Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. febrúar 2003
Fréttir
13
Gísli FriðrikÁgústsson skrifar:
Af einlitri pólitískri litblindu
Bæjarstjóm Vestmannaeyja gerir mann stundum kindarlegan
og hvumsa, sérstaklega upp á síðkastið og ekki bara vegna
ofangreinds máls. Meirihlutinn fer sfnu fram og fylkir sér á bak
við óopinberan bæjarstjóra (Ingi stendur sig vel sem andlit
bæjarstjómar út á við) á meðan Lúðvík og félagar hans, V-
listasmjattpattar, gelta hvað mest þeir mega og mótmæla, oft að
því er virðist meira af skyldurækni og venju en einskærri
pólitískri eða hugmyndafræðilegri andstöðu.
Litblinda er
sem betur
fer sjald-
gæfur
fæðingar-
galli hjá
mannskepn-
unni. Sumir
þeirra óláns-
sömu telja
sig kannski
sérstaka og
merkilegri
fyrir vikið en hverjum er ekki sama
svo lengi sem þeir aka ekki út á næstu
gatnamót, haldandi að það sé grænt
ljós en ekki rautt.
Það er til margs konar litblinda sem
mætti t.d. flokka í rauðgræna litblindu.
einlita, og pólitíska. Ef þú ert ekki
þegar hættur að lesa það sem þú hélst
að væri líffræðigrein þá gætirðu
komist að þeirri skoðun eftir lesturinn
að síðastnefnda blindan getur verið
algeng í íslenskri pólitík.
Menn fylgja sínum flokki, verja
grundvallarstjómmálaskoðanir síns
flokks og manifestó, og mæta svo sem
þægir flokkshvolpar með blátt bindi
eða rautt í sjónvarpsviðtöl eftir því
hvomm megin þeir standa við línum-
ar. Og eftir því sem nær er staðið
alþingi og fjölmiðlum em þessir
flokkslitir sterkari og menn raða sér
sem þægar skoðanakindur í rétt hólf.
Slíkt breytist stundum þegar komið
er út á land og fjarlægðin gerir ekki
bara fjöllin blá heldur flokkslitina
daufa.
Menn og konur í sveitarstjómum
gera auðvitað sitt besta (eða það vonar
maður nú oftast) til að gera veg síns
samfélags sem greiðastan og bestan.
og því fólki fyrirgefið einstaka ráf á
milli fastmótaðra pólitískra lína í þágu
samborgara. En stundum villast for-
ystuhrútamir og týnast í grárri flokks-
þokunni.
Talandi um flokkslitina þá em þeir
æði blandaðir hér í bæ. Aðalsmerki
sjálfstæðismanna er frelsi einstaklings
og fyrirtækja til frjáls markaðar,
minnkandi afskipti ríkisvalds, ríkis-
fyrirtæki seld sem hlutafélög og já
auðvitað, ekki ekki einu sinni litlu tá í
Evrópubandalagið ellegar sýnir Davíð
samíýlkingunni hvar hann keypti ESB
ölið.
Aðalsmerki sjálfstæðismanna hér er
heldur óljósara. Rekstur fyrirtækja í
þágu bæjarins og gegn einkarekandi
aðilum sem mega sín lítils gegn frjáls-
legum framlögum úr bæjarins sjóðum
til styrkingar og kaupa á skínandi
lóðum í tækjasalinn. Litblinda?
Eins og áður hefur verið nefnt hafa
háir herrar úr höfuðstaðnum rekið
„óviðkomandi“ nef sín inn og fundið
fýlu sem ætlar ekkert burt. Og nú hafa
liðið margir mánuðir og ár án þess að
hugtakið óheilbrigð samkeppni hringi
nokkrum bjöllum í hausum meiri-
hlutans, eða sjálfsagt vilja þeir ekki
hlusta á hringlið, og Hressó.
Ef einhver vill einföldun á þessu
rugli þá er þessi meirihluti bæjar-
stjómar með títtnefnda litblindu. Meiri
afskipti ríkisvalds, ríkisfyrirtæki, ríkis
hitt og ríkis þetta. Afar sósíalísk
viðhorf ekki satt? Hér eru það rauð-
bláir bæjarsósíalistar sem ráða ríkjum
í nafni sjálfstæðimanna, snúa daufa
eyranu að nöldri Samkeppnisstofn-
unar og smala öllum sínum kindum í
bæjarlíkamsræktarstöðina.
Bæjarstjóm Vestmannaeyja gerir
mann stundum kindarlegan og
hvumsa, sérstaklega upp á síðkastið
og ekki bara vegna ofangreinds máls.
Meirihlutinn fer sínu fram og fylkir
sér á bak við óopinberan bæjarstjóra
(Ingi stendur sig vel sem andlit bæjar-
stjómar út á við) á meðan Lúðvík og
félagarhans, V-listasmjattpattar, gelta
hvað mest þeir mega og mótmæla, oft
að því er virðist meira af skyldurækni
og venju en einskærri pólitískri eða
hugmyndafræðilegri andstöðu. Stjóm-
arandstaða á auðvitað að standa
andspænis og viðra sínar minni-
hlutaðar skoðanir, en hún ætti líka að
athuga betur hver kemur inn á lóðina í
stað þess að urra á allt sem hreyfist.
Sá einkaklúbbur, sem meirihluti
bæjarstjómar lítur út fyrir að vera,
tekur ekki hvem sem er inn sem
meðlim. Hvað þá að hann leyfi hvaða
nefi sem er að rekast inn um gættina,
hvort sem það er á forvitnum bæjar-
starfsmanni eða ríkisráðuneyti. En
þessi meirihluti er oftast samviskusöm
húsmóðir, kemur bæjarbúum í skóla
og vinnu (þar sem vinnu er að fá) og
heldur heimili sínu hreinu svo óþarfa
óhreinindi, pappír og möppur fara í
mslið. Það mætti réttlæta þetta svona í
stað þess að segja að þeir hafi ein-
faldlega týnt möppunni, úps, æjæ,
hvar er nú bókhaldið, seisei.
Það er ekki sérlega húsmóðurlegt
að sópa hlutum undir teppið og ekki
öfundsvert ef upp kemst. Hvemig
menn bregðast við þegar slfkt athæll
kemst svo upp er varla á þá vegu sem
meirihluta bæjarstjómar er til eftir-
breytni.
Forvitni bæjarstarfsmaðurinn spyr
og spyr en fær engin svör. Minni-
hlutinn spyr og spyr og fær loðin svör
og persónulegar aðdróttanir. Ráðu-
neyti spyr einnig og hverju svara
menn þá? Það á eftir að koma í Ijós en
sá fyrsti sem spurði hefur að minnsta
kosti verið vændur um að vera leik-
soppur misvondra aðila og það með
skjalfestum hætti á fundi, sá næsti
fékk óbeinar hótanir um málssókn
o.s.frv.
Kannski sendi Oddur Júl. bréf sín af
sjálfsdáðum, kannski var hann hvattur
til þess. En gerir sá vaft afglöp
meirihlutans að einhverjum hluta
skárri? Týnist bókhald Þróunarfélags
eitthvað minna eða lækka furðulegar
skuldirnar? Hugsanlega voru öfl innan
minnihlutans beint eða óbeint að baki
faxsendingum Odds, kannski voru
ferðalög bæjarstarfsmanna út í heim
meira sem frí á Þróunarfélagsrisnu.
Hver veit?
Fyrir áhorfanda og pólitískt dauf-
litaða kind virðast bókanir Gauja bæjó
og viðbrögð meirihluta bæjarstjórnar
votta sterkt af pirringi og fýlu yfir því
að andskotans yftrvöldin og stofn-
anirnar í Reykjavík skuli nú vera farin
að taka eftir óreiðunni og vilji að hér
sé tekið til eins og í öðmm herbergjum
Til að draga athygli frá draslinu er
bent á einhvem annan eða farið undan
í flæmingi. En þessi er í skítugum
skóm, þessi kann ömgglega ekkert á
faxtæki, samkeppnis hvað?
Vonandi skánar stjóm bæjarins svo
hún lagi til í sínum málum með hækk-
andi sól, a.m.k. áður en sólargeislarnir
skfna skærar á skítinn og rykið.
Gísli Fríðrik Ágústsson.
Gunnar Örlygsson skrifar:
Hrói höttur - Bréf til unga fólksins
Það er ekki góð hagfræði sem felst í samþjöppun
ofurblokkanna. Hin ójafna dreifíng auðlindarmassans
leiðir til milljarðaleka úr íslensku efnahagslífí, stórauknu
atvinnuleysi og hrikalegri nýtingu á því hæfileikafólki
sem ungt fólk á Islandi er. Hyglum meðalstórum
fyrirtækjum, að ráði OECD og setjum lög er útiloka
myndun fyrirtækja með lokaðan viðskiptahring.
Frjálslyndi
flokkurinn
er flokkur
alþýðunnar
og lýsir and-
úð sinni á
stjómmála-
legum áhrif-
um sérhags-
munaafl-
anna.
Undirritaður
er formaður
Ungra
Ftjálslyndra. I þessum stutta pistli er
að frnna hugrenningar undirritaðs um
heit mál í íslensku þjóðlíft í dag.
Skrifað er um mannauðinn og
sjávarauðlindina, tvær af okkar stærstu
auðlindum.
Mannauðurinn
Þolinmæðisstíflur þeirra sem hafa
kosið Sjálfstæðisflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn á síðustu ámm em
flestar brostnar eða við það að bresta.
Nýfrjálshyggja Sjálfstæðiflokksins
með Hannes Hólmstein Gissurarson
sem hugmyndafræðing og siðapostula
þeirrar hreyftngar í fararbroddi er
ógnvænleg. í nýfrjálshyggjunni er
félagshyggjan blótsyrði. Sú stefna
stjómvalda sem er við lýði í dag er
ekki heilbrigð fijálshyggjustefna.
Heldur er hún er blanda af slæmum
kommúnisma og lénsfyrirkomulagi
gamla Englands. Þessi stefna er svo
krydduð með löstum sem valdagræðgi
og ofurefnishyggju.
Það er ekki góð hagfræði sem felst í
samþjöppun ofurblokkanna. Hin
ójafna dreiftng auðlindarmassans
leiðir til milljarðaleka úr íslensku
efnahagslíft, stórauknu atvinnuleysi
og hrikalegri nýtingu á því hæftleika-
fólki sem ungt fólk á Islandi er.
Hyglum meðalstómm fyrirtækjum,
að ráði OECD og setjum lög er útiloka
myndun fyrirtækja með lokaðan
viðskiptahring. (Sbr. Eimskipafélag
Islands). Styðjum unga fólkið og
gefum því tækifæri til athafna í
heilbrigðu og réttlátu viðskiptaum-
hverfi.
Eitt af allra helstu baráttumálum
Frjálslynda flokksins er málefni
aldraðra. Auk þess að opna tækifæri
fyrir unga fólkið og leiða það inn í
harða lífsbaráttuna þá er hún einnig
virðingarverð sú stefna Ftjálslyndra að
ætla fólki allt okkar örlæti þegar að
þeirra ævikveldi kemur. Frjálslyndi
flokkurinn mun berjast af öllum mætti
fyrir kjarabótum aldraðra.
Sjávarauðlindin
Það er frumskilyrði að allir hafi jafnan
rétt í þessa auðlind. Styðjum drif-
kraftinn sem fylgir uppboðskerfinu.
innköllum veiðiheimildirnar á fimm
ára aðlögunartíma breytinga og
bjóðum út daga í nýju sóknarstýrðu
fiskveiðistjómunarkerfi. Félagslegt
andrúmsloft landsmanna spilar stóran
þátt í afrakstri landsmanna. Ef ekki er
góður mórall í liðinu þá verða aldrei
glæstir sigrar ofan á. Jöfnum rétt
landsmanna og leyfum byggðunum að
lifa. Allir liðsmenn vilja réttlæti þjálf-
arans og réttlætanlegt hlutskipti í
kappleiknum með tilliti þess erfiðis
sem á undan hefur gengið. Heilbrigð
sjávarútvegstefna að mati virtustu
hagfræðinga nútímans er þessi: Ríki
og sveitarfélög eiga sjávarauðlindina.
Auðlindin er boðin upp til allra lands-
manna í svæðisskiptum útboðum en
svæðisskiptingin tryggir þá byggða-
stefnu sem verður að vera í okkar
stærsta iðnaði. Afrakstur uppboðanna
mun renna til rfkis og sveitarfélaga og
þaðan áfram til íslenskra velferðar-
mála. Sóknarkerfi og uppboð á
sóknardögum útilokar brottkast á fiski,
opnar fyrir nýliðun og hyglir réttlátri
samkeppni. Mórallinn mun lagast og
möguleikar á glæstum sigrum verða
að veruleika.
Að mati fæmstu hagfræðinga þjóð-
arinnar er um að ræða 20-30 milljarða
íslenskra króna sem árlega myndu
streyma inn til ríkis og sveitarfélaga af
slíkum uppboðum. Hvemig er farið
með sjávarauðlindina í dag? Hún er
færð á silfurfati til örfárra aðila. Þessi
misskipting er alls ekki hagræðing
fyrir land og lýð. Höfum við efni á þvi
að horfa á sægreifafjölskyldur stinga
milljörðum undan eftir að hafa selt
aflaheimildir sínar í fang risafyrir-
tækja? Þetta er „prinsipp" mál og
stærsta kosningarmálið. BURT MEÐ’
KVÓTAKERFIÐ.
Þakka þeim sem lásu.
Gunnar Öríygsson
forsvarsmaður Ungra Frjálslyndra.
Spurt er:
r
A að leggja
Þróunar-
niður að
þínu mati?
Ragnar Guðmundsson rakari
-Það er nú varla hægt að svara
þessu. Það fer nú eftir því hverjir
eru að stjóma því.
Vigdís Rafnsdóttir fýrirtækjafull-
trúi
-Nei, það á að endurskipuleggja það
og fá markvissa stjómun.
Sigurmundur Einarsson ferða-
málafrömuður
-Mér sýnist það alla vega. Ég tel að
svona þróunarfélag þurfi að vera til,
það er bráðnauðsynlegt fyrir
byggðarlag eins og okkar en eins og
búið er að fara með félagið get ég
ekki séð hvernig það á að vinna.
Jóliann Heiðmundsson hótel-
stjóri
-Það má örugglega stokka það
mikið upp en hvort það eigi að
leggja það niður veil ég ekki.
Maður áttar sig ekki á því hvað
hefur komið út úr því síðastliðið ár
en miðað við ástandið á féfaginu
núna má leggja það niður, já.