Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Side 2
2 Góð þátttaka -og spennandi matseðill á færeyskum dögum Undirbúningur gengur vel og virðist vera mikill áhugi fyrir færeyskum dögum sem verða haldnir á Fjólunni um aðra helgi. Verður fjörið bæði Frcttir / Fimmtudagur 30. október 2003 föstudags og laugardagskvöld og eru nú þegar fjörtíu manns búnir að boða komu sína án þess að mikið hafí verið auglýst. Boðið verður upp á hausthlaðborð að hætti Færeyinga og meðal þess sem verður á boðstólum er Rastkjöt, fylltur lundi, Steikt Iambsnýru, skinsakjöt, skerpikjöt og margt fleira. Veislustjórar verða Davíð Samúelsson og Marenza Poulsen. Fögnuður Umhverfisnefnd fagnaði því á fundi sínum 16. október sl. að Vestmanna- eyjar væru hluti af Náttúru- vemd- aráætlun og fól nefndin framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja- bæjar að vinna að framgangi málsins og undirbúningi verkefnisins í sam- vinnu við hagsmunaaðila. Mikið vantar á að mönnun Hraunbúða standist kröfur landlæknisembættisins: Ekki stendur til að lækka þjónustustig -segir Bergur Elías bæjarstjóri Skýrsla IBM um Hraunbúðir hefur vakið talsverða athygli og kannski ekki síst þær tillögur er miða að fækkun stöðugilda hjá stofnuninni en fjölgun hjúkrunarrýma. Bæjarstjóri leggur áherslu á að þetta séu aðeins tillögur og að þjónustustig á Hraun- búðum verður ekki lækkað. Jón Gauti Jónsson, ráðgjafi og höfundur skýrslunnar, vill til að mynda að einn hjúkrunarfræðingur sé á vakt yfir daginn, frá átta til fjögur en enginn á kvöldin og yfir nóttina. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru í dag 2,1 og eru hjúkrunarfræðingamir fimm sem skipta þessum stöðugildum á milli sín. Jón Gauti vill fækka þeim niður í 1,7 stöðugildi. Aftur er lögð áhersla á að hér er aðeins um tillögur IBM að ræða en enn á eftir að fjalla um málið í viðeigandi nefndum innan bæjarkerfisins. Allt of fáir starfsmenn? Ekkert stendur í lögum um mönnun vistheimila aldraðra og sjúkrastofnanir en gæðaráð landlæknisembættisins setti fram sínar ábendingar um hvemig staðið skuli að henni, í riti sem gefið var út fyrir tveimur árum. Þar kemur fram að stöðugildi hjúkr- unarfræðinga þar sem 24 aldraðir dvelja skal vera 7,5. Á Hraunbúðum em 30 vistmenn, þar af 25 í hjúkr- unarrýmum. Þá eiga 13,6 sjúkraliðar að vera til staðar. Samtals gera þetta 21,1 stöðugildi. Miðað við þetta em Hraunbúðir illilega undirmannaðar, aðeins 2,1 stöðugildi fyrir hjúkrunarfræðinga og 2,5 fyrir sjúkraliða, samtals 4,6 stöðugildi. Reyndar em í dag 8,8 stöðugildi í aðhlynningu á Hraun- búðum og sinnir það fólk svipuðum störfum og sjúkraliðar gera. Samtals gerir þetta 12,6 stöðugildi í heildina sem er tæplega níu stöðugildum of lítið miðað við ráðleggingar land- læknisembættisins. í skýrslu gæðaeftirlitsins segir að mikilvægt sé að starfsfólk sé hæfilega margt, gengið sé út frá hjúkrunar- þörfum einstaklinganna og stærð deildar. Of fátt fólk hafi í för með sér að hjúkrunarþörf vistmanna sé ekki mætt sem skyldi og þar með minnki oft lífsgæði heimilismanna. Einnig geti lítil mönnun leitt til aukins kostnaðar hjúkmnarvara og lyfja. Næturvaktir Annað sem vekur athygli er áhersla gæðaeftirlitsins á næturvaktir. I dag er enginn hjúkmnarfræðingur á nætur- vakt á Hraunbúðum en gæðaeftirlitið mælir með einum á næturvakt, tveimur á kvöldvakt og tveimur og hálfu stöðugildi yfir daginn. Jón Gauti mælir með að á dagvakt, það er frá átta til fjögur, sé einn hjúkmnar- fræðingur á vakt íjóra daga vikunnar sem jafnframt er hjúkmnarforstjóri stofnunarinnar, hina þrjá dagana skuli hjúkrunarfræðingarnir vera tveir yfir daginn. Ekki er gert ráð fyrir hjúkrun- arfræðingi á kvöld- eða næturvaktir. Gæðaeftirlitið leggur aftur á móti á það áherslu að minnst séu tveir á næturvakt og þá einn hjúkmnarfræð- ingur og einn sjúkraliði. Skiptir þá engu hvort um er að ræða stóra eða litla hjúkmnardeild eða hjúkrunar- heimili. Svo segir: „Gæðaráð vill leggja áherslu á mikilvægi einstak- lingsbundins mats á heilsufarslegum þörl'um hins aldraða. Engir tveir einstaklingar hafa söntu þarfir og sömu vandamál og eins getur ástand og líðan breyst frá einni stundu til annarrar. í þessu tilliti þarl'hjúkmnar- fræðingur ávallt að vera til taks til að meta slíkar breytingar og taka afstöðu til þess hvemig best sé að bregðast við þeim.“ Hal't var samband við önnur svipuð Taflfélagið í mikilli sókn í fyrsta skipti í fyrstu deild Um síðustu helgi tók Taflfélag Vest- mannaeyja þátt í Islandsmótinu í skák sem fram fór í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Til keppni vom send tvö lið, eitt lið sem leikur í fyrstu deild og síðan eitt lið sem lék f þeirri fjórðu. Átta lið em í hverri deild, nema þeirri íjórðu en þar em þau 23. í fyrstu deild em átta skákmenn í liði en sex í þeirri fjórðu. Islandsmótið fer fram með þeim hætti að tefldar em fjórar umferðir í fyrri hlutanum og þrjár í þeim seinni, sem fer fram fyrstu helgina í mars á næsta ári. TV lenti í öðm sæti í annarri deild í fyrra, en færðist upp um deild þar sem hið alræmda félag Skák- félagið Hrókurinn dró b-lið sitt úr keppni, en þeir höfðu unnið aðra deildina í fyrra. Þetta er í fyrsta skipti sem TV teflir í fyrstu deild og var því ljóst að takmarkið yrði fyrst og fremst að halda sætinu í deildinni. Eins og lesendum er væntanlega fullkunnugt tefia sterku Reykjavíkur- sveitimar fram sterkum stórmeistumm í sínum sveitum, bæði íslenskum og erlendum. TV er eina utanbæjar- félagið ásamt Taflfélagi Akureyrar sem teflir í fyrstu deild. TV leggur ríka áherslu á að halda liðinu í fyrstu deild og var því liðið styrkt með þremur erlendum meistumm, sem reyndar tefidu einnig fyrir félagið í annari deild í fyrra, að auki teflir síðan Sævar Bjamason fyrir félagið á ljórða borði. Aðrir í sveitum TV eru flestir Vestmannaeyingar, búsettir hér eða brottfluttir. Eftir þennan fyrri hluta Islandsmótsins er fyrstu deildar liðið okkar í 6. sæti, en á eftir mun léttara prógramm í þeim seinni. Fjórðu deildar liðið er í áttunda sæti, en á enn ágætis möguleika á að tryggja sér sæti í þriðju deild í seinni hlutanum þar sem efstu lið em mjög jöfn að vinn- ingum. Lúðrablástur á laugardag Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sínu árlegu Hausttónleika í Höllinni á laugardaginn nk. kl 15.00. Áð venju er efnisskrá tónleikanna mjög fjölbreytt og má þar nefna syrpu laga sem fræg hafa verið í kvik- myndum eins og Brúin yfir Kwai fljótið, Titillög Raiders of the Lost Ark og Star Trek. Einnig mun sveitin flytja nýjar útsetningar af íslensku dægurlögunum Játning og Ó, þú að ógleymdum tveimur lögum Oddgeirs Kristánssonar, stofnanda sveitarinnar. Ósvaldur Freyr Guðjónsson bæjar- listamaður hefur útsett þjóðhátíð- arlagið í ár fyrir lúðrasveitina og einn frægasti mars allra tíma, Washington Post eftir Sousa er líka á dagskránni. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar er Stefán Sigurjónsson skósmiður en með sveitinni munu spila 27 hljóð- færaleikarar. Sem fyrr segir verða tónleikamir í Höllinni á laugardaginn og er fólk hvatt til að mæta og kynna sér hvað Lúðrasveitin hefur upp á að bjóða að þessu sinni. eða sambærileg dvalarheimili á lands- byggðinni og eitt áttu þau öll sam- eiginlegt; hvergi var hjúkrunar- fræðingur á næturvakt, heldur er látið nægja að hafa einn á bakvakt. A Ljósheimum á Selfossi, sem er einvörðungu hjúkrunarheimili með tuttugu og fjögur hjúkrunarrými, eru 4,5 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og níu stöðugildi sjúkraliða. Á Garðvangi í Garði eru sex hjúkrunarfræðingar með forstjóra í sex stöðugildum og tólf sjúkraliðar. Þar eru þrjátíu og sjö hjúkrunarrými. Á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fengust þær upp- lýsingar að fjömtíu og eitt hjúkr- unar- rými er þar en sjötíu og átta dvalarmenn allt í allt. 3,7 stöðugildi eru þar af hjúkrunarfræðingum og ellefu stöðugildi fyrir sjúkraliða. A Lundi, dvalarheimili á Hellu, eru 3,5 stöðugildi hjúkrunarfræðinga en að sögn hjúkrunarforstjóra þar hefur oftast verið einn hjúkmnarfræðingur umfram en ekki í dag. Þá eru 3,1 stöðugildi sjúkraliða. Allt veltur þetta á svokallaðri hjúkr- unarþyngd en árlega skal það reiknað út. Ráðleggingar gæðaráðs em mið- aðar við að hjúkmnarþyngdin sé einn en meðalhjúkrunarþyngd á íslandi er 0,98. Ekkert hjúkrunarheimili sem haft var samband við, en þau voru öll á landsbyggðinni, var með þann fjölda fagfólks f vinnu sem gæðaráðið mælti með. Hlýtur það að vekja spurningar um hvort mikið ósamræmi sé á milli Landlæknisembættisins og Heilbrigð- isráðuneytisins þar sem peninga- skortur veldur því að ekki séu fleiri starfsmenn. Þjónustustig ekkilækkað Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, segir það alveg skýrt og leggur áherslu á það að ekki stendur til að lækka þjónustustigið á Hraunbúðum. „Það liggur alveg ljóst fyrir. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því að í skýrslu Jóns Gauta em tillögur sem bæjarráð vísaði til félagsmálaráðs. í raun á bæjarkerfið alveg eftir að Ijalla um málið. Ég vil leggja á það áherslu enn og aftur að þjónustustigið verður ekki lækkað. Hvað framhaldið varðar er best að við bíðum eftir niðurstöðum þeirra sem um málið eiga að fjalla,“ sagði Bergur Elías. Eldgos í garðinum -Ný bók Axels Gunnlaugssonar Um þessar mundir kemur út skáldsagan Eldgos í garðinum eftir Axel Gunnlaugsson fyrir börn og unglinga. Sagan segir frá strák sem vaknar við eldgosið og næstu tvö ár í lífi hans. Bókin er tvö hundmð síður og er myndskreytt með myndum eftir Sigurgeir Jónasson ljósmyndara frá Skuld. Axel er Vestmanneyingur í húð og hár, sonur Gunnlaugs Axelssonar í Skipalyftunni og Fríðu Dóm Jóhannsdóttur. Hann þekkir því af eigin raun söguna á bak við umrótið sem varð við eldgosið og hvemig var að flytjast aftur heim við breyttar aðstæður. Axel er tölvufræðingur að mennt og starfar sem tjamámsstjóri hjá Verslunarskólanum. Fundarboð Kvenfélagið Líkn verður með fund í Líkn v/Faxastíg á mánudaginn 3. nóvember n.k. kl. 20.00. Kristín Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur verður með fyrirlestur um sorg eða einlægni í sorginni. Mætum vel. Nýjar félagskonur velkomnar. Stjórnin. AXEL, þekkir gosið af eigin raun. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is í" alla ^mtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, kiakannm RÁn^ ^ranni,' Voruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, nn afnroWcP H 'u60-’11 '11 ’ Skýlinu í Friðarhöfnog í JollaíHafnarfirði °9 |Sðs'n Heir°lfs 1Þorlakshöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. að.llar aö Samtokum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljoðritun, notkun Ijosmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.