Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Page 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003 f ■■ ifi ¥ 'C m i \ jteMgflUL Á - in k 1 LEIKENDUR fengu mikið klapp þakklátra frumsýningargesta og það átti við alla, fólk skemmti sér vel, hvort sem það stóð á sviðinu eða sat í sal. Uppfærsla Leikfélags Vestmannaeyja á Litlu ljót: Stórskemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri Uppfærsla Leikfélags Vestmannaeyja á Litlu Ijót er ein besta skemmtun í leikhúsi sem undirritaður hefur upp- lifað í nokkuð langað tíma. Kom þar margt til, góður texti, skemmtileg sviðsmynd, litskrúðugir búningar, oft ágætur leikur og síðast en ekki síst góður húmor og leikgleði sem skilaði sér til áhorfenda. Allt var þetta keyrt áfram af lifandi tónlist og slagverki sem var eins og hjartsláttur sýningar- innar. Litla ljót er barnaleikrit af bestu gerð sem sást best á börnunum í hópi frumsýningargesta. Þau sátu sem límd í sætum sínum allan tímann og tóku þátt í sýningunni þegar við átti. Leik- stjóranum, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, hefur tekist að beisla leikaraskarann en um leið gefa leikurum lausan tauminn og útkoman er; mömmur og pabbar, afar og ömmur, sleppið ekki þessi tækifæri til að upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með krökkunum ykkar. Ferð í Bæjarleikhúsið borgar sig svo sannarlega. Ævintýrið um Litlu ljót er ekki stórt en segir söguna um vondu systurnar þrjár sem níddu og hæddu yngstu syst- urina sem reyndist svo miklu fallegri en þær þegar upp var staðið. Höfundar leikgerðarinnar, Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir, halda sig að mestu við ævintýrið en leggja út af brotalömum í mannlegum samskipt- um eins og einelti og minnimáttar- kennd sem oft er tilkomin vegna ein- hvers sem enginn ræður við, eins og stórar lappir. Og hafandi stórar lappir voru minnimáttarkenndimar allt í einu orðnar tvær. En þó að undirtónninn sé alvarlegur var gleðin höfð að leiðarljósi og möguleikar leikhússins til að skemmta voru nýttir til hins ýtrasta. Sviðs- myndin var frábært sambland af indíánaþorpi og gömlum beitninga- skúr með ryðguðu íslensku bárujárni en þama bjuggu Léttfetamir. Bún- ingamir vom ekki síðri þó íjaðrirnar væru ekki margar. Annað í sjálfri umgjörðinni var vel af hendi leyst, förðun, tónlist og Ieikhljóð. Margir leikarar koma við sögu í sýningunni, alls 22 og persónumar eru margar bráðskemmtilegar. Mikið mæðir á Dorothy Lisu Woodland sem fer með titilhlulverkið, Litlu ljót sem reyndar heitir Tæra Lind, og systrum hennar þremur sem þær Kolbrún Ema Ebenesersdóttir, Guðrún Heba Andrésdóttir og Laufey Sigrún Sigmarsdóttir leika. Allar standa þær sig með prýði en persónur eins og Sterka hönd, faðir stúlknanna sem Gunnar Friðberg Jóhannsson leik og Vitra eik amma þeirra sem Bjarney Ágústsdóttir leikur, Uglurnar Þóra Sif Kristins- dóttir, Olga Möller og Ágústa Frið- riksdóttir og Skógardísirnar Kristín Grímsdóttir, Drífa Þöll Arnardóttir sem einnig lék Gula Örn sem er faðir Skyndifótar, stela soldið senunni því í kringum þau er mesta fjörið og gals- inn sem er einkenni sýningarinnar. Aðrar persónur eru Duldi seiður töframaður sem Hjalti Pálsson leikur, Klóki refur, sonur Dulda Seiðs sem Guðjón Sigtryggsson leikur og Litli seiður, sonur Dulda Seiðs sem Alexander Thórshamar leikur. Þetta er eins og ættfræðin í Islend- ingasögunum en til að loka hringum skal nefna til sögunnar Rauðu fjöður sem leikin er af Andreu Kjartans- dóttur, Iðna blóm sem Fanndís Fjóla Hávarðsdóttir leikur, Stillta spjót í meðförum Elínar Bjarkar Hermanns- dóttur og loks þorpsbúana fjóra, Olgu, Ágústu, Þóru Sif Kristinsdóttur og Barböm Hafdísi Þorvaldsdóttur. Mest er þetta ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni. Það nýtur þess sennilega að hafa sótt leik- listamámskeið á vegum Leikfélagsins og Listaskólans sem Sigrún Sól stjórnaði. Henni hefur tekist að hrista af þeim sviðsskrekkinn því bæði leikur og framsögn er með miklum ágætum. Og Sigrún Sól hefur gert gott betur því henni hefur bæði tekist að temja krakkana og fá þá til að sleppa sér lausum í túlkun og byggja upp leikgleðina sem er það sem lyftir sýn- ingunni upp úr meðalmennskunni. Með leikgerðinni fylgdu textar og gerði Sæþór Vídó Þorbjamarson, tónlistarstjóri sýningarinnar, sér lítið fyrir og samdi tvö lög við textana sem eru bæði grípandi og skemmtileg. Hann lék undir á gítar og taktinn sló Marta María systir hans og saman náðu þau að halda takti í sýningunni LEIKSTJÓRANUM, Sigrúnu Sól hefur tekist að skapa sýningu þar sem nýtt eru öll tæki leiklistarinnar til að skemmta fólki. sem lyfti henni upp. Undirritaður hafði svo sem engar sérstakar væntingar til Litlu Ijótar þegar lagt var af stað í leikhúsið með þeim Margréti Björk bráðum fimm ára og Grétari Þorgils sem er þriggja og hálfs. Hann átti eiginlega ekki að fá að koma með. þótti of ungur til að halda sér á mottunni í tvo klukkutíma en hafi þau verið prófsteinninn stóðst Litla Ljót í meðfömm LV prófið með ágætum. Sá stutti gat reyndar ekki setið kyrr allan tímann, maður er jú einu sinni þriggja ára, en hann fór aldrei lengra en að sviðinu þar sem hann stóð opinmynntur og fylgdist með því sem þar fór fram. Ungfrúin, með alla sína lífsreynslu, var yfir sig hneyksluð á bróðurnum, gafst reyndar upp á setunni á lokasprettinum en athyglin var allan tímann á leikritinu. Þetta segir sennilega allt sem segja þarf um leikritið og af frumsýningunni gengu út a.m.k. þrír þakklátir gestir. Skipti ekki máli þó 50 ár skildu þá að. omar@ eyjafrettir. is HÖFUNDAR leikgerðar, Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir, höfðu ástæðu til að fagna í lok sýningarinnar. Er þetta í annað skiptið sem leikgerð þeirra á Litlu ljót er tekin til sýninga hjá LV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.