Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir Föstudagur 3. janúar 2003 Hvarflaði aldrei að mér að verða Þjóðverji -Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnukappi í spjalli við Fréttir „Mér finnst stundum voða þægilegt að r koma hingað/7 segir Asgeir Sigurvinsson þegar hann er spurður að því hvort einhver tenging sé við Vestmannaeyjar að hittast á Kaffivagninum úti á Granda í Reykjavík. „Þetta minnir mann svolítið á að maður bjó í Eyjum," segir hann. • • r Skapti Orn Olafsson hitti þennan frækna knattspyrnumann ekki alls fyrir löngu og vartilefnið að spjalla um gamla og góða tíma. í ár eru nefnilega 30 ár frá því Ásgeir má segja sprakk út sem knatt- spyrnumaður með ÍBV og spilaði sinn fyrsta landsleik - aðeins 1 7 ára gamall. Ævintýrið byijaði í Lautinni Fyrstu æskuminningar Asgeirs í Eyjum tengjasl því sem hann átti eftir að hafa atvinnu af síðar meir - knatt- spymu. ,Æth mínar fyrstu minningar úr Eyjum séu ekki tengdar íþróttunum og spriklinu í fótboltanum í Lautinni, þar sem nú er Reynistaður. Þama safn- aðist saman allt besta liðið til að spila fótbolta. Eg hef verið um 5-6 ára gamall þegar ég byrja að fara í Laut- ina, en á þessum ámm bjó ég á Reglubrautinni þar rétt hjá,“ segir Asgeir. Við tíu ára aldur flytur Asgeir síðan ásamt fjölskyldunni á Hvítinga- veginn og tók þá við boltaspark á gamla spítalatúninu. „Þetta var einn kappleikur frá byrjun og allir kepptu við alla og var alveg óskaplega skemmtilegur tími.“ Varstu í besta liðinu? „Það vom mörg góð lið og við vomm með ágætis lið. Keppt var milli austur- og vesturbæjar og síðan miðbæjar. Þannig að það vom mörg lið í gangi og margir góðir kappar," segir Ásgeir. „í Lautinni fékk maður að spila með eldri strákum eins og Óla bróður, Einari Friðþjófs. og Geir á Reynistað. Síðan vom þama strákar á mínum aldri eins og Tryggvi Garðars. og Valþór Sigþórs. ásamt fjölda annarra Eyjapeyja." Hirtum alla titla Síðan liggur leiðin hjá Ásgeiri yfir í Tý. „Ég var alltaf mikill Týrari og í leikjum með Tý var ekki minni barátta en í Lautinni," segir Ásgeir og heldur áfram að rifja upp gamla tíma. „Ég spilaði ætíð „upp fyrir" mig í yngri flokkum og spilaði alltaf með tveimur flokkum í einu. Menn eins og Adolf Óskars. og Siggi í Húsavík sáu, má segja bara um okkur peyjana á þessum ámm og var þetta eins og lítil fjölskylda,“ segir Ásgeir og er greini- legt að þessar minningar eru honum mjög kærar. Á þessum ámm var Stefán Run- ólfsson kallinn í brúnni hjá IBV, ef svo má að orði komast. En hann var þá formaður félagsins. Hvemig fannst þér sem Eyjapeyja kallinn í brúnni? „Það bám allir alltaf mikla virðingu fyrir Stefáni og hann var kannski sú týpa sem menn voru ekkert alveg ömggir með, þvf hann var harður í hom að taka ef þannig bar við. Þannig að það var traustur karl í brúnni á þessum ámm hjá ÍBV,“ segir Ásgeir. „Það var mikill áhugi hjá þessum köppum sem stjómuðu félaginu á þessum ámm og var virkilega gaman að vera í kringum þá - slíkur var áhuginn," segir hann og heldur áfram að rifja upp árin í yngri flokkum IBV. „í 4. flokki byrjum við síðan að keppa undir merkjum ÍBV og fómm að hirða titlana. Við unnum nánast allt og það vomm ekki bara við heldur flokkurinn á eftir okkur og á undan og upp í 2. flokk, bæði íslands- og bikar- meistarar," sagði Ásgeir og ekki laust við að hann langaði aftur í tímann. Nýir og ferskir vindar Á þessum ámm fara öflugir þjálfarar að koma til liðs við IBV, eins og Þórólfur Beck. „Þetta vom öflugir kappar sem komu til Eyja á þessum tíma og ber þar fyrstan að nefna Ungverjann Rúdólf Kresl. Hann þjálfaði mig nú í rauninni ekki, en þar sem ég var að spila „upp fyrir" mig þá kynntist maður honum aðeins. Það komu miklar breytingar og ferskir vindar með honum, en hann var IV ' J 1 i . jjMjj -y4 in ’ J ÁSGEIR Sigurvinsson fylgdist með því sem var að gerast í Eyjum í gegnum bæjarblöðin þegar hann var í atvinnumennskunni. Mynd Guðmundur Sigfiíssoit. þekktur knattspymumaður frá sínu heimalandi og virkilega góður þjálf- ari,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Á þessum ámm var má segja lítið um einhverja þjálfun, þetta var meira bara fótbolti daginn út og inn. Það var oft þannig að þegar við vomm að æfa á Malarvellinum byrjuðu æfingamar oft á að Palli Pálma fór í markið og menn bombuðu á hann. Þetta var öll upphitunin. En með komu Rúdólfs breytist þetta allt,“ segir Ásgeir. „Hvað komu Þórólfs Beck til Eyja varðar þá vissi maður að hann hafði verið atvinnumaður um tíma og einn að frægustu knattspymumönnum Is- lands. En umfjöllun um knattspymu var nú ekki mikil á þessum ámm. Maður sá leik úr ensku deildinni einu sinni í viku og það var þá yfirleitt leikurinn í vikunni á undan. Þórólfur var stuttan tíma í Eyjum en gerði góða hluti.“ Draumur og alger sæla Hlutimir gerast hratt hjá Ásgeiri á þessum ámm. Rétt rúmlega sautján ára er hann valinn í A-landsliðið og er unt leið yfirburðaleikmaður í íslands- mótinu 1972. Síðan heldur hann á vit atvinnumennskunnar hjá Standard Liege í Belgíu í ágúst 1973. Hvemig tilfinning hefur það verið fyrir ungan mann að halda á vit knattspymu- ævintýranna? „Ég hafði farið til Glasgow Rangers í Skotlandi árið 1972 í mánaðartíma rétt fyrir jólin og leist eiginlega ekkert á það. Þeir vildu reyndar fá mig í sínar raðir en það var eitthvað sem ekki heillaði mig við skoska fótboltann," sagði Ásgeir. „Síðan held ég að þegar ég spilaði með unglingalandsliðinu á Italíu um sama leyti þar sem við spiluðum við Belga, Englendinga og Svisslendinga, þá haft útsendarar frá Belgíu séð mig og í kjölfarið hafi komið boð frá Standard Liege,“ sagði Ágeir um tilurð þess að hann hafi gengið til liðs við það þekkta lið. Þegar Ásgeir fer til Belgíu átti hann við smávægileg hnémeiðsli að stríða og því ekki í sínu besta formi. Ekki vom möguleikamir á að komast í liðið heldur miklir því sjö útlendingar vom hjá Standard Liege og aðeins þrír máttu spila. ,/Etli þetta haft ekki bara verið klemmd taug sem var að hrjá mig en ekkert alvarlegt. Það var ekki fyrr en nálastungusérfræðingur í Ant- werpen í Belgíu lagaði mig á einum degi sem ég náði bata,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Útlitið var því ekki bjart fram- undan hjá mér að komast í liðið. Ég var nýorðinn átján ára og kem þama inn í umhverfi sem er gjörólíkt því sem ég átti að venjast. En ég fæ tækifæri á að komast í liðið þar sem mikið var um meiðsli og nýtti ég það vel,“ segir Ásgeir sem lék sinn fyrsta leik með Standard Liege í september 1973 og var þar með orðinn fasta- maður í liðinu. „Það má því segja að þetta hafi verið hálfgerður draumur og alger sæla hjá mér.“ Albert kenndi mér að semja Á þessum upphafsárum Ásgeirs í at- vinnumennskunni var Albert Guð- mundsson, einn fræknasti atvinnu- maður íslendinga í knattspymu, formaður KSI. Albert átti mikinn þátt í því að Ásgeir skyldi hafa farið til Standard Liege sem og farið til reynslu til Glasgow Rangers. Hvemig kom samstarf ykkar Alberts til? „Það var þannig að Albert var á þessum tíma mjög þekktur innan UEFA, Knattspymusambands Evrópu og var í stjóm þar ásamt stjómarformanni Standard Liege og þekktust þeir mjög vel. Þeir komu sér eiginlega saman um það að ég skyldi fara til Belgíu. Albert hjálpaði mér síðan við samn- ingagerðina,“ segir Ásgeir. En samningurinn kvað á um það að Ásgeiri væri fijálst að fara eftir eitt ár ef honum litist ekki á aðstæður. Allir þekkja síðan framhaldið og var Ásgeir hjá liðinu í átta ár, eða fram til 1981. „Það var kannski ekki mikið sam- band á milli okkar Alberts en sam- bandið var alla tíð mjög gott. Hann kenndi mér mjög mikið hvemig átti að semja og ég sá síðan mestmegnis um mína samninga sjálfur.“ ,Árin hjá Standard Liege vom mjög góð og mér leið alla tíð mjög vel þar,“ segir Ásgeir jsegar hann er spurður út í árin í Belgíu. „Liðið var mjög sterkt á þessum ámm og hafði verið meistari þrjú ár í röð þegar ég kem og var með marga landsliðmenn. Liðið varð nú ekki meistari á þessum ámm en einu sinni bikarmeistarar 1981. Þá kom- umst við langt í Evrópukeppnum og því um mjög sterkt lið að ræða,“ segir Ásgeir. Ekki pláss fyrir okkur tvo Eftir vemna í Belgíu heldur Ásgeir yfir til Þýskalands til liðs við stórliðið Bayem Munchen. „Það var mikil breyting að fara frá Belgíu yfir til Þýskalands þegar ég geng til liðs við Bayem Munchen 1981. Eg gerði mér alveg grein fyrir því að ég myndi ekki ganga beint inn í liðið því á þessum tíma eins og í dag var Bayem Múnchen eitt af betri liðunum í Evrópu. Landsliðsmaður í hverju sæti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.