Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 6. febrúar 2003 Fimmtudagur 6. febrúar 2003
Fréttir
11
Frábær árangur hjúkrunarnema í fjarnámi:
Einstakur
möguleiki
-fyrir þá sem vilja afla sér menntunar á
háskólastigi í heimabyggð
Síðastliðið haust hófst farnám í hjúkrunarfræði, frá Háskólanum á Akureyri, í
Vestmannaeyjum. Kennt er á Akureyri en nemendur hér eins og þar mæta í
sína tíma og fylgjast með fyrirlestrum og umræðum í gegnum fjarfundabúnað
sem staðsettur er í Framhaldsskólanum. Kennarinn miðlar því upplýsingum
landshorna á milli, þ.e. til nemenda sem sitja tíma hjá honum á Akureyri og
þeirra sem sitja í skólastofu í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Þar
hafa nemendur ágæta aðstöðu enda þarf svo að vera þar sem námið er
strangt og áætlaður námstími er fjögur ár. Þrettán nemendur hófu námið en
ellefu luku prófum fyrir jól og halda námi áfram. Samantektgudbjorg@eyiafrettir.is
HJÚKRUNARNF.MARNIR. Fremsta röð f.v. lðunn Disa Jóhannesardóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Hrund Gísladóttir og Elísabet Þórisdóttir. Mið
röð Auður Asgeirsdóttir, Rósa Guunnarsdóttir, Auður Einarsdóttir og Vallý Ragnarsdóttir. Efsta röð Aðalasteinn Baldursson, Eygló Alda
Sigurðardóttir, Ragnheiður Helgadóttir frá Akureyri og Ásta Gústafsdóttir.
Þetta er skipulag
-segir Auður Asgeirsdóttir, dúx, sem líka stundar söngnóm
Auður Ásgeirsdóttir, nemandi í
hjúkrunarfræði, fékk 10 í líffærafræði
í samkeppnisprófi um jólin sem
verður að teljast frábær árangur. Auk
þess var hún með 9 í vefja- og
frumulíffræði, hjúkrun og sálfræði.
Hún segir námið bæði skemmtilegt og
krefjandi en það tengist hennar áhuga-
sviði.
„Ég var alltaf með þetta nám á bak
við eyrað en það stóð í mér að flytja
upp á land með ijölskylduna enda
vorum við í verslunarrekstri og ekki
hæg heimatökin. Þegar þetta tækifæri
bauðst þá var ekki spuming að drífa
sig því mér finnst þetta spennandi og
kannski spilar inn í að mamma, Sól-
veig Guðnadóttir, er hjúkrunarfræð-
ingur og hefur starfað við þetta í mörg
ár.“
Auður útskrifaðist sem stúdent 1994
og segir það hafa verið viðbrigði að
setjast aftur á skólabekk. „Ég skipu-
lagði tímann vel, gerði mér stundaskrá
fyrir daginn þar sem ég gaf mér tíma
fyrir hvert fag í hlutfalli við vægi þess,
þannig að ég átti frí á kvöldin. Helstu
viðbrigðin voru að dóttir mín, sem
verður þriggja ára í maí, var í pössun
allan daginn.
Fjölskyldan var þó sameinuð á
kvöldin og um helgar en þá var sú
litla alveg límd við mig og því reyndi
ég að nýta virku dagana vel í námið. I
upplestrinum fyrir prófin las ég til tíu
á kvöldin og notaði helgamar líka.“
Hjúkmnarfræði er ekki eina námið
AUÐUR segir námið í sjálf'u sér
ekki hafa komið á óvart og hún
hefði vitað að það yrði erfitt og
mikil vinna.
sem Auður stundar því hún er einnig í
söngnámi. „Ég er að fara í fimmta
stigið og sæki tíma í tónfræði, tón-
heym og söngtíma, fjóra daga í viku.
Ég lét tónfræðina sitja svolítið á
hakanum í vetur en náði henni upp um
jólin. Mér fannst söngtímamir dreifa
huganum frá bóknáminu og gera mér
gott. Ég vona að þetta fari jafnvel
saman á vorönninni og prófrn rekist
ekki saman," segir Auður og hlær
þegar hún er spurð hvemig hún komi
þessu saman. „Það er skipulag, hin í
hópnum gera grín að mér fyrir það, en
mér finnst ég ekki skipulögð að eðlis-
fari.“
Auður segir stundum erfitt að vera í
kafi í námi með lítið barn. „Það er
togstreita á milli þessara hlutverka,
sérstaklega þegar ég finn að dóttir mín
passar upp á mig og eltir mig hvert
sem ég fer. Hún er á barnaheimili
allan daginn og foreldrar mínir hafa
hjálpað mér mjög mikið. Jónína,
langamma hennar, hefur oft passað
þegar ég hendist í söngtímana."
Hún segir námið í sjálfu sér ekki
hafa komið á óvart og hún hefði vitað
að það yrði erfitt og mikil vinna. Við
emm að læra um líkamann og þetta er
latínu-enska sem er alþjóðalegt mál.
Ég hlakka til að fara í verklega þáttinn
til Akureyrar og síðan förum við í
starfsþjálfun á sjúkrahúsi. Einhvern
hluta getum við tekið hér en við
tökum ákveðna hlula á stærri og
sérhæfðari deildum í framtíðinni til að
fá frekari reynslu."
Auður vildi taka fram að nem-
endahópurinn væri samhentur. „Við
emm svo góð saman, þó svo það væri
„klásus“ var enginn pirringur og
enginn að fela glósumar sínar heldur
hjálpuðust allir að,“ sagði Auður.
Tækifæri sem ekki var hægt að sleppa
-segir Iðunn Dísa Jóhannesdóttir
IÐUNN er ánægð með Háskólann á Akureyri og hvernig staðið er að
kennslunni.
Iðunn Dísa Jóhannesdóttir er
einn þeirra nemenda sem
stunda nómið. Hún er ekki
ókunnug hjúkrunar- og að-
hlynningarstörfum þar sem
hún lauk sjúkraliðaprófi 1996
og starfaði sem sjúkraliði við
Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja þartil í haust.
Hún var fyrst spurð um hvað hafi
orðið til þess að hún settist aftur á
skólabekk en þó svo Iðunn sé á besta
aldri, rétt liðlega fertug, þá er hún elsti
nemandinn í hópnum. „Þegar það
varð ljóst að boðið yrði upp á Ijamám
í hjúkmnarfræði fannst mér þetta vera
tækifæri sem ekki væri hægt að láta
framhjá sér fara,“ segir Iðunn. „Ég
starfaði sem sjúkraliði og hef áhuga á
að mennta mig frekar í þessunt geira
og því rökrétt framhald að fara í þetta.
Fjamám í hjúkmnarfræði fór af stað á
ísafirði og lleiri stöðum og hefur
gengið vel og fyrstu nemendumir vom
útskrifaðir 2002. Skilyrði fyrir því að
námið hæfist var m.a. að tiltekinn
lágmarks nemendafjöldi næðist. Við
fómm því í það að hringja í fólk sem
við töldum líklegt að hefði áhuga og
kynntum þennan möguleika. Við
þurftum að vera að minnsta kosti tíu
og náðum þeim fjölda og rúmlega
það. Það biðu 10 nemendur á Akra-
nesi tilbúnir í slaginn ef við yrðum
ekki nægilega mörg. I ársbyrjun 2001
var kominn skriður á málið og um
haustið fengum við nokkra kennara
Framhaldsskólans til að setja upp
áfanga sem hcntuðu vel sem undanfari
hjúkrunamámsins. Steinunn Jónatans-
dóttir hafði umsjón með kennslunni
sem reyndist vera ágætur undir-
búningur fyrir sjálft hjúkrunarnámið."
Tvær Eyjakonur fyrir norðan
Iðunn er ánægð með Háskólann á
Akureyri og hvemig staðið er að
kennslunni. „Kennslustundir á Akur-
eyri em sendar út beint til okkar en við
sitjum tíma í Framhaldsskólanum og
höfum góða skólastofu með fjarfúnda-
búnaði. Samskipti við Framhaldsskól-
ann em góð og það hefur allt verið
gert til að létta okkur lífið og við
höfum meðal annars aðstöðu til að
hella upp á kaffi enda eyðum við
drjúgum tíma dagsins í skólanum. Ég
er ánægð með Háskólann á Akureyri
og mér finnst skólinn svo mannlegur,
ráðamenn þar taka tillit til aðstæðna
einstaklinga hverju sinni. Við höfum
tvær Eyjakonur fyrir norðan, Lára
Garðarsdóttir er skrifstofustjóri heil-
brigðisdeildar og Eygló Bjömsdóttir er
yfir tölvumálum. Ef eitthvað kemur
upp á hjá okkur, þá er okkur yfirleitt
vísað á Lám og hún aðstoðar okkur en
Eygló leysir úr tölvuvandamálum."
Nemendur vom fjömtíu og sex í upp-
hafi bæði á Akureyri og í Eyjum. Þeir
þurftu að þreyta samkeppnispróf um
jólin en fjöldi þeirra sem áttu að
komast áfram var takmarkaður. Það
var því ekki nægilegt að standast
prófin og í fyrstu vom mörkin sett við
þrjátíu og tvo nemendur en fjöldinn
var rýmkaður og að lokum komust
þrjátíu og sex í gegn um síuna.
„Það skemmtilega er að einn nem-
andi, sem ekki er í hjúkmnarfræði,
situr með okkur einn kúrs og getur þar
af leiðandi nýtt sér fjarkennsluna.
Hún er að bæta við sitt framhaldsnám
þannig að þetta kemur lleimm til góða
en okkur. Við tökum sautján einingar
fyrir áramót og sautján eftir áramót
þannig að þetta er fullt nám og ekki
ætlast til þess að við vinnum með því
enda höfum við engin tök á því. Við
sitjum tíma eftir stundaskrá sem er
breytileg frá viku til viku.“
Hópurinn breiður
Iðunn ítrekar að fjarnám skipti miklu
máli fyrir fólk á landsbyggðinni og
bjóði upp á mikla möguleika. „Ég var
ekki á leiðinni frá Eyjum og það
skiptir miklu máli að fólk þarf ekki að
fara frá sinni heimabyggð og getur
með þessu i náð sér í starfsréttindi.
Mórallinn hjá nemendum er mjög
góður og það skemmtilega er að
hópurinn er breiður. Hluti nemenda
hefur lokið sjúkraliðaprófi eins og ég
og hafa starfað sem slíkir. Aðrir hafa
lokið stúdentsprófi og hafa ákveðið að
drífa sig á frekara nám. Samvinnan í
hópnum er góð og við förum á hveiju
ári til Akureyrar í starfsnám. Við
vorum þar í eina viku síðasta haust og
förum aftur í starfsnám á vorönn og í
lok mars er ætlast til að við verðum í
tveggja vikna starfsnámi á sjúkradeild
annað hvort á elliheimili eða sjúkra-
húsi.“
Iðunn segir ferðina norður í haust
hafa verið skemmtilega og krafist
töluverðs undirbúnings. „Við þurftum
að útvega okkur húsnæði og fengum
litlar íbúðir á leigu og vorunt nokkur
saman í hverri fbúð. Við vorum
auðvitað svolítið upprifin íyrsta skóla-
daginn og lögðum mikið upp úr því að
koma vel fyrir enda áttum við að hitta
kennara og aðra nemendur í fyrsta
skipti.
Stimpluðu sig inn með stæl
„Við sem vorum saman í íbúðinni
minni, vöknuðum snemma. fórum í
sturtu, snyrtum okkur og fórum í
okkar fínasta púss. Síðan fórum við af
stað gangandi á Sólborg eins og
háskólinn heitir, eða húsið sem við
áttum að mæta í. Við rötuðum ekki
svo við spurðum konu sem við hittum
til vegar. Hún spurði okkur hvort við
værum ekki í góðum gönguskóm, við
litum allar niður í einu, jú við vorum
nú ágætlega skóaðar. Hún sagði að
það væri mjög falleg gönguleið sem
við mættum til með að fara. Við
örkuðum af stað niður einhveija kletta,
mjög falleg leið, það vantaði ekki. En
þegar leið á göngutúrinn var okkur
ekkert farið að lítast á blikuna, grasið
náði mér að höku og fína nýja flís-
peysan mín var öll orðin í litlum kom-
um af grasinu. mig minnir íjólubláum
komum. Við þurftum að hoppa yfir
einhverja lækjarsprænu svo skórnir
mínir nýpússuðu vom orðnir forugir,
ég sem hafði snyrt mig áður en ég fór
af stað, það var fyrir bí. Ég var orðin
eldrauð í framan og ekki voru hinar
betri, við vomm famar að tína af
okkur spjarimar því svitinn var farinn
að leka af okkur. Ég sagði við stelp-
umar; ÞIÐ ÞEGIÐ, því við höfðum
hrekkt Auði Ásgeirs. skólasystur
okkar, deginum áður og ég vissi að
henni og öllum hinum myndi finnast
þetta ógeðslega gott á okkur. En
þegar við komum að skólanum þá er
byggingin bara gluggar, og það vom
ALLIR að mæta í skólann, og ALLIR
vom að horfa á okkur koma niður
Glerárgilið en það er víst gönguleiðin
sem við fómm. Svo við stimpluðum
okkur inn í Háskóla Akureyrar með
stæl, því við vomm umtalaðar urn
allan skólann og fréttin barst líka um
allan bæinn. Allir sem byrjuðu
fyrirlestra þennan daginn minntust á
það að Eyjamenn hefðu komið
sprangandi niður Gilið. eða þá að það
stæði til að teikna upp leiðina að
skólanum. Ein sagði að það væm
komnir nýir leikarar í nýja Cliff-
hanger's bíómynd. og þar eftir
götunum. Ég veit ekki hvað ég hefði
gert ef ég hefði hitt konuna aftur sem
vísaði okkur leiðina."
Námið er fullt starf 2p
-segir Rósa Gunnarsdóttir
RÓSA og Margrét, áhugasamir og brosandi hjúkrunarnemar.
Rósa Gunnarsdóttir er tuttugu
og þriggja óra gömul en hún
útskrifaðist sem stúdent fró
Framhaldsskólanum í Vest-
mannaeyjum af nóttúrufræði-
braut um jólin 1998. Hún hóf
nóm í hjúkrunarfræði í haust
en segist ekki hafa tekið
ókvörðun um það fyrr en í
janúar 2002.
„Þetta var búið að vera í umræðunni
um nokkurt skeið og nokkrir nem-
endur hófu undirbúning um haustið
2001 í fögum sem tengjast jxssu sviði.
Ég var ekki að hugsa um þetta þá en
svo vildi ég fara áfram í nám og hóf
undirbúning eftir áramótin," segir
Rósa. „Mér finnst frábært að nýta
fjamámið og eiga þess kost að
mennta mig hér heima. Vonandi
verður framhald á þessu og fleiri geti
nýtt þennan kost því við emm með
góðan búnað til þess.“
Rósa segir að margir haldi að námið
fari fram í gegnum tölvu og að
nemendur vinni með náminu. „Fólk
athugar ekki að þetta er fullt nám og
við sitjum allar kennslustundir eins og
nemendur fyrir norðan. Stundaskráin
er breytileg en við emm í fimm fög-
um, lífeðlisfræði, líffæra- og fóstur-
fræði, hjúkmn, efnafræði og tölfræði.
Námið tekur íjögur ár og við fömm
norður á hverri önn, sitjum tíma þar og
þurfum að taka verkleg próf. Nem-
endur sem stunda kennaranám hér,
taka það á íjómm ámm í stað þriggja
og vinna með náminu. Það er auð-
vitað hörkunám líka en er byggt upp á
annan hátt. Við emm á fyrsta ári í
tjamámi, Selfoss er á öðm, Keflavík á
þriðja og Egilsstaðir á íjórða ári og
þannig bætist einn staður við á hveiju
ári ef nægur fjöldi næst. Við getum
ekki reiknað með að þctta nám fari af
stað aítur í bráð í Eyjum en ég vona að
möguleikar opnist fyrir fjamám í fleiri
starfsgreinum.“
Býður upp á marga
möguleika
Þegar Rósa er spurð hvort hún hafi
unnið við heilsugæslustörf segir hún
svo ekki vera. „Mér fannst þetta
áhugavert nám þegar ég hafði kynnt
mér það og ákvað að drífa mig. Starfið
býður upp á mikla möguleika því
hjúkrunarfræðingar eru að vinna við
margvísleg störf og allir sem útskrifast
sem hjúkmnarfræðingar ættu að fá
vinnu við sitt hæfi. Þetta er mjög vítt
svið og hægt að fara í sémám í fram-
haldinu. Hópurinn hér er skemmti-
legur og við verðum að standa saman
og hjálpast að en verðum auðvitað að
vinna sem einstaklingar líka. Ef
einhver hefur náð í gott efni þá dreifir
hann því til hinna og við vinnum
hópverkefni saman."
Nemendur tóku „klásuspróf um
jólin og Rósa segir það hafa verið
stressandi og haft í för með sér
aukaálag. „Nú emm við afslappaðri
þar sem við emm komin í gegn um
síuna og það hefur tekið ákveðinn
tíma að koma sér í gang aftur eftir
jólafrí. Hópurinn er að undirbúa ferð
norður en við eigum að mæta þangað
í lok febrúar. Það er þó nokkuð mál að
undirbúa slfka ferð, fömm með Heij-
ólfi, tökum bílaleigubíla og leigjum
íbúðir. Margt hefur gerst hjá okkur,
ogt.d í haust þegar við vorum að fara
norður geymdum við Auður Ásgeirs-
dóttir töskumar á llugvellinum í
Reykjavík, og á meðan við biðum eftir
flugi til Akureyrar, skmppum við í
Kringluna en þegar við komum til
baka var taskan mín horfm. Ég var
frekar fúl yfir þessu öllu en ákvað að
drífa mig norður, með eina hliðartösku
og bara í fötunum sem ég stóð í.
Auður og fleiri skmppu út að versla
eftir að við vomm búnar að koma
okkur fyrir, fyrir norðan. Aðrar
stelpur úr hópnum fóru þá inn í
íbúðina sem Auður og Hmnd vom
með á leigu og tæmdu töskuna hennar
Auðar og settu kodda í staðinn en
settu fötin inn í skáp. Þegar Auður og
Hrund fóru að ganga frá dótinu, þá
finnur Auður belti og bol inni í skáp
og segir; „nei sko þetta er alveg eins
og beltið mitt... og bolur eins og ég á,
það er fínt þá getum við bara lánað
Rósu.“
Svo ætlar hún að ná í sængurföt í
töskuna sína og finnur kodda, tekur
hann upp og horfir furðu lostin á
koddann og segir; „ég tók ekki kodda
með mér.“ Lítur betur ofan í töskuna
og sér að það er ekkert annað. Hún
verður sótill, rýkur í símann, hringir í
mig og æpir í símann; „þetta hefur
verið skipulagt, ég ætla að kæra
þetta.“
I sama rnund koma hrekkjalómamir
inn, byrja að hlæja og skemmtu sér
konunglega yfir því hversu reið hún
var og hún fattaði ekki strax hvað var
um að vera, en... hún varð ennþá
reiðari þegar hún loksins sá hvemig í
málum lá. Hrekkjalómamir fengu svo
að finna fyrir því seinna og allir höfðu
gaman af.“
Rósa er yngsti nemandinn í hópnum
en segist alls ekki finna fyrir því enda
nokkrir ekki mikið eldri. „Það er
gaman að hafa breiðan hóp, þau sem
eru eldri hafa reynslu og hafa unnið
við heilbrigðisstörf og miðla því til
okkar. Sumir em með ung böm og
það þarf heilmikið púsl til að koma
þessu saman. Við spjöllum heilmikið
og það er alltaf eitthvað grín í gangi og
voða gaman hjá okkur, okkur finnst
við náttúrulega voða fyndin," segir
Rósa að endingu.
Þessar vísur eru um Akureyrarferðina þar sem gúðlátlegt
grin er gert að „gönguferðinni" og þeim raunum sem
nemendur lentu i. lag: Ég kátur stunda kvennafar...
Á fyrsta deg'i háskóla viö ultum niður kletta.
Og allir aðrir nemendur þeir horið'á okkur detta.
En licilar samt þó komumst við i okkar fyrsta tima,
en kennararnir tóluð'um hve hörð var okkar glíma.
Einn, tveir, við fómm út að ganga,
I klettunum á Akureyri fórum við að spranga.
Við reyndum nýjan góngustig en ranga leið við fórum.
Og enduðum i ógðngum i grasaskógi stórum.
Er upp ór töskum taka fór þó lundust ekki fötin.
En samt i bolni töskunnar þar engin voru götin.
Bálreið hún i sírnann rauk og byrjaði að kvarta,
þvi bara sæng og kodda innihélt nú taskan svarta.
Einn, tveir, þærtýndu sínum töskum.
Með fullt af fötum, snyrtidóti og kannski nokkrum
flöskum.
En seinna meir þá kom i Ijós að aðeins önnur týndist.
Hjá annarri var gamanið því belra en það sýndist.
i efnalræði vantaði kvöld eitt fleiri en Ijórar.
Þær Sigga vild'ei hlusta á og þóttust nokkuð stórar.
Þær ef nafræ ðifo rm ólurnar drukk'og gerðusl glaðar.
En daginn eftir heilsan var alls ekki til staðar.
Einn, tveir, þær mættu ekki í tima.
í heimanámi voru þær við formúlur að glima.
Á skemmtikvöldið mættu þær og fóru beint á barinn.
Og eftir nokkra kokteila var feimni þeirra farin.
En öll við komumst aftur heim og orðin klár í slaginn.
Hress og kát við mættum siðan fyrsta kennsludaginn.
i Eyjum ætlum við að takast á við námið okkar.
Því öll við erum sammál'um að hjúkrunin hún lokkar.
Einn, tveir, við áfram skulum fara.
Nú norðanmenn og konur mega sig sko far'að vara.
Þvi næstu fjögur árin oft, við norður munum mæta.
Og þá er vist við munum öll, Akureyri bæta.
HölmiliirAi/ðiir [inarsilóttir.