Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 6. febrúar 2003 HÁSTEINSVÖLLUR er viðurkenndur sem einn besti knattspyrnuvöllur landsins en það nægir ekki KSI sem á hverju ári gerir nýjar og nýjar kröfur. Keppnisleyfi Hásteinsvallar afturkallað enn og aftur Enn og aftur er aðstaðan á Há- steinsvclli komin inn á borð bæjar- stjórnar. Síðastliðið sumar var keppnisleyfl vallarins afturkallað af KSI þar sem ekki hafði verið staðið við gerð stúku við völlinn. Því var kippt í liðinn með þeim for- merkjum að völlurinn hefði því leyfi til næstu fimm ára. A fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. janúar sl. gerði íþróttafulltrúi grein fyrir fundi sem hann átti með fulltrúum KSI og íþróttahreyfingarinnar í Eyjum ásamt bæjarstjóra vegna reglugerða sem snúa að keppnisleyfum fyrir knatt- spyrnuvelli þar sem leikið er í efstu deild. Fram kom á fundinum að útgefið leyfi til næstu fimm ára er ekki lengur í gildi en undanþágu er hægt að veita svo fremi sem lögð er fram áætlun og samþykktir sem taka mið af því að girða svæðið af. Eins er stúkan nýreista ekki lengur nægilega góð, því nú er talað um yfir- byggða stúku. Er þetta vegna reglu- gerðar Knattspymusambands Evrópu. IBV-íþróttafélag þarf að sækja um undanþágu í byrjun mars og verður þá áætlunin að vera tilbúin. Iþrótta- og æskulýðsráð lagði á það áherslu að sem fyrst liggi fyrir ákvörðun um málefni Hásteinsvallar svo þau skil- yrði verði uppfyllt, sem þarf til að undanþága verði gefín út. Á fundi bæjarstjómar á fímmtudag kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans varðandi málið: „Bæjarstjóm samþykkir að óska eftir skriflegum skýringum frá KSÍ, varðandi það hvað hefur breyst frá því snemma í sumar þegar lofað var að framkvæmdir þær sem þá voru gerðar inyndu duga til að halda keppnisleyfi næstu 5 ár.“ Var það samþykkt með sjö sam- hljóða atkvæðum. V-listinn í bæjarstjórn: Tillaga um stofnun félags um jarðgöng Fulltrúar Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn lluttu á tlmmtudag tillögu sem miðar að því að hetja nú þegar undirbúning að stofnun felags sem hafi það að markmiði að byggð verði jarðgöng milli lands og Eyja. I greinargerð sem fylgdi með tillög- unni segir: „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve samgöngur skipta Vestmannaeyinga miklu máli. Það er ekki ólíklegt að næstu skref í tíma verði einhvers konar endurbætur á Heijólfi, eða annað skip leysi hann af hólmi. Það er þó ekkert öruggt í þeim efnum. Það breytir ekki því að huga verður að næstu skrefum. Nú hefur ríkisstjóm Sjálfstæðis- og Fram- sóknarfiokks lagt fram samgöngu- áætlun sína til næstu 12 ára, þar sem ekkert er að finna um samgöngubætur við Vestmannaeyjar. Alþingi á eftir að afgreiða áætlunina og þær hugmyndir sem þar er að finna og vonandi tekst að ná fram breytingum á þeim í meðförum Alþingis. Það er skoðun fulltrúa V-listans að við eigum að draga lærdóm af for- tíðinni og huga strax að næstu skrefum í hugsanlegum samgöngu- bótum við Eyjamar. Herjólfur kom í gagnið 1992. Þá strax hefði verið rétt að huga að næstu skrefum. Það var því miður ekki gert. Við teljum því nauðsynlegt að bæjarstjóm Vestmannaeyja hafi fmm- kvæði að því nú að stofnað verði félag sem hafi það að markmiði að hefjast þegar handa við undirbúning að byggingu jarðganga milli lands og Eyja. Það er mikilvægt að leitað verði liðsinnis hjá sem flestum sem vilja leggja málinu lið. Það þarf ekki mörg orð um það hvílík lyftistöng slíkt mannvirki yrði samfélaginu í Vest- mannaeyjum." Guðrún Erlingsdótúr, Stefán Jónas- son og Jóhann Olafur Guðmundsson skrifuðu undir þetta. Fulltrúar meiri- hlutans mæltu með að tillögunni yrði vísað til samgöngunefndar Vest- mannaeyjabæjar og var það samþykkt með Ijómm atkvæðum. Þrír sátu hjá. Tillaga að aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002 til 2014: Jarðgangaop komið á teikniborðið GERT er ráð fyrir hugsanlegu gangaopi inni í Botni. Aðalskipulag Vestmannaeyja 2(M)2- 2014, tillaga númer tvö er nú til kynningar í Safnahúsinu og hjá tæknideild í húsi Bæjarveitna samkvæmt auglýsingu frá skipu- lags og byggingarfulltrúa. Frestur til að skila inn athugascmdum er til 1. mars en sama dag verður hald- inn opinn umræðufundur uni aðal- skipulagstillöguna og eru áhuga- samir hvattir til að kynna sér hana vel. Markmið skipulagslaga er m.a. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu landsgæða og stefnt að því að í Vestmannaeyjum verði öflugt lýð- ræðissamfélag í sátt við náttúrulegt umhverfi með góð skilyrði fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir. Skipulagið nær nánast yfir allt er viðkemur byggð og búsetu í Eyjum. Komið er inn á náttúrufar, landslag, jarðfræði, orkulindir, náttúmminjar, menningu, menningarminjar, atvinnu- og félags- svæði, atvinnuvegi, samgöngur, stjómsýslu og þjónustu sveitarlélags , stjómsýslu og þjónustu ríkis. Athygli vekur tillaga undir liðnum samgöngur. Þar segir í fjórða lið. „Gert verði ráð fyrir göngum frá Eyjum til Lands, inn úr Botni, sem yrði 4. götuflokkurinn, stofnbraut, háð umhverfismati." Lagt er til að nýr vegur verði lagður milli Stórhöfðavegar við Olnboga og Dalavegar við Hábæ og opni leið milli suðureyjarinnar og Eldfells- hrauns og miðbæjar og létti umferð af Höfðavegi, Strembugötu og gatna- mótum við Kirkjuveg og Heiðaveg. Dalavegur verði færður austur fyrir Strembugötu í Löngulág og tengdur Kirkjuvegi ofan við Landakirkju. Undir liðnum Ferjur er gert ráð fyrir að athafnasvæði Herjólfs verði á sama stað en stækkað til vesturs með möguleikum fyrir stærra skip. Sérstaklega er fjallað um menningu og menningarminjar og tillaga gerir ráð fyrir að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir þvi í samvinnu við eigendur fiskvinnsluhúsa milli Strandvegar og Tangagötu að húsunum verði fundið nýtt hlutverk. I húsunum verði gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi s.s. verslunum, ríkisstofnunum, söfnum, veitinga- og gistihúsi, íbúðum, ung- lingahúsi, umferðarmiðstöð, rann- sóknar- og þekkingarstarfsemi og sölum til inniíþrótta, tónlistarflutnings og sýninga safna og listafélaga. Gert verði sérstakt deiliskipulag fyrir svæðið í samráði þeirra sem hlut eiga að máli. Vestmannaeyjabær beiti sér fyrir því að tengja saman miðbæjarsvæði og hafnarsvæði, efia götulíf og fjöl- þætta starfsemi og finna fisk- vinnsluhúsum nýtt hlutverk í þessum tilgangi. Gert er ráð fyrir nýju gryfjusvæði til förgunar á óbrennanlegu sorpi austar- lega í Eldfellshrauni gryfjumar í Helgafelli og við Sorpeyðingar- stöðina munu fyllast á skipulagstíma- bilinu. Áhersla verði á uppgræðslu vikursvæða, vemdun og ræktun of- beittra og viðkvæmra svæða. Undir liðnum atvinnuvegir segir að hefðbundnir atvinnuvegir verði áfram sá gmnnur sem byggt verður á. Við skipulag og ákvarðanir um fram- kvæmdir verði sérstaklega hugað að hagsmunum ferðaþjónustu. Heildar- sýn og gildi sjálfbærrar þróunar séu ráðandi við ákvarðanir um einstaka þætti. Áfram verði áhersla lögð á öfluga útgerð og fiskvinnslu. Aðstaða þess- ara greina í landi og í höfn verði eins og best getur orðið á hverjum tíma. Lóðir fyrir þessa starfsemi verði tiltækar, einkum á Eiðinu. Hugsan- lega verði að kaupa upp og rífa eldri eignir á öðmm stöðum. í samstarfi rannsóknarstofnana og útvegs- og fiskvinnslufyrirtækja verði stuðlað að fjölþættari sjávamytjum, vinnslu nýrra afurða og aukinni fullvinnslu. Áhersla verði á sjóeldi í samvinnu við rannsóknarstöðvar í Eyjum. Uteyjar verði nytjaðar áfram sem hingað til. Áhersla verði á sjálf- bæra nýtingu. Sérstök áhersla verði á ferða- þjónustu, samstarf fyrirtækja og greiningu og nýtingu þeirra mögu- leika sem fyrir em í samvinnu við fyrirtæki í greininni og Þróunarfélag Vestmannaeyja. Áhersla verði á atvinnu- og menn- ingarlíf eyjasamfélagsins og náttúm eyjanna. Tekið verði mið af ferða- þjónustu við skipulag, einkum á svæðinu milli Strandvegar og hafnar, frá Skansi að Skólavegi. í umfjöllun um iðnað og verslun segir að áfram verði áhersla lögð á öflugan þjónustu- iðnað fyrir útgerð og fiskvinnslu. Áhersla verði á öfluga og sam- keppnishæfa verslun og þjónustu. Aukin áhersla verður lögð á þekk- ingariðnað, á starfsstöðvar fyrirtækja sem hafa fjölþjóðlegt markaðssvæði með því að skapa aðstöðu og um- hverfi sem hentar greininni. Fleira áhugavert er í tillögunni og verður hluti þeirra kynntur síðar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.