Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.01.2003, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 9. janúar 2003 Fréttir og Fjölsýn afhenda viðurkenningar fyrir árið 2002: Gunnlaugur og Haraldur menn ársins 2002 Hlynur Stefánsson fékk viðurkenningu fyrir framlag til íþrótta, áhöfn björgunarbátsins Þórs og Þórarinn Sigurðsson fengu viðurkenningu fyrir björgun og Bergur-Huginn ehf. er fyrirtæki ársins 2002 BARÁTTAN um hlut í Vinnslustöðinni er í rauninni mikil viðurkenning fyrir stjórnendur félagsins og annað starfsfólk því tekist hefur að snúa vörn í sókn hjá félaginu. Þessi árangur hefur vakið athvgli og var strax Ijóst að áhugi á bréfum í Vinnslustöðinni var þó nokkur en spurningin var, hver hreppti hnossið og hvað það þýddi fyrir félagið og Vestmannaeyjar? Eyjamenn ársins 2002: Með hagsmuni Eyjanna að leiðarljósi Á mánudaginn fór fram árleg afhending Frétta á viðurkenningum til þeirra sem að mati blaðsins hafa skarað fram úr á sínu sviði í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Að þessu sinni fengu fimm aðilar viðurkenningar. Þeir eru Gunnlaugur Olafsson og Haraldur Gíslason sem voru tilnefndir Eyjamenn ársins 2002 fyrir framgöngu þeirra í að koma ráðandi meirihluta í Vinnslu- stöðinni í hendur Vest- mannaeyingum. Björgunarfélagið, áhöfnin á björgunar- bátnum Þór og Þórarinn Sigurðsson fengu viðurkenningu fyrir björgun á tveimur mönnum sem voru hætt komnir eftir að þeir lentu í sjónum við Elliðaey síðasta sumar. Fyrirtæki ársins 2002 er Bergur-Huginn ehf. sem gerir út frystitogarann Vestmannaey VE og Smáey VE. Stendur félagið á þrítugu um þessar mundir. Þá fékk Hlynur Stefánsson, knattspyrnumaður, viðurkenningu fyrir framlag hans til íþrótta á 20 ára farsælum ferli. Athöfnin fór fram í Höllinni og var hún sýnd beint á Fjölsýn og endursýnd klukkan átta um kvöldið. „Þcgar litið er yfir árið 2002 í Vestmannaeyjum kemur í Ijós að þar hafa skipst á skin og skúrir. Ymislegt hefur líka verið að gerast sem enn sér ekki fyrir endann á en það sem kannski er efst í hugum okkar er þegar þeir mágarnir Gunnlaugur Olafsson og Haraldur Gíslason sneru bökum saman og ákváðu að ekki væri verjandi fyrir Vestmannaeyinga að missa algjör- lega yfirráðin yfir Vinnslustöðinni,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Frétta, þegar hann gerði grein fyrir forsendum á vali á mönnum ársins 2002 í Vestmannaeyjum. „Lengst af undanfarin ár hefur meirihluti hlutabréfa í Vinnslustöðinni verið í eigu Olíufélagsins Esso og félaga sem tengdust því félagi á ein- hvem hátt. Þessir aðilar hafa reynst Vinnslustöðinni vel og sýndu þolin- mæði þegar hún var hvað verst sett. Ekki ætla ég að rekja þessa sögu nánar hér en allt í einu var Vinnslustöðin orðin skiptimynt á taflborði viðskipta- lífsins. Þetta var í rauninni mikil viður- kenning fyrir stjómendur félagsins og annað starfsfólk því tekist hafði að snúa vöm í sókn hjá félaginu. Þessi árangur hefur vakið athygli og var strax ljóst að áhugi á bréfum í Vinnslustöðinni var þó nokkur en spurningin var, hver hreppti hnossið og hvað það þýddi fyrir félagið og Vestmannaeyjar? Gulli og Halli voru ekkert á þeim buxunum að bíða eftir svari við þessari spumingu og ákváðu að taka þátt í atburðarásinni. Sjálfir vilja þeir ekki gera mikið úr sínum hlut og segja að mikil vinna sé framundan en í fyrsta kafla náðu þeir settu marki. Ekki skal gert lítið úr þeirri full- yrðingu þeirra um það sem framundan er því rekstur fyrirtækja á íslandi í dag er stöðug barátta. Þegar tekist er á um milljarða eins og í þessu dæmi verða margir þættir að ganga upp eigi að nást farsæll endir. í slag við þá stóru Sé þetta mál skoðað í víðara samhengi þá hefur það held ég ekki gerst áður að heimamenn í sjávarplássi taki sig til og fari í slag við þá stóru í fjármála- heiminum. Gæfa okkar í Vest- mannaeyjum er að bæði stóm fyrir- tækin, ísfélag og Vinnslustöð eru að meirihluta í eigu heimamanna. Þeir Gulli og Halli lögðu sitt af mörkum til að svo gæti orðið með Vinnslustöðina. Fyrir það em þeir, að mati Frétta og Fjölsýnar, Eyjamenn ársins 2002. Megi gæfan fylgja þeim og fyrir- tækinu og mun ekki af veita því þeir hafa lagt allt sitt undir og ríflega það. Gulla og Halla finnst við hæft að framkvæmdastjórinn, Sigurgeir Brynj- ar Kristgeirsson, eða Binni í Vinnslu- stöðinni taki við viðurkenningunni. Er það vel því Binni hefur verið farsæll í starfi og hefur farið fyrir starfsfólki Vinnslustöðvarinnar sem hefur tekist að koma Vinnslustöðinni í fremstu röð sjávarútvegsfyrirtækja á landinu,“ sagði Ómar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.