Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Side 15
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003
15
S
Atröskun, tekin fyrir á for-
varnaviku Framhaldsskólans:
s
Atröskunar-
sjúkdómar
dauðans cdvara
Fulltrúar frá Speglinum, samtökum
aðstandenda átröskunarsjúklinga,
héldu fyrirlestur í Framhalds-
skólanum fimmtudaginn 9. október
en þá var forvarnavika í skólanum.
Salurinn var þétt setinn og nemendur
skólans fylgdust með af miklum
áhuga og að fyrirlestri loknunr komu
fram margar athyglisverðar fyrir-
spumir.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for-
maður samtakanna og Haipa Rós
Gísladóttir hafa farið í skóla, félags-
miðstöðvar og á vinnustaði með
fræðslu- og foi-vamaerindi um átrösk-
unarsjúkdómana Anorexiu (lystarstol)
og Bulimiu (lotugræðgi)
Spegilinn er áhugamannafélag en
megintilgangur þess er að bæta
þekkingu, úrræði og forvamir. Meðal
annars með því að beita þrýstingi á
heilbrigðiskeifið fyrir bættri aðstoð og
þjónustu fyrir átröskunarsjúklinga.
Jafnffamt eru samtökin hugsuð sem
stuðningshópur fyrir sjúklinga og
aðstandendur þeirra. Katrín og Harpa
hvöttu alla þá sem þekkja einhvern
með átröskunarvanda að taka á málinu
og hvetja þann sem við slíkt glímir að
leita sér hjálpar.
Þrenns konar sjúkdómar
í bæklingi sem Spegillinn gefur út um
lystarstol og lotugræðgi segir m.a.
„Atröskun skiptist í þrenns konar sjúk-
dóma sem nefnast Anorexia nervosa -
Lystarstol, Bulimia nervosa - Lotu-
græðgi og Over eaters - Ofætur/Offita
en samtökin eru einungis hagsmuna-
samtök fyrir anorexiu og bulimiu.
Atröskun er geðsjúkdómur (geð-
röskun), þeir sem þjást af átröskun
finnst þeir verða „óhreinir" af mat og
óttast hann af ótta við að þyngjast og
eða fitna. Atraskanir em meðal
flóknustu og erfiðustu geðsjúkdóma.
Sjúkdómamir eru langvinnir og
algengir fylgikvillar eftir mislanga
meðgöngu em ýrrúss konar rrúsnotkun
á áfengi og eða lyfjum t.d. hægða- og
þvagræsilyfjum, þráhyggja, þung-
lyndi, sjálfseyðingarhvöt og sjálfsvígs-
hugsanir. Heilinn er gjaman fyrsta
líffærið sem verður fyrir skaða.
Taugaboðefnaflutningar fara úr
skorðum og sjálfsmatið brenglast."
Þjóðfélagsdýrkun á
SJÚKLEGA GRANNT HOLDAFAR
Þær Katrín og Harpa gáfu sér tíma í
spjall eftir fundinn og vom fyrst
spurðar hvemig hægt sé að koma í veg
fyrir sjúkdóminn.
„Fólk þarí' að vera meðvitað um
sjálft sig, hafa góða sjálfsmynd og
kynna sér einkenni og áhættuþætti og
vera vakandi fyrir þeim í umhverfinu.
Foreldrar verða að vera meðvitaðir um
í hvaða umhverfi börnin lifa, þ.á.m.
þjóðfélagsdýrkun á sjúklega grönnu
holdafari. Algengustu félagslegu
áhættuhóparnir eru iðkendur í fim-
leikum, sundi, frjálsum. ballett og
dansíþróttum, “ segir Katrín og bendir
á að langflestir sem glíma við
átröskunarsjúkdóma séu konur á
aldrinum 13 til 25 ára.
„Hins vegar geta allir fengið þenn-
an sjúkdóm og hann er hvorki tengdur
aldri, hæð, útliti, kynferði eða kyn-
hegðun. Það virðist mun viðkvæmara
fyrir stráka sem fá þennan sjúkdóm að
viðurkenna það og leita sér hjálpar því
mikill misskilningur er í gangi um að
þessi sjúkdónrur herji eingöngu á
konur og homma."
Talið er að þrjú þúsund þjáist af
þessum sjúkdómi hér á landi og þar af
er talið að um þrjú hundruð séu alvar-
lega veikir," segir Harpa.
„Það er lítið um meðferðarúrræði
hér á landi og lítið svigrúm virðist vera
fyrir fagfólk að afla sér þekkingar eða
einhverrar sérhæfingar á þessu sviði.
Það sem í boði er í dag má segja að sé
hugsjónaverkefni fárra fagaðila, en
þeir hafa ekki meira svigrúm en svo
að aðeins er hægt að bjóða upp á sex
pláss á ári - þrjú á Barna- og unglinga-
geðdeild og þrjú á Geðdeild Land-
spítalans, segir Katrín.
Erfttt að átta sig á
SJÚKDÓMNUM
„Alls staðar á Norðurlöndum eru sér-
hæfðar deildir þar sem sérfræðingar í
átröskunarsjúkdómum starfa. Nú
hefur verið skipuð nefnd á vegum
heilbrigðisráðuneytis til að taka út
þörfina á úrræðum fyrir átröskunar-
sjúklinga," segir Harpa.
Þær segja erfitt að fá fólk með
sjúkdóminn til að átta sig á að það er
veikt. Oft byrjar þetta sem megrun
sem fer úr böndunum. „Yllrleitt er
jretta fólk mjög grannt en sjúklegt ferli
getur verið farið í gang þó svo
einstaklingur sé ekki orðinn sjúklega
grannholda. Aðstandendur eru oft í
miklum vanda og fyllast sjálfsásökun,
það hafa allir heyrt um anorexiu en ef
þú átt tíu til tólf ára bam sem þjáist af
næringarskorti þá em viðbrögðin oft á
þann veg að foreldrið eigi bara að láta
barnið borða. En það er oftast ekki
hægt að stjóma því að þau börn borði
sem alls ekki vilja það. Ef fólk er orðið
veikt er ekki nóg að beita slíkum
„patent-lausnum," átröskunarsjúk-
lingar verða fijótt sérfræðingar í því að
blekkja aðstandendur," segir Katrín.
Röng skilaboð
Þær benda á að fólk fái mikið hrós
þegar það grennist. „Við heyrum oft
setningar eins og „mikið lítur þú vel
út, þú hefur grennst."
Væri ekki nær að hrósa fólki fyrir
það hvað það er sportlegt og vel á sig
komið, geisli af heilbrigði o.s. frv.
Við leggjum of mikið upp úr holda-
farsdýrkun og hver og einn verður að
finna mörkin þ.e. finna sér heilbrigðan
lífstíl, þ.e.a.s. ef þörf er á að missa
nokkur kfió,“ segir Harpa.
„Áröskunarsjúkdómar eru dauðans
alvara og fólk verður að vera vakandi
fyrir sjálfu sér. Það þarf að benda
aðstandendum á leiðir og hvað er í
boði en mörgum hættir til að hylma
yfir með sjúklingnum. Sjálfssvelti og
framkölluð uppköst eftir máltíð em
aldrei lausn, ekki einu sinni í stuttan
tíma," segja þær Katrín og Harpa sem
vilja leggja sitt af mörkun til jress að
koma í veg fyrir átröskunarsjúkdóma.
Nánari upplýsingar er að finna á
www. spegillinn.is og síma 661-0400.
NEMENDUR fylgdust af athygli með fyrirlestri um átröskun.
HARPA Rós og Katrín Sif fluttu krökkum sannleikann um átröskun.
Einnig á að vera hægt að nálgast upp-
lýsingabækling á næstu heilsu-
gæslustöð.
Vel heppnuð
FORVARNAVIKA
Lóa Skarphéðinsdóttir, skólahjúkr-
unarfræðingur Framhaldsskólans,
segir forvamaviku skólans hafa
heppnast vel. „Ég finn að það er mikil
ánægja með að skólinn bauð upp á
súpu og brauð á föstudeginum og ég
held að allir hafi skemmt sér ágætlega
þennan dag, segir Lóa en útivistar-
deginum Iauk með því að nemendur
og kennarar komu saman í Höllinni og
borðuðu saman hádegismat.
Lóa er sérstaklega spurð út í
fyrirlesturinn um átröskun og hvemig
málum er háttað hér. „Það hefur
komið upp í framhaldsskólum að ræst-
ingarfólk verði vart við að nemendur
em að kasta upp. „Glerungur í salem-
um skemmist vegna saltsýmnnar sem
kemur upp úr maganum við uppköst.
Tannlæknar em oft þeir fyrstu sem sjá
að um bulimiu er að ræða þar sem
glemngur á tönnum eyðist," segir Lóa.
„Ef maður lítur almennt á þetta þá
finnst mér áberandi hvað maður sér
mikið grannar stúlkur og svo feitar.
Offita er líka átröskun og það má segja
að það séu fieiri úrræði fyrir fullorðna
sem þjást af offitu til dæmis á
Reykjalundi og í Hveragerði en það
vantar úrræði fyrir bömin.
Veistu um einstaklinga sem þjást af
átröskun í skólanum?
„Ég hef haft gmn um anorexiu og ef
krakkar eru ekki orðnir átján ára þá
hefur maður þá leið að tala við
foreldrana. Þetta er viðkvæmt, þetta
geta verið stúlkur sem em grannar að
eðlisfari en ég hef líka heyrt af
stúlkum eftir að þær em famar úr
skólanum. Það hafa margir opnað sig
eftir fyrirlesturinn og fengið leiðbein-
ingar fyrir þá sem þær þekkja.“
Fullkomnunaráráita
Lóa segir að stelpur sem þjáist af
anorexiu séu fullkomnunarsinnar.
„Gegnumgangandi em þetta stelpur
sem em hæstar í bekknum. Þær koma
til kennarans og kvarta yfir nfu og
spyrja; „af hverju fékk ég ekki tíu.
Þetta snýst um að hafa stjórn á
hlutunum og þær vilja vera bestar í
öllu.“
Anorexia er geðröskunarsjúkdómur
og Lóa segir að þegar ákveðnu svelti
er náð þá kvikni geðtmflun. „Þetta er
auðvitað misjafnt eftir einstaklingum,
rétt eins og með geðklofa sem getur
orðið til við mikið álag. Anorexiu-
sjúklingar hafa brenglaða sjálfsmynd,
sjá sig feita og ýmsar breytingar verða
á Iíkamsstarfseminni. Stúlkur hætta
að hafa blæðingar og sjúklingarnir
komast í það ástand að hætta að finna
fyrir hungri."
Lóa hcfur unnið með foreldrum og
anorexiusjúklingi sem var í grunn-
skóla. „Það tókst að snúa ferlinu við
en anorexia læknast ekki, hún getur
alltaf blossað upp aftur. Það getur
komið upp að vinkonur leiðist út í
þelta saman þ.e. bulimiu, sumar hætta
en aðrar geta það ekki og þá skiptast á
anorexiu og bulimiu tímabil. Þess má
geta að þetta á ekki eingöngu við
stelpur, strákar em að glíma við þetta
í vaxandi mæli.
Læra heilbrigðan lífsstíl
I Framhaldsskólanum fara allir nem-
endur í gegn um fræðslu þar sem m.a.
er fjallað um átröskunarsjúkdóma.
„Við emm að vinna gegn þessu og
allir nýnemar fara í lífsleikni sem
skiptist í nokkrar lotur. Fyrsta vikan
byggist á hópefli, önnur fjallar um
heilbrigðan lífsstfi og sjálfsmynd. Þar
er fjallað um átröskun, sýndar
brellurnar í tískuljósmyndun, förðun,
sílikon o.s.frv. Ræðunrennska er
kennd í þriðju lotunni í lífsleikni, í
þeirri fjórðu er kennd námstækni og
fimmta er f tjármálafræði.
Ekki orðið vör
VIÐ ALVARLEG
TILFELLI
í gmnnskólunum er lagt upp úr því að
nemendur temji sér heilbrigðan lífsstfl
og lögð áhersla á fræðslu og for-
vamastarf.
Vera Björk Einarsdóttir, skólahjúkr-
unarfræðingur Hamarsskóla, segist
einstaka sinnum hafa frétt af stúlkum
sem eru að framkalla uppköst. „Mér
er kunnugt um að þetta getur komið
upp í vinkonuhópum. Senr betur fer
hefur tekist að koma í veg fyrir, í
samvinnu við foreldra, að þetta þróist
í að verða sjúkdómur. Ég hef verið
með stúlkur í vigtun og viðtölum en
það hafa ekki komið upp, það sem
kalla má, mjög alvarleg tilfelli.
Við erum með spumingalista um
hvað nemendum finnst urn eigið
heilbrigði í tengslum við læknis-
skoðun í 9. bekk. Það koma allir
nenrendur 10. bekkjar í viðtöl og þá
gefst tækifæri til fræða þau urn,
reykingar, áfengi, fíkniefni, átröskun
o.fl.. Viðemmmeð vaxtarkúrfuna hjá
þessuin krökkum þannig að við sjáum
ef einhver fer að beygja mikið út af.
Ég vil benda á í tengslum við átröskun
að ofát og offita er algengara vandmál
og virðist fara vaxandi. Krakkar sem
eru of feitir þjást oft af vanlíðan og em
með lágt sjálfsmat. Talað er um að
stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára séu í
áhættuhóp vegna anorexiu og þar af
leiðandi getur sjúkdómurinn byrjað í
efri bekkjum grunnskóla. Við þurfum
að vera vakandi fyrir hvers kyns
átröskun," segir Vera Björk.
Þurfa hrós og
UPPÖRVUN
Kristín Bjamadóttir, skólahjúkmnar-
fræðingur Bamaskólans, segir skipta
miklu máli að byggja upp sjálfsmynd
krakkanna og finna það jákvæða í fari
þeirra. „Ég verð vör við það hjá
stúlkum og strákum að þau hafa ekki
nógu sterka sjálfsmynd. Krakkarnir
þurfa hrós og uppörvun og vissu um
að þau séu ágæt eins og þeir eru. Á
hverju heimili þyrfti að ræða þær
fyrirmyndir barna og unglinga í
sjónvarpi, blöðum og allar blekkingar
sem eru í gangi. Þá má ekki setja of
miklar kröfur á bömin um að þau
standi sig á öllum sviðum.
Ég veit til þess að ungar stúlkur em
að kasta upp og þær eru í miklum
áhættuhópi. Það skiptir miklu máli að
spyrja börnin hvort þeim líði vel og
séu sátt við sjálfan sig. Ég legg
sjálfsmatspróf fyrir nemendur 9.
bekkjar á hverju ári og þar kemur oft
fram hjá þeim að þau ekki eiga
auðvelt með að ræða málin við
foreldra sína. Oft þarf að skapa næði
á heimilum svo að grundvöllur verði
fyrir góðum samskiptum. Átröskun er
lúmskur sjúkdómur og það þurfa allir
að vera vakandi. Ég held að skert
sjálfsmynd geti leitt fólk í átröskun
eins og ffkniefni," segir Kristín.
guclbjorg @ eyjafrettir. is