Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Qupperneq 1
Áætlun Herjólfs B rottfarartímar
Vetur 1.12.-28.2. Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfh
Mán.-lau. 8.15 12.00
Fös. 8.15 / 16.00 12.00 / 19.30
Sun. 14.00 18.00
| Nánari upplýsingar eraó finna £% | ^ ■ pi i £% 8 á www.herjolfur.is og ásíóu 415 * * ** „ í Textavarpi RÚV, auk þess sem ImdfkJttmaar a upplýsingar eru veittar í síma 481 -2800. "Jtuiánóain
30. árg. / 44. tbl. / Vestmannaeyjum 30. óktóber 2003 / Verð kr. 180 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is
Heildarlausn
íflutningum
E eimskip Œ&mx-n
www.eimskip.is • www.flytjandi.is • simi 4813500
Stærri
síld úr
Antaresi
Antares VE 18 landaði 400 tonn-
um af síld, í gær miðvikudag, og
Gullberg VE 292 landaði 600
tonnum á mánudag. Oskar
Óskarsson, framleiðslustjóri
Isfélagsins, segir þetta vera
þokkalega síld og síldina sem
kom úr Antaresi stærri en verið
hefur. „Við erum búnir að taka á
móti 3600 tonnum og meiri-
hlutinn hefur verið flakaður og
frystur. Það er flakað hjá okkur
á vöktum allan sólarhringinn frá
16. október og pakkað á daginn.
Þetta hefur því verið stöðug
vinna, lítur vel út og gengur
vel,“ segir Óskar.
Sighvatur Bjarnason VE 81 var
væntanlegur til löndunar í
gærkvöldi með rúm 500 tonn af
sfld. ísleifur VE 63 landaði 300
tonnum á mánudag og er á
miðunum. Stefán Friðriksson,
aðstoðarframkvæmdastjóri, segir
þetta vera blandaða millisíld sem
nýtist ekki nægilega vel í vinnslu
en þó var unnið við flökun og
frystingu síðasta laugardag.
„Veiðarnar fara betur af stað en
undanfarin ár, allt hefur verið
veitt í nót sem er ódýrara og
síldin betri,“ segir Stefán.
Góður túr
í tonnum
talið
-en Kínverjar hafa
áhrif á verðið
Vestmannaey VE-54 landaði á
fimmtudag fyrir fimmtíu
milljónir og er farin aftur á
veiðar. Uppistaða aflans var
aðallegar þorskur og ýsa.
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður, segir þetta hafa verið að
mörgu leyti góðan túr í tonnum
talið. „Erlend verð eru almennt
lág núna enda mikið framboð af
fiski í Evrópu og Ameríku frá
Kína. Það er erfitt að segja til
um hversu lengi það varir en
verð hafa verið döpur allt þetta
ár. Maður hefur áhyggjur af
þessu eins öðru, það er einn
þáttur í því að vera útgerðar-
maður,“ sagði Magnús.
UPPFÆRSLA Leikfélags Vestmannaeyja á Litlu Ijót er ein besta skemmtun í leikhúsi sem undirritaður hefur upplifað
í nokkuð langan tíma. Kom þar margt til, góður texti, skemmtileg sviðsmynd, litskrúðugir búningar, oft ágætur leikur
og síðast en ekki síst góður húmor og leikgleði sem skilaði sér til áhorfenda. Allt var þetta keyrt áfram af lifandi tón-
list og slagverki sem var eins og hjartsláttur sýningarinnar, er meðal þess sem sagt er um leikritið á bls. 16.
Eyjamenn fá 29 tonn í byggðarkvóta:
Leggja 359 tonn í pottinn
Þegar lilið er á hversu mikið
útgerðir í Vestmannaeyjum leggja í
þann pott sem sjávarútvegsráðherra
síðar úthlutar sem byggðakvóta
kemur í ljós að aðeins lítið brot af
því sem tekið er frá Eyjum kemur
aftur til baka.
Ef litið er á hlutdeild útgerða í
Eyjum á þeim fjórum tegundum
sem tekið er af lil úthlutunar, kemur
í Ijós að samanlagt fara 359 þorsk-
ígildistonn í þennan 3000 tonna
pott. Það skal tekið fram að tvær
úthlutanir eru til styrktar byggðar-
lögum sem hafa lent í vanda vegna
samdráttar í sjávarútvegi. Annar
potturinn er 1500 tonn og er úthlut-
að frá sjávarútvegsráðuneytinu og
er svonefndur byggðakvóti. Hin
1500 tonnin eru í umsjá Byggða-
stofnunar og eyrnamerkt í lögum til
stuðnings sveitarfélögum sem lent
hafa í vanda vegna samdráttar. Ekki
hefur enn verið úthlutað úr þeim
potti.
Ef við lítum á forsendur þessara
útreikninga eru þær byggðar á því
að ef enginn byggðakvóti væri til
staðar og þessum 3000 tonnum yrði
skipt niður samkvæmt aflahlutdeild
fengju útgerðarmenn í Eyjum 359
tonn til viðbótar. I staðinn koma
hingað 29 tonn og því Ijóst að
„tapið“ vegna sértækra aðgerða
stjórnvalda er 330 þorskígildi. Er
það rúmlega helmingur af aflaheint-
ildum venjulegs vertíðarbáts og til
samanburðar má geta þess að kvóti
Glófaxa VE er 621 þorskígildi.
Lætur ekki
deigan síga
Hanna María, apótekari, hefur
staðið í ströngu á árinu í slag við
hina stóru.
| BLS. 10 og 11
Elegans hjá
r
Armanni
Armann Reynisson kynnti þriðju
Vinjettubók sína með miklum
glæsibrag.
| BLS. 18
TM-Öryggi
fyrir fjölskylduna
Sameinaðu allar tryggingar á
einfaldan og hagkvæman hátt.
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Réttingar og sprautun
Sími 481 1535
www.tmhf.is
ÖRYGGI