Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Qupperneq 11
Fimmtudagur 20. febrúar 2003 Fréttir 11 Grímur Gíslason skrifar: Notum tækifærið og byggjum alvöru menningarhús í hrauninu Náttúrugripasafnið er bam síns tíma og löngu er kominn tími á að endurbyggja það og hefja það til þeirrar virðingar sem það á skilið. Náttúmgripasafnið var einstakt á sínum tíma og ber vitni miklum stórhug þeirra er að byggingu þess stóðu en tækninni hefur fleygt fram og hana þarf að nýta til að gera safnið að lifandi nútímalegu safni. Það var ánægjulegt að heyra þær fréttir að ríkisstjómin hafi ákveðið að dusta rykið af fjögurra ára gömlu kosn- ingaloforði og veita fjár- magni til byggingar menningarhúsa á Akureyri og Vestmannaeyjum. Samkvæmt tilkynningu ríkisstjómarinnar verður einum milljarði veitt til verksins svo ætla má að 500 milljónir renni til verkefnisins í Eyjum þar sem það hlýtur að vera ráðgert að fjármagnið skiptist jafnt milli þessarra tveggja menningarhúsa. Það hlýtur að sjálfsögðu að skipta máli að heimamenn taki skjótt við sér og dragi vagninn í þessu efni og ljóst er samkvæmt fréttum að Akureyringar bmgðust skjótt við og vom strax, eftir að ákvörðunin var tilkynnt, komnir með hugmyndir upp á borðið sem þeir ræddu við menntamálaráðherra en ekki hef ég orðið var við fréttir af viðbrögðum bæjarstjómar Vest- mannaeyja. Fylgja á eftir hugmynd Árna um byggingu í hr iuninu Þegar umræðan um menningaihús fór af stað fyrir rúmum fjórum ámm dró Árni Johnsen fram athyglisverða hugmynd að slíku húsi sem hann var búinn að tala fyrir í nokkum tíma. Það var að byggja slíkt menningarhús inn í hraunið á þeim stað sem áður stóð hús Rafveitu Vestmannaeyja. Nefndi hann dæmi um svipaðar framkvæmdir erlendis og í kjölfarið fór hópur manna til Finnlands að kynna sér svipaða byggingu þar. Hugmynd Áma gekk út á að líklegt væri að ilnna mætti leifar af vélum Rafveitunnar í hraunstálinu og gætu þær staðið út úr bergveggnum og minnt á áhrifaríkan hátt á þær hrikalegu hamfarir sem áttu sér stað í Eyjum fyrir 30 ámm. Nú þegar fyrir liggur að ríkis- stjómin hefur ákveðið að veita ákveðinni ijárhæð til byggingar menn- ingarhúss í Vestmannaeyjum finnst mér að bæjaryfirvöld eigi að vera skjót til að koma þeim málum í ákveðinn farveg og stefna eigi eindregið að byggingu menningarhús á þeim nótum sem hugmynd Áma gekk út á. Bygging sem þessi yrði einstæð hér á landi og myndi án efa draga að sér fjölda ferðamanna og ljóst er að þörf er á slíku í Eyjum. I húsi sem þessu mætti tvinna saman t.d. gosminjasafn, byggðasafn og náttúrugripasafn auk þess sem þar mætti hafa aðstöðu fyrir ýmiss konar uppákomur. Staðsetning hússins er einnig mjög góð á þessum stað þar sem Skansinn og það myndarlega svæði sem þar hefur verið byggt upp er á svipuðum slóðum þannig að tengja má þetta saman á skemmtilegan hátt. Löngu kominn tími á alvöru gos- minjasafn Það er löngu orðið tímabært að koma á fót í Eyjum alvöru gosminjasafni og ég held að allir hljóti að gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er sögu okkar að koma á fót slíku safni á myndarlegan hátt. Sá myndaflokkur um Eyjagosið, sem sýndur var á Stöð tvö í vetur og vakti mikla athygli, sýnir að mikið er til af alls konar efni sem týnast mun ef ekki verður á skipulegan hátt farið í að halda því til haga. Það eru þrjátíu ár liðin frá gosi og tíminn flýgur hratt og þó að of margt sé eflaust týnt, sem hæft hefði vel gos- minjasafni, er enn ekki of seint að bregðast við. Það væri vel við hæfi að minnast 30 ára ífá goslokum með því að hefjast handa um að koma alvöru gosminjasafni á fót. Með vatni, lýsingu og hljóði má gera marga hluti til að gera safn sem þetta lifandi eins og gert hefur verið víða um heim. Eg hef t.d. séð slíkt sjálfur í Las Vegas þar sem í stórum garði eru framkölluð eldgos og hraun- rennsli á áhrifaríkan hátt, nær ein- göngu með vatni og ljósum. Þegar ég skoðaði fyrst Geysisstofu, sem byggð hefur verið á hvera- svæðinu við Geysi, varð mér hugsað til þess hvað við Eyjamenn höfum sofið á verðinum varðandi að koma á fót lifandi gosminjasafni. I Geysis- stofu er búið að koma upp skemmtilegu safni fróðleiks um hverasvæðið, jarðsögu, náttúruham- farir og fl. og þar er gosið á Heimaey og í Surtsey eitt af því sem fjallað er um á lifandi og áhrifaríkan hátt. Byggja á upp Náttúrugripasafnið á nútímalegan hátt Náttúmgripasafnið er bam síns tíma og löngu er kominn tími á að endur- byggja það og hefja það til þeirrar virðingar sem það á skilið. Náttúrugripasafnið var einstakt á sínum tíma og ber vitni miklum stór- hug þeirra er að byggingu þess stóðu en tækninni hefur fleygt fram og hana þarf að nýta til að gera safnið að lifandi nútímalegu safni. Oft hefur verið haft á orði að koma þyrfti Náttúrugripasafninu í rýmra húsnæði og byggja það upp en lítið hefur orðið af framkvæmdum. Nú er því tæki- færið til að byggja safnið upp á myndarlegan hátt og koma því fyrir í menningarhúsi í hrauninu ásamt öðrum söfnum. Menningarhús í hrauninu mun laða fjölda ferðamanna til Eyja Það er oft talað um að laða þurfi ferðamenn til Eyja og mín skoðun er sú að ef rétt verður spilað úr þeim fjármunum sem ríkisstjómin hefur ákveðið að veita til menningarhúss í Eyjum þá geti það orðið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Eyjum og þar með eflingu fyrir atvinnu og mannlíf í Eyjum í heild. Við eigum ekki að nota þessa fjár- muni til byggingar á einhverjum venjulegum steinkumbalda. Við höfum í dag í Eyjum stórt og mikið samkomuhús svo ekki er þörf á öðm slíku. Þess vegna eigum við að nota tækifærið og ráðast í byggingu menn- ingarhúss á þann ævintýralega hátt sem hugmynd Áma gekk út á og koma á leið á fót alvöru gosminjasafni og nútímalegu náttúmgripasafni. Hús sem byggt yrði á þann hátt í hrauninu og myndi hýsa mannlíf, sögu og menningu Eyjanna gegnum árin er virkilegt Menningarhús og er framkvæmd sem mun skila sér til framtíðar fyrir Eyjamar. Það kostar bæjarsjóð eflaust ein- hverja fjármuni að fara í slíka framkvæmd en þeim fjármunum er vel varið og munu þeir eflaust skila meim til baka en ýmsar aðrar framkvæmdir sem ljármunum hefur verið veitl í á liðnum ámm. Snúum vörn í sókn fyrir Vest- mannaeyjar Eg skora á bæjarstjórn að taka frum- kvæðið sem fyrst í þessu máli og Eyjamenn að sameinast um að standa að baki slíkri framkvæmd til hagsbóta og sóknar fyrir Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjar hafa því miður setið eftir á mörgum sviðum á undan- fömum ámm. Breytingar hal'a orðið í sjávarútvegi, atvinna hefur dregist saman, fólki hefur fækkac- og það hefur víða blásið á móti um stund. Það þarf því að horfa með opnum huga til framtíðar, leita nýrra leiða og tækifæra og nota allar smugur sem gefast til sóknar og uppbyggingar á breiðu sviði. Þannig má snúa vöm í sókn íyrir Vestmannaeyjar. Grímur Gíslason Selma Ragnarsdóttirformaður Eyverja skrifar: Fyrirsögnin var frekar hallærisleg En eitt af því sorglegasta í þessum bransa er þegar fólk notar hvert tækifæri til að upphefja sjálft sig á kostnað annarra eins og við höfum séð mikið af að undanfömu. Þannig að ég ítreka aftur að ég neita að svara í þessum tón og því verður þessi grein mín ekki meira krassandi en þetta. Við höfum margt annað og uppbyggilegra að einbeita okkur að núna. Við skulum hafa það í huga hvar sem við stöndum. Taki þeir til sín sem eiga. Ég verð að lýsa yfir furðu minni með fyrir- sögn opnu- viðtals í síðasta blaði Frétta. Sá sem ber ábyrgð á fyrirsögninni er greinilega að leita eftir skítkasti á milli pólitískra ungliða- hreyfinga í bænum, því miður. Á meðan ég er formaður Eyverja, þá verður ekki farið niður á þetta plan. Mér fannst viðtalið á margan hátt ágætt og þjóna sínum tilgangi fyrir viðkomandi, en fyrirsögnin var frekar hallærisleg og í raun misvísandi á viðtalið í heild. Það skýtur þó skökku við að við- mælandinn er í raun að viðurkenna það sem hann er að gagnrýna í sama viðtali að fólk geti haft misjafnar skoðanir innan sama flokks. Hann gerir mikið úr þessu og það blásið upp með fyrirsögninni. Það er ágætt að fá gagnrýni. en staðreyndir verða þá líka að vera réttar. í aðal- og varastjóm Eyverja eru ellefu einstaklingar frá 18- 34 ára. Þetta er fjölbreyttur hópur sem leggur sitt af mörkum til að efla félags- og málefualegt starf ungs fólks í Vestmannaeyjum. Eitt get ég upplýst að þegar fólk tekur við stjómar- mennsku í Eyverjum em þau ekki látin sverja eið að stefnu SUS, þó að á margan hátt séum við að vinna að sömu hlutunum en ekki nærri öllum. Eyverjar hvetja og ætlast til þess af stjómarmönnum sínum að þeir hafi sjálfstæða hugsun en séu jafnframt samtaka í ákvörðunartöku um mikil- væg málefni, samanber jarðgöng og fleiri mál. Að mínu mati em duglegir og hugmyndaríkir einstaklingar verð- mætari í Eyverjastarfinu en prógram- aðir smápólitíkusar. Eða er ég að misskilja eitthvað með að hafa „vit á pólitík?“ Sumir telja það reyndar vera mælikvarði á gæði pólitíkusa, hvað þeir geti röflað og rifist um. Þetta er ímynd sem hefur skapast, sem ég reyni að berjast á móti og vil ekki taka þátt í. Enda tel ég að einmitt þessi ímynd letji marga til þátttöku í pólitísku starfi. En eitt af því sorglegasta í þessum bransa er þegar fólk notar hvert tækifæri til að upphefja sjálft sig á kostnað annarra eins og við höfum séð mikið af að undanfömu. Þannig að ég ítreka aftur að ég neita að svara í þessum tón og því verður þessi grein mín ekki meira krassandi en þetta. Við höfum margt annað og uppbyggilegra að einbeita okkur að núna. Við skulum hafa það í huga hvar sem við stöndum. Taki þeir til sín sem eiga. Takk fyrír lesturinn, Selma Ragnarsdóttir. Spurt er: Hvernig fer úrslita- leikur ÍBV og Hauka? Viðar Einarsson málari -Að sjálfsögðu vinnum við leikinn, þetta verður svakalegur marka- leikur, 34-30 í tvíframlengdum leik. Magnús Sigurðsson fram- kvæmdastjóri -Þær vinna þetta á góðri liðsheild með þrem úl fjórum mörkum. Guðmundur Eyjólfsson kaup- maður -Hann fer 29-27 fyrir ÍBV. Trúin flytur tjöll.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.