Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Föstudagur 3. janúar 2003 íþróttaannnáll Frétta 2002 - Knattspyrna: Umrót í krinsum meistaraflokkana -á meðan allt var meó kyrrum kjörum í krins um ynsri flokkana - Ensir titlar á árinu MEISTARAFLOKKUR ÍBV sumarið 2002. Knattspyrna karla - Meist- araflokkur Það var öllum ljóst sem að knatt- spyrnunni störfuðu að fyrir höndum ætti meistaraflokkur karla mjög erfítt tímabil sumarið 2002. Arið áður hafði verið farið út í aðhaldsaðgerðir, þannig að leikmannahópurinn var þá að mestu Eyjamenn. ungir sem aldnir. 2001 náði liðið hins vegar öðru sæti í deildinni og ljóst að erfítt yrði að fylgja þeim árangri eftir eða jafnvel bæta hann. Liðið var í basli nánast allt sumarið, fallbaráttan var reyndar óvenju hörð þetta árið og gátu 5-6 lið fallið þegar lok mótsins nálguðust. Breytingar á leikmannahópnum voru í lágmarki fyrir sumarið, Hlynur byrjaði sumarið með KFS en kom svo sínu gamla félagi til hjálpar þegar sex umferðir voru búnar af mótinu. Félagið losaði sig við Alexander Ilic, Tommy Schram kom ekki aftur auk þess sem Stoke-strákamir Lewis Neal og Marc Goodfellow héldu sig á heimaslóðum. IBV fékk tvo erlenda leikmenn til liðsins, fyrst kom Gareth Graham, norður-írskur nagli sem sýndi lítið eða allt þar til að honum var sagt upp, þá blómstraði hann. Daninn Niels Bo Daugaard kom einnig til liðs við liðið í enda júlí. Þar var á ferð sterkur leikmaður sem því miður nýttist illa þar sem hann meiddist fljótlega eftir að hann kom og var meira og minna meiddur allt tímabilið. Undirbúningstímabilið gekk sinn vanagang, nema vegna aðhaldsað- gerða varð ekkert úr því að liðið færi í æfingaferð erlendis. 1 deildarbik- amum spilaði ÍBV í B-riðli efri deildar en í sama riðli voru lið eins og KA, Fram, Keflavík og Valur. í átta liða riðli endaði ÍBV í því sjöunda og komst því ekki áfram í úrslit. íslandsmótið Það sem var áberandi í upphafí Is- landsmótsins var hversu lítið sjálfs- traust leikmenn liðsins höfðu, þrátt fyrir að vera silfurliðið frá því árið áður. Hlynur Stefánsson, hafði lagt skóna á hilluna og virtist vanta leiðtoga í hópinn. Liðið byrjaði á að leika á útivelli gegn KA og nældi í eitt stig fyrir norðan. I kjölfarið fylgdu aðeins fjögur stig úr næstu fimm leikjum og menn farnir að ókyrrast. Sunnudaginn 23. júm mætti IBV KR á Hásteinsvellinum og í liði heima- manna var kominn aftur Hlynur nokkur Stefánsson. Hvort innkoma hans í liðið hafi orðið til þess að ÍBV sigraði KR 3-0 skal ósagt látið en sjálfstraust liðsins jókst um helming. En Adam var ekki lengi í Paradís, liðið steinlá fyrir Skagamönnum á Skipaskaga í næsta leik 4-1 og allt virtist fara í sama farið aftur. Liðið sigraði svo FH 2-0 10. júlí en biðin eftir næsta sigri var mörgum löng og erfíð. 45 dögum síðar kom loksins að því þegar liðið mætti Þór á heimavelli en í millitíðinni hafði liðið m.a. tapað gegn Fram á heimavelli, annað árið í röð. Þegar þarna var komið sögu var öllum Ijóst að liðið var í harðri fall- baráttu og sá möguleiki sannarlega fyrir hendi að liðið félli og framundan voru tveir erfíðir leikir, fyrst gegn KR á útivelli og svo gegn ÍA á heimavelli. Strákarnir stóðust prófíð á loka- sprettinum, gerðu jafntefli við KR og komu fram fullkominni hefnd gegn ÍA með 4-1 sigri á þeim. Þar með var ÍBV búið að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Síðasti leikurinn var því nánast bara formsatriði enda var IBV með ntun betri markatölu en bæði Keflavík og Fram. Svo fór að þessi þrjú lið voru öll jöfn með 20 stig en hlutskipti drengjanna úr bítlabæn- um var að falla niður um deild ásamt Þór frá Akureyri. Bikarkeppnin í bikarkeppninni skrölti IBV alla leið í undanúrslit en sigrar IBV í bikar- keppninni þetta árið voru alls ekki sannfærandi. Liðið lenti í talsverðu basli með mun slakari lið sem sýnir hversu lágt plan það gat farið niður á. IBV fékk heimaleiki í öllum þremur fyrstu umferðunum sem fleytti liðinu langt en tæpir sigrar gegn ung- mennaliði FH og 1. deildarliðum Þróttar og Leifturs/Dalvíkur vöktu athygli. Þá var komið að undanúrslit- um og þar mætti IBV Fram á „hlutlausum" Laugardalsvellinum, fyrir framan tæplega 800 manns. Leikurinn tapaðist naumlega, Páll Hjarðar kom ÍBV yfir en Framarar skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér þar með sæti í úrslita- leiknum. Evrópukeppnin IBV tók þátt í Evrópukeppninni eftir árs fjarveru úr henni en liðið tók þátt í Evrópukeppni félagsliða. Þar náði IBV að standa í atvinnumannaliðinu AIK frá Svíþjóð sem aftur á móti sýnir hversu sterkt lið IBV gat verið þegar sá gállinn var á þeim. Utileikurinn tapaðist 2-0 og þurfti IB V því að vinna heimaleikinn 3-0 til að komast áfram. Seinni leikurinn byrjaði fjörlega, Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði strax á þriðju mínútu og Svíarnir göptu. En atvinnumennimir létu ekki slá sig út af laginu, gestimir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu við einu í þeim síðari og sigmðu því í viðureigninni samanlagt 5-1. IBV verður svo ekki með í Evrópukeppn- inni næsta sumar. Það sem eftir stendur eftir sumarið er fyrst og fremst sú ákvörðun að láta Njál Eiðsson taka pokann. Sú ákvörð- un fór misjafnlega í stuðningsmenn enda var tímasetningin afar vafasöm, stutt eftir af mótinu og næsti leikur var undanúrslit í bikarnum. En liðið hélt sæti sínu í deildinni og þar með má kannski réttlæta ákvörðunina en undirritaður er á þeirri skoðun að bíða hefði mátt fram yfir lok tímabilsins. Næsta tímabil Það hafa ekki orðið miklar hræringar í leikmannamálum liðsins en manna- breytingar hafa orðið í knattspyrnu- ráði. Viðar Eltasson mun stýra ráðinu næsta sumar og hefur hann fengið til liðs við sig Jóhann Georgsson og Gísla Hjartarson en Magnús Valsson og Astþór Jónsson halda áfram. Ráðið hefur tryggt sér starfskrafta flestra þeirra sem voru með liðinu, fyrir utan Hjalta Jónsson og ákveðið var að semja ekki að nýju við Tómas Inga Tómasson. Þá tryggði ráðið sér starfskrafta Tryggva Bjamasonar, efnilegs vamarmanns úr KR. Þá hefur Hlynur Stefánsson gefið það út að hann sé hættur og Ingi Sigurðsson MEISTARAFLOKKUR ÍBV sumarið 2002.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.