Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir Föstudagur 3. janúar 2003 Völva Frétta rýnir í árið 2003: Stóru fyrirtækin munu spjara sig -en óvissa á mörgum sviðum í Vestmannaeyjum Undanfarin tvö ár hafa Fréttir fengið völvu til að spá fyrir um atburði kom- andi árs. Hafa spádómar hennar gengið ótrúlega eftir bæði árin. í hitteðfyrra sagði hún t.d. fyrir um málið sem varð til þess að þingmaður varð að segja af sér þingmennsku og í fyrra spáði hún því að sjálf- stæðismenn myndu missa meirihluta sinn í bæjar- stjórnarkosningunum en naumt yrði það. Það gekk líka eftir og mjótt á mununum. Völvan hefur fengist til þess að spá á ný fyrir um nýhafið ár og hér fær hún orðið: í upphafi vil ég óska Vestmanna- eyingum öllum árs og friðar og hins besta á árinu. I síðustu spá ýjaði ég að því að liðið ár kynni að verða Vest- mannaeyingum, sumum hverjum, þungt í skauti. Það kom fram og því miður er spáin fyrir þetta ár ekki án erfiðleika, þó öllu minni en áður hefur verið spáð. Atvinnumál Veturinn verður erfiður framan af at- vinnulega og mér sýnist sem ekki verði sama reisn yfir vertíðinni og áður var og hét. Þó munu loðnuveiðar ganga vel og hagur fiskvinnslunnar vænkast í vetur. Smærri fyrirtæki láta verulega að sér kveða á þeim vett- vangi þegar á árið líður. En atvinnu- leysi verður viðloðandi og tekst ekki að kveða það niður þrátt fyrir að nýjar áherslur í ferðamálum eigi eftir að bæta þar verulega úr. Vinnudeilur valda ekki vandræðum fyrrihluta árs en gætu orðið hatrammar þegar líður á árið. Nokkur vonbrigði munu eiga sér stað vegna fyrirtækis sem miklar vonir höfðu verið bundnar við en á eftir að lenda í erfiðleikum. Samdráttur á eftir að verða í fyrirtækjarekstri og a.m.k. eitt íyrirtæki, utan sjávarútvegs, leggur upp laupana. En stóru fyrirtækin munu spjara sig. Samgöngur Verulega á eftir að birta til í sam- göngum Vestmannaeyinga. Sam- göngur á sjó verða efldar og fram- tíðarplan mótað í siglingum milli lands og Eyja sem ekki verður reyndar samkomulag um í bæjarstjóm. Lausn verður fundin á flugsamgöngum sem á eftir að auka mjög og bæta þann rekstur. Þar munu heimamenn koma nokkuð við sögu auk þess sem voldugur aðili í flugrekstri kemur inn í þennan þátt samgangna. Ferðamál Auknar samgöngur munu hleypa nýju lífi í ferðamannaþjónustuna og nýir aðilar koma til sögunnar á þeim vettvangi með stóraukið fjármagn í þann rekstur. Mikil aukning verður á ÚTGERÐ mun ganga vel á loðnuskipum að því er kemur fram hjá Völvu Frétta. gistihúsnæði á árinu og mikil vinna við þá uppbyggingu. Þjóðhátíðin verður einhver sú fjöl- mennasta frá upphafi og að þessu sinni sýnist mér sem veðurguðimir verði líka í hátíðarskapi enda skilst mér að þeir hafi fengið útrás fyrir vonda skapið í fyrra. En ég sé fyrir uppákomu, ekki beint skipulagða, síðari hluta ársins, sem einhver vandræði verða í kring um, gott ef fíkniefni koma ekki þar talsvert við sögu. Pólitík Þó svo að nú hafi kjördæmið ykkar stækkað allverulega, þá sé ég ekki fyrir veigamiklar breytingar í alþingis- kosningum. Þar verða fastir liðir að mestu eins og venjulega og ekkert sem á eftir að koma verulega á óvart. Þó mun einn núverandi þingmaður kjör- dæmisins ekki ná kjöri og margir Vestmannaeyingar eiga eftir að sakna hans. En Vestmannaeyingar munu eiga tvo þingmenn á næsta kjör- tímabili og síðari hluta ársins á eftir að gusta verulega um annan þeirra þó ekki á sama hátt og gerðist í hitteð- fyrra. Eg fæ ekki betur séð en stórtíðindi eigi eftir að verða í bæjarstjóm og spurning hvort núverandi meirihluti lifir út árið. Upp kemur ágreiningsmál sem á eftir að valda titringi og verða torleyst. Einn úr hópi bæjarfulltrúa mun draga sig í hlé og hætta að mestu afskiptum af stjómmálum. Þetta verður átakaár í pólitík. Fækkar enn íbúum hefur verið að fækka í Vest- mannaeyjum á undanfömum ámm eftir því sem mér er sagt. Raunar dró aðeins úr því á síðasta ári og þetta ár boðar því miður ekki nein ný tíðindi í fjölgun íbúa og því miður sýnist mér að um næstu áramót verði íbúar í Vestmannaeyjum færri en þeir em núna. Mér sýnist að fækkunin verði í prósentum svipuð og á síðasta ári. Náttúran Þetta er sá þáttur sem ég hef alltaf átt hvað erfiðast með að spá fyrir um. Mannanna verk em ætíð nokkuð fyrirsjáanlegri en skaparans og ég hef alltaf haft þá reglu að fara varlega í spádóma sem tengjast náttúmnni. Sumt hef ég séð fyrir en þagað yfir því og hyggst ekki breyta út af þeirri venju. En það hlýindaskeið sem hefur einkennt veðurfarið á íslandi það sem af er vetri, er nú brátt á enda og það verður kalt um tíma í vetur og fram á vor. En sumarið verður þokkalegt, líklega í meðallagi gott og ekki jafn- sólríkt og síðasta sumar. En þjóð- hátíðin verður með allt öðmm formerkjum eins og ég hef komið að áður. Og Vestmannaeyingar fara ekki varhluta af þeirri miklu umræðu sem nú á sér stað um náttúmna og um- hverfið. Angi þess mun teygja sig til Eyja, þótt það mál verði ekki jafn- fyrirferðarmikið og Kárahnjúkamálið. Engu að síður munu náttúruvemdar- sinnar láta að sér kveða á árinu í Vestmannaeyjum. Menning Ég sé ekki fyrir mér neina stórviðburði í menningarlífmu á þessu ári í Vest- mannaeyjum, þetta verður afskaplega slétt og fellt og hefðbundið og óþarfi að hafa um það fleiri orð. Þó verður mikið um að vera þar sem 30 ár em liðin frá eldgosinu í Heimaey en sú atburðarás er fyrirfram ákveðin og fyrirsjáanleg og óþarfi að eyða miklu rúmi í spár um hana. íþróttir Því miður sýnist mér hið sama ætla að verða uppi á teningnum í íþróttum og í menningunni, að þar verði ekki stórtíðinda að vænta. Arangur í íþróttum á eftir að valda vonbrigðum nema á einu sviði og mér sýnist að það verði kvenþjóðin sem á eftir að halda merkinu á lofti, auk þess sem ein íþróttagrein utan boltans á eftir að blómstra. Þá virðast mér merki um að skipulagsbreytinga sé að vænta á íþróttasviðinu og em þær breytingar ekki öllum að skapi. Þrátt fyrir það sýnist mér sem að mestu muni ríkja friður og ró meðal þeirra sem stjóma íþróttamálum, þar verður eitthvað um innbyrðis karp en friður að mestu Ieyti. Fréttir Ritstjóri Frétta bað mig, eins og á undanfömum ámm, að spá fyrir blaðinu sem hann segir mér að sé nú orðið hluli af stærra Ijölmiðlafýrirtæki. Ég sé fyrir mér talsverða þróun upp á við en geri mér ekki alveg grein fyrir hvort sú þróun tengist blaðinu sjálfu eða öðmm þáttum þessa fyrirtækis. Þá sé ég atburði gerast á síðari hluta ársins sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á blaðið og ég sé einnig fyrir mér breytingar á starfsliði. Umfjöllun blaðsins um viðkvæmt mál á eftir að valda talsverðu fjaðrafoki en einnig mun blaðið fá rós í hnappagatið fyrir umfjöllun á öðm sviði. Að lokum Að öllu samanteknu sýnist mér sem Vestmannaeyingar geti litið nokkuð bjartsýnum augum fram á árið 2003. Það ættu ekki að verða stór skakkaföll frekar en á síðasta ári. Ritstjórinn sagði mér að margt hefði staðist í spá minni fyrir síðasta ár og kom mér það ekki sérstaklega á óvart. Mér kæmi það líka mjög spánskt fyrir sjónir ef þessi spá rættist ekki í öllum megindráttum. Mér finnst þó rétt að taka fram að spár á borð við þessa em hvað erfiðastar þegar að því kemur að tímasetja þær nákvæmlega. Atburðir, sem ég held að muni gerast á síðari hluta ársins geta allt eins orðið nokkm fyrr, nú eða þá teygt sig yfir á næsta ár. Aramót em nefnilega ekki neinn fastur og ákveðinn punktur þegar spár em annars vegar og oft erfitt að sjá út nákvæmar tímasetningar. Sumt í þessari spá gæti allt eins átt sér stað á árinu 2004 og eitthvað gæti alveg eins hafa gerst þegar þetta birtist í blaðinu. Spáin var unnin milli jóla og nýárs og eitthvað úr henni gæti þegar hafa komið fram, það vita Vestmanna- eyingar að minnsta kosti betur en ég. En ég vil að lokum óska þeim alls hins besta á þessu ári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.