Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Síða 11
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003 11 Hanna María. „Ég vann um tíma í Jónshúsi, sá um veitingarnar og þar var ég líka í stjórn og um tíma var ég formaður Félags íslenskra námsmanna í Danmörku. Ég hef alltaf verið mikil félagsmálakerling og því var ekkert eðlilegra fyrir mig en að hella mér út í félagsmálin í Danmörku." Það hel'ur ýmislegt breyst í högum námsmanna frá því Hanna María var í námi í Danmörku. „Það fyrsta sem ég gerði var að kaupa mér hjól þegar ég kom til Danmerkur því maður hafði ekki efni á að ferðast með strætó. Þá var ekki sama frjálsræðið í gjaldeyris- viðskiptum og við þekkjum í dag. Við námsmenn fengum gjaldeyrisyfir- færslu þriðja hvern mánuð sem varð að duga. Það gat dregist en oftast var það þannig að önnur hvor okkar, ég eða Olla, fengum pening á réttum tíma. En einu sinni vorum við báðar staurblankar og þá var ekki um annað að ræða en lifa á vatni og rúgbrauði. Svona var þetta í einar tvær vikur sem okkur fannst lengi að líða. Þegar svo önnur fékk pening var haldin veisla, bara af því að við áttum pening fyrir mat.“ Alger dreifbýlistútta Þegar lyíjafræðingurinn Hanna María Siggeirsdóttir kom heim byrjaði hún að vinna í Norðurbæjarapóteki f Hafn- arfirði. „Ég vann líka í Holtsapóteki og í fimm ár vann ég svo við töflu- framleiðslu hjá Lyfjaverslun ríkisins, seinna Lyfjaverslun Islands og síðar LIF. Ég var líka í kennslu, kenndi nokkur ár í Lyfjatæknaskólanum, ennfremur nokkur ár í gamla Hjúkrun- arskólanum og eina önn lyfja- gerðarfræði við Háskóla Islands. Þá var apótekið í Stykkishólmi auglýst, ég sótti um og fékk og þar með hóf ég sjálfstæðan atvinnurekstur. Við fórum vestur um áramótin 1986. ég þá kasólétt að Guðbergi sem fæddist í mars. Þessa rúma tvo mánuði nýtti ég vel til þess að setja mig inn í rekstur fyrirtækisins, því ég vissi að það yrði lítill tími þegar bamið yrði fætt. Guðbergur var svo almennilegur að hann kom í heiminn daginn fyrir pálmasunnudag og ég þurfti því ekki afleysara nema í þrjá daga fyrir páskana. Sjálfa páskana nýtti ég svo til að vera með barninu og hellti mér svo í vinnuslaginn á ný.“ Fjölskyldan var níu ár í Hólminum og þar var Hanna María á fullu í félagslífinu og hóf m.a. blaðaútgáfu. „Ég stofnaði Stykkishólmspóstinn sem ennþá kemur út og það var mjög gefandi og skemmtileg vinna. Þótt vinnuálagið á mér hafi verið mikið fannst mér þetta þess virði. þar sem vettvang vantaði fyrir auglýsingar og skoðanaskipli í bænum. Framtakinu var það vel tekið að þetta hugarfóstur mitt lifir enn þann dag í dag.“ Jafnréttisbaráttan Þarna kemur fram sjálfstæði Hönnu Maríu sem líka segist alla tíð hafa verið mikil rauðsokka. „Og ég hef staðið mig í að lifa samkvæmt því en konur þurftu að hafa meira fyrir lífinu þegar ég var að koma út á vinnu- markaðinn en í dag. Þá fékk maður það framan í sig að hin og þessi staðan væri ekki fyrir kvenfólk. Þar sem apótekarinn í Stykkishólmi hafði alltaf verið í Rotaryklúbbnum taldi ég eðlilegt að ég fengi líka inngöngu og sóttist því eftir því, en alltaf án árangurs. A þessum tíma voru allir Rotaryklúbbar á landinu hreinir karlaklúbbar, og ég var reyndar fyrsta konan sem sóttist eftir því að ganga í Rotary. Sýslumanninum, Jóni Magnússyni, þótti þetta ekki við hæfi og ákvað að storka klúbbnum með því að bjóða mér á hvem einasta fund í heilan vetur og enda hverja ræðu á fundum með orðunum, „auk þess legg ég til að við bjóðum Hönnu Maríu í klúbbinn!“ En aldrei varð ég Rotaryfélagi þar." Þrátt fyrir þetta líkaði Hönnu Maríu vel í Hólminum sem hún segir yndis- legan bæ. „Þar er líka gott fólk en það er mikil hreyfing á því eins og hér í Eyjum.“ Voru ekki viðbrigði að koma úr Reykjavík á lítinn stað eins og Stykkishólm? „Við fórum þangað með opnum hug og jákvæðu hugar- fari. Ég ætlaði líka að taka þátt í samfélaginu því ég á alltaf erfitt með að sitja hjá aðgerðarlaus. Meðal minna bestu minninga úr Hólminum er staifið með Emblunum, kvennaklúbbi sem spratt út úr málfreyjum. Þar eignaðist ég margar af mínum bestu vinkonum." Vel tekið á móti okkur í Eyjum Umáramótin 1995 tók Hanna María við Apótcki Vestmannaeyja sem er 90 ára á þessu ári eins og áður greinir, og því eitt af elstu fyrirtækjum bæjarins. Hún segir að Eyjamenn hafi tekið vel á móti Ijölskyldunni. ,Jón Helgi, eldri sonur okkar. var svo tregur til að flytja til Eyja í upphafi að hann sagðist ætla að tjóðra sig við gangstéttina í Hólm- inum. En eftir að hann kom hingað var hann eins og fiskurinn í sjónum, eignaðist mjög góða félaga, lék með Lúðrasveitinni og hefur alltaf liðið mjög vel hér. Af mér er það að segja að ég var varla komin til Vest- mannaeyja þegar mér var boðið í Rotaryklúbbinn héma. Rotaryklúbb- amir eru starfsgreinaklúbbar og ég hef aldrei séð ástæðu til að aðeins annað kynið hafi aðgang að þeim eins og áður sagði. Við erum nokkrar stelpurnar í klúbbnum héma og kunnum vel við okkur í sambúðinni við Braga Olafs og hina strákana. Það segir kannski sína sögu að klúbburinn hér lifir góðu lífi en fyrir nokkrum árum leið Rotaryklúbbur Stykkis- hólms undir lok.“ Hanna María tók við Apóteki Vest- mannaeyja af Sigurjóni Jónssyni en hann tók aftur við af Sigurjóni Guð- jónssyni. „Ég hafði leyst Sigurjón fyrri af hérna í Eyjum á árum áður þannig að ég vissi að nokkru leyti að hverju ég gekk. I flutningunum hingað vorum við svo óheppin að gámurinn féll á hliðina og eitt fyrsta verk okkar var að láta laga margt af búslóð okkar sem hafði skemmst. Vorum við því mjög lengi að koma okkur fyrir. Fyrsta kvöldið okkar var líka raf- magnslaust og við urðum að gista úti á Hertoga og fengum mat þar um kvöldið sem var eldaður á gasi. Sagt er að fall sé fararheill og það á kannski við um okkur því mér og fjölskyld- unni hefur alltaf líkað vel í Eyjum.“ Yestmannaeyingar og Hólmarar Hver linnst þér munurinn á Stykkis- hólnii og Vestmannaeyjum? „Vestmannaeyingareru hörkudug- legir og taka sjálfa sig ekkert of hátíðlega. Hólmarar eru rólegri í tíðinni enda hefur Hólmurinn mótast af því að hafa verið lengi fyrst og fremst verslunarstaður. Vestmanna- eyjar eru stærri bær og maður finnur það. Mín skoðun er sú að 5000 íbúa þurfi til að halda uppi góðri þjónustu eins og framhaldsskóla, sjúkrahúsi og heilbrigðisþjónustu, bíói og leikfélagi, verslunum, iþróttaaðstöðu, sundlaug og öðru sem nútímaþjóðfélag vill hafa til staðar. Minni samfélög ná ekki að halda öllu þessu úti.“ Meiri eða minni einangrun? „Við kynntumst lækni í Hólminum. Guð- brandi Þorkelssyni, sem hafði áður starfað í Eyjum. Þegar við vorum á leið til Vestmannaeyja spurðum við hann auðvitað um lífið hér. Hann nefndi einangrunina en líka jákvæðar hliðar eins og að Eyjamenn væru mjög hressir. Auðvitað er maður einangraður í Eyjum en við ákváðum fyrirfram að láta það ekki pirra okkur. Það kemur þó fyrir að ég verð að missa af fundum sem ég gat sótt á meðan við bjuggum í Hólminum. Það verður að viðurkennast að samgöngur hamla og ég hlakka til þegar göngin koma. Ég er sannfærð um að það koma göng og ég vona að ekki sé langt í þau.“ Verðum að vera jákvæð Hvað finnst þér um samfélagið Vest- mannaeyjar? „Það hefur tekið dýfur sem mér finnst við vera að komast upp úr. Þrjú reiðarslög hafa dunið yfir Eyjamar á undanfömum árum. Fyrst var það mikið áfall þegar Sigurður Einarsson hvarf af sjónarsviðinu haustið 2000. Þá var ísfélagsbruninn hræðilegur fyrir atvinnulífið hjá okkur. Loks var Árnamálið leiðinlegt fyrir okkur öll. Samfélagið hér er gott og allar forsendur eru fyrir hendi til að láta sér líða vel. Við eigum framhalds- skóla, sjúkrahús, leikfélag, tónlistar- skóla og síðast en ekki síst Höllina. Þó forsendur góðs mannlífs séu til staðar þurfum við aðtaka okkur tak og temja okkur meiri jákvæðni. Ég vil sjá bæjarumræðuna á jákvæðari nótum. Horfum til þess að hér er gott mannlíf, mikið af fallegum gönguleiðum, einstæð náttúra og fallegur bær sem alltaf er að verða fallegri. Má í því sambandi benda á Skanssvæðið sem er einstakt. Auðvitað er hér atvinnu- leysi en það er líka annars staðar og hér er það undir landsmeðaltali," sagði Hanna María. Baráttan fyrir sjálfstæðu APÓTEKI En víkjum nú aftur að apóteksmálinu hér í Eyjum. Það kom fyrir bæjarstjóm þar sem í fyrstu atrennu var mælt gegn því að annað apótek yrði opnað í Eyjum. Þaðan fór málið fyrir ráðherra sem úrskurðaði að miðað við íbúafjölda væri ekki grundvöllur samkvæmt lyfjalögum fyrir fleiri en einu apóteki. „í lyfjalögum er ákvæði er segir að við veitingu nýs lyfsöluleyfis skuli taka tillit til íbúafjölda að baki apóteki," segir Hanna María um þessa baráttu sína. „Það hefur gerst um allt land að keðjumar tvær hafa verið að leggja undir sig apótekin eitt af öðm. Við höfum séð þetta gerast á þessu ári á Isafirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Borgarnesi, Stykkishólmi, Kefiavík, Dalvík og fleiri stöðum á landsbyggð- inni. Hér byrjaði þetta með því að það var hringt í mig frá Lyfjum og heilsu og sagt: ef þú selur okkur ekki þá opnum við við hliðina á þér“. Þeir gáfú mér sólarhring til að hugsa málið. Ég sá strax hvað verða vildi. þeir kærðu sig ekkert um samkeppni, það átti að drepa niður reksturinn hjá mér. Þeir létu ekki sitja við orðin tóm og sóttu um lyfsöluleyfi sem ráðherra neitaði síðan að samþykkja." Þegar Hanna María er spurð nánar út í þennan slag segir hún: „Slagurinn fólst aðallega í því að kynna fyrir fólki hér í Vestmannaeyjum hvernig um hnútana er búið í raun og vem. Lyf og heilsa kom með þessa hótun eins og þeir hafa gert svo víða. Lylja kom svo á eftir með „mjúku leiðina", hafði samband við mig og sagði að nú skyldi ég selja þeim því þá kæmi Lyf og heilsa ekki. Þá spurði ég: snýst þetta ekki um samkeppni?" VlNNUBRÖGÐ KEÐJANNA Hanna María segist hafa sínar heimildir um vinnubrögð lyfsölukeðj- anna, sem m.a. felast í að hafa mismunandi lyíjaverð eftir því hvort lyf em keypt á morgnana eða síðdegis, sbr. greinar eftir Sigurð Sigurðsson í Morgunblaðinu. „Á morgnana, þegar mestar líkur em á að eldra fólk sé að versla, er lyfjaverðið lægra, en þegar búast má við stressuðum foreldmm og fólki á leið heim úr vinnu eftir hádegi hækkar það. Keðjumar em líka með samtengt tölvukerfi milli verslana sem ég tel brjóta í bága við lögin um persónuvemd,“ sagði Hanna María. Hún segir að fólk verði að hafa þessa hluti í huga þegar verið er að gagnrýna lytjaverð f Apóteki Vest- manneyja. „Það er ekki létt verk að verjast á þessum vettvangi því sann- gimi er engin. Þegar ég spurði annan af forráðamönnum keðjanna hvað þeir gætu gert fyrir Vestmannaeyinga sem ég get ekki varð fátt um svör því þeir ætluðu sér aldrei að fara í samkeppni. Ég upplifði það líka þannig að að- gerðir þessara tveggja keðja séu samstilltar, sem kemur fram í því að önnur keðjan kemui' fyrst inn með hótunum og svo kemur hin keðjan á eftir og reynir „mjúku leiðina" á manni.“ Hanna María segir að það hafi verið kominn tími til að einhver stæði uppi í hárinu á þeim stóru og það er ekki á henni að heyra að henni leiðist að vera þarna sem Davíð á móti Golíat. „Það má leiða líkur að því að keðjumar hafi ákveðið að skipta landinu á milli sín og þeir hafa náð góðum árangri í því. Á skipulegan hátt reyna þeir að brjóta niður einyrkjana og bregða fyrir þá fæti. Einyrkjamireru beittir tvöfóldum þrýstingi. Annars vegarer neikvæður þrýstingur í formi hótunar um að opna við hliðina á manni. Hins vegar jákvæður þrýstingur í formi kaup- tilboðs. Það þarf sterk bein til að standast þennan þrýsting, enda hafa næstum allir einyrkjar gefist upp. En ég er ákveðin í að berjast gegn ofurellinu og læt ekki vaða yfir mig á skítugum skónum. Það hlýtur líka að vera hagur neytandans að sem flestir séu á þessum markaði og að spymt sé fótum við fákeppni." ÁSAKANIR UM ÓSANNGIRNI Þegar nefndar eru blaðagreinar þar sem apótekið er sakað um ósanngimi gagnvart viðskiplavinum segir hún: „Ég tel að okkar verð séu sambærileg við verð sem keðjumar bjóða í apótek- um sínum á landsbyggðinni. Við fylgjumst vel með verðum í öðrum apótekum. Sem betur fer eigum við fjölda viðskiptavina senr eru mjög ánægðir með okkur, enda bjóðum við upp á samkeppnishæf verð svo og ýmsa þjónustu, t.d. heimsendingar- þjónustu, skömmtun í lyfjaöskjur, blóðþrýstingsmælingar og ýmislegt fieira og þar sjáum við glatt fólk og ánægt, jrótt ekki heyrist alltaf eins hátt í því. Ég get líka fullyrt að ef önnur hvor keðjan kemst hcr inn með kaup- um á apótekinu hverfa a.m.k. þrjú störf úr bænum. Það munar um minna og við höfum verið svo heppin í apótekinu að þar starfar frábært fólk sem er alltaf reiðubúið til þjónustu. Sumt af þessu starfsfólki hefur starfað í apótekinu frá því löngu fyrir minn tíma og án þess væri fyrirtækið ekki það sem það er, enda er fyrirtæki ekkert annað en það fólk sem þar vinnur. Auk þess má benda á, að apótekið er eina fyrirtækið í bænum sem er opið alla daga ársins. En víkjum aftur að verðinu. Ég hef það fyrir satt að meðallyfjaverð hefur hækkað á þeim stöðum á lands- byggðinni þar sem keðjumar hafa keypt af einstaklingum. Á mörgum stöðum hefur þjónustustig líka lækkað og starfsfólki fækkað. Það er líka auðvelt fyrir keðjumar að bjóða við- skiptavinum frá Vestmannaeyjum lægra lyfjaverð til þess að brjóta mitt fyrirtæki niður, vegna þess að þeir geta séð hvaðan liringt er með núm- erabirti og hvar lögheimili viðskipta- vinar er ú frá kennitölum. Ef keðja tekur við af mér með lyfsölu hér í Eyjum getur viðskiptavinurinn ekki snúið sér neitt annað. Þess vegna er ég hissa á því ef fólk er vísvitandi að reyna að níða niður fyrirtæki sem er rekið hér frá Eyjum og er að keppa við keðjurnar bæði í verði og þjónustu. Það er auðvelt að koma með dylgjur um hærra verð í einstökum tilfellum, en það verður að skoða hlutina með heildarhag neytandans hér í Eyjum að leiðarljósi." Skyldur til samfélagsins Finnst þér þú ekki bera meiri skyldur til samfélagsins eftir að hafa fengið það staðfest af ráðherra að hann ætlar ekki að gefa leyfi fyrir fleiri lyfja- verslunum í Eyjum? ,,Að sjálfsögðu hef ég alltaf talið að Apótek Vestmannaeyja beri skyldur til samfélagsins, bæði í verðlagi og þjónustu. Enda þjónustan aukist mikið hér eftir að ég tók við apótekinu. En það verður að gæta sanngimi. Apó- tekið hér er í bullandi samkeppni við önnur apótek á landinu. Og ég hef t.d. aldrei lofað lægri verðum en í keðjuapóteki í Reykjavík, heldur verð- um sem ekki eru hærri en verð í keðjuapóteki á landsbyggðinni. Ég gat ekki og vildi ekki lofa lægra verði en í keðjuapóteki í Reykjavik. Það er ekki hægt því þetta er hálfgerður prútt- markaður og erfitt að henda reiður á lyfjaverði þar sem dagprísar eða jafnvel klukkuprísar ríkja. Fólki finnst sjálfsagt skrýtið að ekki skuli leyft annað apótek hér alveg eins og hér eru nokkrar matvöruverslanir, fatabúðir o.s.frv. En í fyrsta lagi tel ég mig ekki vera með einokun, þar sem fólk getur leitað annað finnist því það ekki fá nógu góð verð eða þjónustu hjá mér. Þannig virkar samkeppnin á mitt fyrirtæki. Við verðum að muna að Lyf og heilsa ætlaði sér ekki að vera í samkeppni við mig hér í Eyjum til langs tíma, heldur drepa mig niður fyrst þeir gátu ekki keypt mig. Það hefði verið auðvelt fyrir þá í krafti fjármagns, en það kemur viðskipta- vininum auðvitað ekki til góða nema í skamman tíma, og er óhagstætt fyrir hann þegar til lengri tíma er litið. Auðvitað hefði það verið auðveldast fyrir mig að selja apótekið strax, en bæði er ég það mikil dreifbýlis- manneskja að ég gat ekki hugsað mér að fyrirtækið væri rekið af utanað- komandi aðilum og að slörf töpuðust úr bæjarfélaginu, og auk þess vildi ég vinna gegn þeirri fákeppni sem virðist blasa við í smásölu lyfja. En stundum spyrég sjálfa mig: af hverju að standa í þessu streði?" Apótek hluti af HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU I annan stað verður að hafa í huga að apótek er hluti af heilbrigðis- þjónustunni og að það verður að vera tryggt að rekstrargrundvelli sé ekki kippt undan því. Rekstur apóteks er njörvaður niður af fióknu kerfi laga- ákvæða og reglugerða og ekki hægt að reka það eins og hverja aðra sjoppu. Þetta var það sem löggjafinn hafði í huga með lagaákvæðinu um fólks- tjölda að baki lyfjabúð. Auk þess má benda á, að jafnvel í löndum þar sem mikið fijálsræði hefur ríkt í verslunarrekstri, t.d. Bretlandi, ríkir ekki algert frumskógarlögmál í stofnun apóteka eins og hér hefur ríkt, og þar stjómast fjöldi og staðsetning lytjabúða af samningum við heilbrigð- isyfirvöld. Ég hitti Indverja fyrir nokkru sem rak lítið apótek í London, sennilega með kúnnahóp svipaðan og apótekið hér, og spurði hvort hann væri ekki hræddur við að keðja setti upp apótek í sömu götu. Nei, sagði hann, þeir fá ekki leyfi til þess. I nýlegri skýrslu heilbrigðisnefndar breska þingsins segir: „nefndin taldi efnahagsleg og samkeppnisleg rök ekki sannfærandi og var þeirrar skoð- unar að sé markaðurinn látinn ráða fjölda og staðsetningu lytjabúða muni það ekki leiða til bestu hugsanlegu þjónustu fyrir sjúklinginn." Þá má benda á, að í Danmörku og Finnlandi er staðsetningu lyfjabúða stýrt af stjómvöldum, og í Þýskalandi má hver lyljafræðingur aðeins eiga eitt apótek. I Nýja Sjálandi og Ástralíu, þar sem ég sótti alþjóðlegt lytjafræðiþing fyrir skömmu, er í gildi sú regla, að lyfjafræðingur verði að eiga meiri- hlutann í apóteki og má aðeins eiga í takmörkuðum fjölda apóteka. Mér finnst að við ættum að innleiða þetta í lyíjalög hjá okkur lika, og í þeirri von horfi ég björtum augum til framtíðar og er ekkert að gefast upp,“ sagði Hanna María að lokum. omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.