Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 8
8 6. Nóvember 2014
Erfiðleikar í tekjuöflun
sveitarfélagsins
Áður en hafist er handa við að svara fyrirspurninni er rétt að nefna nokkur atriði
• Þegar hætt var að nota álagn-
ingarstofn en lagt á fasteignamat
á hverjum stað þá var það ekki
gert með neinum sérstökum skil-
yrðum hvað sveitarfélögin varðar.
Í reglugerð nr. 080/2001 er t.d.
eingöngu nefnt að jafna skuli
tekjutap sveitarfélaga. Skattlagn-
ingin er ákvörðun sveitarstjórnar á
hverjum stað, bæði varðandi útsvar
og fasteignaskatt. Ákvörðun bæj-
arstjórnar um 0,625% A-skatt er
tekin til að gera Ísafjarðarbæ kleyft
að fjármagna þjónustu við íbúana
og standa við skuldbindingar sínar.
Ísafjarðarbær hefur þannig farið
eftir þeim lögum og reglum sem
gilda um álagningu fasteignaskatts.
• Ef við horfum á A, B og C fast-
eignaskatt þá innheimti Ísafjarðar-
bær 61.403 krónur pr. íbúa árið
2013, en Reykjavíkurborg 102.616
kr. pr. íbúa. Kópavogur innheimti
86.883 kr. /íbúa, Hafnarfjörður
86.466 kr. /íbúa og Garðabær
79.673 kr. /íbúa. Þetta sýnir þá al-
gjöru sérstöðu sem höfuðborgar-
svæðið nýtur sem höfuðstaður
landsins og helsta aðsetur opin-
berra stofnanna og fyrirtækja.
(tölur úr Árbók sveitarfélaga 2013)
• Ef vatnsgjald og holræsagjald er
tekið með í reikninginn þá eru Ís-
firðingar að borga 18% meira en
Reykvíkingar, ekki 55%, sé miðað
þá ímynduðu viðmiðunareign sem
var tiltekin í blaðinu.
Í framhaldi af umfjöllun um fast-
eignaskattinn í síðasta tbl. blaðsins
Vestfirðir er óskað eftir skýringum
frá Ísafjarðarbæ á hækkun álagning-
arprósentu fasteignaskatts frá árinu
2000 um 47% þrátt fyrir stórfelld árleg
framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
frá þeim tíma. Á þessi ári eru fram-
lögin um 192 m. kr.
Skýringanna er því helst að leita í
erfiðleikum í tekjuöflun sveitarfélags-
ins. Deilt á fjölda íbúa eru heildar-
tekjur á mann mun lægri á Ísafirði
en í Reykjavík. Stöðug fækkun íbúa
hefur einnig gert rekstur Ísafjarðar-
bæjar erfiðari en ella hefði þurft að
vera. Ósanngjarn kostnaður á borð
við vaxtagjöld af umframskuldum
vegna félagslega íbúðakerfisins, sem
nú veldur um 50-60 m. kr. óþarfa
kostnaði á ári, hefur ekki hjálpað
upp á sakirnar. Aldrei fékkst heldur
nægileg meðgjöf með sameiningu
sveitarfélaganna í Ísafjarðarbæ og
hefur þetta alla tíð valdið erfiðum
rekstri.
Þrátt fyrir ásakanir úr ýmsum
áttum um vælið í Vestfirðingum þá
höfum við þurft að bjarga okkur sjálf í
gegnum öll þessi ár. Öll Vestfjarða að-
stoð hefur venjulega gufað upp löngu
áður en hún komst í framkvæmd.
Auðlindirnar sem ættu að vera undir-
staða velferðar á Vestfjörðum eru
fluttar héðan í bílförmum án þess að
auðlindarentan verði hér eftir sem
nokkru nemur, utan þess sem örfáar
fiskvinnslur eru að berjast í og sumar
útgerðir.
Meðan rekstur Ísafjarðarbæjar er
erfiður þá getur varla talist forsvar-
anlegt að fullnýta ekki tekjustofna
sveitarfélagsins, enda myndu þá
væntanlega lækka til okkar fram-
lögin úr Jöfnunarsjóði. Vonandi nær
Ísafjarðarbær betri rekstrarárangri
á næstu árum og vonandi breytast
reglur Jöfnunarsjóðs þannig að lækka
megi álögur á íbúa. Um leið og tæki-
færi gefst er þó fyrst á dagskrá að búa
til betra bæjarfélag og verkefnalistinn
er langur.
Þá er óskað skýringa á því hvers
vegna ekki hafa gengið eftir þau mark-
mið með framlagi Jöfnunarsjóðsins að
lækka álögur á einstaklinga og fyr-
irtæki utan höfuðborgarsvæðisins,
sbr. athuganir Byggðastofnunar sem
hafa dregið fram að Ísafjarðarbær fær
124% hærri tekjur af fasteignaskatti
viðmiðunarhúss en Reykjavíkurborg.
Í fyrsta lagi getur Reykjavíkurborg
haft álagningarhlutfall á íbúðarhús-
næði (A-skatt) lægra vegna mikils
fjölda atvinnuhúsnæðis og opin-
berra bygginga (sem greiða C-skatt).
Reykjavíkurborg notar t.d. hámarks-
hlutfall á fasteignir í C-skatti, 1,65%,
eða sama hlutfall og Ísafjarðarbær,
þó fasteignamat atvinnuhúsnæðis sé
mun hærra í Reykjavík. Það verður
að skoða heildarmyndina þegar þessi
skattlagning er gagnrýnd.
Áður var á það bent ákvörðun um
að leggja á fasteignamat á hverjum
stað var það ekki tekin með neinum
sérstökum skilyrðum hvað sveitarfé-
lögin varðar. Hafi markmiðið í huga
einhverra hinsvegar verið að lækka
álögur á einstaklinga þá er ljóst að
það hefur ekki náð fram að ganga.
Ástæðan er væntanlega byggðastefna
sem gerir það kostnaðarsamara að búa
út á landi en í borginni. Okkur finnst
vissulega lúxus að búa á Vestfjörðum,
en viljum helst ekki borga lúxusskatta
fyrir að fá að eiga hér heima.
Loks er innt eftir því hvort sveitar-
félagið muni lækka fasteignaskattinn
og ef svo er þá hve mikið og hvenær.
Sveitarfélögin eru samfélög íbú-
anna og þaðan koma skattarnir. Eins
og áður kom fram eru heildartekjur á
hvern íbúa mun lægri í Ísafjarðarbæ
en í höfuðborginni vegna gjörólíkrar
aðstöðu. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er
að jafna þennan aðstöðumun sveitar-
félaga en það hefur reynst afar flókið
viðfangsefni. Nú stendur yfir vinna
við að endurskoða starfsemi sjóðsins
og úthlutanir, við vonum að það verði
til að jafna aðstöðumun okkar frekar
en nú er.
Það er ákvörðun bæjarstjórnar
hverju sinni í aðdraganda sam-
þykktar fjárhagsáætlunar að taka
ákvörðun um fasteignaskatta. Sem
stendur eru engin áform uppi um
að lækka þá, en ef vel tekst til við
endurskoðun úthlutana Jöfnunar-
sjóðs og rekstur Ísafjarðarbæjar þá
gæti styst í það.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sem er Þingeyri, Flateyri,
Suðureyri, Ísafjörður og Hnífsdalur.
Fasteignaskattsokrið
Svör eru að berast við fyrirspurn
blaðsins Vestfirðir til fjögurra
sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga um hærri fast-
eignaskatt af fasteignum á
Vestfjörðum en af sambærilegri
eign á höfuðborgarsvæðinu. Í
síðasta blaði var birt svar Vest-
urbyggðar og nú kemur svar
Ísafjarðarbæjar. Enn er beðið
svara frá Bolungavíkurkaup-
stað, Strandabyggð og Jöfnunar-
sjóðnum en þau eru væntanleg
og vonast er eftir því að í næsta
tölublaði eftir tvær vikur.
Eftir að svörin hafa öll birst verður
unnið úr þeim og því gerð skil í blað-
inu. Þó er nauðsynlegt að árétta vegna
þess sem kemur fram í svörum Vestur-
byggðar og Ísafjarðarbæjar að tilgang-
ur lagabreytingarinnar árið 2000 var
að lækka álögur á fasteignaeigendur á
landsbyggðinni og að aðgerðin náði til
fasteignaskattsins en ekki annarra fast-
eignagjalda. Lækkun vatnsgjalds getur
ekki réttlætt hækkun fasteignaskatts og
kallar á svör við því hvaða tilgangi slík
breyting þjónar á sama tíma og ríkið
greiðir sveitarfélögunum háar fjárhæð-
ir til þess að lækka fasteignaskattinn.
Í frumvarpinu sem varð svo að
lögum og lagt var fyrir Alþingi árið
2000 segir orðrétt í athugasemdum:
„Í greininni er gert ráð fyrir að
horfið verði frá núverandi fyrir-
komulagi sem tíðkað hefur verið frá
gildistöku eldri laga um tekjustofna
sveitarfélaga, nr. 91/1989, þ. e. að miða
álagn ingarstofn fasteignaskatts við
afskrifað endurstofnverð fasteigna,
annarra en sumarhúsa og útihúsa í
sveitum, margfaldað með markaðs-
stuðli fasteigna í Reykjavík. Í stað þess
er lagt til að miðað verði við fasteigna-
mat þeirra. Með þessu móti á að vera
tryggt að fasteigna skattur reiknist
af því sem næst raunvirði fasteignar.
Hefur verið bent á að núverandi fyrir
komulag feli í sér ójöfnuð gagnvart
fasteignareigendum á landsbyggðinni
sem oft á tíðum sé gert að greiða fast-
eignaskatt sem sé úr öllu samhengi
við raunverulegt verðmæti fasteigna.
Fasteignareigendur í Reykjavík og á
stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins
munu á hinn bóginn verða jafnsettir
og áður“.
Þáverandi félagsmálaráðherra
Páll Pétursson fylgdi frumvarpinu
úr hlaði með þessum orðum: “Í
þessu frv. er líka gert ráð fyrir því,
eins og í tillögum nefndarinnar, að
álagningarstofn fasteignaskatts verði
fasteignamat. Sú breyting hefur í för
með sér verulega lækkaðar álögur
fyrir einstaklinga og fyrirtæki utan
höfuðborgarsvæðisins en snertir ekki
höfuðborgarsvæðið. En með þessari
breytingu er skatturinn lagður á raun-
verulegt verðmæti fasteigna“. Þá var í
frumvarpinu gerð grein fyrir því að
lagabreytingingin myndi lækka tekjur
sveitarfélaga af fasteignaskattinum
, vegna þess að álögur yrðu lækk-
aðar á einstaklingana og fyrirtækin
sem ættu fasteignirnar og til þess
að mæta því myndi Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga fá fjárframlög úr rík-
issjóði og þeim yrði varið til þess að
bæta sveitarfélögunum lækkun fast-
eignaskattsins.
Einn alþingismaður Sjálfstæð-
isflokksins Arnbjörg Sveinsdóttir,
skýrði tilgang breytingarinnar ágæt-
lega í ræðu sinni og sagði eftirfar-
andi: “Ég held að eitt af því merkara
sem við gerðum hafi verið að laga
það óréttlæti sem var og er varðandi
álagningu fasteignagjalda. Ríkjandi
fyrirkomulag, sem er þannig að
álagning fasteignaskatta á allar eignir
hvar sem þær eru á landinu er miðað
við að þær séu staðsettar í Reykjavík,
hefur auðvitað ekki traustan grund-
völl, sérstaklega ekki ef litið er til þess
að fasteignaverð á landsbyggðinni
hefur lækkað mjög verulega þannig
að þetta er mikið óréttlæti eins og
þetta er núna gagnvart borgurunum,
þ. e. að álagningarstofninn sé í engu
samhengi við raunveruleikann. Þarna
er tekið á þessu máli og auðvitað hefði
þetta í för með sér að tekjur sveitarfé-
laganna mundu minnka. En til móts
Fasteignagjöld og fasteignamat íbúðarhúsnæðis 2014
Miðað er viðmiðunarhús sem er 160 m² einbýlishús.
Staður
fasteignamat
kr.
fasteignagjöld
kr.
þar af fast-
eignask.
Gjöld af hverri
mkr
Reykjavík 38.199.000 228.282 76.398 5.976
Ísafjörður 18.899.000 282.660 118.125 14.956
Bolungavík 12.150.000 192.934 60.750 15.879
Patreksfjörður 10.550.000 205.188 55.388 19.449
Hólmavík 16.302.000 218.414 81.500 13.398