Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Side 17
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003 17 Líkamsárás og þriggja bfla árekstur Ein líkamsárás var kærð eftir skemmt- anahald helgarinnar og átti hún sér stað á veitingastaðnum Lundanum. Þarna hafði orðið ósætti á milli tveggja manna sem endaði með handalögmálum. Ekki er um alvarleg meiðsl að ræða. Af umferðarmálum er það að frétta að hrina umferðaróhappa varð í sl. viku. A þriðjudag varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Skólavegar og Vestmannabrautar, eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum. Tildrög óhappsins eru þau að bif- reið sem ekið var austur Vestmanna- braut lenti á bifreið sem ekið var suður Skólaveg með þeim alleið- ingum að hún lenti á bifreið sem ekið var norður Skólaveg. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var norður Skólaveg var lluttur á sjúkrahús og sfðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hins vegar munu meiðsl hans ekki vera alvarleg. Aðrir sem lentu í slysinu slösuðust minni háttar. Bifreiðarnar eru mikið skemmdar og vom óökufærar eftir óhappið. Þarf ekki að greiða bætur Hæstiréttur hefur dæmt í máli sem Tryggingamiðstöðin hf. höfðaði á hendur Utgerðarfélagsins Bjarma ehf. vegna ftskiskipsins Bjarma VE sem fórst á sfðasta ári. Hæstiréttur sýknaði Tryggingamiðstöðina en Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði dæmt tryggingafélagið til að greiða út- gerðarfélaginu 36,5 milljónir króna í bætur. Hæstiréttur byggir dóm sinn á því að tryggingar Útgerðarfélagsins Bjarma ehf. hafi fallið úr gildi þegar skipið var selt til Seglu ehf. 2002. Nýstárleg aðferð til stefnumótunar: Kom margt skemmtilegt út úr miðaflóðinu -segir Andrés Sigurvinsson einn þriggja stjórnenda fundar þar sem kanna átti hug Eyjamanna í menningarmálum sem svo verður höfð til hliðsjónar í samningum við ríkið MIÐAFLÓÐIÐ var mikið og úr því verður unnið eftir vísindalegum aðferðum. Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku var haldinn fundur í Safnahúsinu þar sem kynntar voru tillögur samstarfs- hóps að drögum að samstarfssamningi í menningarmálum á Suðurlandi. Annars vegar samningur milli ríkis og sunnlenskra sveitarfélaga um framlög til menningarmála og hins vegar sam- starfssamningur sveitarfélaga um menningarmál svæðisins og leitað var álits fundarmanna um nánari stefnu- mörkun varðandi okkar svæði. Þrír stjórnuðu fundinum en hann sóttu milli 40 og 50 manns sem flestir tengdust menningar- og ferðamálum í Vestmannaeyjum. Alls urðu fundimir fjórir, I Vík, á Hvolsvelli, Selfossi auk Vestmanna- eyja og alls staðar var safnað saman fólki sem tengist menningarmálum með einhverjum hætti, s.s. nefndar- fólkí í menningarnefndum, forsvars- mönnum leikfélaga, kóra, myndlistar- félaga og fleiri félaga og forsvars- mönnum menningarstofnanna. Farin var nýstárleg leið til að kanna hug fundarmanna á hvað þeir vilja leggja áherslu í menningarmálum f bænum. Á vegg voru þrjár töflur, ein fyrir styrk samfélagsins, önnur fyrir veikleika og sú þriðja fyrir tækifæri. Allir fengu í hendur límmiða og á þá átti að skrifa það sem fólki fannst vera helsti styrkur Vestmannaeyja í menn- ingarmálum og á eftir fylgdu svo Salur Barna- skólans lagfærður Á vef Barnaskólans kemur fram að vetrarfríið í skólanum var notað til að laga aðbúnaðinn í salnum. Hann hefur verið málaður að innan og sett upp öflug loftræsting þannig að aðstaða til kennslu og samkomuhalds hatnar til muna. „Þá er búið að gera við sprungur á skólahúsinu að utan þannig að vonandi heldur húsið nú vatni og vindum. Loftræsting á salernum í anddyri hefur verið endurbætt sem og loftræsting í ræstingaherbergjum í austurskólanum," segir á vefnum. veikleikamir og tækifærin. Miðamir voru síðan settir á við- eigandi töflu og til að leggja enn frekar áherslu á hlutina fékk hver maður rauðan punkt sem hann gat sett á þann miða sem hann vildi beina athyglinni sérstaklega að. Einnig fékk hver maður þrjá græna punkta sem hann átti að setja á miða sem honum fannst að ætti að vera númer tvö, þrjú og fjögur. Var þetta gert á hverri töflu fyrir sig. Engar umræður fóm fram á fúndinum í bytjun nema að útskýrt var hvemig þetta er hugsað. Þetta er ný tegund af því sem stundum hefur verið kallað „brainstorming" sem er þegar fólk leggur hugmyndir sínar í pott til að ná sem bestri niðurstöðu. Að þessu loknu var mönnum gefínn kostur á að spyrja nánar út í væntanlega samninga og annað sem þeim lá á hjarta tengt framkvæmd þeirra. Megintilgangurinn var að átta sig á því hvað fundarmenn vildu leggja áherslu á í flokkunum þremur. Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri menningarsviðs bæjarins sem kom inn fyrir Lúðvík Bergvinsson, sem var á yfirreið með þingmönnum um kjör- dæmisins, kvaðst vera ánægður með hvemig til tókst bæði hér og á fastalandinu. Andrés sótti alla fundina fjóra og sagði hann að hvergi hefðu fleiri mætt en hér. „Það kom margt mjög áhugavert út þessu miðaflóði á öllum stöðum,“ sagði Andrés. „Meðal þess var veðrið, úteyjar, bjargsig og eggjataka, lundaveiði og fleiri sér- kenni sem gætu m.a. nýst í menn- ingartengdri ferðaþjónustu. Héma heima horfir fólk til lifandi listar og meira samstarfs við aðila á Suður- landi. Það kom fram á öllum stöðunum að fólk sér styrk í að styðja hvert annað, hætta að kúldrast í sínum hornum.“ Andrés sagði að komið hefðu l'ram ákveðnar spumingar og ótti um að með nýjum samningi við ríkið yrði skrúfað fyrir framlög sem hið opin- bera veitir nú þegar til ýmissa þátta. „Það breytist ekki, söfn og aðrar þær menningarstofnanir sem ríkið hefur stutt í kjördæminu til þessa munu áfram fá sín framlög.“ Módelið er sótt austur á fírði og hefur virkað hvetjandi á menningarlíf og starfsemi eftir að það komst á. Síðastliðið ár veitti hið opinbera milli 30 og 40 milljónum króna í ýmis verkefni á Austurlandi á þessu ári. „Það sóttu um 130 aðilar um styrki og fengu 70 aðilar, bæði félög og ein- staklingar úthlutað. Operusmiðjan fékk hæsta styrkinn 2 milljónir en sá lægsti var 30 þús. til einstaklings vegna bókaútgáfu. Austfirðingar láta sum sé vel af samstarfinu við ríkið og ég fagna því að nú erum við að fara sömu leiðina, löngu tímabært." Andrés sagði að nú tæki við úr- vinnsla úr þeim gögnum sem fyrir liggja eftir fundina fjóra. „Nú þarf að koma þeim í tölvutækt form og unnið verður faglega úr þeim,“ og verða niðurstöður sendar sem fylgiskjöl í væntanlegri samningsgerð," sagði Andrés en með honum voru Sigurður Bjamason ráðgjafi Atvinnuþróun- arsjóðs Suðurlands og Jóna Sigur- bjartsdóttir formaður nefndarinnar. Þorvarður Hjaltason frstjóri SASS er einnig í nefndinni en átti ekki heimangengt vegna þingmannafund- anna. í salnum hefur Barnaskólinn haldið bráðfjörugar árshátíðir. Stútur Og mannlaus bifreið á ferð Aðfaranótt föstudags varð umferðar- óhapp á Brimhólabraut þar sem bifreið sem ekið var suður Brim- hólabraut lenti utan vegar á gatna- mótum Bessastígs og Brimhólabraut- ar eftir að ökumaður hennar missti stjóm á bifreiðinni. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun við akstur. hljóp í burtu frá vettvangi en gaf sig fram stuttu síðar. Tveir farþegar, af fjómm sem vom í bifreiðinni, þurftu að leita læknisaðstoðar en meiðsl þeirra vom minni háttar. Sama dag varð umferðaróhapp á Vestmannabraut þegar mannlaus bif- reið rann af stað, lenti á glugga í Magnúsarbakaríi og braut rúðu í glugganum. Einnig urðu einhverjar skemmdir gluggakarmi. Tíu kæmr liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum og má nefna kæmr vegna gmns um ölvun við akstur, vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar, notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur, brot á stöðvunarskyldu, brot á sérreglum fyrir torfæmtæki o.fl. Setjið bjöllur á kettina! Á þriðjudaginn litu við á Fréttum þrír fuglaskoðarar sem hafa heimsótt Vestmannaeyjar nokkmm sinnum í haust. Þeir em mjög ánægðir með árangurinn sem sagt var frá í síðustu Fréttum. M.a. fundu þeir bláskríkju, amerískan fugl sem aðeins tvisvar hefur fundist í Evrópu. Bæði skiptin fannst bláskríkjan í Eyjum. Eitt hefur vakið athygli þeirra, en það er mikill fjöldi katta sem hlýða veiðieðlinu með því að eltast við smáfugla. Fuglaskoðararnir segja að kettimir séu m.a. ástæða þess að ekki er mikið um smáfugla í Eyjum. Þess vegna hvetja þeir kattaeig- endur til að setja bjöllur á kettina, það sé besta vömin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.