Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 1
i
Á fundi um sjávarútvegsmál á
fimmtudag komu fram hugmyndir
um að fiskvinnslufyrirtækin í Vest-
mannaeyjum tækju sölumál sjávar-
afurða meira í sínar hendur en verið
hefur.
Utflutningur sjávarafurða á Islandi
nemur um 100 til 120 milljörðum á
ári og Binni í Vinnslustöðinni sagði
að hlutur Vestmannaeyinga væri um
11 % þegar hann var spurður út i
málið. „Við erum með 10 til 13
milljarða af afurðunt og ferskum
fiski, útflutningstekjur Vinnslu-
stöðvarinnar eru um 4 milljarðar og
ætli það sé ekki svipað hjá ísfélag-
inu. Mestum hluta af sölu á þessari
vöru er sinnt frá Reykjavík en þarf
það endilega að vera svoleiðis?
Ekki þar fyrir að Haraldur Gíslason
er með sölu og umsvif fyrir um einn
milljarð á ári í mjöli og lýsi. Við
höfum áhuga á að taka sölumálin
meira í okkar hendur. Við teljum að
það komi betur út fyrir okkur að
taka sölumálin meira í okkar hendur
en við komum aldrei til með að sjá
um sölu á öllum okkar afurðum.
Á fundinum kom einnig fram að
framleiðslufyrirtækin í fiskiðnaði
eru ekki nægilega upplýst um óskir
kaupenda og neytenda. „Sölufyrir-
tækin í Reykjavík vilja ekki að við
vitum mikið um kaupendur enda er
það er eðli sölufyrirtækja að vera
milliliður og þar af leiðandi vitum
við lítið um neytandann. Þessi mál
eru að fara af stað og eftir því sem
fyrirtækin stækka og þróast geta
þau tekið sölumálin meira í sínar
hendur. Það er hins vegar erfiðara
fyrir smáfyrirtæki. Reyndar finnst
mér Vinnslustöðin alls ekki
stórfyrirtæki. Við erum bara smá-
fyrirtæki í hugum kaupenda úti í
heimi.“
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar
áttu fund með forsvarsmönnum sjó-
mannaforustunnar og forustu-
mönnum LIU á mánudag. Binni
sagði fundinn hafa verið málefna-
með fundtnn og ég er ánægður með
þær viðtökur sem hugmyndir okkar
fengu. Menn fóru yfir stöðu mála
hver frá sínum sjónarhóli og við
kynntum okkar hugmyndir um
mönnunarmál sem getur þýtt færri
eða fleiri menn um borð í fiski-
skipum ásamt ýmsum öðrum
hugmyndum. Það er greinilegt að
síðustu kjarasamningar hafa skilað
miklu og þeir tóku vel í það sem við
sögðum. En þar með er ég ekki að
segja að þeir samþykki allt sem við
lögðum fram. En viðræðumar voru
málefnalegar og til góðs þó að enn-
þá sé vissulega ekkert frágengið."
Varnarliðsþyrla sótti
slasaðan sjómann um
borð í Snorra Sturluson:
*
Atta klukku-
tímar þar til
hann var
kominn á
sjúkrahús
Klukkan eitt á aðfaranótt
sunnudagsins sótti þyrla
slasaðan mann um borð í
frystitogarann Snorra
Sturluson VE sem þá var
staddur út af Kötlutanga.
Maðurinn slasaðist alvarlega
en er nú á batavegi og er
kominn af gjörgæslu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
var við björgunaræfingu á
Austurlandi og því var leitað til
varnarliðsins. Athygli vekur að
það liðu rúmar átta klukkus-
tundir frá því beiðni um aðstoð
barst þangað til maðurinn var
kominn á sjúkrahús í
Reykjavík. Líka að lent var
með hann í Keflavík og hann
fluttur í sjúkrabíl til
Reykjavíkur.
Eyþór Harðarson, útgerðar-
stjóri Isfélagsins sem gerir
Snorra út, sagði í gærmorgun
að maðurinn væri kominn af
gjörgæslu og á batavegi.
Meiðsli mannsins voru alvar-
leg, hann var rifbeinsbrotinn,
Iunga féll saman, miltað hafði
skaddast og öxl brákaðist.
Eyþór sagðist alls ekki vilja
gera lítið úr hlut varnarliðs-
manna, þeir hefðu sinnt kallinu
og komið til bjargar. Enn hann
sagði að björgunin hefði tekið
nokkuð langan tíma og það
hafi verið álit áhafnarinnar að
flugmennirnir hafi virst óörug-
gir.
Magnús Guðmundsson,
stýrimaður á Snorra, sagði að
þeir hefðu verið í
Skeiðarárdýpi þegar slysið
varð. Maðurinn var við vinnu
úti á dekki þegar stroffa slitn-
aði og lenti á honum. Magnús
sagði að þeir hefðu strax haft
samband við lækni og siglt var
á útopnu á móti þyrlunni. „Við
vorum úti af Kötlutanga þegar
þyrlan kom og höfðum þá siglt
í um 40 mflur. Eg hef ekki lent
í þessu áður en þeim sem til
þekktu fannst þyrlumennirnir
vera nokkuð lengi að koma
manninum um borð. En þeir
gerðu eins og þeir gátu, komu
manninum á sjúkrahús og fyrir
það erum við jjakklátir,“ sagði
Magnús.
Helgi vann með
Daufdumban
Keppnin um Lagið mitt fór fram í
síðustu viku og þar kom Helgi
Thorshamar, sá og sigraði.
| BLS. 5
Hamarskóli hirti
öll verðlaunin
Kristinn Pálsson sigraði í Stóru
upplestrarkeppninni á mánu-
daginn.
| BLS. 1
TM-Öryggi
fyrir fjölskylduna
www.tmhf.is
Sameinaðu allar tryggingar á
einfaldan og hagkvæman hátt.
'7W
ORYGGI
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Réttingar og sprautun
Sími 481 1535
Áætlun Landsflugs gildirfré 15.febrúar WRyjc WV£y
mán-fös mið-sun fös lau sun-fim 07:30 08:15 12:00 12:45 18:45 19:30 16:45 17:30 17:30 18:15
Kynntu þér nettilboðin á www.flugfelag.is LANDSFLUG ' ) 481 3300 / 570 3030
32. árg. / 15. tbl. / Vestmannaeyjum 14. apríl 2005 / Verð kr. 200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is
Grallaramótið í sundi fór fram í sundhöllinni á laugardaginn og komu tvö félög ofan af landi með um 90 krakka.
Mikil stemmning var á mótinu og þegar Fréttir litu við voru þessir krakkar að slaka á í pottunum eftir erfitt sund.
Eyjamenn selji sjálfir sinn fisk
-Er meðal hugmynda Binna í Vinnslustöðinni
legan og góðan. „Ég er ánægður