Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Síða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2003 Allt er falt, líka aðgangur að líkömum kvenna -Viðtal við Dís Sigurgeirsdóttur, lögfræðing hjá Dómsmálaráðuneytinu en hún er annar tveggja fulltrúa sem stýrt hefur átaki gegn verslun með konur DÍS segir megintilgang sameiginlega átaksins halá verið upplýsingaátak. í því fólst að vekja almenning til vitundar um hvað verslun með konur snýst. Eftirspurn á Noðurlöndum Dís hélt fyrirlestur um átakið gegn verslun með konur á vegum Aglow í Safnaðarheimili Landakirkju, fyrir skemmstu. Fundurinn var vel sóttur en konur voru í miklum meirihluta fundargesta. Dís veitti fúslega viðtal um átak Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna gegn verslun með konur. „Ákveðið var að upplýsingaherferðin samanstæði af sameiginlegu átaki allra landanna og einnig að hvert land efndi til átaks í sínu landi, sem væri sér- staklega sniðið að þörfum þess. Eystrasaltsríkin eru talin upprunalönd í þessu sambandi, þar er efnahags- ástandið lélegt, fólk býr við bág kjör og leitar eftir leiðum til að komast burt, þangað sem lífsskilyrði eru betri. f þessum löndum var sérstaklega einblínt á að koma vamaðarorðum til þeirra kvenna sem ætluðu að leggja land undir fót og taka vafasömum atvinnutilboðum á Vesturlöndum. Norðurlöridin eru hins vegar lönd þar sem lífsskilyrði eru betri og taka því við fólki frá upprunalöndunum. Norðurlöndin eru því markaður fyrir verslun með konur.“ Vinnuhópur var stofnaður til að skipuleggja sameiginlega herferð sem í áttu sæti tveir fulltrúar frá dómsmála- og jafnréttisráðuneytum hvers ríkis og er Dís fulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Til undirbúnings íslenska átakinu gegn verslun með konur var sérstakur undirbúningshópur stofnaður. „f hon- um sátu fulltrúar frá 13 mismunandi samtökum og stofnunum sem allir tengjast þessu vandamáli á einn eða annan hátt. Þar má nefna Vinnu- málastofnun, ASÍ, Rauða kross Islands, Stígamót, Kvennaathvarf, Sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli. Utlendingaeftirlitið, Kvennaráðgjöf- ina, Neyðarmóttökuna, Jafnréttisstofu og utanríkisráðuneytið. Ákveðið var að tveir verkefhisstjórar stýrðu átakinu á íslandi, annar frá dómsmála- ráðuneytinu og hinn frá félagsmála- ráðuneytinu, sem fer með jafnréttis- mál hér á landi. Á fyrsta fundi undirbúningshópsins voru helstu áhættuþættir varðandi verslun með konur ræddir. „Ákveðið var að beina sjónum að konum sem koma hingað til lands til að dansa nektardans á næturklúbbum og einnig var vakin athygli á að konur koma hingað til lands til að starfa við heimilishjálp og þeim þætti mætti ekki gleyma. Einnig kom í ljós að auka þyrfti upplýsingaflæði milli þeirra sem starfa að þessum málum og stuðla að betra eftirliti með því að konur yrðu ekki fómarlömb mansals og þá þegar væri búið að stíga fyrsta skrefið í baráttunni." Konan SEM SÖLUVARA Dís segir megintilgang sameiginlega átaksins hafa verið upplýsingaátak. í því fólst að vekja almenning til vitundar um hvað verslun með konur snýst. „Þar sem hverju ríki var frjálst að leggja mismunandi áherslur í átakinu var ákveðið í íslenska átakinu að einblína einnig á fyrirbærið, konan sem söluvara. Kynlífsvæðingin og hnattvæðingin hafa haft þau áhrif að allt er falt hvort sem það em veraldleg gæði eða aðgangur að líkömum kvenna. Starfshópurinn taldi að mikil- vægt væri að ná fram viðhorfs- breytingu." Til að ná þessum markmiðum var ákveðið í fyrsta lagi að gefa út blað með ítarlegri umfjöllun um verslun með konur og í öðru lagi að halda ráðstefnu þar sem ýmsir sérfræðingar lýstu margvíslegum flötum vanda- málsins. Þá var einnig miðað að því að ná athygli íjölmiðla og vekja upp mikla umræðu um efnið. Blaðið kom út um miðjan febrúar og var því dreift með laugardagsblaði Morgunblaðsins á 58.000 heimili vítt og breitt um landið. Ráðstefnan var haldin 28. febrúar á Grand Hótel þar sem ýmsir erlendir og íslenskir sérfræðingar fluttu erindi. Það er skemmst frá því að segja að ráðstefnan var mjög vel sótt og heppnaðist mjög vel í alla staði. „I tengslum við ráðstefnuna sýnd- um við einnig myndina Lilya 4-ever, en myndin, sem er eftir hinn þekkta sænska leikstjóra Lukas Moodysson, fjallar um skelfilegan veruleika ung- lingsstúlku frá fyrrum Sovétríkjunum, Jafnréttisráðherrar Norður- landa og Eystrasaltsland- anna ákváðu á fundi sem þeir sátu í tengslum við ráðstefnuna „Women and Democracy" eða Konur og lýðræði, sem var haldin í Vilnius, Litháen, í júní- mánuði 2001, að efna til upplýsingaherferðar gegn verslun með konur í þeim tilgangi að stemma stigu við þessu stigvaxandi vanda- máli. A fundinum var rætt um alvarleika málsins og að viðfangsefnið hefði í raun tvo fleti, þ.e. þann sem sneri að jafnrétti kynjanna og hinn sem sneri að laga- umhverfinu. Af þeim sökum var talið heillavænlegt að fá dómsmálaráðherra þess- ara sömu ríkja til liðs við átakið og á fundi þeirra í ágúst sama ár ákváðu þeir að taka þátt í átakinu. I framhaldinu var stofnaður vinnuhópur sem í áttu sæti tveir fulltrúar frá dómsmála- og jafnréttismálaráðuneyt- um hvers lands. Dís Sigur- geirsdóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, og Asta Sigrún Helgadóttir, lögfræðingur hjá félags- málaráðuneytinu, eru verk- efnisstjórar átaksins á Islandi en fjórtán manna hópur sá um hugmynda- vinnu fyrir átakið hér á landi. Ahersla var lögð á að upplýsa almenning um þær hörmulegu afleiðingar og mannréttindabrot sem fylgja verslun með konur. Dís er Vestmannaeyingur í húð og hár, dóttir Sigur- geirs Jónssonar og Katrínar Magnúsdóttur í Gvendar- húsi. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð lærði hún lögfræði við Háskóla Islands og hefur starfað sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu frá því í mars 2000. Dís er gift Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara í Hafnar- firði, þau eiga soninn Jó- hann Lárus en fyrir átti Dís dótturina Gabríelu og Jónas á þrjár dætur, Elínu Onnu, Onnu Margréti og Guðlaugu Hrefnu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.