í dag veit enginn hvað
nágranninn ætlar að kjósa í næstu
kosningnum og nágranninn veit það
reyndar ekki einu sinni sjálfur. Fólk vill
ekki lengur vera bundið á einhverjum
flokksbásnum. Það er eins og pólitísk
sannfæring hvort sem er til vinstri eða
hægri hafi dofnað með árunum. Lík-
lega kjósa flestir eftir buddunni sinni;
það er að þeir kjósa þann flokk, sem
mun hugsanlega hjálpa þeim til að
halda fleiri krónum í buddunni eftir
hver mánaðarmót.
En þessi einstaklingshyggja er ekki
aðeins í pólitíkinni, hennar gætir
nefnilega líka á sviði trúmálanna. Þar
er utan flokka fólki einnig að fjölga. Í
trúmálageiranum er þetta sá hópur,
sem vex hraðast á síðustu misserum.
Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá
Íslands þá eru 17.218 manns utan trú-
félaga. Til samaburðar má nefna að í
katólsku kirkjunni á Íslandi eru 11.454
manns og í ásatrúarfélaginu eru 2.382.
Undanfarna áratugi hefur verið hlut-
fallsleg fækkun í lútersku þjóðkirkj-
unni. Að vísu fjölgaði meðlimum ár
frá ári vegna náttúrulegrar fjölgunar
íslensku þjóðarinnar. En þetta breytt-
ist árið 2005. Þá var mikil umræða í
íslensku samfélagi um stöðu samkyn-
hneigðra og rétt þeirra til að stofna til
hjúskapar og þótti ýmsum þjóðkirkjan
draga lappirnir í málinu, - ef ekki
hreinlega vera svolítið þversum. Árið
2005 gerðist það í fyrsta skipti að fjöldi
þjóðkirkjufólks stóð í stað, sem merkir
það að úrsagnirnir voru jafnmargar og
nam hinni náttúrulegu fjölgun. Síðan
fjölgaði þjóðkirkjufólki næstu fjögur
árin og 2009 voru flestir skráðir í þjóð-
kirkjuna eða 253.069 manns. 2011 var
erfitt ár hjá þjóðkirkjunni, þá skilaði
sérstök rannsóknarnefnd af sér skýrslu
um hvernig yfirstjórn þjóðkirkjunnar
hefði tekið á ásökunum um kynferð-
islegt ofbeldi og kom í ljós að eitt og
annað hefði mátt betur fara. Það ár
fækkaði þjóðkirkjufólki um heil fjögur
þúsund manns.
Árið eftir var kjörinn nýr biskup hjá
þjóðkirkjunni og var það sr. Agnes M.
Sigurðardóttur, sóknarprestur í Bol-
ungarvík. Mikil ánægja var með kjör
Agnesar enda var kominn tími á að
kona settist á biskupsstól. Líklega átti
Agnes biskup drjúgan þátt í því að í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur
stjórnalagaráðs gerðist það að einni
af tillögum ráðsins var hafnað en það
var einmitt tillagan um að leggja af 62.
grein stjórnarskrárinnar þar segir að
Hin evangeliska lúterska kirkja skuli
vera þjóðkirkja á Íslandi og ríkisvaldið
skuli styðja hana og vernda. Héldu nú
sumir kirkjunnar menn að tekist hefði
að setja undir lekann. En Adam var
ekki lengi í paradís því að tölur síðustu
ára sýna að það heldur áfram að fækka
í þjóðkirkjunni. Nú er svo komið að í ár
eru 244.440 manns í lútersku þjóðkirkj-
unni. Sem dæmi um útskráningar má
nefna að á tímabilinu frá 1. júlí siðast-
liðnum til 30. september skráðu sig
636 úr þjóðkirkjunni. Að vísu skráðu
94 sig í kirkjuna á sama tíma. Og nú er
ekki hægt að benda á neinar sérstakar
uppákomur innan kirkjunnar, sem út-
skýri þessar úrsagnir. Svo virðist sem
að fólk kjósi hreinlega að standa utan
trúfélaga.
Hvað veldur því? Sjálfsagt eru ýmsar
skýringar eins og minni trúarþörf hjá
almenningi eða það að fólk hafi fjar-
lægst kirkjuna. En sá möguleiki er
farinn að hvarfla að pistlahöfundi að
ein meginorsökin sé hreinlega aukin
einstaklingshyggja. Fólk vill ekkert
endilega tilheyra einhverjum söfnuði
og játa eða samsama sig tilteknum
trúarkenningum, sem sumir myndu
einfaldlega kalla kreddur. Þá má heldur
ekki gleyma því að í nútímanum er
afar auðvelt að lesa á netinu hárbeitta
pistla og skoðanir, sem eru miklu meira
lifandi og krassandi en þær stólræður,
sem hljóma í kirkjum landsins. Og allir
eiga í tónhlöðum eða diskasafni sínu
miklu fjölbreyttari tónlist heldur en
nokkur organisti og kirkjukór getur
flutt. Í nútímanum eru ýmsar leiðir til
að dýpka eigin lífsskoðanir og lífsspeki
og sækja sér afþreyingu og samfélag við
aðra. Gamla spakmælið um að hver
sé sinnar gæfu smiður er kannski að
verða að trúarjátningu hjá æ fleirum
í samtímanum!
Magnús Erlingsson.
Vestfirðingar vinni
saman sem ein heild
Nýkjörinn formaður Fjórð-ungssambands Vestfirðinga er Arnfirðingurinn Frið-
björg Matthíasdóttir. Blaðið Vest-
firðir hafði samband við hana og
innti hana eftir því hver yrðu helstu
áherslu atriði hennar sem formanns.
Friðbjörg kvaðst vilja beita sér fyrir
því að Vestfirðingar ynnu saman sem
ein heild. Strax á fyrstu fundi hennar
sem formanns stjórnarinnar kom upp
mál sem ekki náðist samstaða um og
var ákveðið að álykta ekki um það. En
Friðbjörg lagði áherslu á að það væru
sameiginlegar áherslur varðandi þjón-
ustu sýslumannsembættisins á Vest-
fjörðum. Stjórnarmenn væru sammála
um að löglærður fulltrúi væri starfandi
á öllum skrifstofum embættisins og að
vandinn væri sá ráðuentið skipti starfs-
stöðvum sýslumannsembættisins upp
í þrjá mismunandi þjónustuflokka og
að svo væri ekki gert ráð fyrir af hálfu
Innanríkisráðuneytisins nægilegum
fjárveitingum. Þá taldi Friðbjörg að
ekki þyrfti að flytja störf á milli svæða á
Vestfjörðum þótt aðalskrifstofan yrði á
Patreksfirði. Benti hún á að síðan sami
sýslumaður var settur yfir bæði Ísa-
fjörð og Barðastrandarsýslu hefði sýslu-
maðurinn setið á Ísafirði og enginn
löglærður fulltrúi verið á Patreksfirði.
Styður Dýrafjarðargöng
Friðbjörg Matthíasdóttir tók sérstak-
lega fram að samgöngumál væru al-
gerlega ófullnægjandi og segja mætti
að samgöngur milli svæða á Vestfjörð-
um væru nú verri en oft áður, svo sem
þegar áætlunarflug og strandsiglingar
voru milli staða. Hún lagði áherslu á
tengingu milli norður- og suðursvæðis
Vestfjarða og sagði að sú tenging skipti
miklu máli fyrir uppbyggingu fiskeld-
isins á sunnanverðum Vestfjörðum.
Kvaðst hún styðja Dýrafjarðargöng og
bygging heilsársvegar yfir Dynjandis-
heiði.
Hitt stóra samgöngumálið á sunnan-
verðum Vestfjörðum væri nýr vegur
í Austur Barðastrandarsýslu og þar
væri láglendisvegur um Teigsskóg
krafa Vestfirðinga. Því miður væri ekki
gott að sjá á þessu stigi fyrir endan á
því máli. Ákveðið hafi verið að hefja
endurupptökuferli og gera nýtt um-
hverfismat. Það væri talið taka 9 - 18
mánuði en ekki væri nein vissa um
hvenær unnt væri að hefja fram-
kvæmdir, þótt vonast sé til þess að það
geti orðið fljótlega eftir að umhverfis-
matinu er lokið . Auk þess væri lítið
um framkvæmdafé til nýframkvæmda
í vegagerð á næstu árum.
Friðbjörg var spurð að því hvernig
Fjórðungssambandið myndi bregðast
við því ef framkvæmdir við Teigsskóg
tefðust en framkvæmdir við Dýra-
fjarðargöng og Dynjandisheiði gætu
hafist samkvæmt áætlun. En þessi staða
gæti komið upp þar sem fjárveitingar
til þessara tveggja stórframkvæmda
koma frá mismunandi liðum vegafjár
og Dýrafjarðargöng eru næst á jarð-
gangaáætlun. Hún svaraði því til að
allar samgönguframkvæmdir væru
til bóta og að það yrði ekki andstaða
af hennar hálfu við því af hefja fram-
kvæmdir við Dýrafjarðargöngin en því
yrði samhliða að fylgja uppbygging
vegar yfir Dynjandisheiði.
Friðbjörg matthíasdóttir.
Auður vegur yfir Dynjandisheiði í vikunni. mynd: eggert Stefánsson.
við það er komið með framlögum
til jöfnunarsjóðsins sem eru um
1.100 millj. kr. og koma sem fram-
lag ríkisins til jöfnunarsjóðsins.
Þetta skiptir afskaplega miklu máli
fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki
á landsbyggðinni. Ég held að þarna
sé mjög mikið réttlætismál komið
í höfn og muni skipta mjög marga
miklu máli.“
Breytingin naut stuðnings
meginþorra stjórnarandstöð-
unnar. Í áliti Samfylkingarinnar
sagði: “ Fyrsti minni hluti styður
hins vegar þá breytingu að álagn-
ingarstofn fasteignaskatts verði
fasteignamat. Það þýðir lækkaðar
álögur fasteignaskatts nema á suð-
vesturhorni landsins en hefur engin
áhrif á heildarafkomu sveitarfé-
laga í ljósi þess að ríkissjóður mun
greiða þeim sveitarfélögum sem
verða fyrir tekjulækkun það sem
á vantar, 1,1 milljarð kr., í gegnum
Jöfn unarsjóð“.
Öllu þessu til viðbótar er rétt
að minna á Byggðastofnun hefur
reiknað út fasteignamat tiltekins
íbúðarhúss á ýmsum stöðum á
landinu og þannig hefur fengist
raunhæfur samanburður á fast-
eignaskatti milli sveitarfélaga á sam-
bærilegri eign. Tölur Byggðastofn-
unar eru traustur grunnur til
samanburðar og getur hver sem
það kýs kynnt sér fasteignagjöldin
af viðmiðunarhúsinu í einstökum
sveitarfélögum. Eftir birtingu gagna
Byggðastofnunar verður i skatt-
heimtan gegnsæ og knýr á skýr-
ingar frá sveitarfélögunum. Því má
ekki gleyma að fasteignaskattur er
skattur á eign og það er ekki eðli-
legt að eignarskatturinn af hverri
milljón króna eign sé mjög mis-
munandi eftir staðsetningu eignar-
innar. Vegna þess sem fram kemur í
svari bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er
rétt að birta efttirfarandi töflu sem
unnin er upp úr birtum gögnum
Byggðastofnunar.