Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 4

Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 4
4 6. Nóvember 2014 VestFIRÐIR 13. tBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Kristinn H. Gunnarsson, sími: 8927630 og netfang : kristinn@kristinn.is. umbrOt: Prentsnið. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM Hafin er kynning á framtíðarsýn fyrir höfuðborgarsvæðið fram til ársins 2040. Sveitarfélögin 7, sem að skipulaginu standa , ganga út frá því sem gefnum hlut , án þess að þurfi neitt að ræða það nánar, að nær öll fólksfjölgun landsmanna næstu 25 árin verði á höfuðborgarsvæð- inu. Gert er ráð fyrir að íbúum svæðisins muni fjölga um 70.000 manns á tímabilinu. Það styðst við forsöguna því frá 1985 til 2012 varð nákvæmlega þessi fjölgun. Það varð 50% fjölgun íbúanna á ekki lengri tíma og það er gríðarleg fjölgun sama á hvaða mælikvarða það er mælt. Á sama tíma fækkaði íbúum á Vestfjörðum um þriðjung frá 10.500 manns í 7000 manns. Gangi eftir þessi forsenda eftir um 70.000 manna fjölgun á nýjan leik á höfuðborgarsvæðinu er líklegt að fólki muni fækka áfram mjög mikið á sama tíma. Það sést betur þegar litið er til mannfjöldaspár Hagstofunnar. Þar er gert ráð fyrir að þjóðinni fjölgi um 80.000 manns á skipulagstímabilinu 2015 til 2040. Næstum því 90% af fjölguninni verður á litlu svæði. Vitað er að töluverð fjölgun mun verða í sveitarfélögum í nálægð við höfuðborgarsvæðið, rétt eins og frá 1985 - 2012. Af því leiðir að fólksfækkun blasir við á Vestfjörðum og öðrum landssvæðum sem liggja hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu - að óbreyttu. Hversu mikil fækkunin verður er vissulega nokkurri óvissu undirorpið en hún verður mikil og talin í tugum prósenta. Líklegt er að fólki muni fækka aftur um þriðjung og ef það gengur eftir má ætla að íbúar á Vestfjörðum árið 2040 verði um 4.500 og veruleg skörð verða þá komin í samfellda byggð í fjórðungnum. Að óbreyttri stjórnskipan verður þessi framtíðarsýn að veruleika. Með vax- andi fjölda á einum stað verða áherslur í þjóðfélagsmálum í vaxandi mæli miðaðar við kröfurnar sem settar eru fram þar og minna tillit verður tekið til fámennari svæða. Því mun íbúðaverð á Vestfjörðum halda áfram að lækka, laun og lífeyriskjör munu halda áfram að dragast aftur úr, viljinn til þess að jafna lífskjör, svo með jöfnun á húshitunarkostnaði mun minnka , framfarir í samgöngum mun verða æ seinna á ferðinni, þjónustustofnanir ríkisins munu dragast saman og veita að jafnaði þjónustu sem verður æ meir lakari en gerist á höfuðborgarsvæðinu. Uppbygging atvinnumála beinist að helstu atvinnusvæðum landsins og nýting auðlindanna í fjórðungnum , svo sem fiskimiða og náttúru verður af fyrirtækjum staðsettum sunnan lands. Við vitum nokkuð vel hvernig framtíðin verður að óbreyttu. Það er líka vitað að sú framtíð verður Vestfirðingum ekki til hagsbóta. Við sjáum það núna í hverri ákvörðun stjórnvald á fætur annarri að hagsmunir íbúanna í vestfirskum þorpum eru ráðamönnum ekki ofarlega í huga. Það er algert skeytingarleysi að setja útgerð smábáta í uppnám með minnkun línuívilnunar og minnkandi ýsukvóta, eða að setja rekstur rækjuvinnslu í vaxandi erfiðleika með því að kvótasetja úthafsrækjuna til þess eins að fáeinir gróðapungar geti dregið út úr rekstrinum í formi kvótaleigu það fé sem annars yrðu notað til þess að veita atvinnu og byggja upp fyrirtæki. Það er algert virðingarleysi að hagræða í rekstri opinberra stofnana og svíkja jafnharðan loforð um fjárveitingu til þeirra til þess að veita viðunandi þjónustu. Það er alger lítilsvirðing við Vestfirðinga að svelta þá árum saman í fjárveitingum og notfæra sér neyð þeirra til þess að etja þeim saman í blóðuga baráttu um brauðmolana. Þetta er gert vegna þess að Vestfirðingar eru fáir og smáir og skipta litlu máli í stóra samhenginu. En þetta er líka gert meðan stjórnmálaflokkarnir geta gengið að því sem vísu að flokksmennirnir heima í héraði velja samstöðu við flokkinn framyfir samstöðu með íbúum svæðisins. Stjórnarfarið sjálft er gengið sér til húðar. Það þarf breytingar. Vestfirðingar verða sjálfir að taka í eigin hendur ákvarðanir sem í dag eru í höndum miðlægra stofnana eins og eftirlitsstofnana, ráðuneyta og Alþingis. Um allan heim eru lýsandi dæmi um framfarir og uppbyggingu sem fylgja aukinni sjálfsstjórn héraða. Og um allan heim, ekki hvað síst á Íslandi eru æpandi dæmi um hnignun svæða sem verða vegna miðstýringar fjarlægari hagsmunaafla. Svæðisáætlun höfuðborgarsvæðisins fram til 2040 er talandi dæmi um það. Nóg er komið. Kristinn H. Gunnarsson Vestfirðir árið 2040 - 4500 manns Leiðari Byssumálið hreyfir við hagyrðingum eins og öðrum landsmönnum. Það á sér margar hliðar og “kynningarfull- trúar” lögreglu og landhelgisgæslu hafa unnið þrekvirki á skömmum tíma og sýnt ótal hliðar málsins. Indriði Aðal- steinsson, bóndi á Skjaldfönn sá strax hvað skýrði hegðun lögreglunnar: Löggan í afneitun er. Áhyggjur þjóðin því ber af þeirra skyssum með hríðskotabyssum haldandi sig vera her. Aðalsteinn Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í Ögurhreppi hinum forna, lagði líka orð í belg og bendir á annað sjónarhorn málsins: Já, lítið leggst fyrir okkar stoltu þjóð að kaupa ekki sín vopn sjálf í stað þess að þiggja að „gjöf “ úrelt vígtól sem aðrir vilja ekki nota lengur: Nú er orðið naumt um frið, Norðmenn okkur byssur senda, og við tökum auðmjúk við öllu drasli sem þeir henda Snæbjörn Kristjánsson í Hergilsey bjó stundum við skort eins og lögreglan, þótt ekki fari sögum af byssuskorti, en ekki hafði hann alltaf ritföng tiltæk. Hér er hvorki blek né blað böl er til að vita, stökur gleymast af því að ekki er hægt að rita. Í fréttum í Ríkisútvarpinu síðastliðið mánudagskvöld var kjarnyrt viðtal við Svavar Knút, tónlistarmann og mótmælanda í kjölfar fjölmennra mótmæla á Austurvelli gegn ríkis- stjórninni. Þar lét tónlistarmaðurinn forsætisráðherrann heyra það óþveg- ið í orðsins fyllstu merkingu. Indriði á Skjaldfönn færði orðaval Svavars Knúts í vísuform: Sigmundi ég hrósa hlýt hiklaust færi í letur að æla yfir eigin skít enginn geri betur. Ljúkum vísnahorninu að þessu sinni á öðrum nótum. Það er Aðalsteinn á Strandseljum sem orti á hagyrðinga- móti á Hólmavík um einkavæðinguna og peningamennina : Margur enn af ágirnd kvelst, ekki lífskjör jafnast. Flest allt sem að fémætt telst á fárra hendur safnast. VESTFIRSKA VÍSNAHORNIÐ Stórsöngvari á Veturnóttum Tónlistarfélag Ísafjarðar bauð síðasta vetrardag upp á veglega tónleika í Hömrum. Gunnar Guðbjörnsson, óperusöngvari og Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari fluttu norræn sönglög við góðar undirteknir fjölmargra tónleikagesta. Samstarf Gunnars Guðbjörnsson og Jónasar Ingimundarsonar hefur staðið í hartnær 30 ár en þeir hafa gert það víð- reist um lendur tónlistarinnar gegnum árin. Þeir fluttu dagskrá sem saman- stóð meðal annars af sönglögum eftir Grieg, Peterson-Berger, Alvén, Sibelius og Merikanto. Norræn tónlist hefur oft verið við- fangefni tónlistarmannanna gegnum árin m.a. á geislaplötu þeirra Söngvum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir til- einka heila dagskrá Norðurlöndunum. Listamennirnir hafa ferðast víða í gegnum árin til tónleikahalds, bæði hér á landi, í Bretlandi og Þýskalandi. Jónas hefur ótal sinnum spilað á Ísafirði og Gunnar hefur einnig sungið hér en þetta varr í fyrsta sinn sem þeir félagar komu saman. Þeir fluttu þessa sömu dagskrá í Norræna húsinu í september sl. og hlutu þá fádæma góðar viðtökur. Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson. Smári Haraldsson, Kristján Haraldsson og Hörður Högnason.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.