Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Page 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 14. mars 2002
Arnór Hermannsson bakari og Helga Jónsdóttir:
Af hippum, tónlist,
trúarlífi og bakstri
ARNÓR og Helga: Við sjáum mest eftir búðinni. Hún naut sívaxandi vinsælda og stóð undir sér.
Það vakti athygli þegar
Arnór bakari ehf. sagði
upp öllu starfsfólki og
tilkynnti að rekstrinum
væri hætt. Það var von
að fólki brygði þegar eitt
af þremur bakaríum
bæjarins hætti og 13
manns stóðu allt í einu
uppi atvinnulausir. Það
munar um minna í ekki
stærra bæjarfélagi.
Eigendurnir eru hjónin
Helga Jónsdóttir og
Arnór Hermannsson
bakarameistari.
Fyrirtækið ó ekki langa
sögu að baki, það var
stofnað 1996 og hafði
verið að vaxa ór fró óri.
En svo verður það fórn-
arlamb breyttra að-
stæðna í þjóðfélaginu,
grundvöllur undir rekstr-
inum er ekki lengur til
staðar og þó er ekki um
annað að ræða en
hætta.
Það er víðar komið við í
þessu viðtali við þau
sæmdarhjón því þau
hafa lótið til sín taka ó
ýmsum sviðum. Alla tíð
hefur tónlist skipt þau
miklu móli og og hafa
þau starfað ýmist saman
eða í sitt hvoru lagi að
þessu hugðarefni sínu.
Það nýjsta er hippahótíð í
Höllinni 4. maí sem þau
eru að undirbúa með
félögum sínum í Tón-
smíðafélaginu.
Trúin hefur líka haft sterk
óhrif ó líf þeirra og hafa
þau komið víða við í
þeirri leit sinni. Sú ganga
hófst í Þjóðkirkjunni og
endar þar líka. Þó
kemur fram að Veislu-
þjónusta Arnórs starfar
ófram en þar verður
hann undir verndarvæng
Hallarbænda sem ætla
að bæta þessu við þó
þjónustu sem þeir hafa
boðið upp ó.
Ólust upp við sömu götu
Bæði eru Helga og Amór Vestmanna-
eyingar og alin upp við sömu götuna,
Vestmannabrautina, en þó ótrúlegt
megi virðast vissu þau ekki hvort af
öðm fyrr en leiðir lágu saman í undir-
búningi á fyrsta des í Gagnfræða-
skólanum en svo nefndust árshátíð-
imar þar.
„Foreldrar mínir eru Jón Kjartans-
son, sem lengi var formaður Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja og Sigríður
Angantýsdóttir sem dó langt fyrir
aldur fram, aðeins 51 árs,“ segir Helga
en þau vom sex systkinin og ólust upp
á Vestmannabraut 69 sem í dag er
heimili Helgu og Amórs.
„Mamma dó 18. desember 1983 á
sjúkrahúsi í London þar sem hún átti
að ganga undir erfiða hjartaaðgerð. Ég
spyr mig oft hvort hún væri lifandi í
dag ef Irski lýðveldisherinn hefði ekki
sprengt í Oxfordstræti daginn áður.
Ahrifin vom þau að öllum aðgerðum á
sjúkrahúsum í Mið-London var frest-
að um einn sólarhring. Mamma sagði
áður en hún fór; -Ef ég kem ekki til
baka ætla ég að biðja ykkur um að
taka hana Jóhönnu Ýr að ykkur. Þama
átti hún við yngstu systur mína sem þá
var níu ára. Bættist hún í bamahópinn.
Böm okkar em Gyða hjúkmnar-
fræðingur, Davíð bakarasveinn, Aron
sjómaður og Orri og Örvar sem enn
em í foreldrahúsum,“ segir Helga.
Amór er sonur Hermanns Magn-
ússonar, sem var bróðir Magnúsar H.
símstöðvarstjóra, bæjarstjóra, þing-
manns og ráðherra. Móðir hans er
Gyða Amórsdóttir. Þeir vom fimm
bræðumir og em Helgi og Hermann
Ingi þekktastir, m.a. vom þeir í hljóm-
sveitinni Logum sem gerði það gott á
ámnum í kringum 1970. Hermann,
faðir Amórs er látinn.
Tónlistin hefur skipað stóran sess í
lífi Amórs og Helgu sem byrjuðu ung
að vera saman. „Það er ótrúlegt en satt
að þó að við séum bæði alin upp við
Vestmannabrautina, hann á 22 og ég á
69, gengjum saman í Bamaskólann og
væmm á sama ganginum þegar kom í
Gagnfræðaskólann, höfðum við enga
hugmynd hvort um annað. Það var
ekíci fyrr en Bjami Ólafsson á Fífil-
götunni spurði mig hvort ég vildi ekki
taka þátt í að skreyta skólann fyrir
fyrsta des. Ég var þá í myndlist og
spyr hverjir fleiri verði í hópnum.
Hann segir þá að Amór, bróðir Helga
og Inga í Logum verði þar. -Eiga þeir
bróður? segi ég þá. Þegar ég sá hann í
fyrsta skipti var það ást við fyrstu
sýn,“ segir Helga brosandi.
Áttu líka samleið í
tónlistinni
„Við teiknuðum skrípamyndir af
kennurum og nemendum og skreytt-
um skólann með þeim. Ég var 16 ára
og hún 15 og formlega byrjuðum við
að vera saman 1. desember 1970,“
segir Amór.
Þau komust að því að hugir þeirra
lágu saman á fleiri sviðum en mynd-
listinni því tónlistarsmekkurinn var sá
sami. „Það var alveg undar'-gt hvað
þetta lá saman því við vomm að hlusta
á nákvæmlega sömu tónlistina, þar
sem Cat Stevens, Crosby, Stills, Nash
og Young, Donovan og Bob Dylan
vom ofarlega á listanum," segir Helga.
A þessum ámm byrjar Helga að
semja sín fyrstu lög, undir áhrifum
þessarar tónlistarstefnu, ástar, ífiðar og
blóma. Fmmflutti hún nokkur laga
sinna á miklu þjóðlagakvöldi sem
haldið var í Bæjarleikhúsinu. Var hún
þá í stelputríói með Stínu Run og
Boggu, dóttur Villa og Mæju í
Straum, en Amór spilaði með bræðr-
um sínum og komu þeir fram sem
Hermannson bræðumir. Það var mikil
vakning í þjóðlögum á þessum tíma
og vom haldin nokkur svona kvöld
þar sem ótrúlega margt tónlistarfólk
kom fram, mjög svo frambærilegt og
fmmlegt, má þar nefna þjóðlagasveit-
ina Brynjólfsbúð með Áma Sig-
fússyni, Jóhannesi Johnsen, Kristni R
Ólafssyni og fleiri stórhippum. Ekki
má gleyma lokaatriði sýningarinnar
þar sem Óli Back og Bjössi míla settu
saman stórsveit með öllu sem gat
spilað eða sungið. Ætlaði allt um koll
að keyra þegar Óli söng danskan
slagara, var mikið hlegið því dreng-
urinn hafði aldrei verið mjög sleipur í
því máli.
Hveiju missti heimurinn af?
Helga hafði metnað til að leggja fyrir
sig söng og tónlist og er aldrei að vita
hvað gerst hefði. hefðu örlögin ekki
gripið inn í aðfaranótt 23. janúar 1973.
„Klukkan 11.15 þann 23. janúar 1973
átti ég að mæta í minn fyrsta söngtíma
hjá frú Nönnu Egilsson Bjömsson en
á þessum tíma var ég í Samkómum.
Hún kenndi söng héma á þessum
ámm og hafði einhverja trú á mér. En
þá kom eldgosið og við vitum ekki
hvers heimurinn fór á mis við,“ segir
Helga sem nú er í söngnámi og lýkur
fjórða stigi í vor. Hún byijaði hjá
Ingveldi Ýr, sér til gamans og ánægju
en er nú hjá Önnu Cwalinsku. Segir
hún þær ólíkar en báðar góðar.
Þessa örlagaríku nótt komst líka
upp um strákinn Tuma því í ljós kom
að Amór var enn í sæng heima-
sætunnar þegar bytjaði að gjósa.
„Þama vomm við hringtrúlofuð en
mamma og pabbi vom greinilega
ekkert ánægð með þetta. Vandamál
næturinnar var þó stærra og meira en
þetta,“ segir Helga.
Tónlist og myndlist
Þau bjuggu í Reykjavík þangað til í
febrúar 1975 og em þau sammála um
að það hafi verið erfiður tími þar sem
þau fluttu úr einu húsnæðinu í annað á
þessu tímabili. „Við vissum ekkert
hvað framtíðin bar í skauti sér og öll
aðstoð miðaðist við eldra fólkið. Þá
var engin áfallahjálp til og við unga
fólkið gleymdist svolítið í öllu
umrótinu,“ segir Helga.
Þó gafst tími til tónlistariðkunar en
þegar þama er komið segir Amór að
myndlistin hafi alla tíð skipað stóran
sess í lífi hans. „Já, hún hefur alla tíð
skipt mig miklu. Þegar ég ákvað að
fara að læra bakstur átti ég orðið í eina
sýningu. Stóð valið á rnilli þess hvora
leiðina ég ætti að fara. Ég hef alltaf
haft trönumar uppi og mig langar
alltaf til að gefa myndlistinni meiri