Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Side 1
Daglega Aukaferðir: Alla daga nema laugardaga HERJÓLFUR Upplýsingasfmi: 481-2800 • www.herjolfi HERJOLFUR 1 rií rf) ll 30. árg. / 25. tbl. / Vestmannaeyjum 19. júní 2003 / Verð kr. 180 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is LARA Skæringsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar á 17. júní en dagskráin fór fram á Stakkagerðistúni í ár. Bls. Samningur um samruna Vinnslustöðvarinnar og Hugins ehf: ^ Háð samþykki Síldarvinnslunnar -sem á 45% hlut í útgerðinni Vinnslustöðin hf. og eigendur tæplega 55 % hlutar í Hugin ehf. hafa náð samkomulagi um að stefna að sameiningu félaganna. Samningurinn er með fyrirvara um að samningar takist milli Vinnslustöðvarinnar hf. og Sfldar- vinnslunnar hf. um kaup Vinnslu- stöðvarinnar á rúmlega 45% hlut Síldarvinnslunnar í Hugin ehf. Fyrirtækið á og rekur uppsjávar- frystiskipið Hugin VE 55 sem er 1.136 brúttórúmlestir að stærð, smíðað í Chile árið 2001 og eitt af fullkomnustu skipum flotans. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, sagði að þar á bæ væru menn vongóðir um málið. „Þó er maður aldrei með neitt fast í hendi fyrr en búið er að klára málið.“ Hann sagði næsta skref vera viðræður við Síldarvinnsluna. Aðspurður um hvort búið væri að gera Síldar- vinnslunni tilboð sagði Binni: „Við erum búnir að ræða við þá en það þarf að klára þessi mál.“ Eigendur meirihluta hlutabréfa í Huginn ehf. fá greitt fyrir sinn hlut með hlutabréfum í Vinnslustöðinni. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagðist lítið vita um málið, enda væri hann nýkominn úr fríi. „Eg er að byrja að skoða þetta mál, mér skilst að meirihlutaeigendur séu búnir að ná einhvers konar sam- komulagi við Vinnslustöðina en við eigum 45% hlut og verðum að skoða hvaða leiðir eru færar fyrir okkur." Björgólfur sagðist lítið vilja tjá sig um málið en sagði þó að einhver lausn myndi finnast, hvemig sem hún verður. „Hvort sem það verður með því að sameinast Vinnslu- stöðinni eða með öðrum hætti.“ Páll Þór Guðmundsson, útgerðar- stjóri Hugins ehf., vildi ekkert tjá sig um málið og sagði að þetta skýrðist væntanlega á næstu dögum og ekkert væri um málið að segja fyrr en þá. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjómarformaður Síldarvinnslunnar vildi ekkert um málið segja. Huginn hefur lengst af verið í eigu Guðmundar Inga Guðmunds- sonar og fjölskyldu. Er þetta fjórði báturinn með þessu nafni. Sumarstúlkurnar kynntar Nú er komið að Sumarstúlkunum og í þessu blaði eru viðtöl við þrjór stúlknanna. 'i IP i rMI i TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt I BLS. 16 500 stelpur á Vöruvalsmóti Vöruvalsmótið tókst vel í alla staði enda þokkalegasta veður. Eyjastelpur stóðu sig vel. I BLS. 14. og 15. Líflegt við höfnina: Loðnuveiðar að hefjast Mokveiði hefur verið á Reykja- neshrygg allt frá sjómannadegi en Vestmannaey VE kom inn með fullfermi í dag, eftir skamma útivist, með yfir fjörutíu milljón króna aflaverðmæti. Smáey VE kom inn í gær eftir þrjá sólar- hringa með fullfermi, uppistaðan í aflanum ýsa sem fékkst á Víkinni. Snorri Sturluson VE hefur verið við veiðar á Reykjaneshrygg og landaði fullfermi 4. júní og millilandar í Reykjavík næsta laugardag. Sigurður VE hefur landað 5600 tonnum af norsk- íslensku síld- inni í Krossanesi og er í síðasta túrnum. Antares VE var sömu- leiðis á sfldveiðum, fékk 3200 tonn en er hættur og hefur loðnu- veiðar á föstudagskvöld. Heimaey VE er í þorski á Vest- fjarðamiðum og er væntanleg á mánudag. Trúlega fer Harpa VE á síldveiðar 25. júní en þá hefjast sumarsíldveiðar. Jón Vídalín ÁR landaði full- fermi í gær en uppistaða aflans var ufsi og ýsa. Drangavík VE landaði 45 tonnum, aðallega ýsu, á mánudag og er væntanleg aftur á morgun með svipaðan afla. Tregt hefur verið á humrinum þessa viku en þær veiðar hófust um miðjan maí og hafa gengið ágætlega. Sighvatur VE landaði 1200 tonnum af síld síðustu nótt en hann hefur verið við veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum og Kap VE er á miðunum. Stígandi VE kom í land í gær með 170 kör af ufsa sem fer til vinnslu hér en heldur til veiða aftur á morgun. Mikið sektað Af umferðarmálum er það helst að frétta að alls lágu 25 skýrslur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en helstu brot eru vanræksla á að færa bifreið til skoðunar, röng lagning ökutækis, hraðakstur og vanræksla á að nota öryggisbelti í akstri. Eitt umferðaróhapp var til- kynnt lögreglu en um minniháttar óhapp var að ræða og engin slys á fólki. Eitt skemmdarverk var tilkynnt lögreglu í vikunni og átti það sér stað í Bárugötu aðfaranótt laug- ardags þegar skemmdir voru unnar á bifreið sem þar stóð. Ekki er vitað hver þarna var að verki. - á öllum sviðum! Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 Skíp og bíll EIMSKIP sími: 481 3500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.