Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 20. febrúar 2003 Ávon á sviptingu vegna hraðaaksturs Rólegt var hjá lögreglu í vikunni og vom alls 177 færslur í dagbók hennar í sl. viku sem eru nokkuð færri færslur en í vikunni á undan. Þó var nokkur erill í umferðinni, eða alls 141'ærsiur. Ökumaðurvar stöðvaður vegna hraðaksturs en hann mældist á 115 km hraða á Hamarsvegi. Má hann eiga von á að verða sviptur ökuréttindum í tvo mánuði auk sektargreiðslu. Þá vom tveir ökumenn sektaðir fyrir að leggja ólöglega, einn var sektaður þar sem hann var ekki með öku- skírteinið meðferðis, þrír bifreiða- eigendur voru sektaðir vegna vanrækslu á að færa ökutæki lil skoðunar og sjö bifreiðaeigendur vom sektaðir, jafnffamt sent skrán- ingarnúmer voru tekin af öku- tækjum þeirra, vegna vanrækslu á að greiða vátryggingu ökutækis. Tvö umferðaróhöpp voru í vik- unni, ekki var um að ræða meiðsl á fólki en einhverjar skemmdir urðu á ökutækjum. Ásta Lilja fékk verðlaun á eldvarnaviku Eins og undanfarin ár efndi Lands- samband slökkviliðs- og sjúkra- flutningsmanna til samkeppni í tengslum við árlegu eldvarnarviku. Eins og áður var hverju 8 ára barni fengið verkefni með spurningum varðandi eldvarnir á heimilum, setn það svaraði og síðan var dregið úr réttum lausnum. Verðlaunin voru eins og áður vegleg en þau eru Lenco l'erða- geislaspilari, reykskynjari, viður- kenningarskjal með árituðu nal'ni, geisladiskur nteð KK og Eld- bandinu, blaðið Slökkviliðs- maðurinn og Slökkviliðsmaðurinn, forvarnarblað. Asta Lilja Gunnarsdóttir Vest- mannabraut 68, fékk verðlattnin, en Ásta Lilja er dóttir þeirra Gunnars Einarssonar og Laufeyjar Sigurð- ardóttur, hún er nemandi í Barnaskóla Vestmannaeyja í 3. bekk EH Hleypt úr dekkjum á bílum kennara FÍV Lofti var hleypt úr dekkjum á bif- reiðum sex kennara við Fram- haldsskólann aðfaranótt þriðjudags. Málið hefur verið kært til lög- reglunnar. Þar kemur einnig fram að sá sem hleypti loftinu úr eða skar á dekkin lét sér ekki nægja að taka úr einu dekki á hverjum bíl heldur tveimur svo ekki væri nóg að smella varadekkinu undir. Óæskilegur Lögregla og tollgæsla voru með eftirlit með erlendu skipi sem kom inn til Vestmannaeyja þann 18. febrúar sl. með saltfarm en á rneðal skipverja var maður sem ekki hafði heimild til að koma inn á Schengen- svæðið. SamningurVegagerðarinnar og Samskipa um Herjólf: Hver aukaferð kostar þúsund krónur 800 Margumtalaður viðaukasamningur Vegagerðarinnar og Samskipa hefur loks borist til Eyja. Vega- gerðin neitaði upphaflega að af- henda samninginn en bæjaryfirvöld leituðu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að samningurinn skyldi gerður opin- ber. Það sem helst kemur fram í þessum samningi er að einingaverð fyrir hverja aukaferð er rúmar 800 þúsund krónur sem er talsvert hærra en upp- haflega hefur verið talað um í þessu sambandi. Til dæmis bauð Herjólfur hf. 350 þúsund krónur í aukaferðimar en eins og kunnugt er þótti tilboð þeirra alltof hátt. Eins virðist samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni að hver aukaferð sem samið var um í febrúar á síðasta ári, alls 57 ferðir, kosti ríkis- sjóð rúma milljón hver ferð. Á sama tíma var samið um gjaldskrárhækk- anir. Alls greiddi Vegagerðin 124 milljónir króna til Samskipa á síðasta ári en upphaflega áttu Samskip að fá 64 milljónir. Aukaferðimar 57 kostuðu því svipað og hinar 440 sem samið var um upphaflega. Gjaldskrá skal nú hækka 1. janúar ár hvert samkvæmt vísitölu verksamn- ings í samkomulagi við bæjarstjóm Vestmannaeyja og ef Vegagerðin ákveður að fresta gjaldskrárhækkun skal bæta Samskipum það tekjutap sem af þeirri ákvörðun hlýst. Eins er talað um að nú sé heimild til að endurskoða einingarverð vegna breytinga í rekstrarumhverfi, s.s. hækkunar á olíu og vegna kaup- hækkana. Þetta er þvert á það sem kom fram upphallega þar sem talað var um að ekki yrðu bættar utanað- komandi hækkanir. Einnig vekur athygli eingreiðsla til Samskipa upp á fimm milljónir króna vegna breyttra forsendna frá því að upphaflegur verksamningur var gerður, þ.e. vegna fjölgunar ferða um tæp 30%. Nú gildir samningurinn til loka árs 2005. Fram til ársins 2001 hafði Herjólfur hf., sem var í eigu ríksins, Vestmanna- eyjabæjar og einstaklinga, rekið Herjólf í nokkur ár samkvæmt samn- ingi við Vegagerðina. Þegar sam- gönguráðherra ákvað að bjóða reksturinn út voru það Samskip og Herjólfur hf. sem buðu í hann. Var óeðlilega staðið að útboðinu? Tilboð Samskipa hljóðaði upp á 192 milljónir króna og var til þriggja ára. Herjólfur hf. bauð 325 milljónir fyrir sama tíma. Stjóm Herjólfs hf. var mjög óánægð með hvemig staðið var að útboðinu. Hélt hún því fram að tilboð Samskipa gæti ekki staðið. Sjálf sagði hún tilboð sitt byggt á reynslu af rekstri skipsins í mörg ár. Það var sama hvað borið var niður, stjómin rakst alls staðar á veggi. í næsta blaði Frétta verður úttekt á samningum Vegagerðar og Samskipa í ljósi nýrra upplýsinga og er spuming hvort þeir sem stóðu að tilboðsgerð- inni fyrir Herjólf hf. eigi ekki rétt á að fá að skoða hvemig staðan er í dag því greiðslan til Samskipa er ekki fjarri útboði Herjólfs þegar upp er staðið. Þessi spuming hlýtur að eiga rétt á sér því stjóm og framkvæmdastjóri Herjólfs hf. fullyrtu á sínum tíma að fyrirfram hafi verið ákveðið að Samskip fengju Herjólf. Vestmannaey VE af stað eftír miklar breytíngar: Tölvustýrt frystihús á millidekkinu VELTITANKUR var settur á Vestmannaey aftan við brúna. í Eyjum reykja minnst Undanfarnar vikur hefur frysti- togarinn Vestmannacy VE verið í slipp á Akureyri þar seni skipt var um vinnslubúnað á millidekki. Skipið Iandaði á Þorláksmessu fyrir norðan og strax eftir jól hófst vinna við skipið. Fréttir náðu tali af Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra í gærdag rétt áður en skipið hélt af stað í sína fyrslu veiðiferð eftir breytingamar. „Þetta hefur allt gengið mjög vel, það eina sem hefur komið upp er bilun í búnaði sem nú er búið að lagfæra og ekkert því til fyrirstöðu að halda af stað.“ Aðspurður um það sem helst var gert sagði hann að millidekkið hefði verið nánast berstrípað. „Það var allt rifið út, öll rör og loftin hækkuð. Stakkageymslan var stækk- uð og svo var sett upp mjög fullkomið og tölvustýrt frystihús um borð. Eins er komin ný flökunarvél og ný hausa- vél, sjálfvirkur flokkari og hálfsjálf- virkur úrsláttur með beinni færslu niður í lest. Strákarnir koma hvergi nálægl því fyrr en í lestinni. Frysti- tækin hafa verið stækkuð og eins móttakan og hafa verið settar tvær aukalúgur á hana. Öll aðstaða hefur verið bætt mikið fyrir mannskapinn og gerð þannig að menn þurfa ekki að bogra yftr hlutunum og hlífa því betur bakinu á sér.“ Birgir er mjög ánægður með breyt- ingamar og hrósar Akureyringum fyrir verkið. „Þeir hafa klárað þetta á mettíma, em búnir að vinna feikilega vel og eiga hrós skilið fyrir vel unnið starf," sagði Birgir og bætti við að það væri skemmtileg tilviljun að fara í sinn fyrsta róður eftir svo miklar breytingar á þeim degi þegar þijátíu ár eru liðin frá því Vestmannaey kom fyrst til landsins frá Japan þar sem skipið er smíðað. Guðmundur Alfreðsson, útgerð- arstjóri við hluta af nýja búnaðinum. Unglingar Um 6,8% grunnskólanema á aldrinum 12-16 ára reykja, sam- kvæmt könnun sem héraðslæknar gerðu í fyrravor í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykjavíkur og með stuðningi tóbaksvarnanefndar. Þessi tala var 11,4% árið 1998 og hefur því lækkað mikið. Unglingar í Vestmannaeyjum koma best út úr þessari könnun ásamt jafnöldrum sínum á Seltjamamesi og á ísafirði en á þessum stöðum reykja innan við 2%. Könnunin. sem gerð var í aprílmánuði 2002, náði til rúmlega tuttugu þúsund nemenda á aldrinum 10-16 ára um land allt og var sambærileg við kannanir sem gerðar hafa verið á íjögurra ára fresti, á landsvísu síðan 1990 og í Reykjavík síðan 1974. Helstu niðurstöður fyrir landið í heild sýna að nú reykja 7,0% pilta og 6,5% stúlkna, og er þá miðað við allar reykingar í aldurshópnum 12-16 ára. Ef aðeins er litið á daglegar reykingar lækkar hlutfallið hjá piltum í 5,4% og hjá stúlkum í 3,7%. Minnst er reykt á Vestfjörðum (3,6%), síðan kemur Vesturland (4,5%), Norðurland eystra (4,9%), Suðurland (5,9%), Norðurland vestra (6,6%) og Reykjanes og Austurland (7,3%), en mest er um reykingar á þessum aldri í Reykjavík (7,7%). Frá könnuninni íjómm ámm áður hafa reykingar minnkað á öllum lands- svæðum nema á Austurlandi. FRETTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Ettirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.