Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Side 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005
Biskupinn í
heimsókn
Helgina 23. til 24. apríl kemur biskup
Islands, hcrra Karl Sigurbjömsson, í
heimsókn til Vestmannaeyja. Aðal-
erindið verður að prédika við
íjölskylduguðsþjónustu í Landakirkju
sunnudaginn 24. apríl kl. 11.00 og að
því loknu að blessa nýju viðbótina við
Safnaðarheimilið.
Um leið verður efnt til vorhátíðar
fyrir bama- og æskulýðsstarfið,
kirkjustarf fatlaðra og barnakórinn
með leikjum og grilluðum pylsum
eftir guðsþjónustuna. Eftir húsblessun
biskups verður kirkjukaffi í Safnaðar-
heimilinu í boði sóknamefndarinnar.
Biskup mun einnig heimsækja
heimilisfólkið á Hraunbúðum og
fólkið á Sjúkrahúsinu og leiða þar
helgistundir á laugardeginum. Þann
dag mun hann einnig vera með
almenna helgistund í Stafkirkjunni, en
nánari tímasetningar verða auglýstar í
staðarblöðunum í næstu viku. Við
fjölskylduguðsþjónustuna munu allir
kórar Landakirkju syngja, en það em
Kór Landakirkju, Stúlknakór Landa-
kirkju og Litlir lærisveinar. Vonast
prestamir og sóknamefndin til þess að
sem flestir komi til kirkju þennan dag
og eigi saman góða stund.
Baráttan gegn kanínunum hefur borið árangur en meira þarf til að eyða þeim:
Einstök fuglabyggð í Ystakletti í hættu
-að mati forstöðumanns Náttúrustofu
í Ystakletti er niikið lundavarp auk þess sem þar verpa skrofa, stormsvala og sjósvala. Vestmannaeyjar eru mjög
mikilvægar fyrir stofna þessara fugla. Talið er að um 95% íslensku sjósvölu- og stormsvölustofnanna haldi sig í
Vestmannaeyjum yfir sumarmánuðina og eru það 75% til 90% af evrópska sjósvölustofninum og 15% til 30% af
evrópska stormsvölustofninum.
Eins og fram hefur komið í Fréttum
hafa menn nú vaxandi áhyggur af
ljölgun kanína á Heimaey. Sýnl hefur
verið fram á að kanínur hafa áhrif á
lundabyggð og gróðurfar og menn
vilja því grípa til róttækra ráðstafana
til að halda þeim í skefjum. Orðið
hefur vart við kanínur í Heimakletti og
nái þær bólfestu þar er hætta á að þær
komist út í Miðklett og Ystaklett.
Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðu-
maður Náttúrustofu Suðurlands, telur
brýnt að grípa til aðgerða þar sem í
Ystakletti sé mikið lundavarp auk þess
sem þar verpa skrofa, stormsvala og
sjósvala. Vestmannaeyjar eru mjög
mikilvægar fyrir stofna þessara fugla.
Talið er að um 95% íslensku sjósvölu-
og stormsvölustofnanna haldi sig í
Vestmannaeyjum yfir sumarmánuðina
og eru það 75% til 90% af evrópska
sjósvölustofninum og 15% til 30% af
evrópska stormsvölustofninum.
„Einnig er svo lil allur íslenski
skrofustofninn við Vestmannaeyjar á
sumrin. Við berum því mikla ábyrgð
hvað alla þessa stofna varðar og
samkvæmt Bemarsamningnum ber
okkur að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til að viðhalda þeim.
Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri
umhverfis og framkvæmdasviðs,
skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar í
síðustu viku þar sem hann óskaði eftir
því að stofnunin kæmi að fram-
kvæmd og fjármögnun veiðanna.
„Við höfum vaxandi áhyggjur af
þessu vandmáli og höfum unnið að
því að taka á því í nokkum tíma. Þessi
aukna áhersla núna tengist að hluta til
vinnu vegna náttúruvemdaráætlunar í
samvinnu við Umhverfisstofnun, HÍ
og Náttúmstofu Suðurlands. Mín
skoðun er sú að það eigi að gera allt
sem hægt er til að stöðva útbreiðslu og
jafnvel útrýma kanínum af Heimaey.
Eg vil benda á að samkvæmt bú-
fjársamþykkt þarf sérstakt leyfi til að
vera með kanínur og auðvitað er
óheimilt að sleppa þeim út í villta
náttúm enda fjölga þær sér hratt og
geta valdið skaða á lífríki Eyjanna."
Skógræktarfélag Vestmannaeyja
ályktaði í nóvember 2001 og hvatti
bæjaryfirvöld þá þegar til að skipu-
leggja útrýmingu á kanínum enda
höfðu félagsmenn orðið varir við
miklar skemmdir á gróðri.
Asmundur Pálsson, meindýraeyðir
bæjarins, áætlaði að vorið 2001 hafi
verið u.þ.b. 2000 kanínur á Heimaey
Ásmundur sagði að sérstakt leyfi
þyrfti til kanínuveiða og nú væru sex
menn í Eyjum með slíkt leyfi.
„Við byrjuðum veiðar árið 2002 en
árið áður urðum við varir við miklar
skemmdir á gróðri vegna kanínu-
faraldursins. Við höfum unnið
markvisst í því undanfarið ár að fækka
kanínum og viljum klára þetta og þess
vegna viljum við fá aðstoð frá
Umhverfisstofnun. Ég reikna með að
hér séu núna um það bil 400 til 600
dýr þannig að starf okkar hefur borið
árangur."
Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur.
rannsakaði áhrif kanínu á lundabyggð
sumarið 2003 í Sæfjalli í Vest-
mannaeyjum og skilaði ritgerð um
efnið við Háskóla íslands í febrúar
2004. í niðurstöðum hennar kentur
fram að á þeim svæðum þar sem
áhrifa kanína gætti, þ.e. í SæQalli, var
hlutfall yfirgefinna eða óvirkra
lundahola mun hærra en á kanínu-
lausu svæði.
Einnig segir í ritgerðinni að kanínur,
eins og þær sem eru á Heimaey, hafi
víða í heiminum orðið að ill-
viðráðanlegu vandamáli, einkum á
eyjum og ræktarsvæðum. „Sú stað-
reynd að marktækur munur var á
fjölda óvirkra og virkra hola milli
kanínu- og kanínulausa svæðisins
bendir sterklega til þess að viðvera
kanína í lundabyggðinni hafi neikvæð
áhrif á búsetu lundans á svæðinu,"
segir Freydís í skýrslu sinni.
Einnig segir frá athugunum sem
gerðar hafa verið á áhrif kanína á
gróður og virðast benda til þess að
grasbítar á borð við kanínur hafi slík
áhrif á jarðveg að það leiði til minni
festu hans sem geti haft afleiðingar á
borð við landskrið og aurflóð. Þar
segir ennfremur að það sé frekar
spuming um hvenær en ekki hvort
jarðvegur þar sem kanínur hafast við í
lundabyggð geti runnið af stað með
tilheyrandi umhverfisskemmdum.
Átti ÍBV
að tapa?
Það vakti talsverða athygli þegar
tveimur framlengingum var lokið í
fyrsta leik IBV og Fram að gripið
var til vítakastkeppni en til þessa
hefur bráðabani ráðið úrslitum í
leikjum sem þessum. Eyjamenn
höfðu svo loksins betur eftir
tvöfalda vítakastkeppni þar sem
liðin tóku fimm vítaskot hvort í
hvorri keppni fyrir sig. En nú
hefur komið upp úr krafsinu að
misræmi er í alþjóðareglum og
reglum HSÍ. Þannig segir í
alþjóða reglum um vítakastkeppni,
regla 5.3.1.4 e-liður að í annarri
umferð vítakastkeppni, fáist úrslit
þegar markamunur verður á
liðunum eftir að liðin hafi tekið eitt
víti hvort. í seinni vítakeppninni
byrjuðu Framarar á því að skora en
fyrsta vítaskot ÍBV var varið. Þar
með hefðu Framarar átt að vinna
leikinn ef farið væri eftir alþjóða
reglum handboltans.
Hins vegar segir í íslensku
reglugerðinni um vítakeppni m.a:
úrslit eru fengin ef markamunur er
eftir að bæði lið hafa lokið annarri
umferðinni. Samkvæmt
heimildum Frétta er þama um
lélega þýðingu á alþjóðareglunum
að ræða og því geta Eyjamenn
þakkað lélegri enskukunnáttu fyrir
sæti sitt í undanúrslitum.
Ekki allt fengið
með öðru
apóteki
Umræðan um nýtt apótek og verð
á lyijum í Apóteki Vestmannaeyja
hefur verið mikil undanfarið. Enn
hefur ekki verið tekin afstaða til
umsóknar Lyíja og heilsu ehf. í
heilbrigðisráðuneytinu en að öllu
óbreyttu mun lyfsölukeðjan opna
útibú í Vestmannaeyjum á næstu
mánuðum.
Það eru þó ekki allir sem hafa
þá sögu að segja að lyf hér séu á
hærra verði en hjá keðjuapótek-
unum.
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður, þurfti að kaupa sér lyf fyrir
skömmu og fékk fjölnota lyfseðil.
Hann keypti íyrsta skammtinn í
apóteki Lyfju í Reykjavík og
kostaði skammturinn 4.905
krónur. Næsta skammt keypti
hann í Apóteki Vestmannaeyja og
var skammturinn 405 krónum
ódýrari þar.
Magnús sagði í samtali við
Fréttir að honum leiddist sú
umræða sem verið hefúr um þessi
mál í Eyjum. „Ég sé ekki
þjónustuna batna með nýju
apóteki. Það verður einfaldlega til
þess að annar aðilinn hættir að
nenna að standa í þjónustu og ég
sé ekki betur en að þetta eina
apótek hafi þjónað Eyjamönnum
vel í gegnum árin.“
Ársbing ÍBV
Ársþing íþróttabandalags
Vestmannaeyja, verður haldið í
Týsheimilinu fimmtudaginn 12.
maí kl. 20.00.
Nánar auglýst síðar.
íþróttabandalag Vestmannaeyja
Sigríður Inga Sigurðardóttir
frá Skuld,
Áðurgistiheimilinu Hvíld
Dynsölum 6, Kópavogi
er áttræð í dag
Hún verður að heiman, en heldur
upp á afmæli sitt, ásamt fjölskyldu
sinni, 3. maí í Danmörku.
FRÉTTIR
rtgpfniiíli: Qyjnsýn öhf 480378-054!) - Vpstmiuiiiiicyjuin. Hitstjóri: ðmiir (iimlnrsson.
Blaðiunenn: Sigui-s\oinn Ix’mlni'soii, (iiiðbjörg Sigurfieirsdóttir. íjii'óttiit .lólins Ingoson.
Ábyrgðiiriiienii: Ómiir(iiuðiusson & (íisli VnHýsson.
I’rcntviiiiin: Eyjiusýn/ Eyjaprent. Vostniiuiiiiieyjiiiii. Aðsetar ritstjórimr: Strandvegi 47.
Simait 481 1:400 & 481 »410. Myndriti: 481-1393. Netfiuig/rafixistiii'. fiettir@eyjafivttir.is.
Veffáng: http/Anvw.eyjafivttir.is
FHÉTTIlí koma út nlla fimmhiilagiL Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasiilu á Kletti,
Tvistinuin, To|i|inum, Vönival, Herjólfi, Fliigliafnarverslaiiinni, Krónuiiiii, Isjakanum,
Bónusvídeó, veislnn 11-11, Skýlinu í Friðarliöfn og i Jolla i Ilafnarfirði og afgiviitsln
Ilejrólfs i Ixirláksliöfn. FIÍÉITJ lí eni prentaðar i 3000 eintökiini. FRÉTI’I li eni aðilar að
Samtökum lnrjar- og liéraðsfréttablacliu Eftirpreiitnn, hljóðritim, notknn ljósmynda og
annaðerólieimilt nenm heiinildaségetið.