Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 13

Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 13
FOSSBERG I Ð N A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R I Í þjónustu við sjávarútveginn síðan 1927 6. Nóvember 2014 13 Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu Hefur þú gaman af að hlægja? Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu, alþýðusögur í léttum dúr að vestan. Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman. Vestfirskir sjómenn eru karlar í krapinu og kalla ekki allt ömmu sína. Það má ekki minna vera en þeim sé helguð ein bók í heiðursskyni þar sem eingöngu er slegið á léttari strengi. „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Svo mælti hinn landsþekkti skipherra, Eiríkur Kristófersson, sem var Vestfirðingur í húð og hár. Jón Sigurðsson kallaði gömlu þjóð- sögurnar alþýðusögur. Í bók þessari eru eingöngu vestfirskar alþýðusögur í léttum dúr sem allar hafa birst áður. Sumar margoft. Hér eru lögmál sagnfræðinnar ekki höfð að leiðarljósi heldur eingöngu skemmtigildið. Margar af þessum frá- sögnum eru þó dagsannar. Verður ekki farið nánar út í það. Heimildir látnar lönd og leið. Þeir sem hafa gaman af að hlægja ættu að hafa gagn af þessari bók. Vestfirska forlagið vonar að yfir henni sé hægt að brosa, hlægja og jafnvel skella uppúr ef út í það er farið! Næsta bók í þessum flokki verður helguð vestfirskum stjórnmálamönnum. Vestfirska forlagið Frá leik KFÍ við ÍA á dögunum. Leik- urinn var jafn og spennandi og stóðu Vestfirðingarnir sig vel, en máttu samt þola eins stigs tap, rétt eina ferðina. Þrátt fyrir erfiða byrjun í Íslands- mótinu er liðið til alls líklegt og vonandi kemst það á sigur- braut fyrr en seinna. Þær Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri drógu ekki af sér og studdu KFÍ með því að taka að sér veitinga- sölu fyrir liðið. KFÍ á marga trausta stuðningsmenn. Auglýsingasíminn er 578 1190 Þriggja stiga skot á leið í körfuna.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.