Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Qupperneq 8
10 Fréttir / Fimmtudagur 14. aprfl 2005 Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005 11 Stefán Jónasson, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hefur í mörg horn að líta í starfi sínu fyrir bæinn, ekki síst í skipulagsmálum þar sem þurft hefur að taka til hendinni Stefán Jónasson, bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans, hefur alla tíð verið pólitískur og haft skoðanir á flestum sviðum bæjarlífsins. Hann er fram- sóknarmaður í húð og hár, ólst upp á þeim eðalstað Lautinni, spilaði fótbolta í yngri flokkum IBV, starfaði fyrir handboltann í Tý og er ennþá viðloðandi þessa uppáhaldsíþrótt sína en nú með IBV. Þrátt fyrir mikinn pólitískan áhuga hélt Stefán sig á hliðarlínunni þangað til í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum þegar hann tók þriðja sætið á Vestmannaeyja- listanum. Það skolaði honum inn í bæjarstjórn þar sem hann hefur bæði verið í minni- og meirihluta. Núna er hann formaður umhverfis- og skipulagsráðs og þar má segja að hann sé kominn út í djúpu laugina því hvergi er gusturinn meiri. Stoltur af upprunanum Þegar sest er niður með Stefáni og hann spurður um ætt og uppruna segist hann vera hinn eini sanni Eyjamaður. „Pabbi, Jónas Guð- mundsson, var frá Flatey á Skjálf- anda og mamma, Sara Stefánsdóttir, er úr Hrísey á Eyjafirði. Þau settu sig niður í Vestmannaeyjum og hér er ég fæddur,“ segir Stefán, greinilega stoltur af upprunanum. „Hér ólst ég upp, í miðbænum og Lautinni sem í mínum huga og annarra sem ólust upp á þessu svæði upp úr miðri síðustu öld, var nafli aíheimsins." Af hverju var Lautin svona merkileg í hugum ykkar? „Þetta var einfald- lega leiksvæðið okkar. Þama spiluðum við fótbolta í góðu veðri, í rigningu urðu til sjálf heimshöfin þar sem við sigldum skipum og bátum sem við smíðuðum sjálllr og í frostí varð til skautasvell þar sem var skautað og leikið sér á sleðum. Þannig að þú sérð að Lautin var okkar heimur, sumar, vetur, vor og haust.“ Stefán minnist strákanna í Vegg, Palla og Gunnars, í hópi Ijölda krakka sem komu saman í Lautinni til að leika sér. „Þá átti hvert hverfi í bænum sitt fótboltafélag og auðvitað áttum við besta liðið. Það var ekki spuming. Ég man til dæmis eftir Vigga á Fögruvöllum sem gat haldið bolta lengur á lofti en aðrir. Við áttum líka okkar stjömur í fótbolt- anum,“ segir Stefán og nefnir fyrst Einar Fidda. „Hann var reyndar sá lélegasti en þama vom líka Vitti Helga, Týssi heitinn kom oft og spilaði með okkur. Ekki má gleyma strákunum á Reynistað og Óla Venna og Ásgeiri sem er og verður okkar stóra stjama. Annars er skrýtið að segja frá því í dag að stundum varð Strandvegurinn að fótboltavelli og þá notuðum við peysumar sem mörk.“ Týsstrákarnir Þegar Stefán er spurður um sína bestu vini á þessum ámm segir hann erfitt nefna nöfn. „Það vom helst strákamir sem maður kynntist eftir að ég byrjaði í Tý. Þetta vom þeir Biggi Gauja, Stjáni Eggerts, Steini í Laufási, Steini Steindó og Hermann Kr. var alltaf traustur. Þetta em nú þeir strákar sem koma fyrst upp í hugann en það er alltaf vont að telja svona upp því manni hættír til að gleyma þeim sem síst skyldi.“ Gmnnurinn sem lagður var að fótboltakunnáttunni í Lautinni skilaði Stefáni upp í þriðja flokk og síðar annan flokk hjá ÍBV. „Það urðu svo mín örlög eins og svo margra að hætta eftir annan flokk og ekkert við því að gera. Ég hef svo alla tíð verið Týrari," sagði Stefán en á þessum ámm snerist allt um að vera annað hvort Týrari eða Þórari í Vest- mannaeyjum. „Það fylgdi því að alast upp í miðbænum. Ég fór að vinna fýrir félagið þegar handboltinn reis þar upp með tilkomu íþróttamiðstöðv- arinnar sem var vígð árið 1976. Þar með hófst mitt tímabil í stjómunar- störfum fyrir íþróttahreyfinguna. Með tilkomu Iþróttamiðstöðvarinnar hófst nýtt tímabil í íþróttasögu Vestmannaeyja. Týr komst upp í aðra deild og við vomm nokkrir sem mynduðum þama öflugt ráð. Eitt stærsta málið var að ráða þjálfara því gmnninn vantaði hjá okkur. Við vomm heppnir í þessum efnum og náðum í þjálfara eins og Helga Ragnars og Jón Hermannsson sem báðir reyndust okkur vel. Það er í frásögur færandi að Einar Fidda, sá mikli fótboltaáhugamaður, var með okkur í handboltaráðinu. Þar var nafni minn Jónsson frá Gmnd líka atkvæðamikill. Má segja að hand- boltanum í Tý hafi verið stjómað frá eldhúsborðinu áTúngötu 1. Þar vom fundimir haldnir og ákvarðanir teknar.“ Stefán segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar handboltinn sameinaðist undir merkjum ÍBV og þá hafi gmnnurinn verið lagður að því stórveldi sem Vestmannaeyjar urðu í handbolta. ,Já, ég var mjög ánægður með þá ákvörðun en þar lauk ferli mínum í stjóm fyrir handboltann. En ég hef alla tíð verið til staðar og hjálpað tíl í kringum leiki. Vor í Eyjum, sem handboltinn hefur staðið fyrir annað hvert ár frá 1992, er hugarfóstur okkar nafnanna." Að sjá hugmynd verða að veruleika Þær em margar hugmyndimar sem Stefán Jónasson hefur fengið þó ekki hafi þær allar orðið að vemleika. Vor í Eyjum er ein þeirra sem hann hefur séð komast á koppinn en það sem Stefáni þykir vænst um er athöfn í kirkjugarðinum sem orðin er árviss á hverjum aðfangadegi jóla. Þar hittist fólk, sem á um sárt að binda, í látlausri en fallegri athöfn sem prestar ' í »i ÉSt- - ■ é í < M i ■fe*f at’iPliBfllÍKyg Ik • 1 • ■ uXtUí .iBBRSJri n^TaLj H • . ;Kj , ji ■ STEFÁN: -Það lá því mikið á að byrja framkvæmdir því fólk vildi sjá eitthvað gerast og eigendurnir vildu komast af stað með rekstur í húsinu. En staðreyndin er sú að það eru ekki Eyjalögin sem gilda í skipulagsmálum, segir hann og vísar til þess að á stundum virðist sem Eyjamenn telji sig á stundum ekki þurfa að hlíta landslögum. Landakirkju stýra. ,Já, mér þykir mjög vænt um að hafa ýtt þessu af stað en hugmyndina fékk ég árið sem pabbi dó. Þá fór ég á aðfangadag upp í kirkjugarð með kerti og í messu um kvöldið. Ég fann fyrir tómleika þennan dag og talaði um það við séra Bjama Karlsson sem þá var sóknar- prestur Landakirkju. Hann var til í að koma hugmynd minni um litla athöfn í kirkjugarðinum á aðfangadag í framkvæmd. Það eru ótrúlega margir sem mæta og þeim fer fjölgandi. Gæti ég trúað að þarna komi saman hátt í 300 manns. Um leið og þetta er mjög átakanleg stund held ég að margir séu þakklátir að geta deilt svona sorginni með öðrum. Ég hef verið að velta því fyrir mér að þama yrði tekið eitt lag en það er ekkert víst að prestamir vilji það.“ Fæddist inn I Framsókn Þá var komið að pólitíkinni sem hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi Stefáns. „Ég fæddist inn í Fram- sóknarflokkinn þar sem pabbi var mjög virkur. Það var kannski ekki mikið rætt um stjómmálin heima en ég fór með pabba á alla fundi og meðtók boðskapinn sem byggist á samhjálp og bræðralagi. Ég man eftir fundum niðri í Geíjun þar sem Sigurgeir Kiistjáns og Jói póstur stjómuðu af myndugleik. Mest þótti mér sportið þegar við pabbi löbb- uðum upp á lögreglustöð til Sigur- geirs þar sem karlamir fóm yfir málin. Á eftir keyrði Sigurgeir okkur heim í löggubílnum, það var toppurinn þó ekki væri hann sérlega góður bílstjóri. Þegar maður lítur aftur sé ég hvað maður hafði í raun gott af þessu og sakna þess í dag að böm skuli ekki vera meiri þátttak- endur í félagsstörfum foreldranna." En þó áhuginn á stjómmálum væri mikill og Stefán alltaf tilbúinn að ræða málin fram og til baka hélt hann sér til baka í pólitísku starfi. Það var ekki fyrr en Vestmannaeyjalistinn varð til 1994 en að honum stóðu, auk Framsóknar, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. „Við buðum fram í bæjarstjómarkosningum það áiið en höfðum ekki erindi sem erfiði því íhaldið hélt velli. Ég var neðarlega á listanum og lét mér nægja að fylgjast með það kjörtímabilið. I kosning- unum 1998 var ég ekki á lista en lenti í skipulagsnefnd og hef ég verið viðloðandi skipulagsmálin síðan,“ segir Stefán og hlær. „Það var svo í síðustu bæjar- stjómarkosningum að maður steig skrefið til fulls, tók þriðja sætið á Vestmannaeyjalistanum og náði kjöri sem aðalbæjarfulltrúi. Fyrst í minnihluta en núna er ég í öðmm meirihlutanum á kjörtímabilinu. Þama hef ég notið þess að starfa með góðu fólki með mikla reynslu þar sem em þau Guðrún Erlingsdóttir og Lúðvík Bergvinsson.“ í skipulagsmálin Aftur lenti hann í skipulagsnefnd, fyrst í minnihluta en síðar meirihluta þar sem Friðbjöm Valtýsson var formaður. Þegar skipulag á yfirstjóm bæjarins var stokkað upp varð til umhverfis- og skipulagsráð sem Stefán stýrir. Það heyra sjö mála- flokkar undir ráðið, hreinlætismál, meindýraeyðing, sorpmál og með- höndlun úrgangs, skipulags- og byggingamál þar sem em undir deili- og aðalskipulag, umferðar- og samgöngumál, umhverfis og búfjáimál. Umhverfis- og fram- kvæmdasvið, þjónustumiðstöð, Malbikunarstöðin og gijótnám heyra líka undir ráðið. Eftir þessa upptalningu hlær Stefán og segir: „Þetta er mikil átakanefnd og mörg erfið og snúin mál sem við fáum til afgreiðslu.“ Hvað segir það okkur að síðustu ár hefur aðeins verið sótt um lóð fyrir eitt einbýlishús og það tók „aðeins" tvö ár af afgreiða umsóknina? „Þetta mál er mjög leiðinlegt og í sjálfu sér átakanlegt þegar svona gerist. Ástæðan var sú að þama var lóðum breytt án þess að deiliskipulag lægi fyrir. Þama sótti ungt fólk um lóð númer 15 við Bessahraun og fékk. Það stóð í þeim trú að allt væri í lagi. Þegar sótt var um lóð númer 13 og þau mótmæla kemur í ljós að ekki var til deiliskipulag. Allt sem þau sögðu var satt og rétt og hefði húsið númer 13 verið byggt án þess að þessi mál væm klámð gat bærinn átt von á skaðabótakröfu og jafnvel að þurfa kaupa af þeim húsið. Þetta em ekki forsvaranleg vinnubrögð og það er bæjarins að sjá um að skipulagsmál séu í lagi en ekki íbúanna." Hallarmálið Annað mál sem velkst hefur í kerfinu er Hallarmálið svokallaða sem ekki sér fýrir endann á. „Ég hef gengið með Höllinni frá fýrstu skóflustungu og þegar hún var tekin, var gefið leyfi fyrir fjómm könnunarholum. Það var ekki hætt fyrr en búið var að keyra í burtu 130 bfihlössum af mold vegna lagnabmnns en eins og allir vita er Höllin byggð á aðalvatnstanki bæjarins." Stefán segir að þama hafi menn farið fram úr sér en þrýstingurinn hafi verið mikill, bæði frá eigendum og bæjarbúum sem þama sáu fýrir sér skemmtistað sem stóð undir nafni. „Það lá því mikið á að byrja framkvæmdir því fólk vildi sjá eitthvað gerast og eigendumir vildu komast af stað með rekstur í húsinu. En staðreyndin er sú að það em ekki „Eins og ég sagði áðan er það hönnuða og kaupenda ásamt eftirliti bæjarins að sjá til þess að farið sé eftir sam- þykktum. Það virðist svo að það hafi ekki verið gert." Eyjalögin sem gilda í skipulags- málum,“ segir Stefán og vísar til þess að á stundum virðist sem Eyjamenn telji sig ekki þurfa að hlíta landslögum. „Sá tími er liðinn og við getum ekki búið til lög og reglur til að flýta fyrir hlutunum. Á sínum tíma í skipulagsnefnd var leyfi fyrir byggingu Hallarinnar samþykkt gegn því að farið yrði að settum reglum. Það var því hönnuða og kaupenda hússins að sjá til þess að það yrði gert. Við samþykktum byggingu á ráðstefnu- og veitíngahúsi og ef það uppfyllir ekki sett skilyrði er ekki við okkur að sakast.“ Nú hafa verið stöðugar deilur um Höllina frá byrjun og núna síðast bannaði heilbrigðisnefnd Suðurlands dansleiki eftir klukkan eitt. Hvað er það sem vantar upp á? „Við vitum það og vitum ekki en miðað við hljóðmælingar berst of mikill hávaði frá húsinu. I byrjun var gert ráð fyrir fjómm til sex böllum á ári sem við héldum að yrðu ekki til þess að mgga bátnum um of. Þau urðu miklu fleiri þannig að það reyndi meira á þennan þátt en við reiknuðum með.“ Hvað með eftirlit? „Eins og ég sagði áðan er það hönnuða og kaupenda ásamt eftirliti bæjarins að sjá til þess að farið sé eftir samþykktum. Það virðist svo að það hafi ekki verið gert.“ Hvað með framhaldið? „Ég veit það ekki en það er ekkert í gangi af hálfu bæjarins," segir Stefán. Elsta málið frá 1986 Em fleiri mál frá fyrri tíð sem em inni á borði hjá ykkur?, Já,“ svarar Stefán án umhugsunar. „Það elsta er mál frá 1986 og varðar lóðimar við Birkihlíð átta og tíu. Upphafið er að eigandi húss númer átta fékk lóð hjá bænum af landskika sem ekki var búið að skipuleggja. Þegar byggt er á lóðinni númer tíu lenda innan hennar nokkur tré sem eigandi húss númer átta hafði gróðursett. Þá var gert samkomulag um lausn á þessu máli en það er ennþá óleyst. Síðan ég kom fýrst að skipulagsmálum er búið að halda marga fundi til að reyna að finna lausn sem báðir húseigendur geta sætt sig við. Eins og staðan er núna virðist þurfa að fara í harðar aðgerðir en það er einn fundur eftir til að reyna að leysa þetta á góðu nótunum. Já, þetta er alveg ótrúlegt mál. Við höfum boðið upp á að flytja trén og eða að bærinn reisi vegg þama á milli en ekkert gengur," segir Stefán. En þau em fleiri hávaðamálin, Prófasturinn, Vilberg-kökuhús og nýi salurinn í Iþróttamiðstöðinni þar sem kennarar segja að ekki sé vinnufriður vegna hávaða. „Það mál er í vinnslu og emm við í viðræðum við verktaka um lausn á því.“ Þegar menn og girðingar halda ekki Þú fékkst landnytjanefnd með í pakkanum þegai' umhverfis- og skipulagsráð varð tíl. „Það er rétt og þetta er málaflokkur sem oft gustar um. Tilfellið er að maður veit ekkert af obbanum af þeim sem hér stunda tómstundabúskap. Það er búið að ákveða hvar menn eiga að vera með skepnur sínar en þegar það er ekki virt og girðingar halda ekki byija vandræðin. Það em allir sammála um að við þurfum að hafa skepnur í Vestmannaeyjum til að hafa stjórn á gróðri en það þarf að fara að settum reglum. Það em til rollukarlar sem skilja þetta ekki og em til vandræða," segir Stefán og hristir hausinn. Hann segir að fráveitumál séu í ákveðnum farvegi og verði komin í nokkuð gott horf innan ekki langs tíma. Þegar hann er spurður um aðalskipulag fyrir Vestmannaeyjar, sem samþykkt var nýlega, lifnar hann allur við. „Þar var stigið stórt fram- faraskref sem ég held að við getum öll verið ánægð með. Það var vel staðið að kynningu og bámst okkur nokkrar athugasemdir sem fóm eðlilegan farveg í kerfinu. Það er nú einu sinni svo með skipulag að fæstir vilja vita af því fyrr en það fer að snerta þá sjálfa. Það er ekkert við því að segja en fólk má alls ekki fá það á tilfinninguna að það sé ekki hlustað á það, komi það með athugasemdir. Borgarinn á alltaf sinn rétt og það verður að virða.“ Hvað með Pompei norðursins? „Eins og flestir vita er þetta nafnið á verkefni um að grafa upp hús við Suðurveg sem fóm undir í gosinu 1973. Það er búið að gera deiliskipulag sem er í auglýsingaferli. Þegar því lýkur verður hægt að byija að grafa og er stefnt að því að það verði gert í sumar. Þama er unnið samkvæmt þeirri reglu að skipuleggja fyrst og framkvæma svo.“ Sögulegt kjörtímabil Þegar talið berst að yfirstandandi kjörtímabili segir Stefán það engar ýkjur að það hafi verið í meira lagi sögulegt. Það byijaði með meirihluta sjálfstæðismanna og Framsóknar, næst var það Vestmannaeyjalisti og Framsókn sem mynduðu meirihluta og loks varð til meirihluti sjálfstæðis- manna og Vestmannaeyjalistans í nóvember sl. „Þetta byrjaði svo ekki björgulega hjá mér því þegar loka- tölur komu á kosninganóttina var ég úti sem þriðji maður. Þá fannst búnt af atkvæðaseðlum og ég datt inn aftur sem bæjarfulltrúi og íhaldið var fallið. Það voru strax vonbrigði að komast ekki strax í meirihluta en Framsókn hafði ekki áhuga á samstarfi við Vestmannaeyjalistann í þessari atrennu. Það fannst mér mjög slæmt fyrir mig sem framsóknar- mann. I viðræðum við Sjálf- stæðisflokkinn strandaði á biðlaunum Guðjóns bæjarstjóra sem við höfðum gagnrýnt í kosningabaráttunni. Núna erum við svo í meirihluta með sjálfstæðismönnum og hefur gengið ágætlega. Og þegar ég lít yfir tíma- bilið er ég bara nokkuð sáttur við málefnastöðuna," segir Stefán. Nefnir hann í því sambandi lausn á Hressómálinu, inngönguna í SASS, stórátak í atvinnumálum unglinga, útboð á Sorpu, flutning Athvarfsins í Þórsheimilið, samning við Tafl- félagið, breytta samsetningu lána, námskeið til að sækja um styrki til atvinnusköpunar, ferðastyrki fyrir fjarnema, útsendingar frá bæjar- stjómarfundum, malbikun á göngustíg í Heijólfsdal, búfjár- samþykkt og ráðningu búfjáreflir- litsmanns, framkvæmdir við Hraunbúðir, nýja bæjarmálasam- þykkt, byggingu nýs Sóla og samning við eignarhaldsfélagið Fasteign. „Allt skiptir þetta máli fyrir bæjarfélagið og þó okkur hafi ekki tekist að fá hingað Vaktstöð siglinga var það mál vel unnið af hálfu bæjarstjómar." Má ekki bitna á fjölskyldunni Stefán segir að léleg staða bæjar- fulltrúa hafi komið sér einna mest á óvart þegar hann hóf störf í bæjar- stjóm. „Éitt mitt fyrsta verkefni var að fara á tveggja daga ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri. Ráðhúsið sá um að panta flug og hótel en þegar ég spurði um laun fyrir þessa tvo daga kom ég að tómum kofanum. Það tíðkaðist ekki að bæjarfulltrúar fái bætt vinnutap og þess vegna varð ég að taka tvo daga af sumarfríinu í þetta. Ég tók málið upp og lýsti óánægju minni með þetta. Nú hefur þetta verið leiðrétt og það sama má segja um laun bæjarfulltrúa og nefndarfólks. Þar hefur orðið vemleg leiðrétting." Stefán segist svo sannarlega vilja sjá fleiri mál verða að vemleika hjá bænum. „En Ijárhagsstaðan er ekki nógu góð og við verðum að láta skynsemina ráða. Hvað framtíðina varðar þá finnst mér vera að birta til. Tökum sem dærni fleiri ferðir Heijólfs í nýju útboði þar sem er að skila sér þrotlaus vinna síðustu tvö árin. Sama gildir um Fiskistofu og fundur hjá Rannsóknastofu fisk- iðnaðarins í síðustu viku gefur fyrirheit um meiri umsvif í Eyjum. Svo má ekki gleyma vaxtar- samningnum sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kynnti fyrir okkur um daginn. Ég vil líka vera raunsær og varast að byggja upp óraunhæfar væntingar. Við emm búin að sjá of mikið af slíku undanfarin ár.“ Að lokum segir Stefán að ólíku sé saman að jafna, starfi fýrir íþrótta- hreyfinguna og í bæjarstjóm. „Maður finnur fyrir þakklæti í fþróttastarfi og þó fólk sé ekki alltaf sammála em menn vinir. I bæjarstjóm er maður að vinna það verk sem maður er kjörinn til en sumir geta látið mjög einkennilega gagnvart manni. Það er allt í lagi þegar það beinist að mér en þegar það bitnar á fjölskyldunni og mínum nánustu er of langt gengið. Það er óþolandi að Qölskyldan skuli líða fyrir ákvarðanir sem ég tek í bæjarstjóm. Hún er aldrei spurð hvað ég eigi að gera og hvað ekki," sagði Stefán að endingu. omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.