Vestfirðir - 06.11.2014, Side 6

Vestfirðir - 06.11.2014, Side 6
6 6. Nóvember 2014 TÆ K I Ð S E M T E M U R H A F I Ð STÖÐUGLEIKABÚNAÐUR Í BÁTA OG SKIP Nútíma tækni Tekur minna pláss Notar minna rafmagn Einkaleyfisvarin tækni Leiðandi á heimsvísu Einfalt í uppsetningu og notkun Minni mótstaða - Vinnur í lofttæmdri kúlu Hentar þínum báti - 5 mismunandi stærðir Hefur sannað gildi sitt á Íslandi Sérstaða SEAKEEPER W W W . K A R L . I S K-KARL ehf Grandagarði 16 101 Reykjavík Sími: 696 0008 info@karl.is Rafmagnstruflanir vegna álagsprófana Næstu daga verða Vestfirðingar fyrir rafmagnstruflunum vegna álagsprófana sem fram þurfa að far avegna nýju varafalsstöðv- arinnar í Bolungavík. Framkvæmdir hófust í fyrra og verið er að leggja lokahönd á verkið með prófunum á vélbúnaði og tæknibúnaði. Fyrirséð er að þær munu valda truflunum hjá notendum á öllum Vestfjörðum. Reynt verður að lágmarka óþægindin með því að framkvæma prófanirnar að næt- urlagi. Landsnet stendur fyrir byggingu varafalstöðvarinnar og er það unnið til þess ða bæta afhendingaröryggi raf- magns á Vestfjörðum þannig að þegar upp er staðið eiga Vestfirðingar að vera mun betur staddir en áður hvað þetta varðar. Fyrst fara prófanir fram að degi til mánudaginn 10. nóvember og eiga notendur ekki að verða varir við nein óþægindi. Síðan koma fjórar nætur samfellt frá aðfaranótt þriðjudagins 11. nóvember til aðfaranætur föstudagins 14. nóvember. Fyrstu nóttina eiga notendur ekki að verða varir við nein óþægindi. Aðfaranótt miðvikudagins 12. nóvember mun valda straumleysi í Bolungavík og á Ísafirði og síðari tvær næturnar verður straumleysi hjá öllum íbúum Vestfjarða. Prófunum lýkur svo aðfaranætur þriðjudagins 18. nóvember og mið- vikudagsins 19. nóvember ef þörf krefur og ef af þeim verðu mun verða straumleysi hjá öllum notendum á Vestfjörðum. Nánari upplýsingar vegna prófananna verða birtar á heimasíðu Landsnets, landsnet.is og Orkubús Vestfjarða, ov.is og í öðrum fjölmiðlum ef þurfa þykir. Að þessu loknu er bara að láta sig hlakka til þess að hafa rafmagn í öllum óveðrum á komandi vetri. Þingeyri: Valþjófur ehf einn eftir Artic Oddi hefur sagt sig frá umsókn um 400 tonna aflamark Byggðastofn- unar á þingeyri pg stendur þá ein eftir umsókn frá Valþjófi ehf. sem gerir út bátinn Hrólf Einarsson ÍS frá Flateyri. Sigurður Árnason, Byggðastofnun sagði að beðið væri eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu og vonaðist eftir því að stofnunin myndi fyrir áramót taka ákvörðum um að hefja samninga við Valþjóf ehf. ÓlafurJens Daðason hjá Valþjófi ehf sagði að áfram yrði unnið að mál- inu í samstarfi við Byggðastofnun en það hefði áhrif að enn hefði Vísir hf ekkert gefið út um það hvenær fyrirtækið myndi hætta starfsemi á þingeyri og hvaða vélar yrðu teknar með suður. Frá höfninni á Þingeyri. Nær öll fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðið Svæðisskipulag fyrir höfuðborgar-svæðið fyrir 2015 - 2040 er að leiðinni í almenna kynningu. Athygli vekur að í forsendum er gert ráð fyrir því að íbúum fjölgi um 70.000 á þessi 25 ára tímabili. Það er ekki alveg út í bláinn því sama fjölgun varð frá 1985 til 2012. Þá fjölgaði íbúum um liðlega 50% úr 135.000 manns upp í 205.000 manns. Á sama tímabili gerir Hagstofa Ís- lands ráð fyrir í mannfjöldaspá sinni ( miðspá) að landsmönnum fjölgi úr 321.000 manns í 402.000 manns eða um 80.000 manns. Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu gera því ráð fyrir því að nærri 90% af allri fjölgun þjóðar- innar verði á þeirra svæði. Þessi forsenda er í eðli sínu pólitísk yfirlýsing um þróun þjóðfélagsins á næstu 25 árum. Hún getur ekki orðið að veruleika nema stjórnmálaflokk- arnir standi að því að hrinda henni í framkvæmd. Sveitarfélögin annars staðar á landinu verða að bregðast við spurningin er hvaða leiðir pólitískir fulltrúar íbúanna á landsbyggðinni vilja fara til þess að efla og bæta búsetu og samfélögin. FYLGIRIT I-A Umhverfisskýrsla Hluti af forsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 Tillaga til auglýsingar 3. sept. 2014 rauðasandur sýnir einstæða náttúrfegurð vestfjarða – sem er helsti styrkur svæðisins.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.