Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 6. febrúar 2003 í snertingu við almættið á Heimakletti -segir Friðbjörn Vallýsson sem þekkir fjöllin á Heimaey betur en flestir aðrir Friðbjörn Valtýsson hefur tekið miklu ástfóstri við Heimaklett og þekkir hann flestum mönnum betur eftir ótal ferðir. Hann hefur auk þess tekið saman ýmsan fróðleik um Heimaklett sem kom fram í fyrirlestri sem hann flufti tvisvar fyrir fullu húsi í Listaskólanum. Frið- björn veitti Fréttum góðfúslegt leyfi til að birta hluta af fyrirlestrinum sem er bæði fróðlegur og skemmtilegur. Fyrstu kynni „Það fyrsta, sem mér dettur í hug þegar ég rifja upp í huganum myndir af Heimakletti æskunnar, er vertíðar- fólk um páska í fjallgöngu. Gjaman voru þetta karlmenn, léttklæddir í hvítum skyrtum. Heimaklettur blasir við úr gluggunum í Hergilsey, æsku- heimili mínu við Kirkjuveginn. Þar lá maður gjaman og fylgdist með þessum hetjum, sem gengu sporléttir á Háukolla. Á þessum árum vorum við peyj- amir ekki nógu djarfir að leggja á Klettinn, í mesta lagi á Neðri Kleifar. Ég var orðinn um tvítugt, þegar ég lagði í fyrsta skipti í ferð á toppinn. Við peyjamir gengum nrikið undir Löngu, sem er sandfjaran milli Löngunefs og Hörgeyrargarðs. Sæta þurfti sjávarföllum til að komast nokkum veginn þunum fótum fyrir Löngunef. Öm Einarsson frá Brekku telur sig hafa heimildir fyrir því, að í berginu á Neðri Kleifum hafi áður fyrr verið þurrkaður fiskur, á svipaðan hátt og í Fiskhellum. Ef grannt er skoðað má sjá, suðvestan í berginu, leifar af hleðslum, sem gætu staðfest þessa kenningu. Vatnsból í Heimakletti Heimildir herma að Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti, sendimenn Noregs- konungs hall tekið land á Hörgaeyri og reist þar kirkju. Væntanlega hefir landslag verið með öðmm hætti þar um slóðir árið 1000. Jafnvel talið, að fjaran hafi legið á milli, þar sem hafnargarðamir standa nú. Hvort, sem það er rétt eður ei, verður að telja kirkjustað ólíklegan undir Löngu, hefðu staðhættir verið eins og í dag. Ömefnið Skrúðhellir undir Klett- inum styður hins vegar kenningu um kirkju þar. Undir Löngu, uppi við Klettinn, er Karató, gamalt vatnsból, þaðan lá valnsleiðsla út á litlu steinbryggjuna. I vatnsból þetta sóttu sjómenn vatn á báta sína á fyrstu áratugum aldarinnar. Það kom fyrir, þegar miklir þurrkar vom hér í Eyjum á þessum tíma, að vatnsskortur herjaði á heimilin. Trausti, tengdafaðir minn, hefir sagt mér frá því að amma hans, Ingibjörg í Höfðahúsi, hafl stundum farið með þvottinn sinn til skolunar í vatni úr Karató. Jóhann, eiginmaður hennar, átti þá vélbátinn Hugin. Nokkrar húsmæður við Lautina, söfnuðu saman þvottinum sínum og síðan var siglt að vatnsbryggjunni, þvotturinn skolaður, að verki loknu snúið heim á leið og hengt til þerris. Uppgangan Þegar gengið er á neðsta hluta Heima- kletts em klappir, þar sem komið hefir verið fyrir tréþrepum og bandi til stuðnings. í bleytu og hálku getur verið nokkuð hált á þessum stað og segja má, að þetta sé nánast eini staðurinn á allri uppgönguleiðinni, þar sem einhver hætta er á að skrika fótur. Alla vega er það eini staðurinn, þar sem undiritaður hefir fengið byitu, snjóskafl bjargaði í það skiptið. Til að gera gönguferð á Heimaklett auðveldari fyrir almenning, er nauð- synlegt, að bæta uppgönguna á þessum stað. Einfalt mál er að gera góðan stiga, uppi eru ráðagerðir um það, með vorinu. Við stigann neðan við fjár- réttina eru stórmerkar minjar, hér er auðvitað átt við Papakrossinn. Inni undir stiganum ofarlega er krossinn, sem talið er að sé frá veru Papa í Eyjum fyrir landnám. Þess má geta að eftirmynd af kross- inum prýðir kirkju Hvítasunnumanna í miðbænum. Hamrabeltið, sem rís upp frá Efri Kleifum neftúst Hetta, þar var byrjað að sprengja grjót í Hörgeyrargarðinn. Reistir voru still- ansar utan í bergið, handborað fyrir hvellhettum, stillansamir rifnir frá og síðan sprengt. Verkið annaðist maður nefndur Jón, hann hlaut viðurnefnið Hettu-Jón og var aldrei kallaður annað í Eyjum. Einnig hef ég heimildir fyrir því, að Friðrik í Batavíu hafi unnið við þetta verk ásamt Jóni. Bragi sótti þangað dúfur Efst í berginu austan til upp af Löngu í svokölluðu Þuríðarnefi, er ílangur hellir eða tó. Bragi Steingrímsson hefir sagt mér, að þar hafi verið mikið af dúfu hér áður fyrr. Hann nefnir þennan stað Dúfuheili. Eldri menn nefndu þessar fiöngu hvelfingar Blöðkutær, þar óx mikið af melgresi. Bragi segist oft hafa farið þangað í leit að dúfuungum til ræktunar í dúfnabúrið sitt, sem var frægt á sínum tíma, fyrir fjölbreytni og góða umhirðu. Talsvert var um dúfnarækt hér þegar ég var peyi, dúfurnar voru til vandræða, vegna þess að þær sátu gjaman í þakrennum húsanna, og hirtu ekki um að þrífa eftir sig skituna. Þetta barst síðan í vatnsbmnna, sem þá vom við hvert hús. Lögregluntenn vom því fengnir til að eyða öllum dúfum bæjarins. Þeir gengu hreint til verks og eyddu stofninum á nokkmm dögum, dúfnaeigendum til mikillar skapraun- ar. Landakirkja úr steini úr Heimakletti Landakirkja er, eins og mörgum mun kunnugt, byggð úr tilhöggnu móbergi úr Heimakletti, bygging kirkjunnar hófst árið 1774 og stóð í fjögur ár. Kirkjan varformlega vígð árið 1780, Landakirkja er án efa eitt elsta steinhús landsins. Ég hef heyrt þá sögu, að húsið Dvergasteinn, sem stóð við Heima- götu og fór undir hraun 1973, hafi verið byggt úr afgangsgrjóti frá kirkjubyggingunni. Það hús átti sér merka sögu. Þar var meðal annars bamaskóli um tíma. Fyrsta þrettándagangan Árið 1948 tóku sig saman jólasveinar einn og átta, níu frískir Eyjapeyjar undir forystu Bárðar Auðunssonar á Sólheimum og Eggerts Gunnarssonar á Hominu, þeir fóm í blysför á þrettándanum upp á Heimaklett. Þetta mun vera fyrsta blysför á þrettánda hér í Eyjum. Samkvæmt frásögn ekki ólygnari manns en Hilmis Högnasonar í Vatnsdal, eins blysbera, var hér um mikla glæfraför að ræða, slydda var á og suðaustan þræsingur. Kveikt var á mikilli rörasprengju, sem látin var síga niður í bergið ofan Löngu, svona rétt til að vekja athygli bæjarbúa á uppátækinu. Jens Kristinsson á Miðhúsum og Högni Magnússon á Lágafelli teljast því vera upphafsmenn að rörasprengj- um hér á landi. Þegar komið var á Lágukolla var kveikt á blysunum, síðan gengið á Hettu og þaðan upp á Háukolla. Misjafnlega vel gekk að halda eldi í blysunum og vegna hálku voru blysberar misstöðugir á löppunum. Eggert var best búinn til fótanna og Högni hafði bundið skeifur undir skó sína til að geta fótað sig. Á leið niður hentu nokkrir þeirra blysum sínum fram af, niður í Löngu, einhverjir bæjarbúa voru þar með vissir um að nokkrir blysmanna hefðu hrapað. Allir komust þeir þó óskaddaðir frá þessari frægðarför, sem margir eldri Eyjamenn muna enn. Þegar niður kom, beið Stebbi pól ásamt ein- hverjum aðstandenda, það var heldur lítið um þakklæti frá viðstöddum í garð blysbera. Ekki var um framhald að ræða á þessu tiltæki. Þeir, sem þátt tóku í þessu ævintýri, voru, auk áðumefndra, Halldór Ágústsson Vatnsdal, Högni Sigurðs- son í Vatnsdal, Jón Þórðarson og Friðgeir Björgvinsson kenndur við Kalmanstjöm. Norðan í Heimakletti er Dufþekja, ntikið brattlendi og mjög laust í sér, margir hafa farið sér að voða þama við eggjatöku, talið er að þangað megi sækja allt að tvö þúsund egg. Gamlar sagnir segja frá því, að Jökulsá á Sólheimasandi og Dufþekja hafi metist á um hvor þeirra hafi náð til sínm fleiri mannslífum. Áttu þær að hafi kallast á í hvert skipti, sem einhver fór sér að voða á öðrum hvomm staðnum. Einhvern tíma hefi ég heyrt, að 17 manns hafi farist á hvomm stað. Væntanlega mun reynast erfitt að færa sönnur á það. Enginn bandlaus maður ætti að leggja leið sína Dufþekju, og aldrei óvanur. Eins og margir Eyjamenn vita, dregur brattlendið þama nafn sitt af Dufþaki, einum þræla Hjörleifs landnámsmanns. Samkvæmt frásögn Landnámu skutlaði hann sér þama fram af, frekar en að lenda í höndum Ingólfs Arnar- sonar og manna hans. Sonur Páls Steingrímssonar er eini Islendingur- inn, sem ber þetta sterka nafn, Dufþakur. eftir því ég best veit. Sóttu egg í Dufþekju Þekkt er sögn um Þorgerði í Skel, eldri konu hér í bæ, sem fór árlega í Dufþekju að slíta hvannarætur, sem hún tíndi í brók. Hvannarótin var og er kjamafæða. Sjálfsbjargarviðleitnin hefir verið sterk hjá aldamótakyn- slóðinni. Tvíburabræðumir Óðinn og Öm Hilmissynir fetuðu í fótspor Þorgerðar langömmu sinnar um tíu ára aldurinn. Drengimir fóru í söluferð um bæinn að selja fýlsegg. Komu meðal annars heim til Adólfs Óskarssonar og Ástu Vigfúsdóttur konu hans og buðu egg. Já, sagði Ásta, fyrir hvem emð þið að selja. Við tíndum eggin sjálfir, svömðu peyjamir hróðugir. Hvar vomð þið að tína egg sagði Ásta ströng á svipinn? -í Dufþekju. Guð minn góður hrópaði konan! Tíðindin bámst Öldu systur Lillu Bjöss með leifturhraða. Ekki veit ég hvað Hilmir sagði, en Alda var dmngaleg, þegar tvíburamir skiluðu sér heim. Einstakt útsýni Af Háukollum í 283 metra hæð, hæsta tindi Eyjanna, er eitthvert fallegasta útsýni á jarðríki, sam hvert litið er. Norðan Háukolla em Háukolla- hamrar, þar hrynur úr berginu með jöfnu millibili, niður í Dufþekju og út í sjó. Skriðan skiptir Dufþekju nánast í tvennt. í jarðskjálftunum árið 2000 hmndi nokkuð stór spilda úr hömr- unum. I norðurátt blasa við sjónum, Eyja- fjallajökull, Tindfjallajökull, Hekla, Þrítiyrningur, hinar blómlegu sveitir í Landeyjum, Fljótshlíð og undir Fjöllunum. Inn til landsins má sjá móta fyrir Langjökli í góðu skyggni ásamt flestum sunnlenskra íjalla. Fjöllin í Mýrdalnum em tignarleg í austurátt svo og gatið í Dyrhólaey, þar sem Ámi Johnsen fiaug í gegn, sem frægt er. Ingólfsfjall sést vel. Sjá má gufustrókana frá Nesjavöllum og vestar mótar fyrir Reykjanesfjall- garðinum og Eldey við sjóndeildar- hring. Útsýni til suðurs er ekki síðra, kaupstaðurinn kúrir í skjóli norður- klettanna og eldstöðvanna á austur- hluta Heimaeyjar. Þegar horft er til úteyja suður undan, má sjá hvemig eldgígamir standa í röð eins og risastór kertastjaki. Síðustu tíu árin hefi ég stundað gönguferðir um klettana hér í Eyjum, bæði til heilsubótar og ekki síður til andlegrar íhugunar. Hvergi er betra að lyfta af sér hversdagsokinu, en í hressilegri gönguferð. Gönguferð á Blátind, Dalíjall, Klif og síðast en ekki síst Heimaklett er dásamleg upplifun, alltaf eitthvað nýtt að sjá. Segja má að þeir Gjábakkabræður, Jón og Elías séu að nokkm leyti fýrir- myndir mínar að þessum göngu- ferðum, menn, sem alla tíð hafa gengið mikið um Eyjamar, og fylgst vel með fjölbreytileika náttúmnnar. Fyrir fimm ámm fór ég fyrst um áramót, með kerti á Heimaklett, kveikjan að því var eins konar persónuleg minningarathöfn um föður minn, sem lést veturinn 1998. Að sönnu er ekki hægt að komast nær himnaföðumum hér í Eyjum, en einmitt á Heimakletti. I fyrstu vom kertin sex, kveðja frá systkinum og mömmu. Eitt kertið slökknaði fijótlega. Síðan hef ég kveikt á tólf kertum um hver áramót. Vom ekki postulamir tólf? Eyjabúum hefir líkað skreytingin vel, nú er svo komið að kerti loga víða á fjöllum um áramót, íbúum til gleði og yndisauka. Elsti hluti Heimaeyjar Talið er að Heimaklettur sé með elstu jarðmyndunum á Heimaey, ca. 25 þúsund ára gamall, hann er að mestu úr massívu lítt lagskiptu móbergi, sem talið er að hafi orðið til úr gosi undir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.