Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Síða 8
Frcttir / Fimmtudagur 19.júní2003 130 manns á Rotary- þingi Um næstu helgi 20. og 21. júní verður haldið formót og umdæmisþing Rótarý á Islandi í Vestmanneyjum. Sigurður R. Símonarson skólamála- fulltrúi er umdæmisstjóri á íslandi og af því tilefni er þingið haldið hér í Eyjum. Formótið sækja allir verðandi forsetar og verðandi ritarar klúbbanna á íslandi fyrir starfsárið 2003 -2004. Rótarýklúbbar á íslandi eru 28 talsins og starfa flestir þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. A formótinu fer fram fræðsla fyrir verðandi forseta og ritara. Einnig sækja þeir Rótarýfund hjá Vestmannaeyjaklúbbnum á föstu- dagskvöldið ásamt mökum og öðrum gestum. A laugardaginn verður umdæmis- þing Rótarý á Islandi í Höllinni. Þar skilar fráfarandi umdæmisstjóri af sér verkefnum ársins og nýr umdæmis- stjóri tekur formlega til starfa. Alls er áætlað að um 130 gestir sæki Vest- mannaeyjar heim af þessum tilefni, þar á meðal fulltrúi forseta Rotary Intemational, fulltrúi Rótarýum- dæmanna á Norðurlöndum og skiptinemar Rótarý á Islandi. Yfirskrift þingsins í ár er: Eyjalíf fólk - náttúra umhverfi. Margir ágætir Eyjamenn hafa lagt Rótarý- klúbbi Vestmannaeyja lið við undirbúning þingsins og munu gestir njóta þess að hlusta á fróðleg erindi, skoða Eyjamar og borða gómsætan mat að hætti Hallarinnar. Allt skipu- lag þingsins hefur hvílt á herðum klúbbfélaganna í Eyjum en þeir em 13 talsins, sannast hér enn hið fom- kveðna að margar hendur vinna létt verk. Forseti Rótarýklúbbs Vestmanna- eyja er Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri. Tilgangur Rótarý - hvað er Rótarý? Rótarý er hreyfíng manna úr við- skiptalífi og atvinnulífi. Rótarýhreyf- ingin er alþjóðafélagsskapur í 163 þjóðlöndum. Félagar em um 1,2 milljónir. Samtökin standa fyrir mannúðarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heim- inum. Til marks um það er opinbert kjörorð alþjóðahreyfmgarinnar þetta: Þjónusta ofar eigin hag. Göng eru eina raunhæfa veg- tengingin milli lands og Eyja -Ljóst er að jarðfræðirannsóknir sem fyrirhugaðar eru í sumar skipta öllu máli fyrir framgang málsins Fyrir skömmu var fyrsti aðalfundur Áhugafélags um vegtengingu haldinn í Höllinni. Þar var stjórn kosin og var Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, kosinn formaður. Aðrir í stjórn eru Börkur Grímsson bankastjóri, Eyþór Harðarson tæknifræðingur, Friðrik Friðriksson veitustjóri, Helgi Bragason lögfræðingur, Olafur H. Sjgurjónsson skólameistari og Sigurður Póll Ásmundsson starfsmaður Áhaldahúss Vm. Farið var yfir það starf sem bróðabirgðastjórnin vann og meðal annars lagðirfram útreikningar um hagkvæmni ganga milli lands og Eyja. Eins voru athyglisverðar niðurstöður lagðar fram úr skoðana- könnun sem Gallup gerði fyrir stjórnina. Þar kom fram að gestum til Eyja myndi fjölga gríðarlega ef göng yrðu að veruleika og var það Friðrik Friðriksson veitustjóri sem fór yfir niðurstöðurnar. Það er mikill hugur í félagsmönnum sem eru ó þriðja hundrað og næsta skref eru rannsóknir Ármanns Höskuldssonar og fleiri vísindamanna í sumar, þar er vonast til að fó niðurstöður um það hvort yfirleitt er hægt að grafa göng ó milli Heimaeyjar og Islands og verða næstu skref ókveðin í kjölfarið. Skýrsla BRÁÐABIRGÐASTJÓRNAR Alls hélt bráðabirgðastjórnin sex fundi þar sem öll frumvinna fyrir aðalfund var unnin. Einnig var leitað eftir áliti nokkurra fyrirtækja á því hvað göng myndu þýða fyrir þau. Stjórnin hefur m.a. beitt sér fyrir því að senda bréf í öll hús í Eyjum þar sem fólk er hvatt til þess að skrá sig í félagið. Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri og for- maður stjórnar áhugafélagsins, flutti skýrslu stjómar og kom þar margt athyglisvert fram. Stjórnin hélt fund með forsvarsmönnum Spalar þar sem margt athyglisvert kom fram sem hjálpar stjóminni að móta þá vinnu sem framundan er. í kjölfarið var unninn lánaútreikningur sem snýr að fjármögnun og rekstri Vestmanna- eyjaganga. Markmiðið AÐ NÁ ÞÚSUND FÉLÖGUM Fram kom í máli Inga að kannað hafði verið með kostnað Flugmálastjómar varðandi rekstrarkostnað á flugvell- inum í Vestmannaeyjum. Árlegur kostnaður er á bilinu 50 til 60 milljónir króna. Ingi sagði að stofnfélagar væm nú um 200 og fjölgaði lítillega eftir að bréf var sent út í öll hús í Eyjum. En betur má ef duga skal, sagði Ingi þar sem markmið stjómarinnar er að meðlimir í félaginu verði nálægt 1000. „Það þarf að gerast til að við Eyjamenn getum sýnt það út á við að sameinuð stöndum við í þessu mikla hags- munamáli Eyjamanna. Gjaldtaka þessi er til þess að standa undir þeim kostnaði sem fellur til, t.a.m. vegna fyrirlesara, kannana, rannsókna, kynn- inga og annars áróðurs sem talið er að styðji málefnið." Ingi upplýsti ennfremur að kynn- ingarbréf hafi verið sent félögum í átthagafélagi Vestmanneyinga á Reykjavíkursvæðinu og að stefnt sé að því að eiga fund með stjóm ÁTVR til að útfæra nánar samstarf félaganna. Kynningarbréf var einnig sent til fyrir- tækja, stofnana og félaga varðandi upplýsingar um hvaða möguleikar felast í framkvæmdinni gagnvart þeim aðilum. Nokkur svör hafa borist en vonast er eftir því að fleiri skili sínu áliti þar sem nálgun fleiri aðila með skoðanir og hugmyndir styrkir gmnd- völl málefnisins. Ingi kynnti einnig þá viljayfirlýsingu sem fulltrúar allra framboða til Alþingis í vor skrifuðu undir. Ingi sagði það gríðarlega mikil- vægt skref þar sem það styrkir þá vinnu sem framundan er. „Ekki þarf að íjölyrða um þá miklu byltingu sem vegtenging við Vest- mannaeyjar yrði fyrir Vestmanna- eyinga, Sunnlendinga og raunar alla landsmenn. í því sambandi eru fyrir- hugaðir fundir í sveitarfélögum á Suðurlandi þar sem áhrifa slíkra samgöngubóta væri hvað mest að vænta og má þar nefna Hvolsvöll, Hellu og sveitimar. Miðað við núver- andi stöðu er eina raunhæfa veg- tengingin göng milli lands og Eyja. Ljóst er að jarðfræðirannsóknir sem fyrirhugaðar em í sumar skipta öllu máli fyrir framgang málsins. Næstu verkefni stjómarinnar eru að halda áfram að kynna verkefnið íyrir öllum þeim sem mögulega munu koma að framkvæmdinni ef rannsóknir sumars- insverða jákvæðar upp á framhaldið.“ Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nýtt nafn á félagið. Hafa nokkrar tillögur borist og verður EYVERJAR eru nýkomnir úr Færeyjaferð þar sem þeir m.a. kynntu sér gangnagerð. Færeyingar eru duglegir á þessu sviði og þessi göng, sem eru 700 metrar, voru gerð vegna hættu á hálku á veginum sem fyrir var. Þau styttu leiðina aðeins um 200 metra. Mynd Héðinn Karl. kosið á milli nafnanna: Eyland, Ægisdyr, Spotli. Sandur og Áll. Hægt er að greiða atkvæði með því að senda tölvupóst á gong@eyjar.is. Réttu megin við núllið 2017 Lagðir vom fram úUeikningar Friðriks Friðrikssonar veitustjóra og Barkar Gnmssonar útibússtjóra Islandsbanka og vom þeir mjög athyglisverðir. Forsendumar eru að fyrsti bíllinn keyri í gegn árið 2010 og að 600 fólksbílar og 50 stórir bflar fari í gegn á hverjum degi fyrsta árið. Eftir það yrði tvö prósent aukning á hverju ári fyrstu tuttugu árin og eftir það eins prósent aukning. Verðið yrði 2500 krónur fyrir fólksbíl en 7500 krónur fyrir stærri bfla. Tekjur af þessu á fyrsta ári yrðu 675 milljónir króna. Ríkissjóður myndi leggja fram jafn mikið og þeir setja í rekstur Herjólfs, eða 433 milljónir króna. Samtals eru þetta því tekjur upp á 1108 milljónir króna. Reiknað er með að göngin kosti 15 milljarða og lán verði tekið fyrir allri upphæðinni. 7,5 milljarðar í erlendum lánum með 6% vöxtum og 7,5 milljarður með 7,5% vöxtum. Á fyrsta ári yrðu afborganir lána 938 milljónir króna. Árlegur rekstrarkostn- aður er áætlaður 170 milljónir króna. Göngin yrðu rekin með halla fyrstu sjö árin en eftir það ætti reksturinn að skila afgangi. Miðað við þessa útreikninga er nokkuð ljóst að göngin myndu borga sig. FLEIRI TIL EYJA EF GÖNG YRÐU AÐ VERULEIKA Félagið fékk Gallup til þess að gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem lagðar vom fyrir tvær spumingar varð- andi göng til Eyja. Var um að ræða 1250 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og vom svarendur á aldursbilinu 16- 75 ára. Svarhlutfall var 65%. 59% þeirra sem svömðu vom frá Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en 41% af landsbyggðinni. Fyrri spumingin hljóðaði svo: Nú er í gangi athugun á hagkvæmni þess að koma á vegtengingu til Vestmanna- eyja með jarðgöngum. Framkvæmdin yrði á svipuðum forsendum og veg- göngin undir Hvalíjörð, þ.e. inn- heimtur yrði vegtollur sem stæði undir stærstum hluta Ijárfestingarinnar. Ef af jarðgöngum til Vestmannaeyja yrði, hve oft á ári myndir þú líklega notfæra þér þau? Af þeim sem svömðu tóku 94% afstöðu, 26,1% sögðust aldrei myndu ferðast til Eyja, 25,3% sjaldnar en árlega, 25,4% einu sinni á ári, 10,1% tvisvar á ári og 13,2% þrisvar eða oftar. Seinni spumingin var: Hversu oft á ári ferð þú til Vestmannaeyja? Þar kom fram að 42,4% sögðust aldrei fara til Eyja og 39,6% sjaldnar en árlega. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að þetta hlutfall færi úr 82% niður í 51,4% ef göng kæmu. 10,6%sögðust fara einu sinni ári, 2,4% tvisvar á ári og 5% sögðust fara þrisvar eða oftar til Eyja. Þetta hlutfall myndi hækka úr 18% upp í 48,6%. VARFÆRNISLEG ÁÆTLUN Það vekur athygli í niðurstöðunum að rúmlega helmingur þeirra sem spurðir vom telja að það sem spurt var um skipti frekar eða mjög miklu máli. Það er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að lítil umræða hefur farið fram á landsvísu um málið. Friðrik Friðriksson sá um að fara yfir niðurstöður Gallups á fundinum og sagði hann könnunina gott innlegg og vísbendingu sem byggja verður nákvæmari rannsóknir á. Hann sagði hvað fréttnæmast í henni að hún endurspegli niðurstöðu Hvalfjarðar- ganga. „Einnig mun farþegum til Eyja fjölga allt að þrefalt eða fjórfalt samkvæmt könnuninni." Hann sagðist sáttur við niðurstöð- una og að þetta væri bara einn hluti af því að leiða verkefnið áfram þar til fyrir liggur hvort gerlegt er að grafa göng til Eyja. Utreikningar Friðriks og Barkar vöktu einnig athygli á fundinum og aðspurður um forsend- umar sagði Friðrik að 600 bflar á dag væri síður en svo of hátt og varðandi vexti ætti hann frekar von á því að hægt verði að fá lægri vexti. „Eg er fullviss um að lífeyrissjóðir munu slást um að lána í þetta verkefni á fimm til sex prósent vöxtum ef rannsóknir koma vel út. Ef fengin yrði ríkisábyrgð á hluta lánanna yrðu vextir innan við fimm prósent." Friðrik bætti því við að hlutur rikis- ins væri mjög varfæmislega áætlaður. „Ef byggður yrði nýr Herjólfur sem siglir á skemmri tíma en tveimur klukkustundum til Þorlákshafnar þá emm við ekki að tala um undir 600 milljónum ffá ríkinu á hverju ári. Ekki em teknir með aðrir þættir eins og flugvöllurinn, sjúkraflug, stærra at- vinnusvæði, nýting ljárfestinga og siglingatími svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Friðrik að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.