Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. febrúar 2003 Fréttir 13 BÆJARFULLTRÚARNIR, Stefán Jónasson og Guðrún Erlingsdóttir, ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja, Binni framkvæmdastjóri, Þór Vilhjálmsson starfsmannastjóri, Heiða Ásgeirsdóttir, eiginkona lagerstjóra Saltkaupa og Guðni Guðnason útgerðarstjóri skoða myndir frá 1980 þegar allt var fullt af fiski í Vinnsíustöðinni. Þær eru teknar á vetrarvertíð og þá voru uni 400 tonn af óslægðum fiski komin inn á gólf. Reikningar VSV 2002: Hagnaður rúmur milljarður Á föstudaginn lá fyrir uppgjör Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 2002. Á árinu sameinuðust Jón Erlingsson ehf. og Undína ehf. Vinnslustöðinni og var uppgjörið sameiginglegt. Samkvæmt því voru heildartekjur hinna sameinuðu félaga 3.786 milljónir króna, fram- legð var 1.243 milljónir króna eða 32,8%, hagnaður var 1.069 millj- ónir króna og veltufé frá rekstri 1.093 milljónir króna. Á árinu 2002 keypti Vinnslustöðin 50% hlut í Úndínu ehf. og 60% hlutabréfa í Jóni Erlingssyni ehf. og vom þessi þrjú félög sameinuð þann I. júlí 2002. Rekstrarhorfur á yfirstandandi ári gera ráð fyrir að tekjur félagsins verði 3.600 milljónir króna og framlegð þess verði 1.000 milljónir króna og dregst því saman um 20% ef miðað er við sameiginlega framlegð Vinnslu- stöðvarinnar hf„ Jóns Erlingssonar ehf. og Úndínu ehf. á árinu 2002. Þá er gert ráð fyrir að afskriftir nemi 530 milljónum króna og fjármagns- kostnaður verði 200 milljónir króna. Hagnaður félagsins er því áætlaður 270 milljónir króna. Áætlunin byggir á eftirfarandi meginforsendum: *Gengisvísitala íslensku krónunnar verði sú sama að meðaltali á árinu öllu og hún var í lok janúar sl. eða 124 stig. *Afurðaverð haldist svipað í erlendri mynt og í upphafi árs. *Fiskverð til útgerðar lækki í takt við styrkingu krónunnar að undanfömu. *Úthlutun loðnu á yfirstandandi ári verði 850 þúsund tonn. *Að öðru leyti er gert ráð fyrir svipaðri úthlutun úr mikilvægustu fiskistofnunum. í frétt frá Vinnslustöðinni segir að forsvarsmenn hennar geri sér grein fyrir mikilvægi félagsins í Vestmanna- eyjum. „Félagið vinnur langmestan hluta afla síns í Eyjum og er stærsti einstaki vinnuveitandinn þar með mikla samfélagslega ábyrgð. Þá á- byrgð getur félagið því aðeins axlað að það sé rekið með viðunandi af- komu. í þessu Ijósi benda stjómendur félagsins á að bolfiskverð til útgerðar félagsins er nú orðið allt of hátt og afkoma landvinnsludeilda þess er óviðunandi. Forsvarsmenn Vinnslu- stöðvarinnar hf. skora því á sjó- mannaforystuna að sýna sanngimi í kröfum sínum um fiskverð og tefla ekki í tvísýnu atvinnu og afkomu þess fólks sem enn starfar við fiskvinnslu í Eyjurn," segir í fréttinni. Rekstrarreikningur 2002 Að því er kemur fram í frétt frá Vinnslustöðinni var afkoma félagsins á árinu með ágætum. „Ánægjulegt er að benda á hátt hlutfall veltuíjár frá rekstri af rekstrartekjum eða 28%. Afkoma útgerðar félagsins er með miklum ágætum en framlegðarhlutfall hennar, án þess að tekið sé tillit til stjórnunarkostnaðar, var 35% árið 2002 en var 28,5% árið 2001. Fram- legðarhlutfall landvinnslu félagsins dróst hins vegar mikið saman eða úr 28% árið á undan í 19%, reiknað á sama hátt og áður. í rekstrarreikningi kemur meðal annars fram eftirfarandi: *Hagnaður rekstrarársins var 902 milljónir króna og jókst um 866 milljónir frá fyrra ári. Hagnaður síðustu þriggja mánaða ársins nam 7 milljónum króna. *Heildartekjur félagsins voru 3.609 milljónir króna og jukust um 129 milljónir króna frá fyrra ári. *Framlegð félagsins (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) nam 1.119 milljónum króna og dróst hún saman um 63 milljónir króna frá fyrra ári. Framlegðarhlutfal! félagsins var 31% á móti 33,9% árið áður. Framlegð síðustu þriggja mánaða ársins nam hins vegar aðeins 30 milljónum króna og framlegðarhlutfall var 6,2%. *Veltufé frá rekstri nam 1.015 milljónum króna á árinu og var 28% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri á síðasta ársljórðungi ársins var neikvætt um 6 milljónir króna. *Afskriftir jukust um 67 milljónir króna frá fyrra ári og námu 495 milljónum króna. Aukningin á sér fyrst og fremst skýringu í aukinni eignfærslu aflaheimilda en aflaheim- ildir jukust verulega við-sameiningu Vinnslustöðvarinnar hf„ Úndínu ehf., og Jóns Erlingssonar ehf. 1. júlí síðast- liðinn. Afskriftir á síðasta ársfjórð- ungi ársins námu 153 milljónum króna. *Önnur gjöld félagsins upp á 157 milljónir króna skýrast fyrst og fremst af sölutapi á línubátnum Gandí og aflögðu frystihúsi félagsins. *Fjármagnsgjöld voru 1.118 millj- ónum króna lægri en árið áður og skýrast fyrst og fremst af 475 milljón króna gengishagnaði síðastliðið ár en árið á undan nam gengistap félagsins 565 milljónum króna. Viðsnúningur íjármagnsliða er hærri en sem nemur þeirri hagnaðaraukningu sem varð á niilli áranna 2001 og 2002. Þá segir að afkoma 4. ársfjórðungs hafi verið slök sem ekki sé óvenjulegt og ástæða hins mikla munar sem er á tekjum og framlegð er að síldveiðar gengu verr árið 2002 en á sama tíma árið 2001 og síldin nýttist verr til manneldisvinnslu. Gengishagnaður ársfjórðungsins skýrir að öllu leyti hagnað tímabilsins. Heildarskuldir félagsins hækkuðu um 533 milljónir króna á milli áranna 2001 og 2002 og voru í lok árs 2002 um 4.876 milljónir króna. Nettó- skuldir félagsins voru aftur á móti 3.219 milljónir króna og lækkuðu um 290 milljónir króna frá árinu áður. Þess er að geta að efnahagur Jóns Erlingssonar ehf. og Úndínu ehf. er meðtalinn í tölum um efnahag félagsins. Beitt er verðbólgureikningsskilum í uppgjörinu líkt og fyrri ár. Án þeirra væri hagnaður félagsins 57 milljónum króna lægri og eigið fé væri 90 milljónum króna lægra en nú er kynnt. Stjóm félagsins leggur til að greiddur verði 20% arður og að réttur til arðs miðist við hluthafaskrá í lok aðalfundardags. Greiðsla arðs verði þann 20. júní. Ákveðið hefur verið að halda aðalfund félagsins 2. maí nk. HARALDUR Gíslason og Gunnlaugur Ólafsson, stjórnarmenn í Vinnslustöðinni, á spjalli við einn af gestunum á föstudaginn. Anna Sigríður Gísladóttir starfsmaður VSV og Guðný Óskarsdóttir varaformaður Drífanda verkalýðsfélags voru meðal þeirra sem mættu í móttökuna í Höllinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.