Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Side 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 20. nóvember Kl. 10:00 Mömmumorgun. Eftir viku mun Kristín Sigurðardóttir nuddari fræða foreldra um ung- bamanudd. Allir velkomnir. Kl. 18:00 Kóræfmg hjá Litlum lærisveinum. Aukaæfing. Kl. 20:00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Fjölskylduhópar hafa verið myndaðir og hefur þeim verið lokað. Umsjónarfólk. Sunnudagur 23. nóvember Kl. 11:00 Sunnudagaskóli á gaml- ársdegi kirkjuársins. Kl. 14:00 Guðsþjónusta á gaml- ársdegi kirkjuársins. Fermingar- böm lesa ritningarlestra. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 15:10 Guðsþjónusta á Hraun- búðum. Kór Landakirkju syngur. Kl. 20:00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K. Helgistund, leikir og söngur. Mánudagur 24. nóvember Kl. 16:00 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17:30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 20:00 Kvenfélag Landakirkju undirbýrárleganjólabasar. Kven- félagskonur hvattar til að mæta. Þriðjudagur 25. nóvember Kl. 15:00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar í kirkjunni. Mikil dagskrá. Kl. 16:00 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hcp 1.-4. bekkur. Kl. 17:00 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfmg eldri hóps. Kl. 20:30 Kyrrðarstund ásamt altarisgöngu í Landakirkju. Miðvikudagur 26. nóvember Kl. 17:30 TTT yngri og eldri saman, 9-12 ára krakkar í kirkj- unni. Gluggað verður í bókina „Dagar með Markúsi". Kl. 20:00 Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Asbjömsson og leiðtogamir. 11:00-12:00. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 20. nóvember Kl. 17.00 SKJALDBERAR Skemmtilegt starf fyrir 10-12 ára. Leikir, föndur, söngur og orð Guðs. Allir krakkar velkomnir. Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Er bænin eintal eða samtal? Komið og fræðist. Föstudagur 21. nóvember Kl. 20.30 Unglingakvöld. Hressir krakkar „í skýjunum.” Allir unglingar velkomnir. Laugardagur 22. nóvember Kl. 20.30 Bæna- og lofgjörðar- stund. Sunnudagur 23. nóvember Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn. Hver var Jóhannes skírari? Mundi kennir okkur nýtt jólalag. Öll böm velkomin. Kl. 15.00 SAMKOMA Æfið ykkur fyrir jólin, komið til kirkju núna! Komið og takið þátt í lof- söngnum, heyrið orð Guðs og njótið samfélagsins. „En öllum þeim sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs böm.” Jóhannes 1:12. Allir hjartanlega velkomnir. Munið morgunbænastundir, frá sjö till átta. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 22. nóvembcr Kl. 10.30 Biblíurannsókn. | Knattspyrna: Nýrvöllur Samskip styrkja fram- kvæmdina Um þessar mundir standa yfir töluverðar framkvæmdir við malarvöllinn fyrirofan Þórsvöll. Þar hafa forráðamenn ÍBV-íþróttafélags verið að tyrfa svæðið sem upphaflega var hugsað sem æfingasvæði en hefur aldrei þjónað öðram tilgangi en sem bílastæði og geymslupláss. Nú á hins vegar að bæta úr vallarþörf knattspymumanna en í samstarfi við Samskip var ráðist í að tyrfa svæðið og verður völlurinn kallaður Samskipavöllur í framtíðinni. Svæðið nær því reyndar ekki að vera lögleg stærð keppnisvallar en er góð viðbót við vellina, sem að mati knattspymu- fróðra manna í Vestmannaeyjum, era of fáir. Svæðið verður fyrst og fremst hugsað fyrir æfingar snemma á vorin svo knattspymumenn Eyjamanna komist sem fyrst á gras án þess að það bitni á völlum bæjarins en yfir sumartímann mun svæðið einnig nýtast sem æfmgasvæði. GUÐFINNUR Þór Pálsson, umboðsmaður Samskipa í Vestmannaeyjum og Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, handsala samninginn um Samskipsvöllinn. | Fótbolti: Yilja halda Birki Er að skoða málið Hncfaleikamót í Vestmannaeyjum Laugardaginn 29. nóvember verður haldið fyrsta hnefaleikamótið í Vestmannaeyjum í Höllinni í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir átta viðureignum í jafnmörgum þyngdarflokkum og lofa aðstandendur mótsins hörðum og spennandi viðureignum sem fara munu fram í glæsilegri umgjörð í „Vegas-stíl.“ Þrír Eyjamenn era á keppendalista m.a. Sveinn Waage sem keppir í þungavigt, og hefur Sveinn æft stíft undir stjóm Sigurjóns Gunnsteins- sonar sl. vikur. Nýverið var stofnuð hnefaleika- deild IBV, undir forystu Guðmundar Elíassonar sem á áram áður keppti og æf'ði í Danmörku og verður þelta mót mik.il lyftistöng fyrir starfið í Eyjum. Aðrir keppendur koma frá Hnefa- leikafélagi Reykjaness og Reykja- vfkur, Hnefaleikafélaginu Hamri og Betrunarhúsinu, og nær öraggt þykir að meðal keppenda þetta kvöld verði hinn harðhenti Skúli „Tyson“ Vil- bergsson, sem þessa dagana æfir stíft fyrir atvinnumennsku. Miðaverði verður stillt í hóf og með því vona aðstandendur að fólk flykkist að og kynnist þessari íþrótt í nálægð, og verði til þess að hún skipi sér síðan fastan sess í fjölbreyttri og mikilli íþróttaflóra Eyjamanna. Birkir Kristinsson, landsliðsmark- vörður og leikmaður ÍBV hefur tekið sér góðan tíma í að ákveða hvað hann ætli að gera næsta sumar. Hefur því verið haldið fram að hann ætti í við- ræðum við lið á höfuðborgarsvæðinu. Viðar Elíasson, formaður knatt- spymuráðs karla, segir stöðu ráðsins gagnvart Birki vera klára. „Við viljum auðvitað halda honum áfram og eram f góðu sambandi við hann. Birkir vildi einfaldlega taka sér góðan tíma í að kanna sín mál og við virðum það. Eg neita því hins vegar ekki að það er þörf fyrir mann eins og Birki hjá IBV næsta sumar en ég á von á því að við fáum svar frá kappanum á allra næstu dögum,“ sagði Viðar. Birkir sagði í samtali við Fréttir að staðan væri einfaldlega sú að hann hefði ekki gefið sér tíma í að kanna þessi mál. „Ég hef bara verið á fullu í að koma mér fyrir í nýrri vinnu og hef ekki gefið mér tíma til að skoða þessi mál nægjanlega vel. Staðan er hins vegar þannig að ég hef hug á því að halda áfram í fótboltanum og efst á blaði er auðvitað IBV. Ég neita því ekki að önnur lið hafa haft samband en ég hef ekkert verið að fara út í neinar viðræður þar sem vinnan hefur tekið mikinn tíma síðustu daga,“ sagði Birkir. BIRKIR: Staðan er hins vegar þannig að ég hef hug á því að halda áfram í fótboltanum og efst á blaði er auðvitað ÍBV. Þegar hann var spurður hvort vinn- an hefði áhrif á niðurstöðuna þá sagði hann að vinnan hefði auðvitað eitt- hvað með ákvörðunina að gera. „Það sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort hægt sé að vinna þessa vinnu úti í Eyjum að einhverju leyti en það er mín skoðun að það sé nauðsynlegt að æfa með því liði sem maður spilar með.“ Framtíðarfólk: Eva Ösp Örnólfsdóttir Gera sund- skemmtilegri Fullt nafn: Eva Ösp Ömólfsdóttir. Gælunafn: Bara Eva. Aldur: 15ára. Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hennar mömmu klikkar ekki. Uppáhaldsdrykkur: Fanta. Svo drekkur maður alltaf vatnið í sund- lauginni cn það er ekkert svakalega gott á bragðið. Hvenær byrjaðir þú að æfa sund: 10 ára. Æfirðu einhverjar aðrar íþróttir: Eg æfði einu sinni fótbolta en varð að hætta því vegna meiðsla. Hvernig hefur gengið í vetur: Mjög vel. Ég tók þátt í Bikarmótinu og sprettsundmóti ÍBV og var bara sátt við minn árangur. Hver er helsti styrkleiki þinn í íþróttum: Ég er þrjósk og gefst ekki UPP- Ég held að ég sé líka mjög dugleg að æfa. Uppáhaldssjónvarpsefni: Survivor og llestir gamanþættir á Skjá 1. Besta bíómyndin: The Ring. Hvaða tónlist hlustar þú á: Ég hlusta á alla tónlist, bara svo lengi sem hún er góð. Uppáhaldsútvarpsstöð: FM 957. Ertu hjátrúarfull: Nei. Uppáhaldsfélag: ÍBV. Uppáhaldsíþróttamaður/kona: Bróðir minn, Hálfdán Freyr. Hann æftr með Görpum í SH, sem er hópur eldri sundmanna. Hefurðu þjófstartað í kcppni: Nei, sem betur fer ekki lent í því ennþá. Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur hjá þér á æfingum eða í kcppni: Dan- merkurferðin í sumar var alveg frábær. Þá fór ég ásamt 56 öðram íslendingum á stórt sundmót í Dan- mörku þar sem keppendur vora 2300. Öll ferðin var bara ógleymanleg. Ef þú værir bæjarstjóri í eina viku, hverju myndir þú breyta: Ég myndi gera sundlaugina skemmtilegri, setja stóra rennibraut og taka útisvæðið í gegn. Eitthvað að lokum: Ég hvet bara alla til að kíkja á sundæfingu. Sund er holl íþrótt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.