Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Side 8
8
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003
Dagana 23. til 26. janúar var dagskrá í
minningu þessara atburða og hófst
þann 23. með mikilli blysför sem
endaði á Básaskersbryggju. Þá var og
kveikt á flóðlýsingu Heimakletts sem
áhugamenn höfðu forgöngu um að
koma fyrir.
Nýtt spil frá Snorra
Snorri Rútsson, íþrótta- og ökukenn-
ari, hannaði nýtt spil út frá námsefni til
ökukennslu og samdi við Námsgagna-
stofnun um útgáfu þess fyrir
grunnskólanemendur. Spilið heitir
Hringvegurinn og þykir hið skemmti-
legasta auk þess að vera fræðandi og
upplýsandi.
Kærður
fyrir sauðaþjófnað
Garðyrkjustjóri bæjarins handsamaði í
október lamb sem gert hafði sig
heimakomið í blómagarði hans. Hann
lét lögreglu vita en auglýsti síðan eftir
eigandanum og vistaði lambið í
húsnæði bæjarins á meðan. Brotist
var inn í það húsnæði og lambið
numið á brott og var að því ýjað að
eigandinn hefði verið þar að verki án
þess að sannað væri. Lambseig-
andinn, Gunnar Amason, brást
ókvæða við er hann fékk á sig skaða-
bótakröfu vegna smölunar og geymslu
og krafðist þess að fá lambið afhent
áður en hann reiddi það fé af hendi.
Lagði hann fram kæru þar sem
hann sakaði garðyrkjustjórann um að
hafa tekið lambið ófrjálsri hendi og
farið út fyrir starfssvið sitt. Kristján
garðyrkjustjóri sagði kæruna fráleita.
Febrúan
Haldið föngnum í Slberiu
Gamli Huginn VE var seldur lil Rúss-
lands og sigldi fimm manna áhöfn
honum frá Eyjum til Múrmansk í
Síberíu. Þegar þangað kom fengu þeir
hins vegar ekki að fara í land, þar sem
þarlendir viðurkenndu ekki vegabréf
þeirra og máttu þeir því dúsa um borð
í skipinu í nokkra daga. Ekki liðu þeir
þó skort í þeirri dvöl og eftir nokkurt
stapp var þeim náðarsamlegast leyft
að fara í land og síðan beint úr landi.
jarðganga-
op á teikniborðinu
Það vakti athygli, þegar tillaga númer
tvö að aðalskipulagi Vestmannaeyja
frá 2002 til 2014 var lögð fram, að þar
var gert ráð fyrir jarðgangaopi inni í
Botni. Flestir voru vel sáttir við það
en ekki var jafnmikil ánægja með til-
lögu um nýjan veg frá Stórhöfðavegi
við Olnboga að Dalavegi við Hábæ og
töldu margir slíkan veg hið mesta
óráð.
Hvorki jarðgöng né
ný ferja inni í myndinni
En þó svo að Eyjamenn gerðu ráð
fyrir jarðgöngum í tólf ára áætlun
sinni þá gerði alþingi ekki slíkt hið
sama í samgönguáætlun sinni til næstu
tólf ára. Þar var hvorki minnst á jarð-
göng né heldur nýja ferju.
400 milljónir
1 menningarhús
Ríkisstjómin ákvað að bregðast við
auknu atvinnuleysi í landinu með
auknum ijárveitingum til ýmissa hluta.
Stærstur hlutinn fer til vegafram-
kvæmda en einnig var gengið frá fé til
byggingar menningarhúsa á Akureyri
og í Vestmannaeyjum. í samningum
við bæjaryfirvöld var frá því gengið að
ríkissjóður legði fram 240 milljónir
króna, eða 60% af stofnfé sliks húss á
móti 160 milljónum, eða 40% mót-
framlagi bæjarins. í kjölfar þessarar
ákvörðunar voru skrifaðar nokkrar
greinar um hvar best væri að koma
27 milljónir. Langstærsti mála-
flokkurinn var fræðslu- og upp-
eldismál sem tekur til sín 540 milljónir
króna.
Mars:
Myndlistar-
vorið á sínum stað
Hið árlega myndlistarvor Islands-
banka hófst í mars með sýningu
fjögurra listamanna. Alls voru fjórar
sýningar á dagskrá myndlistarvorsins
og endað á sýningu á verkum Errós í
júní.
Dularfúll kattahvörf
Fyrir allmörgum árum var ofarlega á
vinsældalista bók sem hét Dularfulla
kattarhvarfið. En tíð kattahvörf í Vest-
mannaeyjum voru ekki vinsæl, a.m.k.
ekki hjá eigendum kattanna sem
auglýstu eftir þeim í Fréttum. Tryggvi
Olafsson rannsóknarlögreglumaður
staðfesti að slíkum málum hefði
fjölgað óeðlilega mikið um veturinn.
Hvað grunsamlegast væri að flestir
hinna týndu væru frá sama svæði í
bænum og ýtti undir grun um að
einhver brenglun gæti verið að baki
þessum hvörfum.
Gauragangur 1 leikhúsinu
Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi
leikritið Gauragang eftir Olaf Hauk
Símonarson við góðar undirtektir.
Verkið krefst mikils mannafla, eða um
30 leikara en alls munu um 50 manns
hafa komið að sýningunni, flestir af
yngri kynslóðinni. Leikstjóri var
Agnar Jón Egilsson.
Útgerðarmenn
gáfu tæki á sjúkrahúsið
Bjami Sighvatsson frá Ási hafði for-
göngu um að kaupa maga- og
ristilspeglunartæki handa Heilbrigðis-
stofnun Vestmannaeyja. Tækið kostar
fimm og hálfa milljón og Bjami fékk
núverandi og fyrrverandi útgerðar-
menn í Vestmannaeyjum til að standa
straum af kostnaðinum við það.
Uppgröftur
húsa undirbúinn
Ákveðið var að setja af stað átaks-
verkefni á vegum bæjarins þar sem
grafið verður niður á hús sem fóm
undir vikur í gosinu 1973. Það vom
umhverfisnefnd og bygginganefnd
sem undirbjuggu þetta verkefni sem er
hugsað til margra ára. Forsvarsmenn
verkefnisins sögðu hugmyndina að
tengja verkefnið ferðamennsku.
Listahátíð ungs fólks
Krakkar í elstu bekkjum gmnnskól-
anna héldu sína eigin listahátíð undir
stjóm Selmu Ragnarsdóttur kennara
og fatahönnuðar. Þama var m.a.
sýndur affakstur af fata- og skartgripa-
hönnun auk þess sem tónlist, dans og
fleiri listgreinar fengu að njóta sín.
Loðnuvertíð Iokið
Tæplega 90 þúsund tonn af loðnu
komu á land í Eyjum á loðnuvertíð að
þessu sinni, talsvert minna en
undanfarin ár og því vertíðin lakari en
búist hafði verið við. Höfuðástæðan
var sú að kvótinn var minni en áður,
765 þúsund tonn á móti rúmlega
milljón tonna árið áður.
Lyf og heilsa
viil opna apótek 1 Eyjum
Fyrirtækið Lyf og heilsa gerði samn-
ing við Kaupás hf. um að opna apótek
í Vestmannaeyjum við hlið Krón-
unnar sem Kaupás rekur. Forsvars-
menn Apóteks Vestmannaeyja mót-
menningarhúsi fyrir og hölluðust
flestir að þeirri hugmynd að byggja
það inni í nýja hrauninu.
Gróska 1 tónlist
Allra veðra von var heitið á tónleikum
sem haldnir vom í Höllinni. Þar komu
tíu hljómsveitir fram og voru sex
þeirra frá Eyjum. Kynnir á tón-
Íeikunum var Olafur Páll Gunnarsson,
útvarpsmaður á Rás 2 og var hann
hæstánægður með þetta framtak ungu
mannanna.
Hæstiréttur
þyngdi dóminn
Ámi Johnsen, fyrrverandi þingmaður,
var árið 2002 dæmdur í héraðsdómi til
15 mánaða fangelsisvistar. Hann
áfrýjaði málinu til hæstaréttar sem
þyngdi dóminn um níu mánuði eða í
tvö ár, óskilorðsbundið. Ámi sagðist
ekki skilja þann dóm og bar einstaka
dómara í hæstarétti þungum sökum.
Önnur vatns-
leiðslan skemmd
Önnur vatnsleiðslan til Eyja
Loðnuvertíðin að þessu sinni var talsvert lakari en árið áður.
nýju björgunartæki um borð, gúmbát,
sem nú þykir ekki aðeins sjálfsagt tæki
um borð í hverju skipi heldur skylda
að hafa.
Afgangur upp á 27 millj.
Fjárhagsáætlun Vestmannaeyja var
lögð fram til seinni umræðu en þetta
var í fyrsta sinn sem hún var gerð í
samræmi við ný lög og reglur um
bókhald og reikningsreglur sveitar-
félaga. Samkvæml áætluninni var gert
ráð fyrir heildartekjum upp á 1690
milljónir en gjöldum upp á 1663
milljónir og því rekstrarafgangi upp á
Bjarni Sighvatsson frá Ási hafði forgöngu um að útgerðarmenn í Vestmannaeyjum gáfu Heilbrigðisstofnuninni
ný og fullkomin tæki tii maga- og ristilspeglunar.
skemmdist í ofsaveðri þann 11.
febrúar með þeim afleiðingum að mun
minna af vatni barst til Eyja. Óttast
var að þetta gæti haft áhrif á
loðnuvinnsluna sem þarf mikið af
vatni. Talsverðan tíma tók að finna
bilunina og var fólk hvatt til að spara
vatn. Til þess var tekið hversu vel var
brugðist við þeirri beiðni en kom ekki
á óvart enda Eyjamenn vanir að spara
vatn frá gamalli tíð.
Á 115 km
hraða á Hamarsvegi
Ekki er algengt að ökumenn í Vest-
mannaeyjum komi farartækjum sínum
upp í þriggja stafa tölu í ökuhraða
enda er hámarkshraði í Eyjum 60 km
á klst. og víðast hvar aðeins 50 km.
En það þótti ungum ökumanni
greinilega ekki nóg eitt kvöldið þegar
hann var stöðvaður á Hamarsvegi á
115 km hraða, eða ríflega tvöfalt yfir
því sem leyfilegt er. Auk
sektargreiðslu mátti hann eiga von á
sviptingu ökuleyfis í tvo mánuði.
Þokkaleg loönuvertíð
Loðnuvertíðin gekk þokkalega. Þó
olli nokkrum vonbrigðum hve lítið
tókst að frysta á Japansmarkað en
loðnan reyndist of smá til þess. Aftur
á móti var talsvert fryst á Rúss-
landsmarkað af hæng en sá hængur er
þar á að mun lægra verð fæst fyrir þá
afurð en hjá Japönum.
50 ár frá Guðrúnarslysinu
Þess var minnst þann 23. febrúar að þá
voru 50 ár liðin frá því að vélbáturinn
Guðrún VE fórst. Þá komust fjórir af
níu manna áhöfn af og var það þakkað
Hvað mesta athygli vakti fntahönnun nemenda á Listahátíð ungs fólks og
mátti þar sjá frumleg og glæsileg vinnubrögð.