Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Page 15
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003
15
desember. Háhymingurinn Keikó
geispaði golunni úti í Noregi og varð
mörgum harmdauði þótt ekki hefði
hann verið sérstaklega syrgður hér
heima. Hann var grafinn ytra með
nokkurri viðhöfh.
Hait deilt á Guðjón
Línuívilnunarfrumvarp ríkisstjóm-
arinnar var samþykkt á alþingi, þrátt
fyrir áköf mótmæli margra, þ.á.m.
Vestmannaeyinga sem fylktu sér í
andstöðu gegn því, sama hvar í flokki
þeir stóðu.
Þess vegna kom það mörgum
spánskt fyrir sjónir að Guðjón Hjör-
leifsson, þingmaður og bæjarfulltrúi,
skyldi greiða fiumvarpinu atkvæði sitt
á þingi, þegar hann hafði skömmu
áður á bæjarstjómarfundi talað gegn
því.
Ábyrgðarmaður Frétta ritaði
harðorðan pistil þar sem hann krafðist
þess að þingmaðurinn segði af sér
sem bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.
Guðjón hélt fund í Vestmannaeyjum
þar sem hann skýrði mál sitt og m.a.
að þetta ætti eftir að koma Vest-
mannaeyingum til góða í framtíðinni.
Flestir töldu þó að þama hefði hann
bara hlýtt foringjum flokksins.
Vilja hækkun fargjalda
Samskip óskuðu eftir því við
Vegagerðina að gjaldskrá Herjólfs
yrði hækkuð um að minnsta kosti
7,5% frá næstu áramótum. Bæjarráð
fól bæjarstjóra að óska eftir fundi með
fulltrúum frá samgönguráðuneyti,
Vegagerð og Samskipum til að ræða
um samgöngur á sjó milli lands og
Eyja.
Tvöfalt dýrara til Eyja!
Hún þótti nokkuð sérstök gjaldskráin
sem var í gildi hjá BSI vegna
pakkaflutnings út á land fyrir jólin.
Þar var nákvæmlega útlistað, eftir
þyngd pakka, hvað kostaði að senda
þá og tekið fram að sama gjald væri
til allra staða á landinu. Nema til
Vestmannaeyja. Ef pakkar væm
sendir þangað skyldi greiða tvöfalt
gjald miðað við aðra staði. Þetta þótti
sumum skondið en fáum
skemmtilegt, a.m.k. ekki þeim sem
ætluðu að senda jólaglaðning til Eyja.
Hvít jól
Þeir voru ekki margir sem áttu von á
að jólin yrðu hvít að þessu sinni enda
höfðu flestir veðurfræðingar talið að
þau yrðu rauð. Enjólin urðu hvít um
allt land og margir sem fögnuðu því.
Hið ágætasta veður var yfir hátíðina
og engin alvarleg atvik sem komu
upp á í Vestmannaeyjum. Miklar
ljósaskreytingar setja svip á bæinn og
hafa aldrei verið meiri en nú.
Þessi annáll var unninn upp úr
Fréttum ársins 2003 og er alfarið á
ábyrgð undirritaðs. Við samantekt
hans var reynt að láta jjölbreytni ráða
efnisvali þannig að hann gœti gejið
mynd af því sem var að gerast í
Vestmannaeyjum á árinu. Eflaust er
eitthvað sem hefði átt erindi í hann
sem sleppt hefur verið og þá verður
bara að hafa það enda er þetta ekki
sagnfrœðilegur annáll í þess orðs
merkingu heldur meira til gamans og
e.t.v. einhversfróðleiks.
Með bestu óskum um gott ogfarsœlt
nýtt ár.
Sigurgeir Jónsson
Brúsi bjargfasti skal hann heita
FRA afhendingunni, verðlaunahafar og fulltrúar Rannsóknaseturs, Náttúrugripasafns og Sparisjóðs.
Rannsóknasetur Vestmannaeyja og
Náttúrugripasafn Vestmannaeyja
stóðu fyrir verkefni síðastliðið haust
sem bar naíhið Pysjueftirlitið. Spari-
sjóður Vestmannaeyja styrkti verk-
efnið og veitti ýmsa aðstoð meðal
annars við dreifingu og söfnun
skráningarblaða.
Díana og Inga Olafsdætur fundu upp
nafnið Brúsa bjargfasta á pysjueftir-
litsmanninn og fengu verðlaun fyrir
nafngiftina. Að launum fengu þær
höfuðljós og vasaljós fyrir að skila inn
skýrslu en fimmtán aðrir fengu
verðlaun fyrir að skila skráningar-
blöðum. AIIs vom 3478 pysjur taldar
og 333 voru vigtaðar og meðalþyngd
þeirra var 280 grömm.
Páll Marvin Jónsson, Rannsókna-
setrinu, segir stefnt að því að gera
meira úr Brúsa bjargfasta næsta ár í
þeim tilgangi að fá sem flesta til að
skila skráningarblöðum, böm, ferða-
langa og aðra þá sem hafa áhuga.
„Verkefnið hefur þann tilgang að
fylgjast með afkomu lundans. Þegar
búið er að safna gögnum í nokkur ár
verður hægt að spá í spil varðandi
stofninn og stærð árganga. Það getur
vel verið að við gemm einhverjar
breytingar á næsta ári og gemm rann-
sóknimar markvissari líkt og í
togararalli. Þá fæm ákveðnir aðilar
alltaf á sama stað, á sama tíma, í hvaða
veðri sem er, til að koma í veg fyrir
skekkjur sem gætu komið vegna
slæms veðurs og jafnvel sjónvarps-
gláps.“
Páll Marvin segir verkefnið bjóða
upp á mikla möguleika og það komi
til með að skera úr um það hvort
pysjur em seint eða snemma á
ferðinni. „Fjöldi þeirra pysja sem
fundust kom ekki á óvart og ég býst
við að þær verði fleiri næsta ár. Því
fleiri skráningar sem við fáum því
betra og niðurstöðumar verða mark-
tækari," sagði Páll Marvin.
Styrktar- og menningarsjóður Sparisjóðsins:
Leikfangasafn, Athvarf, Skjalasafn, Viska
s
og útgáfa á efni eftir Asa í Bæ fengu styrki
Árleg úthlutun úr Styrktar- og menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja,
sem stofnaður var til minningar um
Þorstein Þ. Víglundssonaríyrrverandi
sparisjóðsstjóra fór fram í fundarsal
Sparisjóðsins á Þorláksmessu. Leik-
fangasafnið, Athvarfið, Skjalasafnið,
Viska og útgáfa á efni eftir Ása í Bæ
fengu styrki.
Þetta er í sextánda skipti sem
úthlutun fer fram úr sjóðnum og að
þessu sinni hlutu styrki:
Leikfangasafn Vestmannaeyja
Leikfangasafn Vestmannaeyja var
stofnað árið 1983 af félagi
Þroskahjálpar í Vestmannaeyjum.
Fyrst starfaði safnið á dvalarheimili
aldraðra að Hraunbúðum, á árinu
1984 flutti safnið í Bamaskóla
Vestmannaeyja, á árinu 1987 flutti
safnið að Búhamri 17 þegar
Meðferðarheimilið hóf starfsemi þar
en flutti síðan í Þórsheimilið við
Hamarsveg í nóvember á þessu ári og
starfar þar ásamt Athvarfmu.
Leikfangasafnið veitir sérhæfða
þjónustu og ráðgjafatilboð fyrir fötluð
böm, aðstandendur þeirra og þá sem
veita fötluðum bömum þjónustu t.d.
leikskólum.
Athvarfið
Athvarfið hefur verið rekið af
Félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar
frá haustinu 1991 sem félagslegt
úrræði íyrir böm á aldrinum 6-12 ára.
Starfsemin er í nánu samstarfi við
grunnskólana í Vestmannaeyjum.
Fyrst var Athvarfið til húsa í
Bamaskóla Vestmannaeyja og síðar í
Bjamaborg. Fyrr á þessu ári
gjörbreyttist öll starfsaðstaða þegar
Athvarfið var flutt í Þórsheimilið við
Hamarsveg ásamt Leikfangasafninu.
Leitast er við að hafa viss
uppeldisáhrif á börnin sem dvelja í
Athvarfinu, sem miða að því að auka
andlega og líkamlega vellíðan þeirra
og gera þau færari um að njóta sín og
ná sem bestum árangri í starfi og leik
án stuðnings Athvarfsins.
Skjulasafn Vestmannaeyja
Skjalasafn Vestmannaeyja var stofnað
28. mars 1980, samkvæmt stað-
festingu frá Þjóðskjalasafninu. Skjala-
safnið er rekið af Vestmannaeyjabæ í
náinni rekstrarlegri samvinnu við
önnur söfn í Safnahúsinu. Skjala-
safnið er til þess að gera ungt að ámm
og mikið starf er fyrir höndum við
söfnun upplýsinga, þannig að
margvíslegu rituðu máli í sögu
Vestmannaeyja sé haldið til haga og
varðveitt. Styrkurinn er aðallega
ætlaður til skráningar, frágangs og
flokkunar á skjalasafni Þorsteins Þ.
Víglundssonar eins af stofnendum og
fyrsta sparisjóðsstjóra Sparisjóðs
Vestmannaeyja.
Fræðslu- og símenntunarmiðstöð
Vestmannaeyja - VISKA
Fræðslu- og símenntunarmiðstöð
Vestmannaeyja - VISKU var
formlega komið á fót í upphafi þessa
árs eftir skamman undirbúning.
Sparisjóðurinn er meðal 18 stofnaðila.
VISKA er sú yngsta í hópi níu
símenntunarmiðstöðva í öllum
landshlutum.
Markmið VISKU er að efla menntun
og fræðslustarfsemi í Eyjum. Hafa
forgöngu um fræðslu og fjarkennslu á
sem flestum sviðum og miðla því til
almennings og atvinnulífs í Vest-
mannaeyjum.
Sparisjóðurinn hefur ákveðið að veita
VISKU viðurkenningu og dálítinn
stuðning til að ella og standa fyrir
námskeiðum sem tengjast menningu,
sögu- og annarri almennri fræðslu.
Útgáfa efnis eftir Ása í Bæ í bók og
á geisladisk
Áformað er að safna saman og gefa út
efni eftir Ástgeir Ólafsson, sem ætíð
var nefndur Ási í Bæ, í tilefni þess að
þann 27. febrúar nk. em liðin 90 ár frá
fæðingu hans. Útgáfa þessi er fyrir
tilstuðlan þeirra Gísla Helgasonar og
Inga Gunnars Jóhannssonar í samráði
við fjölskyldu skáldsins. Mikið efni er
fyrirliggjandi af ýmsu tagi eftir Ása
m.a. hefur varðveist hljóðritun af
tónleikum, þá er til í hans eigin
upplestri kaflar úr bókinni Skáldað í
skörðin sem hann las skömmu fyrir
dauða sinn, mikið af efninu er í fómm
Gísla og svo á Ríkisútvarpið ýmsar
hljóðritanir sem ekki var vitað um
áður svo eitthvað sé nefnt. Að
aflokinni útgáfunni munu héraðs- og
skjalasafni Vestmannaeyja verða
afhent fmmgögn til varðveislu.
Sparisjóður Vestmannaeyja vill leggja
sitt af mörkum til að gera þessa útgáfu
mögulega.
Ragnar Guðmundsson:
Athugasemdir við yfirlýsingar Hafsteins
-löggilts endurskoðanda Þróunarfélags Vestmannaeyja og Westmar ehf.
Vegna ummæla Hafsteins Gunnars-
sonar löggilts endurskoðanda í
Fréttum 18. des. sl. og þar sem hann
hafnaði beiðni minni um að leiðrétta
þau skrif, vil ég koma eftirfarandi
athugasemdum á framfæri.
Ummæli Hafsteins, um að ég hafi
haft frjálsar hendur varðandi fjárútlát
og hvemig staðið var að uppbyggingu
verksmiðjunnar, em röng. Hið rétta er
að öll fjárútlát vegna uppbyggingar
verksmiðjuhúsnæðis, kaupa á vélum
og búnaði vom í höndum Þróunar-
félags Vestmannaeyja. Ég kom
hvergi nærri neinum framangreindum
ákvörðunum og hafði enga heimild til
þess. Ég fékk í tilfellum að vita hvað
stæði til varðandi framkvæmdir á
verksmiðjuhúsnæði Westmar en sá
aldrei neinar kostnaðaráætlanir vegna
þess.
Ef ekki hefur verið til staðar nein
fjárfestinga- eða verkáætlun vegna
Westmar, þá er það á ábyrgð stjómar
og framkvæmdastjóra Þróunarfélags
Vestmannaeyja, sem tók allar ákvarð-
anir varðandi kaup á tækjum, búnaði,
þekkingu og uppbyggingu húsnæðis
fyrir hönd Westmar.
Ég afitur á móti var ráðinn til þess að
aðstoða við uppsetningu tækja til að
koma rekstri og framleiðslu Westmar
af stað og lagði þess vegna fyrir
framkvæmdastjóra Þróunafélags Vest-
mannaeyja nokkrar mismunandi
viðskipta- og rekstraráætlanir sem
miðuðu að því að koma rekstri
verksmiðjunnar af stað á mismunandi
forsendum.
Auk þess vann ég að markaðs-,
þróunar- og hráefnismálum. Sú vinna
var að mestu greidd af mér persónu-
lega og hefur Þróunarfélag Vest-
mannaeyja ekki enn greitt mér þann
kostnað.
Til að upplýsa viðkomandi þá mun
stjóm Þróunarfélags Vestmannaeyja
sem að þessum málum stóð, hafa
verið skipuð eftirtöldum mönnum:
Guðjón Hjörleifsson, Andrés Sig-
mundsson, Bjöm Elíasson, Þorsteinn
Ingi Sigfússon og Stefán Lúðvíksson.
Framkvæmdastjóri var Þorsteinn
Sverrisson.
Mér þykir miður að mitt nafn hafi
tengst opinberri umræðu um óábyrg
íjárútlát og óráðsíu. Þá er ég undrandi
yfir að Hafsteinn Gunnarsson skuli
halda því fram á bæjarstjómarfundi að
vinnubrögð mín séu ein helsta orsök
þess að ekki tókst að koma íyrirtækinu
í rekstur þegar skýringuna er fyrst og
fremst að finna í starfsháttum Þróunar-
félags Vestmanneyja.
Ég lét af störfum hjá Westmar ehf.
1. des. sl. en óska viðkomandi aðilum
árs og friðar.
Með þökk fyrir birtinguna,
Ragnar Guðmundsson
Ashamri 59
Vestmannaeyjum.