Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir Föstudagur 3. janúar 2003 Rólegt hjá lögreglu um áramótin Rólegt var hjá lögreglu yfir liátíð- irnar, fóru áramótin mjög vel fram og engin slys á fólki vegna með- ferðar flugelda. Alls voru 180 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku sem eru nokkuð færri færslur en í síðustu viku. Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu að morgni 27. des. en slolið hafði verið tveimur slökkvi- tækjum sem voru í olíuvögnum hjá Olíudreifmgu við Geirseyri. Þrisvar var tilkynnt um skemmdarverk til lögreglu í vik- unni. Þann 27. desember var tilkynnt utn að sparkað hefði verið í bifreið sem stóð við Strembugötu 24 en atvikið mun hafa átt sér stað aðfaranótt sama dags. Þann 28. desember var tilkynnt um að sparkað hefði verið í bifreið sem var við gatnamót Skólavegar og Vestmannabrautar. Á nýársdag var tilkynnt um að hliðarspegill hafi verði brotinn af bifreið sem stóð við Höfðaveg 13. Einungis fjögur umferðarlagabrot eru skráð í dagbók lögreglu eftir vikuna. í tveimur tilvikum er um að ræða kærur vegna hraðaksturs, ein kæra vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar og ein kæra vegna vanrækslu á vátrygginga- skyldu. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í vikunni og átti það sér stað á gamlársdag við verslun 10-11 v/ Goðahraun. Tveir brunar Tilkynnt var um tvo bmna í vikunni og var um minniháttar tjón að ræða í báðum tilvikum. Þann 29. desember var tilkynnt um að kveikt hafði vetið í salemum á Skansinum en í Ijós kom að liugeldi hafði verið kastað inn á salernin og við það hafði myndast mikill reykur en ekki var um eld að ræða. Á gamlársdag var tilkynnt um að kviknað hafði í potti á eldavél en heimilisfólki tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út. Hins vegar varð tjón af sökum reyks og sóts. Fækkar um tæpt prósent Ibúum Vestmannaeyja fækkaði um 0,95 prósent síðasta ár sem er heldur minna en undanfarin ár. Þann 1. desember 2001 vom fjögur þúsund fjögur hundruð fimmtíu og átta íbúar í Vestmannaeyjum en bráðabirgðatölur frá 1. desember 2002 segja íbúa fjögur þúsund tjögur hundmð og sextán. Sú tala getur breyst lítillega þegar nánar verður farið yfir tölur síðasta árs. Hækkun ó hafnargjöldum Þjónustugjaldskrá Vestmannaeyja- hafnar hækkaði um fimm prósent um áramót. Var þetta samþykkt í bæjarstjóm þann 30. desember sl. Áður hafði Hafnarsamband sveitarfélaga lagt til að hækkunin yrði 7,5%. Völva Frétta sannspá um margt sem gerðist 2002 Völva Frétta reyndist að mörgu leyti sannspá fyrir árið 2002. Til að mynda sá hún fyrir gott gengi kvennaliðsins í handboltanum og óánægju almennings með ferðatíðni Herjólfs. Hér verður farið yfir helstu atriði er varða atvinnumál samgöngur, íþróttir og kosning- arnar á síðasta ári. Völvan minntist á að Vestmanna- eyingum hafi fækkað undafarin ár en sagði fólksfækkun verða minni árið 2002 en undanfarin ár eða undir einu prósenti. Þetta reyndist rétt því sam- kvæmt bráðabirgðatölum fækkaði um 0,95 prósent á síðasta ári. Völvan sagði sjávarútveg ganga vel í heildina og loðnuvertíð verða góða og það reyndist rétt vera. Þá sagði hún kaup og rekstur fiskiskips valda mikilli úlfúð. Eins og kunnugt er kom Guðni Olafsson til Eyja á síðasta ári og rekstur skipsins gekk ekki eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og eigendur sökuðu sjávarútvegs- ráðherra um óheilindi m.a. vegna breytinga á fiskveiðikerfinu. Völvan sagði gamalgróið fyrirtæki í sjávarút- vegi hætta rekstri en Úndína, í eigu Gísla Vals Einarssonar, hætti á árinu. Völvan minnist á að tvö flugfélög héldu uppi áætlunarflugi til Vest- mannaeyja en sá fyrir að annað myndi hætta flugi hingað í óbreyttri mynd. Eins og kunnugt er hætti Jórvík að fljúga hingað á árinu. Hún sagði Flugfélag Islands íhuga að koma aftur inn með áætlunarflug og að Flug- félagi Vestmannaeyja ætti eftir að vaxa fiskur um hrygg og árið yrði félaginu gott. Hún sá fyrir að rekstur Heijólfs yrði tekinn til endurskoðunar og sagði óánægju verða meðal fólks sem beindist að stjómvöldum frekar en þeim sem sjá um rekstur ferjunnar. Eins og kunnugt er var mikil umræða meðal fólks um tíðni ferða með Herjólfi í bænum. Meðal annars var haldinn borgafundur um samgöngu- mál og almenningur lét þessi mál sig miklu varða á árinu. Þjóðhátíðina sagði völvan verða aðalhátíð verslunannannahelgarinnar en „veður á eftir að spila talsvert inn í og spilla nokkuð fyrir.“ Þjóðhátíðin var sú blautasta í manna minnum og veðrið í aðalhlutverki en hátíðin tókst samt sem áður mjög vel. Þá sá hún fyrir mikið Qölmenni um helgi fyrri hluta ársins og fleiri gesti hér um eina helgi en áður hafi verið. Minntist hún á ákveðnar og fremur umdeildar uppá- komur í því samhengi. Á sama tíma og Shellmótið var haldið var hér æfing á vegum Sam- varðar 2002 og urðu miklar deilur um gamla bátaskýlið á Eiðinu en það var notað við rústabjörgunaræfingu og spengt í loft upp. Völvan sá fyrir gott gengi í boltaíþróttum og einn eftirsóttan bikar í Eyjum. Handboltastelpurnar urðu eins og kunnugt er bikarmeistarar 2002. Hún sá fyrir ósætti innan íþróttaforystunnar og taldi að ein- hverjir myndu hætta í kjölfar þeirra deilna. Einnig minntist hún á vand- ræðamál sem tengdist knattspymunni. Þjálfarar í karla- og kvennaknatt- spymu voru látnir fjúka á árinu auk þess sem stjóm knattspyrnuráðs kvenna hætti öll og ekki er hægt að segja annað en málið um meinta lyfjamisnotkun einstakra liðsmanna kvennafótboltans hafi verið vand- ræðalegt. Bæjarstjómarkosningamar sl. vor taldi völvan að yrðu þær tvísýnustu sem um getur. Síðan sagði hún: „Þegar ég í desember byijaði að rýna í væntanleg úrslit þeirra, kom upp sú undarlega staða að dagaskipti voru á því hvaða úrslit ég sá lyrir.... Fyrir jól sýndust mér allar líkur á að sjálfstæðismenn myndu halda meiri- hlutanum en svo milli jóla og nýárs þegar lokahönd var lögð á spána, fékk ég ekki betur séð en vinstri menn væm komnir með meirihluta. Eins og staðan er nú finnst mér því allt benda til þess að sjálfstæðismenn missi meirihluta sinn.“ Þetta gekk eftir en vinstrimenn mynduðu ekki meirihluta heldur sjálfstæðismenn með fram- sóknarmönnum. Þá taldi hún að flokkamir ættu í basli með að raða fólki á lista svo öllum líkaði en eins og kunnugt er buðu framsóknarmenn fram lista í síðustu kosningum. Völvan spáir alltaf sérstaklega fyrir Fréttum og sá fyrir breytingar á starfsliði Frétta. Guðmundur Ás- mundsson flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hveragerðis og Sæþór Þorbjamar-__ son kom til starfa á blaðinu. Þegar á allt er litið er ekki annað hægt að segja en að völvan hafi reynst æði sannspá fyrir nýliðið ár. Sama völva spáir fyrir árinu 2003 að þessu sinni í blaðinu í dag og nú er bara að sjá hvort henni tekst jafnvel upp að þessu sinni og í fyrra. Hópaleikur ÍBV: Hárarnir sigruðu Nú er fyrsta hópaleik vetrarins lokið hjá IBV getraunum. Það voru hinir gamalreyndu feðgar, Elías Björnsson og Björn Elíasson með hóp sinn „Hárarnir“ sem báru sigur úr býtum með alls 43 stig. Fá þeir að launum ferð á leik í Englandi að verðmæti 40.000 kr hvor. Oskum við þeim feðgum innilega til hamingju með þetta. I öðru sæti varð svo Litla Lundafélagið með 42 stig, og er þetta mjög góður árangur hjá þeim, en þeir voru að taka þátt í fyrsta skipti. Það voru síðan þeir félagar Ragnar Oskarsson og Einar Friðþjófsson sem enduðu í þriðja sæti með sinn hóp, ER. I fyrstu deild sigruðu Heimir „Tannsi“ Hallgrímsson og Júlíus „Golfari“ Hallgrímsson með hópinn Dímon. Þeir náðu alls 42 stigum en í öðru sæti varð hópurinn ÞYS með 41 stig, en hann skipa þeir Sigursveinn Þórðarson á Fréttum og Þórður Sigursveinsson. Eins og í úrvalsdeildinni var þriðja sætið svo frátekið fyrir kennara en í því sæti lentu þeir Pörupiltarnir Már Jónsson og Baldvin Kristjánsson. Vorleikurinn hefst 11. janúar Vorleikur IBV getrauna hefst svo þann 11. janúar. Verður hann með svipuðu sniði og haustleikurinn og hvetjum við alla þá sem styðja vilja við bakið á unglingastarfi IBV til að skrá sig. Þátttökugjald er það sama og áður, 4000 kr á hóp. Það telst ekki mikið þegar litið er á hver aðalvinningurinn er, utanlandsferð fyrir tvo að verðmæti 80.000 kr. Hægt er að skrá sig hjá þeim Tryggva Má og Fúsa á Mánabar og minnum við alla á að skrá sig sem fyrst og vera með frá byrjun. Leiðrétting I síðasta blaði þar sem sagt er frá myndlistarsýningu í Listakoti er því haldið fram að þar sé um að ræða myndlistarnemdur Steinunnar Einarsdóttur. Það rétta er nokkrir þeirra hafa numið listina hjá Steinunni en þarna var um samsýningu að ræða, óháð því hvar menn höfðu lært að mála. Eru aðstandendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt sl. laugadag og bauð vinum og vandamönnum til kaffisamsætis í Akógeshúsinu. Vænti hún þess að sjá sem flesta klædda þjóðbúningi og þrettán konur voru í íslenska búningnum í veislunni. Sjálf var Guðbjörg Ósk í glæsilegum faldbúningi sem hún saumaði sjálf. Um hundrað manns voru í veislunni og Kirkjukór Landakirkju söng fyrir afmælisbarnið og gesti. Þá spiluðu þær Rósa og Védís Guðmundsdætur á fiautu og píanó og Anna Cwalinska og móðir hennar sungu tvö lög. Á myndinni eru Anna Lilja Jónsdóttir, Stcinunn Sigurðardóttir, Sigurborg Ólína Herniannsdóttir, Hermann Einarsson, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, Steinunn Ásta Hermannsdóttir og Anna Elín Bjarkadóttir. FRETTIR Utgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR em prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.